Tíminn - 28.04.1990, Blaðsíða 14

Tíminn - 28.04.1990, Blaðsíða 14
' 26 Tíminn Laugardagur 28. aprfl 1990 Valdimar Stefánsson Fæddur 10. júli 1893 Dáinn 19. apríl 1990 Valdimar Stefánsson tengdafaðir minn lést á Ljósheimum 19. apríl síð- astliðinn, hann kvaddi þennan heim að morgni sumardagsins fyrsta. En ég á mínar fyrstu minningar um Valdi- mar einmitt tengdar sumri en það var sumarið 1955 sem ég sá Valdimar í fyrsta sinn og fundum okkar bar sam- an á Læk. Ég var þar staddur hjá Kol- brúnu dóttur hans sem verðandi mannsefni og gerði hann ferð sína þangað írá Laugardælum til að líta á tilvonandi mannsefni dótturinnar. Ekki höfðum við lengi talað saman þegar ég fann að við áttum vel saman og strax tók ég eftirþví hvað Valdimar hafði ákveðnar skoðanir á flestum hlutum og kom þeim vel til skila með sínum sterka rómi sem ég þykist vita að hann hafi tekið í arf úr sinni föður- ætt. Eitt umræðuefni leiddum við hjá okkur í gegnum öll árin eftir okkar fyrsta fúnd, en það voru stjómmál, þar fóru skoðanir okkar ekki saman, þetta var þegjandi samkomulag sem báðir undu vel. Ég ætla ekki að rekja lífshlaup Valdi- mars í smáatriðum en sem ungur mað- ur fór hann til vers eins og kallað var og í Grindavík lenti lenti hann í þeirri mannraun að skip sem hann reri á fórst og þar sá hann á eftir tíu félögum sínum 1 hafið en hann komst á kjöl ásamt öðrum manni og var þeim bjargað. Ekki var Valdimar mikið um það gefið að ræða þennan atburð, þó sagði hann mér að svo heföi brugðið * við með þann sem af komst með hon- um að hann haföi alltaf verið mjög sjóhræddur, en eftir þetta fannst hon- um alltaf hægt að róa hvemig sem sjór eða veður var. Ekki veit ég hvort ég má bregða fyr- ir mig þeirri líkingu en geri það nú samt, að líf Valdimars hafi i nokkru farið líkt og þessi sjóferð, því í hans einkalífí skullu á honum óviðráðan- legir brotsjóir sem hann tókst á við af sinni alkunnu karlmennsku og dugn- aði, bjargaði sér þar á kjöl eins og forðum. Valdimar var mikill vinnu- og dugn- aðarmaður, svo það lá beint við að hann veldi sér bóndastarfíð sem lífs- starf og árið 1928 giftist hann Sigrúnu Siguijónsdóttur frá Króki og hófú þau sinn búskap þar á móti foreldrum Sig- rúnar en fljótlega þótti þeim þröngt frá Laugardælum um sig í þessu sambýli enda bæði dugleg og kappsfúll að komast i sæmileg efni, frá Króki flytja þau að Langstöðum svo að Glóm en stóðu þar stutt við því þá losnaði Lækurinn úr ábúð, en það var og er öndvegisbú- jörð og þangað flytja þau fúll bjartsýni og áhuga en þá skellur brotsjórinn yf- ir, Sigrún missir heilsuna og þau slíta samvistum. Bömin vom orðin fjögur á lífi en einn dreng misstu þau en tvö fóm í fóstur. Kolbrún fór að Þorleif- skoti til Katrínar og Gísla og varð þeirra fósturdóttir, þau fluttu síðar að Læk, Guðjón Baldur var tekinn i fóst- ur að Austurkoti til Lóu og Jóns og ólst þar upp en Þorbjörg Gyða og Stef- án vom með Valdimar fyrstu árin. Þetta var þung raun öllum sem til þekktu og mun Valdimar hafa komið það á þessum árum hversu viljasterk- ur og harður hann var, en þeir sem best þekktu til hans vissu að undir hressilegu yfirbragði sviðu djúp sár sem seint grem. Næstu árin eftir þetta var Valdimar aðallega á tveimur stöðum, Laugar- dælum og Kirkjubæjarklaustri. Kem- ur svo aftur að Laugardælum og er þar í 42 ár og held ég að þau hafi í mörgu verið góð, þar kynntist hann mörgu ágætisfólki, þar á meðal þeim hjónum Ólöfú og Þórami, sem réðu þar húsum og tók hann sérstöku ástfóstri við þau og böm þeirra, og tel ég ekki á neinn hallað þá ég segi að þau hjón og böm þeirra hafi ekki getað reynst honum betur en nánustu skyldmenni, gagn- kvæm virðing og kærleikur sem ekki síst kom í ljós er aldur færðist yfir og kraftar þmtu og þakka böm og tengdaböm það allt og ekki síst sér- staka umhyggju og heimsóknir nú á síðustu vikum og þar til yfir lauk. Eitt var það í fari Valdimars sem ég tók fljótt eftir en það var hve bamgóð- ur hann var, hann ljómaði eftirminni- lega þegar böm komu til hans á Ljós- heima, en þar naut hann frábærrar umönnunar síðastliðin 5 ár sem hér em þökkuð. Ekki er hægt að skilja svo við þessi minningarbrot að geta þess ekki hve frábær verkmaður og snyrtimenni Valdimar var, hann haföi í mörg ár það starf að hirða nautin og vetrungana í Þorleifskoti, umgengnin og fóðmn vom til fyrirmyndar, allt sópað og hreint og hann sá vel um að heyið færi ekki til spillis, enda alinn upp við að halda utan um stráin því þau kostuðu marga svitadropa í þá daga. Valdimar haföi sérlega gaman af bú- skap ef vel gekk og dró ekki af sér að moka i blásarann en þar stóðst honum enginn snúning. Þá er við hæfi að minnast á það hve Valdimar haföi gaman af góðum hest- um og átti marga í gegnum árin, hann hélt hestum vel til gangs og fóðraði vel, og þegar hann var á Eyrarbakka á vertíð eitt sinn haföi hann reiðhestinn hjá sér. Hét hestur sá Mósi og var frá Útverkum á Skeiðum og var sagður flugvakur og á sunnudögum skrapp Valdimar á bak sér til upplyftingar og í fórum okkar hjóna er mynd tekin á Eyrarbakka en þar situr Valdimar spariklæddur á Mósa, myndin trúlega tekin um 1920. Valdimar var einn af stofnfélögum hestamannafélagsins Sleipnis. Á efri árum hlotnaðist Valdi- mar sú sárabót að þrátt fyrir fjöl- skylduslit tóku böm hans að efla tengsl sín á milli og urðu að góðum systkinahópi, veit ég að þetta gladdi hann mjög og þegar hann átti stóraf- mæli reyndu flest að mæta ef ástæður leyföu. Afkomendur Sigrúnar og Valdimars eru orðnir margir en bömin em Stefán Valdimarsson, giftur Elsu Unnarsdótt- ur, búa þau í Þorlákshöfn, eiga tvær dætur, Auðbjörgu og Valdísi, en hún er gift Gunnari Þorsteinssyni, eiga þau tvær dætur og búa í Þorlákshöfn. Þorbjörg Gyða Valdimarsdóttir, gift Ólafi Þór Haraldssyni, búsett á Siglu- firði, þau eiga þijú böm, Ragnar Þór, giftur Ámýju Hrund Svavarsdóttur, eiga eina dóttur og búa á Suðureyri. Heiðrún Brynja, gift Sveini Jónatans- syni, eiga eina dóttur og búa í Reykja- vík. Amar Þór giftur Sigurlaugu G. Gunnarsdóttur og á hún tvö böm af fyrra hjónabandi, þau búa í Svíþjóð. Kolbrún Valdimarsdóttir, gift þeim sem þessar línur ritar, búum í Nýjabæ, V-Eyjafjöllum, eigum sex böm. Katr- ín gift Jóni Pálma Pálssyni, eiga þijú böm og búa á Akranesi. Valdís gift Oddi Helga Jónssyni, eiga þijú böm, búa á Hvolsvelli. Grétar Steinn, giftur Guðfmnu Guðmundsdóttur, eiga þau þijú böm og búa í New York. Grétar átti einn son áður en hann giftist með Sóleyju Jörundsdóttur, Kópavogi. Kristín Ema, gift Baldri Ótafssyni, eiga tvo syni og búa á Hvolsvelli. Sig- rún Björk, gift Óskari Kristinssyni, eiga eina dóttur, búa 1 Dísukoti, Þykkvabæ. Sigrún átti einn dreng áð- ur en hún giftist með Bimi Grétari Sigurðssyni, Lambalæk. Sigurlaug Hanna, unnusti hennar er Hallgrímur Birkisson frá Stokkseyri og erhún enn í föðurhúsum. Guðjón Baldur Valdimarsson, giftur Vilborgu Magnúsdóttur, þau búa á Selfossi og eiga fimm böm. Magnús, giftur Brynju Marvinsdóttur, búa á Selfossi, eiga eina dóttur. Helga Amý, gift Tiyggva Ágústssyni, eiga þijú böm og búa á SelFossi, Valdimar, gift- ur Ragnhildi Björk Karlsdóttur, eiga tvær dætur og búa á Selfossi. Ómar Þór, giftur Höllu Baldursdóttur, eiga eina dóttur og búa á Selfossi. Jón Val- ur, unnusta hans er Sigrún Jónsdóttir. Jón er enn í föðurhúsum. Þessi nafnalisti gæti verið enn lengri en Siguijóni Steinþóri syni þeirra heföi auðnast líf og heilsa en hann fæddist 6. júní 1929 en dó 19. febrúar 1930. Það sést af framanrituðu að af- komendur Valdimars og Sigrúnar em orðnir æði margir og enn er sígild ljóðlínan úr sálminum: Kynslóðir koma, kynslóðir fara allar sömu œvigöng. Valdimar hefur nú lokið sinni ævi- göngu, en hún hófst 10. júlí 1893 i Smiðsnesi í Grimsnesi. Foreldrar Valdimars vom Katrín Geirsdóttir frá Eyvík og Stefán Jónsson frá Amar- bæli. En í Smiðsnesi var Katrín í skjóli Sveins Jónssonar smiðs og Halldóm konu hans, þau fluttu síðar á Seyðisfjörð. Það er dálítið merkilegt að þessi hjón sem veita Valdimar skjól og hlíf fyrst eftir að hann kemur í þennan heim skuli vera langafi og langamma Ólafar í Laugardælum, sem varð svo nánast hans vemdareng- ill i ellinni. Þau Ólöf og Valdimar vom búin að þekkjast lengi þegar þau upp- göfyuðu þessa merkilegu staðreynd. Ég verð að játa það að æskuámm Valdimars er ég ekki svo kunnugur að ég þori að fara grannt út í að lýsa þeim, ég veit þó að hann var kannski ekki beint pantaður til þessa jarðlífs. Hann ólst að mestu upp í Amarbæli hjá föður sínum en mun lítið hafa haft af móður sinni að segja, þvi sé staða einstæðrar móður slæm í dag þá hefúr hún ekki verið betri árið 1893, það hefúr verið fátt um bjargir. Katrín flutti til Ameriku, hún giftist manni ættuðum af Langanesi og áttu þau einn son, engin kynni mun Valdimar hafa haft af þessum bróður sínum. Stefán faðir Valdimars lést af slysför- um árið 1913 og reyndi þá strax á Valdimar að standa með fóstm sinni, Þóm Jónsdóttur, í búskapnum er hún var orðin ekkja með fjögur böm, hálf- systkini Valdimars, en þau vom Sigur- björg, Sigurjón, Stefán og Theodór en hann dó sex ára úr bamaveiki. Eign- uðust þau annan son og var hann skírður Theodór. Öll em þessi hálf- systkini Valdimars látin nema Sigur- jón. Þóra gekk Valdimar í móðurstað og átti Valdimar heimili í Amarbæli fram á fúllorðinsár í hópi systkina. Þóra giftist öðm sinni, Sveini Jóns- syni, og eignuðust þau tvær dætur, Guðbjörgu og Stefaníu, sem Valdimar talaði alltaf um sem systur sínar. Þær eru báðar á lífi. Ég fer nú að leggja pennann frá mér en að lokum þökkum við Kolbrún og böm okkar margar góðar stundir og ekki síst margvíslega hjálp á fyrstu búskaparárum okkar hér í Nýjabæ en með bjástri okkar fylgdist hann af miklum áhuga. Við biðjum góðan guð að blessa komu þessa mæta manns til betri heima. Leifur Einarsson I dag 28. apríl er til moldar borinn elskulegur afi okkar, Valdimar Stef- ánsson. Okkur langar að þakka honum allt sem hann hefúr gefið okkur. Hann hefúr kennt okkur svo ótal margt í líf- inu, lítillæti, hlýju, vináttu og góðvild. Okkur er það ógleymanlegt hvað hann tók litlu bamabamabömunum með mikilli gleði og hvað birti yfir honum þegar við komum með hvítvoðungana okkar og fengum að leggja þá í rúmið hans. Þetta og margt fleira viljum við þakka þér, elsku afi. Katrín Leifsdóttir, Valdís Leifsdótt- ir, Grétar Steinn Leifsson, Kristín Erna Leifsdóttir, Sigrún Björg Leifsdóttir,Sigurlag Hanna Leifs- dóttir Baldur Sigurðsson Reykjahlíð, Mývatnssveit Fæddur 31. júlí 1916 Dáinn 29. janúar 1990 Þegar Finnur Baldursson, frændi minn, hringdi til mín að morgni þess 29. janúar og sagði mér lát pabba síns kom mér það ekki alveg á óvart. Ég fann strax hvað hann ætlaði að segja mér. Mér fannst þetta vera bæði sorg og gleði. Sorgin að ævidagar hans væm liðnir hér í þessum heimi. Gleð- in að hann flyttist á æðra og bjartara tilvemstig og þyrfti ekki að bíða langt og dapurt ævikvöld á sjúkrahúsi þegar heilsan var farin. Hann var búinn að vera á Sjúkrahúsi Húsavíkur síðan fyrripartinn í vetur. Hann fékk þó að vera heima hjá fjöl- skyldu sinni jóladagana. Sigurður sonur hans sótti hann og hjálpaði hon- um því Helga kona hans var rétt kom- in heim eftir aðgerð á Sjúkrahúsi Ak- ureyrar og mátti því ekkert á sig reyna. Baldur var fæddur í Reykjahlíð í Mosfellssveit 31. júlí 1916 og átti þar alltaf heima. Foreldrar hans vom hjónin Jónasína Jónsdóttir og Sigurð- ur Einarsson sem þar bjuggu búi sínu en höföu jafnframt þann vanda á höndum að taka á móti ferðamönnum sem þau gerðu af miklum sóma, því Jónasína var þekkt fyrir góða mat- reiðslu. Það var orðinn fjöldi manns sem þau gáfú bæði góðgerðir og gist- ingu. Við systkinin ólumst því upp við margbreytilegt heimilislíf. Jónasína og Sigurður eignuðust átta böm. Baldur var fimmti í röðinni. Fyrst þijár stúlkur. Þá drengur- sem skírður var Baldur, en þau misstu hann nokkurra vikna gamlan. Gleðin hefúr þvi verið mikil er þau næst eign- uðust annan son, bjartan og fallegan, og var hann þá skírður Baldur. Ég er þriðja i aldursröðinni og vomm við þvi mikið saman sem böm og ung- lingar. Eina bjarta minningu vil ég minnast á fra því við vorum böm. Þá vorum við að smala hraunið. Valgeir, jafnaldri Baldurs, var með okkur. Það var eitt þetta yndislega haustveður, sólskin og kyrrð. Við fórum upp á klett í Helgavogshrauninu, sungum öll saman og dáðumst að litadýrðinni í hrauninu sem birki og beijalyng skört- uðu. Það var oft gaman í Reykjahlíð á uppvaxtarárum okkar. Þar bjuggu þrir bræður og ein systir undir sama þaki, hver fjölskylda i sinni íbúð en margt sameiginlegt. Bama- og unglingahóp- urinn var því stór, en alltaf gott sam- komulag bæði við leiki og störf. Margs er þaðan að minnast. Nú emm við komin á efri árin og það hefúr ver- ið höggvið stórt skarð í hópinn á stutt- um tíma. Fjögur bræðraböm horfin. Illugi Jónsson dó 19. mars 1989, Svava systir okkar 5. september 1989 eftir veikindi og sjúkrahúslegu. Hún bar veikindin með einstakri stillmgu og þolgæði, kvartaði aldrei. Það veitti okkur styrk en við misstum mikið. Það var stutt á milli systkinanna Svövu og Baldurs. Hann dó eins og fyrr var sagt 29. janúar síðastliðinn. Óskar Illugason dó 24. febrúar síðast- liðinn. Hann átti við mikinn heilsu- brest að stríða síðastliðið ár. Hann var jafnaldri minn og fermingarbróðir. Þetta er allt eðlilegur gangur lífsins og við þökkum fyrir að hafa hafl þau svo lengi hjá okkur, þótt við söknum þeirra, en þungt högg hlaut fjölskylda mín þegar Bryndís, yngst okkar systk- ina, fórst í flugslysinu í Héðinsfirði 29. maí 1947. Hún var ung, lífsglöð og yndisleg stúlka sem öllum þótti vænt um og þess vænna sem þeir þekktu hana betur, mælti einn frændi okkar eftir hana. Slíkt slys er aldrei hægt að sætta sig við né gleyma. Baldur fór á Laugaskóla og var þar m.a. í smíðadeild. Hann var mjög lag- legur. Hann dvaldi einn vetur hér í Reykjavík. Þá kynntist hann Helgu Finnsdóttur og varð hún eiginkona hans. Nokkm seinna byggðu þau sér íbúðarhús rétt ofan við veginn á móti Hótel Reykjahlíð. Þau eignuðust tvo syni, sem ég hef áður nefnt. Finnur Baldursson og Ingibjörg Þorleifsdóttir eiga tvo syni. Hilmar 15 ára og Garð- ar 10 ára. Þau búa í Kísilþorpinu. Sig- urður Baldursson og Sigriður Þor- leifsdóttir eiga tvö böm. Elísabetu 7 ára og Baldur að verða 5 ára. Þau búa á neðri hæð í húsi foreldra hans. Öll em bömin vel af guði gerð og eiga þau jafnan athvarf hjá ömmu sinni. Mér þótti vænt um að sjá hve Baldur bróðir minn var sæll og glaður þegar hann var að segja mér frá litla nafna sínum, hvað hann væri athugull og duglegur. Baldur haföi yndi af góðri músík. Eitt sinn er hann var staddur hér syðra hjá mér og við hlustuðum á hljómplötu með Stefáni íslandi, bæði aríur og sönglög. Þá var unun að hlusta með honum. Hann naut þess svo vel. Það er líka gaman að minnast þess þegar við Svava og Baldur fómm saman í Ydali að hlusta á Kristján Jó- hannsson, hvað við vomm öll hrifin. Baldur tók Kristján ffam yfir aðra söngvara. Baldur trúði á æðri máttarvöld og leitaði til þeirra með hjálp Einars á Einarsstöðum. Eitt sinn kom hann svo miklu frískari frá Einari að læknir fúrðaði sig á hvað heföi gerst. Sagði Baldur honum þá eins og var. Baldur var jarðsunginn frá Reykja- hlíðarkirkju 23. febrúar. Aðeins eitt okkar systkina, Guðrún, gat verið við- stödd. Jón Bjartmar sjúkur á Sjúkra- húsi Húsavíkur. Við Laufey hér syðra, komumst ekki vegna lasleika, en hug- urinn var hjá þeún heima. Ég vil muna Baldur erns og hann var ungur, lagleg- ur og brosandi. Ég efa ekki að hann hefúr verið fljótur að brosa, er foreldr- ar hans og systkini hafa tekið á móti honum. Ég bið guð að halda vemdar- hendi sinni yfir honum og þeim öllum og fjölskyldu hans heima. Kristur minn, ég kalla á þig komdu að rúmi mínu. Gakktu hér inn og geymdu mig Guð ifaömiþinum. Þessa kvöldbæn kenndi mamma Baldri er hann var bam. Hún minnir á hann því ég lærði hana hjá honum. Þuríður Sigurðardóttir

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.