Tíminn - 25.04.1990, Blaðsíða 6

Tíminn - 25.04.1990, Blaðsíða 6
6 Tíminn Miðvikudagur 25. apríl 1990 Tíminn MÁLSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU 0G FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin í Reykjavík Framkvæmdastjóri: Ritstjórar: Aðstoöarritstjóri: Fréttastjórar: Auglýsingastjóri: Kristinn Finnbogason Indriði G. Þorsteinsson ábm. Ingvar Gíslason Oddur Ólafsson Birgir Guðmundsson Eggert Skúlason Steingrímur Glslason Skrifstofur: Lyngháls 9, 110 Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 680001. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttstjórar 686306, iþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent h.f. Mánaðaráskrift kr. 1000,-, verð í lausasölu ( 90,- kr og 110,- kr. um helgar. Grunnverð auglýsinga kr. 660,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Stóriðja og öryggismál Áburðarverksmiðja ríkisins í Gufunesi hefur verið mikið fréttaefni að undanförnu, ekki af einu tilefni, heldur fleiri ástæðum og þeim óskyldum. Á páskadag henti starfsmenn verksmiðjunnar alvarlegt óhapp í sambandi við löndun á ammoní- aki úr erlendu tankskipi til geymslu í úreltum ammoníaksgeymi sem aðeins á að nota til bráða- birgða þar til nýr og öflugur geymir verður tekinn í notkun eftir að hann er fullsmíðaður sem á að verða á þessu ári. Þetta óhapp varð eðlilega til þess að skjóta íbúum Reykjavíkur skelk í bringu, ekki síst þeim sem næst búa Áburðarverksmiðjunni. Borgaryfir- völd hafa gert kröfu til þess að verksmiðjan verði lögð niður á þeirri forsendu að á núverandi stað sé hún of nærri fjölmennri mannabyggð. í sjálfu sér eru þetta skiljanleg rök. Hjá því getur ekki farið að lokunarkrafa borgaryfirvalda hlýtur að kalla fram umræður um hvort íslendingar eigi þá að hætta að framleiða áburð í eigin verksmiðju eða hvort reisa eigi nýja verksmiðju annars staðar í landinu. Umræður um þessi atriði eru þegar hafnar manna á meðal víða um land, enda auðvelt að færa rök fyrir því að áburðarverksmiðjan væri allt eins vel staðsett utan Reykjavíkursvæðisins. Út af fyrir sig er engin ástæða til að harma þá stefnu sem umræðan um þetta mál hefur tekið, að ræða möguleika á að reisa stóriðjuverksmiðjur víðar en á afmörkuðu svæði kringum höfuðborgina. Hinu er samt ekki að leyna að nokkurs ósam- ræmis gætir í afstöðu og orðum borgaryfirvalda nú eftir páskaóhappið í Áburðarverksmiðjunni miðað við það sem sagt hefur verið og gert á mánuðunum þar á undan. Þess er að minnast að í haust er leið framlengdi Reykjavíkurborg lóðarsamning sinn við verksmiðjuna enn einu sinni, sem sýnir að borgaryfirvöld voru á haustdögum þess sinnis að leyfa verksmiðjunni að starfa á sínum stað næstu 30 ár, til ársins 2019. Borgaryfirvöld samþykktu í júní 1988 að Áburðarverksmiðjunni skyldi heimilt að reisa nýjan ammoníakstank í stað þess geymis sem allir voru sammála um að væri úreltur og hættulegur umhverfinu. í þeirri ákvörðun fólst að sjálfsögðu viðurkenning á að verksmiðjan skyldi starfa í Gufunesi til langframa. Hvað sem líður réttmæti þess að endurskoða afstöðu borgaryfirvalda í Ijósi síðustu atburða er jafnframt Ijóst að ákvörðun um að hætta rekstri verksmiðjunnar verður að taka í fullu samráði við ríkisstjórnina, að vel athuguðu máli. Ríkisstjórnin hefur tekið á þessu máli af fullri alvöru og gætni og vill ekki útiloka þann möguleika að Gufunesverk- smiðjan verði lögð niður. Hins vegar hefur hún stuðlað að því að viðræður eigi sér stað milli ríkis og borgar um þetta mál í heild, þar sem m.a. verði látin fara fram víðtæk sérfræðileg könnun á slysinu á páskadag og þeim öryggisbúnaði sem verksmiðj- an ræður yfir nú og til frambúðar. Hér er um fjölþætt vandamál að ræða sem ráða verður fram úr af fullri fyrirhyggju á öllum sviðum. GARRI Meirihluti slysahættu Allt j'dnu hafa raenn vaknað upp við að mar(>ar slysayildrur fyrirfinnast í Reykjavík og eru þá ekki meðtaldar þœr gildrur setn fólk Jendir í á degi hverjum, þar sera bteði hJjótast af meiðsli og eignatjón og jafnvei dauöi, Reykjavík er langf frá þvf slysa- laus borg og hefur að því leyti einkenni stórra og þéttbýlia staða hvar sem cr í heiminum Nú um stundarsakir bcinist athygiin að Áburðarvérksmiðju ríkisins i Cufuuesi, sem var byggð fjarri íbúðasvœðum Ueykjavíkur á sín- um tíraa, á stað sem bauð upp á þmgilcga hafnaraðstBðu. Siöan setfi núverandi borgarstjórnar- meiríhiuti ibúðasvæði niður svo að segja við verksmiðjuvcgginn, þótt nóg landssvæði óbyggð séu tii innan borgarlandsins. Og við fyrsta tækifæri tckur borgar- stjóri upp íorystuna fyrir því að krefj ast brot tfiutnings verk- smiðjuunar. Þaö hefur alltaf ver- ið vitað mál að áburðarverk- smiðju er ekki heppilcgt að hafa innanurn íbúðabyggingar. En spurningin er hvorir beri meiri ábyrgö þeir sem reistu vcrk- smiðjuna á auðu landi í byrjun eða þcir scm tróðu heilu borgar- bverfi upp á verksiniðjuna ára- tugum síðar. Aö byggja slysagildrur En áhurðarverksmiðjan er ekki eini hættulegi staðurínn í Reykja- vik. Peir eru ijðimargir. Og spyrja mætti i þvi sambandi hverjir hafi ráðið borginni nær samfeilt undanfarna áratugi, og bera því ábyrgð á þvi að byggðar hafu verið slysagildrur vitt um borgina. I»að er enginn annar en Sjálfstœðisflokkurinn. Borgar- fuiltrúar þessa saina flokks koma nú af fjöllum vegna áburðarverk- smiðjunnar einnar og segja að bún verði að fara. Því skal ekki mótmælt út af fyrir sig, fyrst Sjáifstæðisruenn kusu að byggja borgarhverfi við verksmlðju- vegginn. En það befði náttúrlega verið heppdegra að þeir hcfðu vitað hvað þeir voru að gera áður en þeir létu byrja að byggja. í stað þess að berja sig alla utan, ætti mcirihiuti borgarstjórnar að biðja ibúa híns nýja liverfís af- sökunar á ráðslagi sinu, en slíkur afsökunartónn hefur ekki heyrst enn. Sem betur fer hefur koiuið í Ijós að tilfellið viö verksmiðjuna var ekki alvariegs eölis, en þó mistök, sem ekki mega endurtaka sig. baö er ljóst af ótta fólks sem býr í nágrenni við verksmiðjuna, að ckki verður komist hjá þvi að fiytja hana, en það er hægara sagt cn gcrt. Aö minnsta kosti verður hún ekki fiutt fyrir borg- arstjórnarkosningar, svo Sjálf- stæðisflokkurinn reynir að nota verksmiðjumálið i kosoingunum, þött það sé honnm að kenna að hættuástand er komið upp vegna nálægrar byggðar. Kort Sjálfstæðisflokksins Þá hefur ekki heyrst að fulltrú- ar meirihiutans í borgarstjórn hafi gert neinar athiigasemdir við önnur hættusvœði i liorginni. Dirfska þessa meirihluta felst í því að þegja um þessi hættu- svæði. Það verður ekki fyrr en eitthvað skeöur, sem meirhlutinn verður alveg málóða yfir hætt- unni og rcynir að koma „slysun- um“ yfir á cinhvcrja aðra. En meiriblutinn sleppur ekki við þá staðreynd, að hann hefur ráðið öllu við að koma upp þessum hættusvœðura. Þegar verið er að sýna kort yfir þau út um alla borg þá eru það kort Sjálfstæðis- flokksins. Fólk ætti ekki að gleyma þvi. Það er nefnilega staö- reynd að meirhluti borgarstjórn- ar hefur aldrei látið sig í alvöru varða um þótt borgarhúum standi ógn af hættulcgum inann- virkjum á borgarsvaíðinu. Hann hefur þverf á móti staðið að þvi að i borginni væri komió upp hættusvæðum. Boðherrann og fluglö Eiit gleggsta dæinið um aud- varaleysi meirihluta borgar- stjómar er flugvöllurlnn við Reykjavík. FlngvöIIurinn er eitt helsta athafnasvæði Flugleiða, sem er í eigu og umsjá fjöiskyidn- anna fimmtán, sem hafa yfirráð yfir ölium helstu fyrirtækjum landsins. Fluglciðir buðu borgar- stjóranum nývcrið í flugferð tii Bandaríkjanna til að sækja nýja miililandavél, og reyndi með þeim hætti að trygja sér aðstöðu hjá meirihluta borgarstjórnar. Aðstaðan felst m.a. f þvl að mega daginn út og inn fljúga í lágflugi yfir miðhæinn í Reykjavík og lenda svo að segja í hlaðvarpa Reykjavíkur. Ekki cr því til að dreifa að JandJeysi hrjái nágrenni Reykjavíkur. Samt hefur ekki tekist að koma flugvelliuum í burtu frá Rcykjavík, t.d. á Álfta- nes, þar sem er kjörinn sfaður fyrir hann, Þvi ráða hagsmunir Fluglelða og fengsl meirihlufa borgarstj órnar og borgarstjóra og boðherra Flugleiða við fjoi- skyldurnar fimmtán, sem af hagsmuna ástæðum varðar ekk- ert um þótt blutl Reykvíkinga sé í lífshættu hvernær sem flugvélar fijúga í iágflugi yfir miðbæinu til iendingar í Vatnsmýrinni. Garri. I VÍTT OG BREITT Vanpólitísk framboð í ffamboðsfárinu sem nú gengur yfir tókst að ná saman fiindi í félagsnefiiu sem kennir sig við borgara og borg. Þar var ákveðið, þrátt fyrir allar heit- strengingamar sem flokkurinn gerði þegar hann var enn flokkur, að bjóða ekki ífam til borgarstjómar. Þar með er allur vindur úr tuðrunni sem skoppaði svo leikandi og létt þegar fótamenntin mátti sín einhvers í flokki sem aldrei var stofnaður til að sinna öðru hlut- verki en að striða íhaldinu. Þegar fóta- tækninnar naut ekki lengur við ætluðu þeir sem eftir voru að virkja höfuðin og þá hrundi allt í rúst og ráðherra- jeppinn varð afvelta. Þegar borgaraflokkur getur ekki leng- ur boðið fram lista í eina umdæmi landsins sem sannarlega er borg, þótt yfirbragðið sé þorpsins, er eins gott að gefa allan borgaraskap upp á bátinn. Fundurinn gerði þá fijálslyndu álykt- un að kjósendum Boigaraflokksins væri fijálst að kjósa hvaða lista sem þeim sýnist og ber þessi fómarlund borgaralegu umbuiðarlyndi fagurt vitni. Grasrótaiieit Ásgeir Hannes þingmaður er hins vegar í ffamboði til boigarstjómar og skipar eitt af möigum baráttusætum á ópólitískum lista. Nýr vettvangur er til orðinn vegna ómótsæðilegrar fysnar vinstri manna um að sameinast í ein- um flokki. Vel er til vinnandi að kljúfa allar vinstri hreyfingar niður í rót til að sameina ópólitískt ffamboð hennar Olínu og hans Ásgeirs Hannesar og nokkurra flokksbrota, svo sem eins og Alþýðuflokksins, sem nú hefur sagt skilið við pólitík og er farinn að grafa í leit að grasrótínni. Hennar er hvergi að leita nema hjá íhaldinu, en það vita ekki aðrir kratar en Biigir Ámason, fyrrum formaður ungkrata, sem gefur Morgunblaðinu stórar ádísjónir um að eina lífsvon Al- þýðuflokksins sé að samsafnast undir merki Sjálfstæðisflokksins og gefa skit í allt vinstraþrugl. Á sama tíma er jafhaðarmannaflokk- urinn að púkka upp á ópólitískt fólk úr innsta hring Alþýðubandalagsins og stendur að ffamboði borgarfulltrúa þess flokks og þingmanns úr Borgara- flokki og leggur Æskulýðsfylkingin blessun sína yfir allt móverkið, sem er orðið svo vanpólitískt að flokksfor- maður allaballa telur það ekki bijóta í bága við pólitíska sannnfæringu eða siðgæði að styðja sameiningarlista vinstri aflanna ffemur en lista eigin flokks. Jatfivel Steingrimur varaformaður allaballa og Svavar fyrrum allaballa- formaður em hættir að skilja hvað snýr upp og hvað niður í pólitíkinni, enda er hinn síðamefhdi farinn að flissa upp í ijáffin og gefur sannfærandi yfirlýs- ingar um að hann ætli að vera menn- ingarráðherra í marga áratugi enn. 2000 mála þing Svona er nú stjómmálaviðhorfið í þinglok og byijun kosningabaráttu vegna sveitarstjómakosninga. I Reykjavík ætla ópólitískir sér mikinn hlut og sameining vinstri aflanna gegn vinstri flokkunum og íhaldinu gefur góðar vonir um að að kjósendur fari að haga sér eins og pólitíkusar, að snúa baki við stjómmálunum. Það er annars von að báglega gangi að virkja hugmyndaauðgi þeirra sem sigra í kosningum og gera þjóðinni þann grciða að setjast á þing fyrir hana. Fyrmefnt sameiningartákn Æskulýðsfylkingarinnar og Ólínu, Ásgeir Hannes, er einna duglegastur allra þingmanna að fara í pontu og leggja fram þingmál og liggur hveri á Iiði sínu að veita góðum málum braut- argengi. I tyrradag áttí hann eitt af mörgum erindum sínu í pontu og kvartaði stóra yfir að þingi væri að ljúka og enn ætti eftir að taka fyrir 30 mál sem hann hefur lagt ffam. Meira að segja stjómarffumvörp em rifin ffamyfir mál þingmanns boigaranna. Þama höfum við svart á hvítu hve miklu duglegur þingmaður getur kom- ið til leiðar. Ef aðrir þingmenn sinntu störfum sínum eins vel og Ásgeir Hannes væri rúmlega 2000 þingmál- um enn ólokið og væri eðlileg röð á fyrirtektum mála væm íjárlög ekki tædd fyrr en eftír afgrciðslu á annað þúsund þingmála. Svona dugnaðarforkar eiga náttúr- lega eðlilegt sæti á vanpólitískum ffamboðslistum. OÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.