Tíminn - 20.03.1990, Síða 13

Tíminn - 20.03.1990, Síða 13
Þriöjudagur 20. mars 1990 Tíminn 13 Eru íslendingar B-þjóð í umferðarmálum Fræðslufundur um umferðarmál í sal Fjölbrautaskóla Suðurlands flmmtudaginn 22. mars n.k. kl. 21.00. Framsögumenn verða: Óli H. Þórðarson, framkvst. umferðarráðs. Hergeir Kristgeirsson, lögregluþjónn. Páll Guðmundsson, landpóstur. Sigurður Helgason, fulltrúi Klúbbs 17. Að loknum framsöguerindum verða fyrirspurnir og frjálsar umræður. Allir velkomnir. FUF-Árnessýslu. Námskeið fyrir ungt fólk á erlendri grund Samband ungra framsóknarmanna stendur til boða að tilnefna ungt fólk á aldrinum 18 til 30 ára á námskeið sem haldin eru víðs vegar í Evrópu. Þeir sem hafa áhuga á að kynna sér þennan möguleika eru beðnir að hafa samband við Egil Heiðar á skrifstofu Framsóknar- flokksins í síma 91-24480. Framkvæmdastjórn SUF. Aðalfundur Framnes hf., Hamraborg 5, Kópavogi verður haldinn laugardaginn 24. mars 1990 og hefst kl. 10.00 f.h. í húsi félagsins. Auk venjulegra aðalfundarstarfa verða rædd húsnæðismál félagsins. Stjórnin Borgarnes - Félagsvist Félagsvistinni sem vera átti 9. mars hefur verið frestað. Þriggja kvölda keppni hefst 23. mars kl. 20.30 I Félagsbæ. Framsóknarfélag Borgarness Kópavogur - Opið hús Opið hús alla miðvikudaga að Hamraborg 5, kl. 17-19. Alltaf heitt á könnunni. Framsóknarfélögin. Framsóknarfólk Norðurlandi vestra Skrifstofur Framsóknarflokksins og Einherja, Suðurgötu 3 á Sauðár- króki, verða fyrst um sinn opnar mánudaga kl. 13-17 og þriðjudaga og miðvikudaga kl. 9-12, sími 36757. Norðurland eystra Skrifstofa Framsóknarflokksins Hafnarstræti 90, Akureyri er opin alla virka dagafrákl. 16-19, sími 96-21180. Framsóknarfélag Kjósarsýslu heldur félagsfund fimmtudaginn 22. mars n.k. kl. 20.30 í Hlégarði. Fundarefni: Málefnasamningur Alþýðubandalags, Alþýðuflokks, Framsóknarflokks og Kvennalista. Stjórnin ^jRARIK , IK ^ FiAFMAGNSVEITUR RIKISINS Rafmagnsveitur ríkisins óska eftir tilboðum í eftirfarandi: RARIK-90003: Dreifispennar, 31,5-2000 kVA Opnunardagur: Fimmtudagur 26. apríl 1990 kl. 14.00. Tilboðum skal skila á skrifstofu Rafmagnsveitna ríksins, Laugavegi 118, 105 Reykjavík, fyrir opn- unartíma og verða þau opnuð á sama stað að viðstöddum þeim bjóðendum er þess óska. Útboðsgögn verða seld á skrifstofu Rafmagns- veitna ríkisins, Laugavegi 118, 105 Reykjavík, frá og með miðvikudegi 21. mars 1990 og kosta kr. 500,- hvert eintak. Rafmagnsveitur ríkisins Laugavegi118 105 Reykjavík Útboð *» John Eisenhower, faðir brúðarinnar, þykiráberandi líkurföðursín- um, Eisenhower Bandaríkjaforseta Brúðkaup í Moskvu: Brúðhjónin ganga út eftir kirkju- athöfnina, en þar voru meðal hinna 200 gesta margir úr vísindaheim- inum og utanríkisþjónustunni í Moskvu. Fjórír bræður brúðgumans voru viðstaddir og eins margt af fjölskyldu brúðarínnar Susan sem bam með ömmu sinni og afa, Mamie og Dwight Eisenhower, fýrir utan Hvíta húsið Susan Eisenhower giftist Roald Sagdeyev, sovéskum borgara Susan er sonardóttir Eisenhowers Bandaríkjaforseta, en Roalder virtur sovéskur vísindamaður, fyrrv. samstarfsmaður Andrei Sakharovs og vinur Gorbachevs, forseta Sovétríkjanna Breytingamar á pólitíska svið- inu koma víða fram í Sovétríkjun- um á þessum síðustu tímum. Það hefði þótt ótrúlegt fyrir nokkmm árum, eða jafnvel mánuðum, að bamabam Eisenhowers Banda- ríkjaforseta gengi að eiga sovéskan borgara. Eisenhower forseti var mjög andsnúinn Sovétríkjunum eftir seinni heimsstyrjöldina, — en Sus- an, bamabam hans, segist vera viss um að afi hennar myndi kunna að meta Roald. Astarsaga þeirra Susan og Roalds Sagdeyev er sögð tákn- ræn fyrir breytingamar í heiminum og bætt samskipti þjóðanna. Roald Sagdeyev er virtur vís- indamaður í Rússlandi og þau hjón- in koma til með að búa þar. Þau gengu fyrst í hjónaband samkvæmt lögum og reglum í Rússlandi, þ.e. þau fóm í ráðhúsið í Moskvu, eða „giftingarhöllina“ eins og það er stundum kallað, því að oft em þar giftir stórir hópar fólks. Þar var tekið á móti parinu með virktum, rauður dregill settur á gólfið og lítil hljómsveit lék lög cft- ir Strauss og Tscaikovsky. Brúðurin var í grænblárri dragt og þau skipt- ust á hringjum undir rauðum fána með hamar og sigð. Þvínæst fór ífam kirkjubrúð- kaup í kapellu Bandaríska sendi- ráðsins og þar vom um 200 gestir. Kirkju- athöfnin tók um 40 mínút- ur. Nú klæddist Susan hvítri kjól- dragt úr silki með brúðarvönd og kapellan var prýdd hvítum blóma- skreytingum.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.