Tíminn - 25.04.1990, Blaðsíða 10

Tíminn - 25.04.1990, Blaðsíða 10
10 Tíminn Miðvikudagur 25. apríl 1990 Leiga á orlofshúsum Iðju sumarið 1990 Sumarið 1990 standa Iðjufélögum til boða eftirtalin orlofshús/orlofsíbúðir: Vikuleiga: 6 orlofshús að Svignaskarði í Borgarfirði Kr. 6.500 2 orlofsíbúðir (3ja herbergja) á Akureyri Kr. 7.500 Tekið er við umsóknum til og með föstudeginum 4. maí n.k. á skrifstofu félagsins, Skólavörðustíg 16. Einnig er hægt að sækja um í síma 62 66 20 á skrifstofutíma. Gengið verður frá úthlutun kl. 17:00 fimmtudaginn 10. maí n.k. á skrifstofu Iðju. Stjórn Iðju Erlingsson Einarsdóttir Reykjavík - Kosningaskrifstofa Kosningaskrifstofa B-listans í Reykjavík verður opin virka daga frá kl. 9-22 að Grensásvegi 44, sími 680962 og 680964. Gestgjafar í dag verða: Höskuldur B. Erlingsson og Guðrún Einarsdóttir. Komið á kosningaskrifstofuna og takið þátt í starfinu með okkur. Kosninganefndin. Umboðsmenn Tímans: Kaupstaður: Nafn umboðsmanns Heimili Sími Hafnarfjörður Ragnar Borgþórsson Holtagerði 28 45228 Kópavogur LindaJónsdóttir Hamraborg 26 641195 Garðabær Ragnar Borgþórsson Holtagerði 28 45228 Keflavík GuðríðurWaage Austurbraut 1 92-12883 Sandgerði Ingvi Jón Rafnsson Hólsgötu 23 92-37760 Njarðvik Kristinn Ingimundarson Faxabraut4 92-13826 Akranes Aðalheiður Malmqvist Dalbraut55 93-11261 Borgarnes Inga Björk Halldórsdóttir Kveldúlfsgata26 93-71740 Stykkishólmur ErlaLárusdóttir Silfurgötu 25 93-81410 Ólafsvik Linda Stefánsdóttir Mýrarholti 6A 93-61269 Grundarfjörður Anna Aðalsteinsdóttir Grundargötu 15 93-86604 Hellissandur EsterFriðþjófsdóttir Háarifi 49 93-66629 Búðardalur Kristiana Guðmundsdóttir Búðarbraut3 93-41447 ísafjörður Jens Markússon Hnífsdalsvegi 10 94-3541 Bolungarvík Kristrún Benediktsdóttir Hafnargötu 115 94-7366 Hólmavík Elísabet Pálsdóttir Borgarbraut 5 95-3132 Hvammstangi FriðbjörnNíelsson Fífusundi 12 95-1485 Blönduós Snorri Bjarnason Urðarbraut20 95-4581 Skagaströnd Ólafur Bernódusson Bogabraut27 95-4772 Sauðárkrókur Guðrún Kristófersdóttir Barmahlíð 13 95-5311 Slglufjörður Sveinn Þorsteinsson Hlíðarveig 46 96-71688 Akureyri Halldór Ingi Ásgeirsson Hamarsstíg 18 96-24275 skrifstofa Skipagata 13 (austan) 96-27890 Svalbarðseyri Þröstur Kolbeinsson Svalbarðseyri 96-25016 Húsavík Sveinbjörn Lund Brúargerði 14 96-41037 Ólafsfjöröur HelgaJónsdóttir Hrannarbyggð8 96-62308 Raufarhöfn Sandra Ösp Gylfadóttir Aðalbraut60 96-51258 Vopnafjörður Svanborg Víglundsdóttir Kolbeinsgötu 44 97-31289 Egilsstaðir Páll Pétursson Árskógar13 97-1350 Seyðisfjörður Margrét Vera Knútsdóttir Múlavegi 7 97-21136 Neskaupstaður BirkirStefánsson Miðgarði 11 97-71841 Reyðarfjörður Marínó Sigurbjörnsson Heiðarvegi 12 97-41167 Eskifjörður Þórey Dögg Pálmadóttir Svínaskálahlíð 19 97-61367 Fáskrúðsfjörður Guðbjörg H. Eyþórsdóttir Hlíðargötu4 97-51299 Djúpivogur Jón Biörnsson Borgarlandi 21 97-88962 Höfn Skúli Isleifsson Hafnarbraut 16 A 97-81796 Selfoss Margrét Þorvaldsdóttir Engjavegi 5 98-22317 Hveragerði Lilja Haraldsdóttir Heiðarbrún 51 98-34389 Þorlákshöfn ÞórdísHannesdóttir Lyngberg 13 98-33813 Eyrarbakki ÞórirErlingsson Túngötu 28 98-31198 Stokkseyri Jón Ólafur Kjartansson Eyjaseli2 98-31293 Laugarvatn Halldór Benjamínsson Flókalundi 98-61179 Hvolsvöllur Jónínaog Árný Jóna Króktún 17 98-78335 Vík Ingi Már Björnsson Ránarbraut 9 98-71122 Vestmannaeyjar Marta Jónsdóttir Helgafellsbraut 29 98-12192 Forsögulegir steinhringir James Edwin Wood, Sun, Moon and Standing Stones, 217 bls., Oxford Universlty Press (1978), 6,95 pund. Hvers vegna voru hinir forsögu- legu steinhringir reistir? Þeirri spurningu reynir J.E. Wood að svara. Til forna kann hún jafnvel að hafa leitað á Rómverja. Um 40 f.Kr. gat Diodorus Siculus á einum stað mikils forsögulegs steinhrings á Bretlandi, væntanlega Stonehenge. Á meðal hinna mörgu, sem athug- að hafa Stonehenge með tilliti til göngu himintungla, er Gerald Hawkins prófessor. „Hannfanneng- ar línur sem mörkuðu upprás eða setur reikistjarna eða stjarna en um sólargang kvaðst hann hafa fundið 10 viðmiðanir með innan við 1 gráðu skekkju og um tungi 14 með innan við 1,5 gráða skekkju.“ (Bls. 10.) Síðan færði Hawkins rök að því að „af steinvörðum Stonhenge hafi mátt segja tunglmyrkva fyrir.“ Niðurstöður sínar setti Hawkins fram í bók, Stonehenge Decoded, 1966 (sem endurprentuð var hjá Fontana Books 1970). Forsögulega steinhringi á Bretlandi lagði síðan fyrir sig Alexander Thom, prófessor í verkfræði við háskólann í Oxford. Komst hann að þremur meginniður- stöðum: (I) Steinvörðurnar mynda ekki alls staðar réttan hring en frávik eru lögbundin og af ráðnum hug. (II) Við gerð þeirra var höfð ein og hin sama mælistika, 83 sm löng. (III) Út frá „steinhringjunum“ var mið tekið af kennileitum og vörðum. - Á meðal rita A. Thoms eru Megalithic Lunar Observatories og Megalithic Sites in Britain (sem Oxford Uni- versity Press hefur gefið út). Um samfélögin sem reistu stein- hringina er enn minna vitað en um þá sjálfa. Ábendingar um þau fást þó af fornleifum. „Á tímabilinu 3500 f.Kr. til 2500 f.Kr. virðist vettvangur þeirra hafa verið hægur og jafn, bæði um miðstýringu (cen- tralisation) og byggingar. Á meðal mannvirkja frá því tímabili voru fyrstu steinhringirnir, að venju stórir og réttir hringir um það leyti á Bretlandi vestanverðu. Hinir sann- nefndu stóratburðir nýsteinaldar (á Bretlandi) urðu um eða rétt fyrir 2500 f.Kr. í Science and Society in Prehistoric Britain hefur Euan MacKie dregið saman niðurstöður af mörgum nýlegum aldursákvörð- unum með kolefnisaðferðinni; vitn- eskju fengna af uppgreftri dr. Geof- frey Wainwright og uppgötvunum Thoms prófessors; og sett saman samfellda útlistun á síðustu öldum nýsteinaldar. Hann sýnir fram á að hæg (stöðug) framvinda fyrri alda víkur skyndilega fyrir byggingar- öldu.“ (Bls. 194.) MacKie tengir þessar ýmsu staðreyndir hugmynd- inni um öfluga prestastétt (priestly elite) á nýsteinöld. Að áliti MacKie voru prestar stjarnfræðingar sem viðhéldu leyndardómum stjarnfræði og flatarmálsfræði. (BIs. 194.) Rýnir DAGBÓK Kjartan Ólafson sýnir í Nýhöfn 1 listasalnum Nýhöfn, Hafnarstræti 18, hefur Kjartan Ólafson opnað sýningu á verkum sínum. Sýningin er sölusýning. Þar eru myndir unnar með gvassi og blýanti á pappír á þessu ári. Kjartan er fæddur í Reykjavík 1955. Hann útskrifaðist frá MHÍ árið 1978 og stundaði síðan nám við Empire State College í New York í tvö ár. Þetta er fimmta einkasýning Kjartans, en hann hefur einnig tekið þátt í fjölda samsýninga. Sýningin er opin virka dag kl. 10:00- 18:00 og um helgar kl. 14:00-18:00. Henni lýkur 9. maí. Fundur Kvenfélags Kópavogs Kvenfélag Kópavogs heldur félagsfund fimmtudaginn 26. apríl kl. 20:30 í Félags- heimilinu. Eftir fund verður spilað bingó. Mætum allar með hatta og í sumarskapi. Félagskonur, munið að tilkynna þátt- töku í ferðina að Eyrarbakka, sem farin verður miðvikud. 25. aprfl í síma: 40332, 40388 og 675672. Lagt verður af stað frá Félagsheimilinu kl. 19:00 stundvíslega. Fundur Safnaðarfélags Ásprestakalls Safnaðarfélag Ásprestakalls heldur fund í kvöld, miðvikud. 25. apríl, kl. 20:30 í safnaðarheimilinu. Gestur fundar- ins er Lára Jónsdóttir garðyrkjufræðing- ur, sem ræðir um blóma- og garðrækt í tilefni sumarkomu. Minningarkort SJÁLFSBJARGAR í Reykjavík og nágrenni fást á eftirtöldum stööum: Reykjavík: Reykjavíkur apótek, Garðsapótek, Vesturbæjarapótek, Kirkjuhúsið við Klapparstíg, Bókabúð Fossvogs, Grímsbær við Bústaðaveg, Bókabúðin Embla, Drafnarfelli 10, Bókabúðin Úlfarsfell, Hagamel 67, Vcrslunin Kjötborg, Búðargerði 10, Hafnarfjörður: Bókabúð Olivers Steins, Strandgötu 31. Kópavogur: Pósthúsið. Minningarkort fást einnig á skrifstofu Sjálfsbjargar, Hátúni 12. Gíróþjónusta. Orlof húsmæðra í Reykjavík Haldinn verður kynningarfundur á Hótel Loftleiðum mánudaginn 30. apríl kl. 20:30. Kynnt verður dvöl á Hvanneyri og Benidorm. Innritun hefst á fundinum, þar ganga fyrir þær konur sem ekki hafa áður farið í orlof húsmæðra í Reykjavík. Skrifstofa Orlofsins á Hringbraut 116 verður opin þriðjudaginn 1.-4. maí og 7.-11. maí kl. 17:00-20:00. Sími er 12617. Nefndin Gunnar Ásgeir Hjaltason sýnir í HAFNARBORG í Hafnarfirði 1 Hafnarborg, Menningar- og lista- stofnun Hafnarfjarðar, stendur nú yfir sýning Gunnars Ásgeirs Hjaltasonar. Hann sýnir myndverk unnin í pastel og akrýl, einnig vatnslitamyndir, teikningar, grafík og ýmsa smíðisgripi. Sýningin er opin daglega kl. 14:00- 19:00 nema þriðjudaginn 24. apríl. Sýn- ingin stendur til 6. maí. Fundur Kvenfélags Kópavogs Kvenfélag Kópavogs heldur félagsfund fimmtudaginn 26. apríl kl. 20:30 í Félags- heimilinu. Eftir fund verður spilað bingó. Mætum allar með hatta og í sumarskapi. Félagskonur, munið að tilkynna þátt- töku í ferðina að Eyrarbakka, sem farin verður 25. apríl, í síma 40332, 40388 og 675672. Lagt verður af stað frá Félags- heimilinu kl. 19:00 stundvíslega. Hallgrímskirkja: Starf aldraðra Samvera aldraðra í safnaðarheimilinu á morgun, miðvikud. 25. apríl kl. 14:30. Einar Sturluson syngur einsöng. Upplest- ur og fleira. LÍFSVON Aðalfundur Samtakanna Lífsvon verð- ur haldinn í safnaðarheimili Seltjarnar- nesskirkju fimmtudaginn 10. maí n.k. kl. 20:00. Sýning Sigurjóns Jóhannssonar á Blönduósi: SÍLDARÆVINTÝRIÐ Á sumardaginn fyrsta var opnuð sýning á vcrkutn Sigutjóns Jóhannssonar, leik- myndateiknara og málara í húsi Verka- lýðsfélags Austur-Húnvetninga á Blönduósi. Sýning scm hcr kcmur fyrir sjónir al- mennings cr byggð á lífsreynslu Sigur- jóns frá bernskuárunum, en hann cr fæddur og uppalinn á Siglufirði. Sýningin vcrður opin alla daga kl. 14:00-19:00. Á sýningunni verður seld bókin Svartur sjór af síld (síldarævintýrin miklu á sjó og landi) cflir Birgi Sigurðs- son, útgefandi Forlagið. Aðgangur að sýningunni er ókeypis. Fundur Safnaðarfélags Ásprestakalls Safnaðarfélag Ásprestakalls heldur fund miðvikudaginn 25. apríl kl. 20:30 í safnaðarheimilinu. Gestur fundarins verður Lára Jónsdótt- ir garðyrkjufræðingur, sem ræðir um blóma- og garðrækt í tilefni sumarkomu. Frá Kvenfélagi Kópavogs Konur í Kvcnfélagi Kópavogs, munið ferðina á Eyrarbakka sem farin verður miðvikudaginn 25. april kl. 19:00 stund- víslega frá Félagsheimilinu. Látið vita um þátttöku sem fyrst I sím- um 40332,40388 og 675672. Digranessprestakall Kirkjufélagsfundur verður í safnaðar- heimilinu við Bjarnhólastíg annað kvöld, fimmtud. 26. apríl, kl. 20:30. Rætt verður um sumarferðalagið. Kaffiveitingar. Að lokum er helgistund. SARPUR - Fréttabréf Fjölbrautaskólans í Breiðholti. Aðalfundur Nemenda- sambands Fjölbrautaskólans í Breiðholti í dag, miðvikud. 25. apríl , verður haldinn aðalfundur nemendasambands Fjölbrautaskólans í Breiðholti í hátíðar- sal skólans og hefst kl. 20:30. Markmið félagsins er m.a. að vinna að viðgangi FB á sam flestum sviðum. Núverandi stjórn er skipuð Guðbrandi Stíg Ágústssyni, Ingiríði Óðinsdóttur, Haraldi Jónssyni, Sigurjóni Einarssyni og Páli Sverri Péturs- syni. Auk venjulegra aðalfundastarfa verður fjallað um 15 ára afmæli skólans nk. haust. Allir brautskráðir nemendur Fjöl- brautaskólans eru hvattir til að mæta á aðalfundinn. Háskólatónleikar í Norræna húsinu miðvikudag 25. apríl kl. 12:30 Á morgun, miðvikud. 25. apríl kl. 12:30 verða að venju Háskólatónleikar í Norræna húsinu. Áð þessu sinni munu Peter Tompkins og Robyn Koh leika verk fyrir óbó og sembal. Á efnisskránni eru: Sónata í g-moll eftir Johann Sebasti- an Bach, Sónata í e-moll eftir Francesco Geminiani og Sónata í c-moll eftir Anto- nio Vivaldi. Peter Tompkins er fæddur 1966 í Petts Wood, í Kent í Englandi. Hann stundaði nám í óbóleik við Royal Academy of Music í London 1984-1988. Að námi loknu sótti hann um starf við Sinfoníu- hljómsveit íslands og hefur starfað þar sl. tvö ár. Auk starfs síns þar hefur hann leikið með hljómsveit Islensku óperunnar og tekið þátt í tónleikum Blásarakvintetts Reykjavíkur. Robyn Koh er fædd í Malasíu árið 1964. Hún hóf píanónám 6 ára að aldri og kom fyrst opinberlega fram ári seinna. Hún fluttist til Englands 1976, þar sem hún stundaði nám við Chetham’s School of Music, sem er sérskóli fyrir böm gædd tónlistarhæfileikum. Síðan stundaði hún framhaldsnám við Royal Academy of Music í London og Royal College of Music í Manchester. Hún hefur komið víða fram, vestan hafs og í Evrópu, en 1981 kom hún fyrst fram í Moskvu sem einleikari með hljómsveit. Robyn Koh starfar nú í London, en sa:kir mánaðarlega tíma hjá Kenneth Gilbert í Mozarteum skólanum í Salzburg. Hún leikur reglulega með breska óbóleikaranum Robin Canter og í janúar kom hún fram í Purcell Room í London. Myndakvöld Ferðafélags Lslands: Hvítá frá upptókum til ósa í kvöld, miðvikud. 25. apríl kl. 20:30 heldur Ferðafélag íslands myndakvöld, þar sem Hjálmar R. Bárðarson mun sýna myndir úr hinni miklu Hvítárbók sinni. Myndasýningin tengist vel ferðaáætlun Ferðafélagsins, m.a. þeim slóðum sem síðari hluti afmælisgöngunnar liggur um, einnig gönguleiðinni frá Hvítárnesi til Hveravalla og ótal fleiri athyglisverðum stöðum á Kili og afréttunum austan Hvítár (sbr. sumarleyfisferð nr. 18). Myndasýningin hefst kl. 20:30. Kaffi- veitingar í umsjá félagsmanna í hléi. Mjög áhugavert myndefni. Ferðir 28. aprO-1. maí: 1. Skaftafell - Öræfasveit 2. Öræfajökull á gönguskíð- um. Ferðafélag fslands GEÐHJÁLP: Fyrirlestur um geðheilbrigðismál GEÐHJÁLP.félag fólks með geðræn vandamál, aðstandenda þeirra ogvelunn- ara hefur gengist fyrir mánaðarlegum fyrirlestrum um geðheilbrigðismál í vetur. Síðasti fyrirlesturinn verður nú, fimmtudaginn 26. apríl kl. 20:30. Fyrir- lesturinn er haldinn á Geðdeild Landspít- alans í kennslustofu á 3. hæð. Þar flytur Sigmundur Sigfússon, geðlæknir á Akur- eyri, fyrirlestur um starf og stuðning við aðstandendur geðsjúkra. Skrifstofa GEÐHJÁLPAR er opin alla virka daga kl. 10:00-17:00. Félagsmið- stöðin er opin alla virka daga kl. 13:00- 17:00. Hallgrímskirkja: Starf aldraðra Samvera aldraðra í safnaðarheimilinu í dag, miðvikud. 25. apríl kl. 14:30. Einar Sturluson syngur einsöng. Upplestur og fleira.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.