Tíminn - 28.04.1990, Blaðsíða 2

Tíminn - 28.04.1990, Blaðsíða 2
2 Tíminn Laugardagur 28. apríl 1990 Hörkuklögumál ganga á víxl á milli meirihlutaeigenda Stöövar 2 og stjórnarformanns Eignarhaldsfélags Verslunarbankans. Misskilningur á misskilning ofan segir Gísli V. Einarsson. Jóhann J. Ólafsson: Annarlegar hvatir eða illt viðskiptasiðferði „Okkur finnst mjög undaríegt, að þetta tilboð komi svona rétt fyr- ir aðalfund Eignarhaldsfélags Verslunarbankans og þannig komið í bakið á okkur, þegar búið var að semja um samstarf til að endurreisa Stöð 2. Eignarhaldsfélagið hefur hvatt okkur til að semja við íslandsbanka um að auka hlutaféð enn frekar. Því fremur er það mjög undaríeg framkoma, að ætla að setja hundr- að milljón króna bréf í sölu á sama tíma og auka á hlutaféð. Það telst ekki gott viðskiptasiðferði," sagði Jóhann J. Ólafsson stjómarformaður Stöðvar 2 í gær. Fulltrúar meirihlutaeigenda Stöðv- ar 2, þeir Jóhann, Haraldur Haralds- son og Guðjón Oddsson héldu í gær blaðamannafund til þess að „leiðrétta nokkur grundvallaratriði“, eins og það var orðað. Þar var látið í veðri vaka, að tilboðið væri jafnvel runnið undan rifjum Gísla V. Einarssonar stjómarformanns Eignarhaldsfélags Verslunarbankans og tengdist fram- boði hans til áframhaldandi setu í formannsstóli félagsins. Jafnframt sagði Jóhann J. Olafsson hefði til- boðið ekki getað talist staðgreiðsla, þar sem greiða hefði átt hlutabréfin með eingreiðslu hinn 10. júní n.k.. Hefði tilboðinu verið tekið, hefði það þýtt það, að nýr meirihluti stjóm- ar Stöðvar 2 hefði orðið til, tekið völdin og þar með náð stjóm á fjár- hag og tékkheftum stöðvarinnar og þannig getað greitt kaupverðið með fjármunum hcnnar sjálfrar. Þeir forystumenn verslunarinnar sögðu, að fjölmiðlar hefðu ítrekað birt gróusögur um að mikið vantaði á, að nýir meirihlutaeigendur Stöðvar 2 hafi greitt hlutafé sitt. Staðreyndin væri þó sú, að allt þetta fé hefur ver- ið greitt inn í rekstur stöðvarinnar og notað til að létta á vanskilum þar. Bú- ið væri að minnka vanskil stöðvar- innar um 400 milljónir. Á fundinum var veist harkalega að Gísla V. Einarssyni. Sagt var, að hann hefði sakað meirihluta eigin stjómar í Eignarhaldsfélagi Verslunarbankans um annarlegar ástæður fyrir því, að húnhafnaði lOOmilljónkrónatilboði í eignarhluta félagsins í Stöð 2. Miklu fremur hlytu annarleg sjónar- mið að ráða hjá Gísla því, að hann væri í raun að krefjast þess, að félag- ið bryti þá samninga, sem það sjálft hefði gert við núverandi meirihluta- eigendur Stöðvar 2: „Þeir hjá Eignar- haldsfélaginu komu til okkar og báðu um samstarf um áramótin vegna þess, að Verslunarbankinn stóð þá illa vegna mikilla óveðtryggðra skulda sjónvarpsstöðvarinnar í bank- anum. Stöðin var við það að stöðvast á þessum tíma og þeir þurftu skyndi- hjálp, sem við útveguðum. Okkur hefði ekki dottið í hug, að fara inn í þctta verkefni, nema ef staðfest og traust samstarf væri um það. Okkur datt ekki í hug, að nokkmm vikum seinna kæmi það til orða, að hlaupist yrði undan merkjum," sagði Jóhann J. Olafsson. Hann sagði, að í samkomulagi, sem forystumenn samtaka verslunarinnar hefðu gert við Verslunarbankann hefði falist, að kaupmenn færu með meirihluta stjómar Stöðvar 2 til 1. maí 1992. Fyrirætlanir um að selja 100 milljóna eignarhlut Eignarhalds- félagsins allan hefði þýtt breytingu á valdahlutföllum í Islenska sjónvarps- félaginu og að meirihlutaeigendumir hefðu orðið áhrifalausir, rétt eftir að búið var að nota þá til að bjarga Verslunarbankanum í hom. Slíkt teldist lélegt viðskiptasiðferði. Sjónarmið Gísla V. Einarssonar „I heild sinni er um að ræða mis- skilning á misskilning ofan. Rétt er, að eftir að samkomulag var gert við stofnendur Stöðvar 2 á gamlársdag sl. um 500 milljóna hlutafjáraukn- ingu, fómm við Höskuldur Olafsson bankastjóri á fund á nýjársdag með formönnum samtaka verslunarinnar til að kynna þeim þessa nýju stöðu,“ sagði Gísli V. Einarsson í gær. Gísli sagði, að Verslunarbankinn hefði tekið að sér við hlutafjáraukn- inguna að útvega kaupendur að 250 milljónum og síðan ef þurfa þætti, að 100 milljónum til viðbótar. Þetta hefði forystumönnum verslunarinnar verið kynnt á nýjársdag auk rekstrar- áætlana fyrir Stöð 2, sem gerðar hefðu verið af fæmstu mönnum. Hann sagði, að ekki hefði verið far- ið á fund forystumannanna til að biðja um hjálp út úr einu eða neinu. „Við spurðum þá einfaldlega hvort þeir vildu kynna hlutafjáraukninguna innan sinna samtaka og hvort áhugi væri fyrir kaupum á hlutum,“ sagði Gísli. Áhugi hefði hins vegar verið mjög mikill, því að strax næstu daga hefðu menn keypt 150 milljóna hlut. „Eg var tregur til sölunnar, því mér fannst svo mikið óðagot á þessu og gerði þeim grein fyrir því, að þetta væri stórt fjárhagsdæmi og ég óskaði eftir því, að þeir hefðu stóran hóp á bak við sig til þess að tryggja fjárhag og rekstur stöðvarinnar," sagði Gísli. Hann sagði, að fjölmargir aðrir hefðu haft áhuga á kaupum á hlutafé, þar á meðal þeir, sem gerðu tilboð í 100 milljónirnar á dögunum. Þeir hefðu þegar í janúar sýnt áhuga á, að kaupa stóran hlut. „Að forystumenn verslunarinnar hafi bjargað okkur sérstaklega, kannast ég ekki við. Það er úr lausu lofti gripið og rangtúlkun af þeirra hálfu. Bréfin vom til sölu. Ef við hefðum ekki getað selt þau og þeir síðan komið og keypt þau, hefði ég getað sagt það. Svo var hins vegar ekki við þær aðstæður, sem þama voru,“ sagði Gísli. Hann sagði, að kaupsamningurinn, sem gerður hefði verið við sölu bréf- anna, gerði beinlínis ráð fyrir því, að Verslunarbankinn geti selt 100 millj- ón kr. bréfin enda hefði því verið lýst yfir í upphafi og æ síðan, að til stæði að selja þau strax og kaupendur Maðurinn, sem handtekinn var síð- degis á fimmtudag vegna rannsókn- arinnar á morðinu á Þorsteini Guðna- syni bensínafgreiðslumanni, var sleppt að loknum yfirheyrslum síð- degis í gær. Hann ásamt nokkmm öðmm, sem einnig vom handteknir á fimmtudag og færðir til yfirheyrslu, gátu gert grein fyrir ferðum sínum og gjörðum á þeim tíma, sem morðið var framið. Síðdegis í gær var enginn í vörslu lögreglu vegna rannsóknarinnar. Rannsóknarlögreglan útilokar ekki, kæmu. Til þessa hefði þó ekki verið sóst eftir kaupendum. Tilboð hefði hins vegar borist og salan hefði verið fyllilega í samræmi við ákvæði samningsins. Gott samkomulag hefði verið um hlutafjáraukninguna við stofnendur Stöðvar 2. Öðm máli gegndi um nú- verandi meirihlutaeigendur. Þeir heföu aldrei viljað hafa samráð við stjómendur Eignarhaldsfélagsins heldur aðeins gert kröfúr til þeirra og sagði síðan: „Ég hélt að hlutafélag væri eign allra hluthafa en ekki bara hluta þéirra. Það hlýtur að vera sam- eiginlegt hagsmunamál allra hluthafa en ekki bara sumra, að fyrirtækið gangi vel. Hluthafar eiga allir að koma sér saman um að móta stefnu fyrirtækisins, en ekki bara einn eða fáir. Það er ekki hægt að reka fyrir- tæki, sem er í sífelldu stríði innbyrð- is,“ sagði Gísli V. Einarsson að lok- um. - sá að um fleiri en einn aðila hafi verið að ræða. Ekki hefur verið hægt að tímasetja nákvæmlega, hvenær bíln- um, sem morðinginn tók trausta taki, var lagt á bílastæðið við Vesturgötu 3, en þó mun það hafa verið nokkm fyrir klukkan átta. Upplýsingar em enn að berast frá al- menningi til Rannsóknarlögreglu rík- isins varðandi þetta mál. RLR vill hvetja þá, sem telja sig einhverjar upplýsingar geta gefið, að hafa sam- band. Síminn hjá Rannsóknarlög- reglu ríkisins er 44000. —ABO Morðrannsóknin: Nokkrir yfirheyrðir Viljayfilýsing um að taka stjórnun fiskveiða út úr nefnd á mánudag, en að öðru leyti Kvótinn kyrr í efri deiíd Sjávarútvegsnefnd efri deildar Ekki er enn ljóst, hvenær umræð- fundaði í gærmorgun og síðan aftur um lýkur í efri deild og óvíst um af- klukkan þijú í dag. Ekki vom tekn- ar neinar formlegar ákvarðanir varðandi afgreiðslu fmmvarpanna um stjóm fiskvciða og úreldingar- sjóð, en samkvæmt skoðanakönn- un, sem gerð var á seinni fúndinum, er meirihlutavilji innan nefndarinn- ar til þess að taka málið út að morgni mánudags. Það yrði síðan væntanlega tekið til annarrar um- ræðu í deildinni sama dag. drif málsins við atkvæðagreiðslu. en sem kunnugt er hafa þrír af þing- mönnum ríkisstjómarinnar í deild- inni lýst yfir efasemdum varðandi einstök atriði fmmvarpanna. Til nokkurra sviptinga kom á fyrri fundi nefndarinnar. Meðal þess, sem dreift var meðal fundarmanna, vom ljósrituð eintökum af forsíðu Tímans frá í gær. - ÁG Fjársvikin á Landakoti: Ríkisendurskoðun sendir málið RLR Ríkisendurskoðun var í gær að ganga frá athugun sinni á máli yf- irfyfjafiræðingsins á Landakots- spítala og mun strax eftir helgi senda það til Rannsóknaríögreglu ríkisins, til frekarí rannsóknar. Halldór V. Sigurðsson ríkisendur- skoðandi sagðist, aðspurður hvort hann gæti staðfest, að tiltekið lyfja- innflutningsfyrirtæki tengdist mál- inu, ekki vilja staðfesta neitt um neinn aðila tengdan málinu utan að- ildar lyfjafræðingsins. „Hann átti viðskipti við svo mörg lyfjafyrirtæki, að ég fer ekkert að nefna eitt nafn frekar en annað,“ sagði Halldór. Eftir því, sem Tíminn kemst næst, mun enginn læknir vera tengdur þessu máli, en hins vegar munu apó- tek og þá fleiri en eitt tengjast því. Eins og Tíminn greindi frá í gær, er talið, að hann hafi átt vitorðsmenn í Framkvæmdastjórn EB: Samningsumboð ekki afgreitt Á fundi framkvæmdastjórnar Evrópubandalagsins í gær var ekki afgreidd heimild tii að hefja form- legar samningaviðræður við EFTA um sameiginlegt efnahagssvæði. Þessi niðurstaða þýðir, að dráttur verður á því, að unnt sé að hefja þessar viðræður og ljóst er, að mái- ið verður ekki tekið fyrir á ný í framkvæmdanefnd EB fyrr en 8. maL Fáist niðurstaða um samning- sumboð á þeim fundi, þarf málið að fá staðfestingu í ráðherraráði EB. Jón Baldvin Hannibalsson lýsir því hins vegar yfir, að niðurstaða fundarins i gær þurfi ckki að koma á óvart, þar sem áður hafi komið fram gagnrýni frá Delore, forseta framkvæmdanefndarinnar, þess cfnis, að hann treysti sér ekki til að fá endanlegt samnningsumboð frá ráðherraráðinu, nema EFTA-ríkin sýni með ótvíræðum hætti, að þau viyi styrkja EFTA, sem sameigin- legt samningstæki í samræmi við yfirlýsingu Óslóarfundar í mars sl.. Samkvæmt Reuter-fréttastofunni mun Delore hafa itrekað þetta á blaðamannafundi í fyrradag. Op- inber skýring, sem gefin er á því, að saraningsumboðið var ekki afgreitt frá framkvæmdastjórninni í gær, er hins vegar sú, að Frans Andreas- sen, sem fer með utanríkismál EB, hafi ekki komist til fundarins. Fréttaskýrendur erlendis taka hins vegar undir með Jóni Baldvini og benda á, að raunverulegar ástæður liggi í ágreiningi innan EB um eðli þessara viðræðna og að á skorti, að Óslóaryfirlýsingunnl hafi verið framfylgt. Svíar fara með forystu í þessum viðræðum fyrir hönd EFTA, og bera því höfuðábyrgð á því af EFTA hálfú, hvaða stefnu þessar samningaviðræður eru að taka. - BG þessum svikum sínum og verður það rannsakað, hvort þeir hafi á einhvem hátt hagnast á þessu sjálfir.—ABÓ Hornafjörður: Lóösinn á þurrt Rétt íyrir kvöldmat í gær tókst tveimur jarðýtum og traktor að draga lóðsbátinn, sem undanfarið hefúr legið í innsiglingunni í Hom- aríjarðarhöfn, á þurrt. Báturinn náð- ist upp á Suðurfjörutangann þar og virtist ekki mjög mikið skemmdur. Skilaboð Af gefnu tilefhi vill Tíminn upplýsa Karvel Pálmason alþingismann um að blaðið er einfært um að semja sín- ar fyrirsagnir og túlka í þeim með eigin orðum þær fféttir, sem hæst bera hveiju sinni.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.