Tíminn - 25.04.1990, Side 5

Tíminn - 25.04.1990, Side 5
Miðvikudagur 25. apríl 1990 Tíminn 5 Eignarhaldsfélag Verslunarbankans áfram eigandi 100 milljóna í Stöð 2: MEIRIHLUTI HAFNAR TILBOÐII HLUTAFEÐ Meirihluti stjómar Eignarhaldsfélags Verslunarbankans hafnaði í gær tilboði í 100 milljón kr. hlut félagsins í Stöð 2 í gær. Tilboð þetta hljóðaði upp á nafnverð hlutabréfanna, sem skyldi stað- greiða. Jón Magnússon lögmaður lagði tilboðið fram og gilti það til dagsins í dag. Búist var við, að gefið yrði upp á stjómarfundinum í gær, hverjir það væm, sem stæðu að baki tilboðinu. Það var ekki gert í gær, eftir að tilboðinu hafði verið hafnað. Hviksögur um hveijir stæðu að baki tilboðinu hafa gengið um við- skiptaheiminn og hafa verið nefndir til sögu stofhendur Stöðvar 2, þeir Jón Óttar Ragnarsson, Hans Kristján Ámason og Ólafur H. Jónsson. Jón Óttar neitaði því alfarið í gær og vildi auk þess ekki tjá sig um þetta mál að öðru leyti. I fféttum Stöðvar 2 í gær- kvöldi var sagt, að tilboðsgjafamir væm Gunnsteinn Skúlason iðnrek- andi, Hörður Jónsson forstjóri og Gunnar Jóhannsson í Fóðurblönd- unni. Gísli V. Einarsson stjómarformaður eignarhaldsfélagsins og Þorvaldur Guðmundsson lögðu á fundinum í gær ffam tillögu, um að tilboðinu í hlutabréf Stöðvar 2 yrði tekið, enda töldu þeir, að sögn Gísla, það vera í samræmi við vilja allra hluthafa eignarhaldsfélagsins. Hann sagði ljóst, að þeir, sem beina hagsmuni hefðu af niðurstöðunni, sem varð í gær, væm þeir forsvarsmenn samtaka verslunarinnar, er jafnffamt væm stórir hluthafar í Stöð 2 auk þess að hafa meirihlutavald í stjóm eignar- haldsfélagsins. „Menn hljóta að hafa verið beittir þrýstingi og það miklum: Allir stjómarmenn sögðu í janúar, að þessi bréf skyldu strax verða seld og hægt væri og er tilboð kæmi í þau,“ sagði Gísli. Hann sagði, að ekki yrði dreg- ið í efa, að tilboðið hefði verið hag- stætt. Með því að hafna því, væri ver- ið að fóma hagsmunum fjöldans fyrir hagsmuni örfárra aðila; meirihluta- eigenda Stöðvar 2. Hlutafé Stöðvar 2 er nú 505,5 millj- ónir kr. Meirihluti þess; 250 milljón- ir kr. er í eigu Jóhanns J. Ólafssonar, Haraldar Haraldssonar og Guðjóns Oddssonar og umbjóðenda þeirra innan Félags ísl. stórkaupmanna, Verslunarráðs og Kaupmannasam- takanna. Jón Óttar Ragnarsson, Hans Kristján Ámason og Ólafur H. Jóns- son ráða 155,5 milljónum, en síðan koma 100 milljónimar umræddu í eigu Eignarhaldsfélags Verslunar- bankans. Ljóst er því, að 100 milljónimar hefðu getað breytt núverandi stjóm- armeirihluta Stöðvar 2, hefði tilboð- inu verið tekið og núverandi eigend- ur ekki neytt forkaupsréttar síns. Aðilar gagnkunnugir í viðskiptalíf- inu, sem rætt var við í gærkvöldi, sögðu það furðu gegna að meirihluti stjómar eignarhaldsfélagsins hefði hafnað tilboðinu í bréfin. Eignar- haldsfélagið verði nú að halda áffam að vera til, svo lengi sem bréfin verði í eigu þess, en stefht hefur verið að því, að leggja niður eignarhaldsfélög þeirra banka, sem standa að íslands- banka jafnskjótt og stofnun hans er að fullu í höfh. Tilboðið í bréfin hefði verið hagstætt og tryggt hagsmuni eignarhaldsfélagsins og eigenda þess, en ýmislegt benti nú til, að það geti brátt orðið þrautin þyngri að losna við þessi bréf. Þess má geta, að kaup núverandi meirihlutaeigenda á Stöð 2 gengu mjög hratt fyrir sig um síðustu ára- mót og fóm þau kaup fram undir þeirri tímapressu, sem fólst í því, að Verslunarbankinn gerði upp sín mál, áður en til sameiningar í íslands- banka kæmi. Áður höfðu aðrir lengi skoðað Stöðvar 2 dæmið, en gefið það frá sér. Tíminn hefur fyrir því áreiðanlegar heimildir, að staðan hafi verið mun verri, en núverandi meiri- hlutaeigendur gerðu sér grein fyrir og því hefur verið haldið fast við þá túlkun hjá meirihluta stjómar eignar- haldsfélagsins, að félagið væri allt að því skuldbundið til að gefa hinum nýju eigendum tækifæri til að vinna Stöðina út úr erfiðleikunum, án þess að raska valdahlutfollum þar. Aðilar innan Stöðvar 2 sögðu í gær, að nú væm ýmsar blikur á lofti í sjón- varpsrekstri. Afkoma Stöðvar 2 væri erfið og sjónvarpsrekstur Sýnar ætti eftir að setja strik í reikninginn, eins og þegar væri raunar að koma í ljós í sambandi við innkaup á erlendu sjón- varpsefni o.íl. Eins og nú væri ástatt í málum stöðvarinnar, væri hætt við að hlutabréfin ættu eftir að lækka stór- lega í verði, jafnvel um helming, þegar líða tekur á árið. —sá Nefnd fjögurra landa stofnuð um rannsóknir á sjávarspendýrum: FJÖGURRALANDA SAMSTARFSNEFND Undirritað hefur verið samkomu- lag um að koma á fót samstarfs- nefnd meðal fjögurra landa, fs- lands, Noregs, Færeyja og Grænlands um rannsóknir á sjávar- spendýrum og samræmingu land- anna með tilliti til skynsamlegrar nýtingar sjávarspendýra. Nefndinni er ekki síst komið á fót til að mynda öfluga blokk á vettvangi Alþjóða hvalveiðiráðsins. Samkomulag um stofnun nefridarinnar var undirritað í Tromsö í Noregi sl. fimmtudag. Nefrid þessi verður skipuð firæði- mönnum. Hermann Sveinbjömsson aðstoðar- maður sjávarútvegsráðherra sagði það vera von manna, að stofnun nefndar- innar gæti örvað samvinnu þessara þjóða. Samstarfið er að hluta til sprott- ið upp úr óánægju með, hvemig þessi mál hafa þróast í Alþjóða hvalveiðiráð- inu. „Með þessu samstarfi er verið að tala um sjávarspendýr í víðasta skiln- ingi. Þar á meðal smáhveli og seli, sem Alþjóða hvalveiðiráðið hefur ekkert yfir að segja nú í dag, og áhrif þessa á vistkerfið í heild sinni,“ sagði Her- mann. Hann sagði, að þetta væri svið, sem engin alþjóðleg stofnun sinnti nægilega í dag og því væri með þessu, verið að brúa ákveðið bil. Það, sem leggja á frekari áherslu á, era rannsóknir á, hvaða hlutverki sjávar- spendýr spila í vistkerfmu og burðar- geta vistkerfisins, hvað sjávarspendýr varðar, miðað við samspil þess við aðr- ar fisktegundir. Er þessi nefnd ekki stofnuð til höfuðs Alþjóða hvalveiðiráðinu? „Nei, það er ekki hægt að scgja það. Meiningin er ffekar, að þjappa mönnum meira sam- an á þeim vettvangi og koma til skila öflugri rökum inn á þann vettvang, þá jafnvel í samráði við Alþjóða haffann- sóknarráðið," sagði Hermann. Til að byija með er gert ráð fýrir, að samstarfsnefndin starfi ffekar sem samræmingamefnd, en fari ekki út í nýjar rannsóknir. Akveðið var, að að- setur þessarar nefhdar yrði í Tromsö, en þar er til staðar sterk deild í sjávarút- vegsffæðum við háskólann. Aðspurður, hvort stofnun þessarar nefndar væri fyrsti vísir að því, að þess- ar þjóðir segi sig úr Alþjóða hvalveiði- ráðinu, sagði Hermann, að engin ráð- stefnugesta hafi talað um það opinberlega, né óformlega manna í millum. Á fundi þeim, sem varð aðdragandi að stofhun nefndarinnar, var sent bréf til Alþjóða haffannsóknaráðsins, þar sem því var tilkynnt um stofnun þessarar nefndar og það, að svo gæti farið, að nefndin óskaði eftir samstarfi við Al- þjóða haffannsóknarráðið á nokkram sviðum. Drög að þessu samkomulagi var gert fyrir réttu ári í Þórshöfn í Fær- eyjum, en formlega gengið ffá málinu nú. Ekki er ljóst, hvenær nefndin kem- ur saman í fyrsta skipti og ólíklegt, að mikið gerist hjá henni ffam að fundi vísindanefndar Alþjóða hvalveiðiráðs- ins nú í vor. -ABÓ Formenn stjórnarflokkanna reyna gð finna asættanlega lausn í kvótamálinu: Fundað fram á nótt Steingrímur Hermannsson, for- Þeirri hugmynd var einnig hreyft í „Málið tók skyndilegum breyting- sætisráðherra viðraði þá hugmynd á gær, að ffesta gildistöku nýrra laga í um, þegar fram komu þessar tillög- rikisstjómarfundiígær,aðþaðfisk- heild og ffamiengja núverandi ur frá þingflokki Alþýðufiokksins veiðikvótaffumvarp, sem nú liggur kvótaffumvarp um tvö ár. og Skúla Alexanderssyni,“sagði fyrir Alþingi, gildi einungis í tvö ár. Á mánudag komu ffam tillögur ffá Stefán i samtali við Tímann í gær. Formcnn stjómarflokkanna fund- þingflokki Alþýðufiokksins og „Þar er um algera stefnubreytingu uðu um kvótamálið í gærkvöldi, þar Skúla Alexanderssyni þingmanni að ræða og þessar tillögur hafa sem reynt var að finna lausn á mál- Alþýðubandalagsins. Hugmyndir truflað afgreiðslu málsins veru- inu, en fundurinn stóð enn yfir, þeg- Alþýðuflokksins eru í raun þær, að lega.“ ar Tíminn fór i prentun. settur verði á nokkurs konar auð- Fundarhöld voru vegna kvóta- Samkvæmt heimildum Timans lindaskattur, eða leigugjald fyrir frumvarpsins i gær, basði í sjávarút- munu hagsmunaaðilar í sjávarút- aðgang að fiskimiðum. Tillaga vegsnefnd efri deildar og á milli að- vegi vera mótfallnir þvi, að kvóta- Skúla gengur hins vegar út á, að ila málsins. Stefán segir það ffumvarpið verði bundið timatak- 40% veiðiheimilda verði úthlutað algerlega óviðunandi, ef frumvarp- mörkunum, vegna þess að það sníði til fiskvinnslustöðva og þannig ið vcrður ekki afgreítt ffá Alþingi áætlanagerð þrengri stakk en elia. bundin í byggðarlögum. fyrir þingslit í vor.- ÁG Frá vinstri; Ken Donaghoue umdæmisstjóri hjá markaðsdeiid Ford í Evrópu, Þórður Hilmarsson forstjóri Globus hf. og Davío Davíösson forstöðumaður bna- deildar Globus hf. Tímamynd; Ami Bjama Globus formlega tekinn við umboði fyrir Fordbíla: Evrópskur Jord á uppleið á Islandi Globus hf. hefur nú tekið við um- boði fyrir Ford bifreiðar á Islandi. Globus mun, að sögn Þórðar Hilm- arssonar forstjóra Globus, leggja á næstu mánuðum megináherslu á Ford bíla, sem ffamleiddir eru í V- Þýskalandi og víðar í Evrópu. Globus á nú ýmsar gerðir af hinum traustu og þrautreyndu Ford Sierra og Escort bílum og á næstunni er von á sendingu af nýrri gerð Ford Fiesta, en sá bíll er svo vinsæll í Evrvópu, að hann hefur slegið öll fyrri sölumet bíla í sínum flokki. Af amerískum Fordbílum hyggst Globus leggja áherslu á Econoline sendibíla, sem unnið hafa sér fastan sess hérlendis, m.a. hjá lögreglu og hjálparsveitum. Þá er kominn á markað í BNA nýr jeppi í stað Bronco jeppans og mun vera von á fyrstu bílunum í ágúst. —sá Þórhallur Daníelsson á Höfn í Hornafirði: FASTUR í INN- SIGUNGUNNI Togarinn Þórhallur Daníelsson SF 71 strandaði í innsiglingunni á Höfn í Homafirði upp úr kl. 18 i gær. Togar- inn var með fullfermi og seint í gær- kvöldi var hann farinn að hallast nokkuð á hliðina. Engin hætta var þó talin vera á ferðum og t.d. komst strandferðaskipið Hekla ffamhjá Þór- halli útúr innsiglingunni í gærkvöldi. Ástæðu strandsins má rekja til grynn- inga í innsiglingunni. í gærkvöldi var hugmyndin að reyna að ná skipinu lausu á flóðinu kl 06 í morgun, en ef það gengi illa, átti að senda um 100 tonna bát, Hrísey, út að Þórhalli til að losa um 80 tonn úr honum.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.