Tíminn - 20.03.1990, Qupperneq 10
10 Tíminn
Þriðjudagur 20. mars 1990
\
VÉLAR OG ÞJÓNUSTA HF
-aukin áhersla á varahlutaþjónustu
Nýlega tók til starfa í varahlutadeild
Véla og þjónustu hf, nýr starfsmaður,
Agnar Þór Hjartar. Hann hefur um árabil
starfað hjá Sambandinu Ármúla 3, alla
tíð í varahlutadeild og lengst af sem
verslunar- og deildarstjóri. 1 hinu nýja
starfi mun Agnar fyrst og fremst vinna að
markaðssetningu vara- og aukahluta og
sjá um sérpantanir.
Vélar og þjónusta hf hafa m.a. umboð
fyrir Case-IH dráttar- og vinnuvélar,
Úrsus dráttarvélar, Atlas-gröfur. Krone
og Stoll heyvinnutæki. ásamt ýmsum
öðrum vélum og tækjum sem viðkemur
vinnuvélamarkaði og landbúnaði. Vara-
hlutadeildin er einnig með varahluti í
aðrar gerðir af vélum og tækjum sem
viðkemur þessum atvinnugreinum.
Starfsmenn varahlutaverslunar eru 6,
verslunarstjóri er Guðjón Ágústsson.
með útibú allt í kringum
landið, gera þér mögulegt
að leigja bíl á einum staö
og skila honum á öðrum
Reykjavík
91-686915
Akureyri
96-21715
Er Snorri Sturluson upphafs-
maður íslendingasagna?
Dr. Jónas Kristjánsson, forstöðumað-
ur Stofnunar Árna Magnússonar, flytur
opinberan fyrirlestur um aldur fslend-
ingasafna á vegum Stofnunar Sigurðar
Nordals, þriðjudaginn 20. mars í stofu
101 í Odda.' hugvísindahúsi Háskóla
íslands, kl. 17:15. ( fyrirlestrinum, sem
nefnist
„Er Snorri Sturluson upphafsmaður Is-
lendingasagna?“. Jónas mun fjalla um
hugmyndir sínar um ritunartíma íslend-
ingasagna en um það efni hefur hann
skrifað mikið, m.a. í doktorsriti sínu Um
Fóstbræðrasögu.
1 sumar verða unglingaskipti við Eng-
land og Holland. Tíu unglingar á aldrin-
um 12-15 ára, ásamt fararstjóra, fara til
hvors lands og dvelja hjá fjölskyldum í
tvær vikur. Meðan á heimsókninni stend-
ur er skipulögð sameiginleg dagskrá, t.d.
farið í útilegur og ferðalög. Unglingar frá
sömu löndum heimsækja Island og dvelj-
ast á heimilum íslensku unglinganna í
tvær vikur. Ensku unglingarnir dveljast
hér 7.-21. apríl, en dvölin í Englandi
(Newcastle) er 17.-31. júlí. Skiptin við
Holland (Amsterdam) eru 13.-27. júlí og
30. júlí-12. ágúst.
Unglingaskipti CISV er tilvalin og
tiltölulega ódýr leið fyrir unglinga til að
kynnast lífi í öðru landi. Upplýsingar eru
gefnar í síma 657636, en einnig er hægt
að skrifa í Pósthólf 86, 210 Garðabær.
HÁSPENNA - LÍFSHÆTT A!
Rafmagnseftirlit ríkisins sendir frá sér
eftirfarandi viövörun:
★ Óhöppum og tjónum af völdum
háspennu fer fjölgandi. Flest slík óhöpp
veröa fyrir vangá eöa hugsunarleysi.
★ ÖKUMENN:
Hafið gát á háspennulínum ef þiö eruö
meö hátt loftnet eöa meö háfermi á
bílnum. Reisiö ekki bílpall upp í Iínur,
eins og mörg dæmi eru um viö vegagerö
og aðrar framkvæmdir.
★ GRÖFU- OG KRANASTJÓRAR:
Fylgist vandlega meö öllum hreyfingum
tækjanna og fariö meö sérstakri gát, ef
þiö eruð aö störfum í nánd viö háspennu-
línur.
Ef ökutæki eöa vinnuvél snertir há-
spennulínu er sjálfsagt aö reyna strax aö
Kvenfélagið Seltjörn
Fundur í Félagsheimili Seltjarnarness
þriðjud. 20. mars kl. 20:30. Myndasýning
og kynning á Vestmannaeyjum á dagskrá.
Veitingar.
Háskólafyrirlestur
um Don Quixote
Dr. Karl-Ludwig Selig, fyrrum prófess-
or í spænskum bókmenntum við Colum-
bia-háskóla í Bandaríkjunum, flytur op-
inberan fyrirlestur í boði Heimspekideild-
ar Háskóla íslands fimmtudaginn 22.
mars kl. 17:30 í stofu 101 í Odda.
Fyrirlesturinn nefnist: „Don Quixote
and Ihe Art of the Novel“ og verður
fluttur á ensku.
Dr. Selig lét a starfi í fyrra vegna
aldurs. Hann hefur verið útgáfustjóri
fjölmarra bómenntatímarita í Bandaríkj-
unum og er einkum kunnur fyrir fræði-
störf og greinaskrif um verk Cervantes og
Garcia Lorca.
Fyrirlesturinn er öllum opinn.
Háskólatónleikar í hádeginu
Miðvikudaginn 21. mars kl. 12:30
ntunu Sigurður Bragason, barítón og Elín
Guðmundsdóttir semballeikari flytja verk
á Háskólatónleikunum í Norræna húsinu.
Á tónlcikunum verða fluttar aríur eftir
Giulio Caccini (1546-1618), Claudio
Monteverdi (1567-1643, AlessandroScar-
latti (1660-1725 ogfleiri tónskáld frá þeim
tíma er óperan var að stíga sín fyrstu
skref.
Sigurður Bragason nam píanóleik hjá
Rögnvaldi Sigurjónssyni við Tónlistar-
skólann í Reykavík. Að loknu stúdents-
prófi stundaði hann nám í tónmennta-
kennaradeild sama skóla. Söngkennari
hans þar var Rut Magnússon. Síðan lauk
Sigurður áttundastigsprófi frá Söng-
skólanum í Reykjavík og voru kennarar
hans þar Sigurður Björnsson og Magnús
Jónsson. Hann nam síðan söng hjá Pier
Miranda Ferraro í Mílanó á (talíu. Sig-
urður hefur sótt Masterclass hjá Hanno
Blaschke í Múnchen og franska söngvar-
anum Gerard Souzay.
Sigurður hefur sungið á fjölmörgum
tónleikum í Reykjavík og víða um land.
( uppfærslu íslensku hljómsveitarinnar á
Dido og Aeneas söng hann hlutverk
Aeneasar. Sigurður var valinn bæjarlista-
maður Kópavogs 1989 og í tengslum við
þá útnefningu hélt hann tónleika í Osló
og Kaupmannahöfn, sem fengu frábæra
dóma. Sigurður er formaður Félags ís-
lenskra óperusöngvara.
Elín Guðmundsdóttir lauk píanókenn-
araprófi frá Tónlistarskólanum í Reykja-
vík vorið 1970. Eftir það hóf hún nám í
semballeik við sama skóla hjá Helgu
Ingólfsdóttur og lauk einleikaraprófi vor-
ið 1975.
Sem semballeikari hefur Elín tekið
þátt í flutningi fjölda tónverka og hún
hefur einnig starfað sem píanóleikari við
Söngskólann í Reykjavík frá 1983.
KARLAKÓR REYKJAVÍKUR
-í Langholtskirkju
Karlakór Reykjavíkur heldur sína ár-
legu tónleika fyrir styrktarfélaga og vel-
unnara sína í Langholtskirkju dagana
19., 20., 21. og 24. mars nk. Tónleikarnir
hefjast kl. 20:30, nema tónleikarnir þann
24. sem hefjast kl. 16:00. Aðalstjórnandi
er Páll P. Pálsson. Einsöngvarar að þessu
sinni verða Inga Backmann og Friðrik
Kristinsson. Undirleik annast Catherine
Williams, sem stjórnaði kórnum sl. vor,
og starfaði einnig hjá söngskólanum og
(slensku óperunni, en er flutt aftur til
Cardiff í Wales. Hún kemur nú hingað
sérstaklega til samstarfs við kórinn.
Á tónleikunum verða flutt íslensk og
erlend lög, m.a. nýtt tónverk eftir Pál P.
Pálsson „Glymrur" við ljóð Ragnars Ing-
ólfssonar. Undirleik í því lagi leikur
Oddur Björnsson á básúnu. Oddur hefur
starfað hjá kórnum við raddþjálfun og
söngstjórn undanfarin ár.
Af erlendum lögum má nefna syrpur
eftir Stephen Foster, „María" úr West
Side Story, „No other Love“ eftir Rodger
og Hammerstein o.fl.
Minningarkort Áskirkju
Eftirtaldir aðilar hafa minningarkort
Safnaðarfélags Áskirkju til sölu:
Þuríður Ágústsdóttir, Austurbrún 37,
sími 681742
Ragna Jónsdóttir, Kambsvegi 17, sími
82775
Pjónustuíbúðir aldraðra, Dalbraut 27
Helena Halldórsdóttir, Norðurbrún 1,
Guðrún Jónsdóttir, Kleifarvegi 5, sími
681984,
I loltsapótek, Langholtsvegi 84,
Verslunin Kirkjuhúsið, Klapparstíg 27,
Verslunin Rangá, Skipasundi 56.
Þá gefst þeim, sem ekki eiga heiman-
gengt, kostur á að hringja í Áskirkju,
sími 84035 milli kl. 17:00 og 19:00 og mun
kirkjuvörður annast sendingu minningar-
korta fyrir þá sem þess óska.
Áskell Másson á tónskálda-
kvöldi í Listasafni Sigurjóns
Ólafssonar
I kvöld, þriðjud. 20. mars kl. 20:30
stendur íslensk tónverkamiðstöð og
Listasafn Sigurjóns Ólafssonar fyrir
„Kvöldstund með tónskáldi“. sem að
þessu sinni er tónskáldið Áskell Másson.
Hljóðfæraleikarar með honum eru: Daði
Kolbeinsson, Einar Jóhannesson og Haf-
steinn Guðmundsson. Umræður og fyrir-
spurnir verða eftir tónleikana.
BÍLALEIGA
Úr sýningarsalnum Austurstræti 3
UR HUGARHEIMI
Sýning á verkum fatlaðra í Listasafni ASf
Nýlega var opnuð sýning á verkum
fatlaðra í Listasafni ASI að Grensásvegi
16. Forseti (slands, frú Vigdís. Finn-
bogadóttir var heiðursgestur við opnun-
ina og Svavar Gestsson menntamáiaráð-
herra ávarpaði samkomuna. Einnig var
ljóðadagskrá með söng og upplestri. Síð-
ar verða fyrirlestrar um heimspeki, list-
fræði, sállækningar og listmeðferð. Verð-
ur það auglýst síðar.
Landssamtökin Þroskahjálp og Ör-
yrkjabandalag (slands ákváðu að hefja
leit að verkum fatlaðra. Leitað hefur
verið til þeirra sem eru mikið hamlaðir og
athugað hvað listsköpun hefur gert fyrir
þá, m.a. sem tjáningarmiðill.
Áðgangur að sýningunni er öllum
heimill og aðgangur er ókeypis.
Úr hugarheimi
ft
Gallerí Borg á þremur stöðum
Gallerí Borg hefur nú flutt þá starfsemi
sína sem var uppi á lofti í Pennanum,
Austurstræti 10. Nú fer öll sala á smærri
myndum, þ.e.a.s. grafíkmyndum, vatns-
litamyndum, pastelmyndum og minni
olíumyndum fram á tveimur stöðum, í
Austarstræti nr. 3 (í sal á jarðhæð) og í
Síðumúla 32 (sama hús og Álnabær). Þar
hafa sameinast undir sama þaki, Gallerí
Borg og Listinn, innrömmunarverkstæði,
sem áður var í Brautarholti.
Auk þess að selja áfram myndir eftir
flesta af þekktustu listamenn landsins
verður á boðstólum úrval af keramikverk-
um og módelskartgripum úr leir, gleri og
silfri.
Starfsemin í Gallerí Borg, Pósthús-
stræti 9, verður áfram með sama sniði og
verið hefur, þ.e.a.s. sýningar á jarðhæð-
inni og umboðssala á gömlu meisturunum
í kjallaranum.
Nýsköpun í Listamannahúsinu
í kvöld, þriðjud. 20. mars kl. 20:30
verður efnt til fjölbreyttrar dagskrár í
Listamannahúsinu í tilefni af Huga-
myndasýningu Birgittu Jónsdóttur.
Myndlistarmaðurinn og performarinn
Cheo Cruz frá Kolumbíu og Gunnar
Grímsson tónlistarmaður munu fram-
kalla með blandaðri tækni performansinn
Vulkano.
Sigurður Sigurðsson og Pálmi J. Sigur-
hjartarson spila blues og Gunnar Gríms-
son býr til Hljóðverflahávaða. tfmaritið
Rómur verður kynnt. Margrét Hugrún og
Sigrún Jónsdóttir sýna öratriði.
Birgitta Jónsdóttir spinnur orð við
tónaflóð Gunnars Grímssonar. Mike
Pollock, Pjetur Hafstein, Margrét Lóa og
G. Rósa lesa úr eigin hugverkum.
Listamannahúsið er að Hafnarstræti 4,
eftir hæð.
Aðgangur er ókeypis.
Aðalfundur
Fuglaverndarfélagsins
Aðalfundur Fuglaverndarfélags íslands
1990 verður haldinn í hliðarstofu
Norræna hússins laugardaginn 31. mars
kl. 16:00 (ld. 4 e.h.) Venjuleg aðalfundar-
störf.
Spilakvöld
Kvenfélags Kópavogs
Spilað verður í kvöld, þriðjud. 20.
mars í Félagsheimili Kópavogs. Byrjað
verður að spila kl. 20:30. Allir velkomnir.
Hafnarfjarðarbær
riir Lóðaúthlutun
Hafnarfjarðarbær mun á næstunni úthluta lóðum
fyrir íbúðarhús á Hvaleyrarholti.
Lóðirnar eru þegar byggingarhæfar.
Umsóknarfrestur er til miðvikud. 28. mars n.k.
Eldri umsóknir þarf að endurnýja.
Nánari upplýsingar verða gefnar á skrifstofu
bæjarverkfræðings, Strandgötu 6.
Bæjarverkfræðingur.
Kransar, krossar, kistu-
skreytingar, samúðarvendir
og samúðarskreytingar.
Sendum um allt land á opnunartíma
frá kl. 10-21 alla daga vikunnar.
MIKLUBRAUT 68 o 13630
Eiginkona mín, móöir okkar, tengdamóðir og amma
Helga Lovísa Kemp
Vifilsstöðum
veröur jarðsungin frá Garðakirkju miðvikudaginn 21. mars kl. 13.30.
Hrafnkell Helgason
Helgi Hrafnkelsson Anna Gunnlaugsdóttir
Stella Stefanía Hrafnkelsdóttir Einar Sigurgeirsson
Hrefna Hrafnkelsdóttir Gunnar Karl Guðmundsson
og barnabörn.
Móðir okkar, tengdamóðir og amma
Guðbjörg Jónsdóttir
Kirkjuvegi 14,
Selfossi
lést að Ljósheimum aðfaranótt mánudagsins 19. mars
Eygló Kristófersdóttir Björn Sigurðsson
Ester Halldórsdóttir Steinar Karlsson
Hrefna Halldórsdóttir Ágúst Morthens
og barnabörn
Pöntum bíla erlendis
interRent
Europcar
Böm í þjúðbúningum
Unglingar til útlanda
CISV, eða Alþjóðlcgar Sumarbúðir
Barna, er alþjóðleg hreyfing, sem starfar
víða um lönd og tengist m.a. Sameinuðu
þjóðunum. Hreyfingin er óháð stjórnmál-
um og trúarbrögðum. Hér á landi hefur
CISV starfað í mörg ár og scnt börn og
unglinga í sumarbúðir og unglingaskipti
til margra landa.