Tíminn - 28.04.1990, Blaðsíða 5

Tíminn - 28.04.1990, Blaðsíða 5
m'n' T h r\CtO> IN -ie CC ■« iriuh-ioni u> i Laugardagur 28. apríl 1990 Tíminn 5 Blaðamannafélag (slands samþykkti í gær kjarasamninga við vinnuveitendur. Samningamir em þeir sömu í meginatríðum og þeir samningar, sem gerðir hafa verið hjá öðmm stéttarfélögum í landinu. Nokkur óánægja kom fram á fundinum með samningana og er Ijóst, að lítill fögnuður ríkti í hjörtum þeirra, sem þó greiddu samr.- ingnum atkvæði sitt Alls greiddu 73 atkvæði í skríflegrí atkvæða- greiðslu og þar af samþykktu 49,21 var á móti og 3 seðlar vom auð- ir. Atkvæðagreiðsla fór firam samtímis á Akureyri og í Reykjavík. Á myndinni má sjá Guðmund Hermannsson fundarstjóra (Mbl.) lengst til vinstrí, þá Sigurð Má Jónsson, fundarrítara (DV), og Lúðvík Geirsson formann Blaðamannafélagsins telja atkvæðin. Timamynd: Ámi Bjama Skúli Sigurgrímsson um hugsanlega búferlaflutninga Alþingis: Kópavogur er góður kostur í tileíni þeirra hugmynda, sem komið hafa upp meðal margra þingmanna um að flytja starfsemi Alþingis úr Gamla miðbænum, og greint var ífá í Tíman- um í gær, hafa sveitastjómarmenn í ná- grannabyggðalögum talið ástæðu til að benda á hugsanlegar lausnir. Skúli Sig- urgrímsson, bæjarfulltrúi Framsóknar í Kópavogi segir t.d., að í Kópavogi megi fmna ákjósanlegt land undir starf- semi Alþingis og bendir í því sambandi á stað í Vatnsendalandi gegnt gamla þingstaðnum, þar sem unnt væri að móta umhverfið vel að þörfum slíkrar stofnunar. Auk þess muni þessi staður liggja vel við samgöngum bæði frá Suðurlandsvegi og niður á Reykjanes- braut og úr Hafnarfirði og Breiðholti. Skúli sagðist sannfærður um að bæjar- stjóm Kópavogs væri sama sinnis og hann um að eftirsóknarvert væri að fá Alþingi Islendinga í sveitarfélagið. Fulltrúar fjármála- og heilbrigðisráðuneytis gagnrýna stjórnendur Landakotsspítala harðlega: Skilja ekki vanda Landakotsspítala í lokaskýrslu frá Samstarfsnefnd um rekstur St. Jósefsspítala, sem Pétur Jónsson og Rúnar Jóhannsson hafa gert, en þeir eru fulltrúar fjármála- og heilbrigðisráðuneytis í nefndinni, kemur fram hörð gagnrýni á yfirstjóm spítalans. Þeir segja, „að núver- andi stjómendum spítalans sé fýrirmunað að koma auga á og skilja vanda stofnunarinnar, hvað þá leysa hann.“ Logi Guð- brandsson, framkvæmdastjóri spítalans, skilaði sérstakri skýrslu, þar sem fullyrðingum Péturs og Rúnars er vísað á bug. Um mitt ár 1988 var Landakots- spítali að verða gjaldþrota, en hann hafði þá verið rekinn með halla í nokkur ár. Uppsafnaður halli fram til miðs árs 1988 var um 225 millj- ónir króna. í ágústmánuði sama ár gerðu fjármála- og heilbrigðisráðu- neyti með sér samning, sem yfir- stjóm Sjálfseignarstofnunar St. Jós- efsspítala féllst á. Jafnframt var skipuð nefnd frá þessum þrem aðil- um, sem var fengið það verkefni, að sjá til þess, að samningnum yrði framfylgt. Eins og fyrr segir, klofnaði nefnd- in. Pétur og Rúnar segja, að ef ekk- ert verði að gert, muni spítalinn ramba á barmi gjaldþrots eftir eitt til tvö ár. Þeir segja, að á undanfomum árum hafi ekki verið gerðar raun- hæfar tilraunir til að laga rekstur spítalans að Ijárveitingum. Afstaða stjómenda hans til ríkis- og fjárveit- ingarvalds torveldi eðlileg og nauð- synleg samskipti og skoðanaskipti þeirra og yfirvalda. Þeir segja, að mikið skorti upp á allt eftirlit með starfsemi spítalans og að áætlana- gerð þyrfti að vera ítarlegri. Niðurstaða skýrslunnar er eftirfar- andi: „Stjómcndur Landakotsspítala hef- ur skort hæfni og vilja til að skil- greina, skilja og leysa vanda stofn- unarinnar. Ef ekki verður þegar breyting á, er vandi spítalans óleyst- ur. Mikla nauðsyn ber til að staða og hlutverk Landakotsspítala í heil- brigðiskerfinu verði endurmetið." Sjónarmið Loga Guðbrandssonar, framkvæmdastjóra spítalans, koma fram annars staðar í blaðinu. -EÓ Undirbúningur að stofnun styrktarfélags Stofnunar Jónasar Jónssonar frá Hriflu: Stofnfundur 1. maí þiggi veitingar. Til sýnis verða ljós- myndir frá ævi og starfi Jónasar Jóns- sonar. Það er von undirbúningsnefnd- arinnar, að sem allra flestir mæti á stofnfúndinn á Hótel Sögu, en um kvöldið verða Hamragarðar opnir til 23.00, þar sem hægt verður að skrá sig sem stofnfélaga styrktarfélagsins. Sex einstaklingar hafa látist hér á landi vegna alnæmis: Einn greinst með HIV smit á árinu Stofnfúndur styrktarfélags Stoín- unar Jónasar Jónssonar frá Hriflu verður haldinn á Hótel Sögu hinn 1. maí, nk. og hefst fúndurinn klukkan 16.30 í Arsal. Þann dag verða liðin 105 ár frá fæðingu Jónasar, eins áhrifaríkasta og umdeildasta stjóm- málamanns Islendinga á þessari öld. Markmiðið með styrktarfélaginu er í fyrsta lagi að koma á fót Stofnun Jón- asar Jónssonar, sem verður sameign- arstofnun og tekur væntanlega til starfa í haust. í öðm lagi að finna stofnuninni varanlegan samastað og em Hamragarðar þar ofarlega á blaði. I þriðja lagi að afla stofnuninni fjár, bæði stofnfjár og rekstrarljár og í fjórða lagi að tilnefna menn í stjóm Stofnunarinnar. Styrktarfélagið verður opið öllum, hvort sem um er að ræða einstak- linga, félög og félagasamtök, eða fýr- irtæki, stofnanir og sveitarfélög. I tilkynningu frá undirbúningsnefnd styrktarfélagsins segir, að hinn 1. maí klukkan þrjú verði boðið upp á kaffi í Hamragörðum Hávallagötu 24 og er vonast til, að sem allra flestir velunn- arar Hamragarða komi í húsið og Jónas Jónsson frá Hriflu. Einn einstaklingur hefur greinst með HIV smit það sem af er árinu og einn einstaklingur með alnæmi hefur látist. Þetta kemur fram í samantekt Landlæknisembættis- ins. Þar segir, að fram til 31. mars 1990 höfðu samtals 55 einstak- lingar á Islandi greinst með smit af völdum HIV. Af þeim höfðu 13 Aljpjóðleg bjorgunar- sveit hér? TiIlagaJóns Kristjánssonar og fleiri alþingismanna, um að kannaður verði möguleikinn á stofnun alþjóðlegrar björgun- arsveitar, var afgreidd frá sam- einuðu þingi á fimmtudag. Tillagan felur í sér, að rflds- stjórn Islands kanni, hvort er- lend björgunarmálayfirvöld séu til viðræðu, um að alþjóðleg björgunarsveit verði staðsett á íslandi, sem þjóni eftirliti og björgunarstörfum á siglinga- og flugleiðum umhverfis landið. Við sömu umræður var sam- þykkt tillaga frá þingmönnum Austurlands í sameiningu þess efnis, að Hafrannsóknarstofnun hraði þeim rannsóknum og mælingum, sem unniö er að, i mynni Hornaijarðaróss. - ÁG greinst með alnæmi, þ.e. lokastig sjúkdómsins og af þeim eru sex látnir. I töflu um dreifingu einstaklinga með móteftii gegn HIV eftir hópum og áhættuhegðun kemur fram, að af þessum 55 einstaklingum, sem greinst hafa með mótefni gegn HIV, eru 47 karlar og 8 konur. Þar af eru 37 hommar/tvíkynhneigðir (karlar) og 7 karlar og ein kona i hópi fikni- efnaneytenda/sprautur. Einn einstak- lingur, karl, sem hefúr greinst með HIV smit, telst til beggja þcssara áhættuhópa. Einn gagnkynhneigður karl og þrjár konur í þeim hópi hafa greinst með mótefni, fjórar konur í hópi blóðþega, enginn í hópi dreyra- sjúklinga og í einu tilfella er ástæða óþekkt. Ef aldursdreifing er skoðuð, kemur í ljós, að einn karl á aldrinum 10 til 19 ára hefúr smitast af HIV og er við- komandi með alnæmi. Tuttugu og átta einstaklingar á aldrinum 20 til 29 ára eru smitaðir, 25 karlar og 3 konur. Þar af hafa þrír einstaklingar greinst með alnæmi og tveir þeirra látist vegna alnæmis. í aldurshópnum 30 til 39 ára hafa 13 karlar, engin kona, smitast. Fimm þeirra eru með al- næmi, þar af hafa tveir látist. I hópi 40 til 49 hafa 9 greinst með HIV, 8 karlar og ein kona. Þar af eru tveir karlar með alnæmi og annar þeirra látist. Ein kona á aldrinum 50 til 59 ára er smituð HIV, og er hún með al- næmi og þrjár konur eldri en sextíu ára hafa greinst með HIV, þar af ein með alnæmi og látist. —ABÓ VÉLAR HÖFÐABAKKA 9 112 REYKJAVÍK SÍMI 91-670000 JJötunn tií Ciðs við þig AVINNSLU- HERFI Viðurkennd hlekkjaherfi 2 stærðir fyrirliggjandi Breidd Þyngd Verð 2,90 m 152 kg kr. 24.000.- 3,50 m 179 kg kr. 30.000,- Verð án virðisaukaskatts. SAMBAND ISLENSKRA SAMVINNUFELAGA

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.