Tíminn - 28.04.1990, Blaðsíða 13

Tíminn - 28.04.1990, Blaðsíða 13
Laugardagur 28. apríl 1990 Tíminn 25 ■q r LVf\l\«Jð 1 M ■ J ■ 1. maí - Opið hús Kosningaskrifstofa framsóknarmanna í Reykjavík að Grensásvegi 44, verður opin 1. maí n.k. frá kl. 15.00-18.00. Sigrún Alfreð Kristján Valgerður Ósk Magnúsdóttir Þorsteinsson Benediktsson Sverrisdóttir Aradóttir Sigrún Magnúsdóttir borgarfulltrúi og Alfreð Þorsteinsson varaborg- arfulltrúi verða á staðnum. Kristján Benediktsson, f.v. borgarfulltrúi, og Valgerður Sverrisdóttir alþingismaður líta inn. Veitingar verða á staðnum undir stjórn Óskar Aradóttur. Allir velkomnir. Kosninganefndin. Árnesingar Þrúður Þorsteinn Helgadóttir Ólafsson Reykjavík - Kosningaskrifstofa Kosningaskrifstofa B-listans í Reykjavík verður opin virka daga frá kl. 9-22 að Grensásvegi 44, sími 680962 og 680964. Gestgjafar í dag verða: Þrúður Helgadóttir og Þorsteinn Ólafsson. Komið á kosningaskrifstofuna og takið þátt í starfinu með okkur. Kosninganefndin. Jón Helgason Guðni Ágústsson Árlegur stjórnmálafundur og viðtalstími alþingismanna Framsóknar- flokksins verður haldinn í Þingborg, Hraungerðishreppi, þriðjudaginn 1. mai kl. 21.00. Allir velkomnir. Áslaug Guðfinnur Sigrún Brynjólfsdóttir Sigurðsson Magnúsdóttir Áslaug Brynjólfsdóttir fræðslustjóri og Guðfinnur Sigurðsson lögreglu- forvarnafulltrúi ræða málin. Einnig mætir á fundinn séra Þórhallur Heimisson. Sigrún Magnúsdóttir borgarfulltrúi stjórnar umræðum. Allir velkomnir. Létt spjatl á laugardegi Vímuefnavandinn í Reykjavík Laugardaginn 28. apríl kl. 10.30 verður fundur að Grensásvegi 44. Umræðuefnið er: Vímuefnavandinn í Reykjavík. Konur - Konur Lítið inn í létt spjall og skemmtilegheit. Framsóknarkonur í Hafnarfirði hafa opið hús þriðjudaginn 1. maí frá kl. 20.00 og fram eftir kvöldi í Framsóknarhúsinu, Hverfisgötu 25 í Hafnarfirði. ____________ m ------------—---- Unnur Stefánsdóttir NíelsÁrniLund Gestur fundarins verður Unnur Stefánsdóttir, form. LFK. Frambjóðendurnir Níels Árni Lund og Magnús Bjarnason líta inn. Kaffi og meðlæti á boðstólum. Konur eru hvattar til að taka með sér gesti og líta inn í létt spjall um lífið og tilveruna. Framsoknarkonur í Hafnarfirði. Tom Cruise kom á Oscarshátíðina og veitti þar viötöku verölaunum. Meö honum voru foreldrar hans og ung stúlka, sem vakti mikla athygli. Fáir þekktu hana, en þama var komin hin ástralska leikkona Nicole Kidman, sem leikur á móti Cruise í „Days of Thunder" og er sögð nýjasta kærasta hins glæsilega Tom Cruise Hún Nicole Kidman kom frá Ástralíu — Lék á móti Tom Cruise í „Þrumudögum" og heillaði sjálft kvennagullið! Það urðu margir undrandi, þegar óþckkt leikkona frá Ástralíu fékk hlutverk í myndinni „Days Of Thunder", sem mótleikari hins fræga Tom Cruise. Fáir vissu nokk- uð um Nicole Kidman, hina fögru 23 ára leikkonu frá Ástralíu, þegar hún kom til Hollywood, - en nú vita flestir, að hún hefúr slegið í gegn á hvíta tjaldinu á móti Tom Cruise og kannski vita þó enn fleiri, að Nicole er „besta vinkona" Toms Cruise og svo virðist, sem hann hafi tekið gleði sína aftur eftir skilnaðinn við Mimi Rogers. Þau Tom og Nicole sjást nú alls staðar saman, og við Oscars- verö- launahátíðina mætti Nicole með Tom Cruise og samgladdist honum innilega með Oscarsverðlaunin. Nicole og Tom voru þama í fylgd með foreldrum Toms, Mary Lee og Thomas Cruise Mapother, og virt- ust þau öll sem ein lukkuleg fjöl- skylda. Nicole Kidman er af ríku fólki komin í Ástralíu. Hún var snemma ákveðin í að verða leikkona og menntaði sig í samræmi við það. Hún hefúr fengið áströlsk verðlaun fyrir leik í sjónvarpsþáttum. Síðan hélt hún til Hollywood og þar lágu leiðir þeirra Tom Cruise saman. Nicole segist hafa mikið álit á Tom bæði sem persónu og góðum leik- ara. „Tom hefúr átt mjög erfítt í sínu Nicole Kidman hlaut verölaun og titilinn „Besta leikkona Ástralíu" og nú er hún aö vinna sig upp í Hollywood. einkalífi að undanfömu. Þá er stuðningur að góðum vinum, og við urðum fljótt góðir vinir. Ég varð strax hrifin af Tom, þegar við hitt- umst. Hann er laglegur og hrífandi og hefur svo alúðlega framkomu," sagði Nicole í viðtali við blaðamann á Oscarshátíðinni. Nicole sagði í viðtalinu, að hún væri með annan fótinn heima hjá íjölskyldunni í Ástralíu, en dveldist þó mest í Los Angeles vegna starfs síns. Hún hefúr líka ferðast mikið i Evrópu. Hún segir, að fjölskylda sín ferðist oft með sér, þegar hún er í löngum ferðum, einkum móðir hennar. ,,..og símareikningurinn minn er alltaf hár, hvar sem ég er, þvi ég er í stöðugu sambandi við vini og fjölskyldu heima í Ástralíu."

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.