Tíminn - 28.04.1990, Blaðsíða 15

Tíminn - 28.04.1990, Blaðsíða 15
Laugardagur 28. apríl 1990 ""Tfminn'' 27 (ÞRÓTTIR íþróttir helgarinnar: Bikarúrslit í handbolta Handknattleikur Síðustu lcikirnir á keppnistímabili handknattleiksmanna verða á sunnudaginn þegar leikið verður til úrslita í bikarkeppni karla og kvenna í Laugardalshöll. Kvennaleikurinn er á undan, eða kl. 16.00 en þar mætast Fram og Stjarnan. Kl. 20.30 leika karla lið Víkings og Vals um bikarinn og verður þar áreiðanlega hart barist eins og hjá konunum. Lokahóf 1. deildarfélaganna verð- ur síðan haldið í Glym á mánudags- kvöld 30. apríl og hefst það með máltíð en síðan verða skemmtiat- riði, viðurkenningar veittar og dans. Miðasala er á skrifstofu HSÍ milli kl. 13-15 laugardag og sunnudag. íþróttir fatlaöra íslandsmót fatlaðra í boccia, borð- tennis, bogfimi og lyftingum fer fram í íþróttahöllinni á Akureyri um helgina, keppni hófst í gær, en verður framhaldið í dag kl. 09.30. Á morgun hefst keppni hálftíma fyrr. Ársþing UMSS: Helga Gýgja var kjörin formaður Ársþing Ungmennasambands Skagafjarðar hið 70 í röðinni var haldið í félagsheimilinu Miðgaröi um síðustu helgi. Alls sátu fulltrúar frá 9 aðildarfélögum á þinginu sem var vel sótt. Gestur þingsins var Pálmi Gislason formaður UMFÍ. Talsverðar umræður voru á árs- þinginu um starfsemi liðins árs og verkefni þessa árs og nokkrar álykt- anir og tillögur samþykktar þar að lútandi. Sambandið hefur ekki haft framkvæmdastjóra í starfi undan- farna mánuði og hefur það verið í sparnaðar skyni nú styttist hinsvegar óðum í annasamt keppnistímabil og var talin full ástæða til að ungmenna- sambandið réði starfsmann til að sinna þeim verkefnum sem framund- an eru. Niðurstöðutölur á rekstrarreikn- ingi voru liðlega 3 millj. króna og er fjárhagur sambandsins all traustur. Á þinginu var Guðjóni Ingimundar- syni, fyrrverandi formanni UMSS, nú heiðursfélaga, afhent viðurkenn- ing fyrir áratuga farsælt starf í þágu skagfirsks æskufólks. Helga Gýgja Sigurðardóttir á Stóru-Ökrum í Blönduhlíð var kjör- in formaður Ungmennasambandsins í stað Guðmundar Ingimarssonar sem ekki gaf kost á sér til for- mennsku áfram . Aðrir í stjórn voru kosnir Guðmundur Jónsson, Gunn- ar Sigurðsson, Kolbeinn Konráðs- son og Kári Ottósson. Ö.Þ. Glíma fslandsglíman verður háð í íþróttahúsi Kennaraháskólans í dag. Ríkissjónvarpið verður með beina útsendingu frá glímunni. Blak Hið árlega íslandsmót öldunga í blaki verður haldið í Digranesi um helgina. Keppendur eru um það bil 400 í 36 liðum, sem koma víðs vegar að af landinu. Leiknir verða 130 leikir, en liðsmenn eru á aldrinum 28-60 ára og keppa í tveimur aldurs- flokkum karla og kvenna. Dans Það verður stiginn dans svo um munar í íþróttamiðstöðinni Ásgarði um helgina, því þar verður íslands- mótið í samkvæmisdönsum haldið. Dansað verður frá morgni til kvölds bæði laugardag og sunnudag. BL Steingrímur J. gönguráðherra Sigfusson sam- verður meðal keppenda á öldungamotinu í blaki um helgina. Pálmi Gíslason formaður Ungmennafélags íslands í ræðustól á ársþingi UMSS. Myndö.Þ. Sannkallað SUMARTILBOÐ 20% afsláttur á ábætisostum til aprílloka! TÍNETUÖSTUR PAPRIKUOSTUR PIPÁRÖSTUR REYKOSTUR ÁBOTÍ M/SÍTRÓNUPIPAR MUNDU EFTIR OSTINUM Fagnaðu sumrinu með fínum ábætisostum! Þeir fást í næstu búð Tippað á tölvunni í leikviku 17 - 1990 Enginn leikur á seðlinum í beinni útsendingu Sölukerfið lokar kl. 13:55 FJÖLMIÐLAR GETRAUNIR PC- TIPPARAR SAMTALS TIPPAÐ Rétt LEIKUR ókeypís getr-aLtfiafórfit ( HLUTFALL H LUTFALL HLUTFALL H LUTFAL . A 44 R. röð NÚMER HEIMALIÐ - ÚTILIÐ 1 X 2 1 X 2 1 X 2 1 X 2 1 X 2 1X2 1 Arsenal - MilIwall 100% 0% 0% 80% 20% 0% 73% 12% 15% 84% 11% 5% 1 2 Aston Villa - Norwich 90% 10% 0% 70% 20% 10% 49% 26% 25% 70% 19% 12% 1 3 Charlton - Sheff. Wed. 30% 40% 30% 10% 25% 65% 32% 31% 37% 24% 32% 44% X 2 4 Chelsea - Everton 30% 40% 30% 20% 30% 50% 35% 29% 36% 28% 33% 39% 1 X 2 5 Liverpool - Q.P.R. 100% 0% 0% 90% 10% 0% 89% 7% 4% 93% 6% 1% 1 6 Luton - C.Palace 70% 20% 10% 65% 20% 15% 60% 35% 5% 65% 25% 10% 1 7 Man. City - Derby 30% 50% 20% 30% 50% 20% 52% 24% 24% 37% 41% 21% 1 X 8 Southampton - Coventry 80% 0% 20% 60% 30% 10% 46% 29% 25% 62% 20% 18% 1 9 Wimbledon - Tottenham 30% 20% 50% 15% 25% 60% 26% 26% 48% 24% 24% 53% X 2 10 Ipswich - Blackburn 60% 30% 10% 10% 25% 65% 46% 30% 24% 39% 28% 33% 1 X 2 11 Newcastle - West Ham 80% 10% 10% 70% 20% 10% 49% 28% 23% 66% 19% 14% 1 12 Wolves - Sunderland 80% 20% 0% 30% 40% 30% 46% 26% 28% 52% 29% 19% 1 X

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.