Tíminn - 01.05.1990, Qupperneq 2

Tíminn - 01.05.1990, Qupperneq 2
2 Tíminn Þriðjudagur 1. maí 1990 Geir Hallgrímsson seðlabankastjóri vildi uppgjör Landsbankans við SÍS áður en veitt yrði leyfi fyrir samruna Landsbanka og Samvinnubanka: Fyrirvari gerður í þágu fiölskyldnanna fimmtán Vegna kaupa Landsbankans á Samvinnubankanum, sem skýrt var frá hér í blaðinu á laugardag, hafði Jón Sigurðsson, bankamálaráðherra, leitað álits bankaeftir- litsins og Seðlabanka íslands á kaupunum. Fékk hann þau svör frá þessum aðilum, að þeir væru samþykkir kaupunum, eins og reyndar hafði verið búist við. Undir bréfið frá Seðlabankanum skrifuðu Seðlabanka- stjórarnir þrír, Jóhannes Nordal, Tómas Árnason og Geir Hallgrímsson. Geir hafði þó fyrirvara á sínum samþykki, þar sem hann kvað á um það, að draga skyldi verulega úr skuldbindingum stærsta lánþegans í bankanum áður en leyfið væri veitt. Hér mun átt við Samband íslenskra samvinnufélaga, en margir stórir lánþegar eru hjá Landsbankanum eins og eðlilegt getur talist um stærsta banka landsins. Hefði verið orðið við þessum kröfum Geirs Hallgrímssonar er lík- legt að af engum kaupum hefði orðið á Samvinnubankanum og SÍS verið gert að greiða upp lán sín hjá Landsbankanum. Það gæti undir vissum kringumstæðum þýtt það sama og gera Sambandið gjaldþrota, svo sem eins og uppgjörsfrestir á lánum, sem Geir gat ekki um í fyrirvara sínum. Þessi fyrirvari Geirs Hallgríms- sonar er óvenjulegur í hæsta máta. Hann kemur fram á sama tíma og mikill uppgangur er í Eimskip, Flug- leiðum og öðrum stórum fyrirtækj- urn, sem tengd eru margvíslegum fjölskylduböndum. í síðasta tölu- blaði Þjóðlífs er gerð glögg grein fyrir hinum margvíslegu tengslum og nefnir blaðið fjölskyldunasam- steypuna „Kolkrabbann“. Þá hefur Sjálfstæðisflokkurinn eindregið Iagt til að gera ætti ríkisbankana tvo að hlutafélögum og má geta nærri, að ríkustu fjölskyldur landsins gætu með þeim hætti eignast ríkisbank- ana. En Sambandið, sem hefur átt í fjárhagserfiðleikum, er í augum fyrr- um formanns Sjálfstæðisflokksins stofnun sem að skaðlausu mætti RISIÐ Borgartúni 32 Sjáum um erfisdrykkj Upplýsingar í síma 29670 Kransar, krossar, kistu- skreytingar, samúðarvendir og samúðarskreytingar. Sendum um allt land á opnunartíma frá kl. 10-21 alla daga vikunnar Miklubraut 68 @13630 RÍKISSKIP Sími 28822 Sendum viðskiptavinum vorum, starfsfólki okkar og öðru vinnandi fólki til lands og sjávar bestu kveðjur í tilefni 1. maí. Skipaútgerð ríkisins verða gjaldþrota. Sá skilsmunur er á Sambandinu og því sem Þjóðlíf kallar „Kolkrabbann'", að Samband- ið byggir tilvist sína á félagslegum grunni, þar sem fólkið sjálft á fyrir- tækið. Það er því mikill þyrnir í augum þeirra, sem nú ætla sér stóra hluti á íslandi, t.d einn eða tvo ríkisbanka. Kröfu sína um uppgjör Lands- bankans við Sambandið orðaði Geir Hallgrímsson á eftirfarandi hátt í fyrirvara sínum í bréfi bankastjóra Seðlabankans: „... að hann geti því aðeins mælt með að leyfi verði veitt til samruna Landsbanka og Samvinnubanka, að bætt sé eiginfjárstaða Landsbankans og dregið verulega úr skuldbinding- um stærsta lánþegans í bankanunt áður en leyfið verður veitt.“ í fyrirvaranum kemur fram óska- krafa um að bankinn verði gerður að hlutafélagi með kröfunni um að eiginfjárstaðan verði bætt ásamt kröfunni um uppgjör við Samband- ið. Það er engu líkara en „Kolkrabb- inn“ sjálfur hafi samið fyrirvarann. Geir Hallgrímsson gerði fyrirvara, þegar ráðherra leitaði álits Seðla- banka á bankasamrunanum. Sá fyrirvari fól í sér kröfu á uppgjöri Landsbankans við Sambandið. Virðist sem fyrrum flokksformaður Sjálfstæðisflokksins telji það skaðlaust þó Sambandið verði gjald- þrota. Þrátt fyrir góðan efnahag stærsta sveitarfélags landsins eru borgar- starfsmenn verr haldnir í launum en starfsmenn grannbyggðanna: Borgarstarfsmenn afskiptir í launum Laun Sóknarstarfsmanna sem vinna á barnaheimilum og í heimil- ishjálp eru mjög mismunandi eftir því hvar á félagssvæði Sóknar starf- ið er innt af hendi og hvaða sveitarfélag greiðir launin. Reykjavík sker sig úr nágranna- byggðunum. Þar er verr greitt fyrir sambærileg störf innan sveitarfé- laganna. Þetta sést þegar laun starfsmanna eru borin saman við laun þau sem Reykjavíkurborg Davíðs rausnast við að greiða sínu fólki. Upplýsingar fengust hjá starfs- mannafélaginu Sókn í gær um laun fyrir svonefnd Sóknarstörf hjá Reykjavíkurborg: Það eru einkum konur sem vinna við Sóknarstörf og þiggja laun eftir 33.-38. launa- flokki. Sóknarstörf fara fram á barnaheimilum, hjúkrunarheimil- um og í heimilishjálp. í Reykjavík byrjar starfsfólkið sem fyrr segir í 33. launaflokki starfsmanna borgarinnar. Innan hvers launaflokks eru átta þrep og ræðst það af lífaldri starfsmanns hvaða þrepi hann fær greitt eftir. Sextán ára starfsmaður fær greitt eftir fyrsta þrepi sem gefur af sér kr 39.725,- á mánuði. En eftir 36 ára aldur fær starfsmaður greitt eftir áttunda þrepi sama launa- flokks. Hafi starfsmaður tekið þrjú námskeið sem í boði eru og metin eru til launa, kemst hann upp í 38. launaflokk og verða launin þá mest kr. 58.196,-. „Það segir sig sjálft að auðveld- ara yrði að manna þessi störf í Reykjavík ef launin væru betri. Það vantar alltaf fólk hér en í Kópavogi er biðlisti eftir að fá vinnu í heimilisþjónustunni. Þetta segir ákveðna sögu,“ sagði starfs- maður á skrifstofu Sóknar við Tím- ann í gær. En hvaða laun eru greidd í Kópavogi fyrir þessi störf? „Byrjunarlaun í svonefndum Sóknarstörfum hjá Kópavogsbæ eru kr. 45.055,- og hækkanir verða1 hlutfallslega svipaðar og í Reykja- vík. Ég er nýlega búin að taka saman yfirlit um laun starfsmanna bæjarfélaganna og þar sést að laun bæjarstarfsmanna eru 13,5% hærri að meðaltali í Kópavogi en starfsmanna Reykjavíkurborgar," sagði Ágústa Einarsdóttir yfirmað- ur heimilishjálparþjónustunnar í Kópavogi. Jafnframt því að laun Sóknar- starfsmanna eru miklu betri í Kópavogi eru vinnuaðstæður starfsfólksins allt aðrar að sögn starfsmanns Sóknar. Að sögn Ág- ústu Einarsdóttur er það regla að fundir eru haldnir vikulega með starfsfólkinu og er greitt fyrir þá einn tími í yfirvinnukaup. Auk þess er haldinn fræðsludagur einu sinni á ári og ýtt undir félagsstarf og samheldni starfsfólks. Slíkt mun ekki hafa tíðkast í Reykjavík hing- að til. Sé litið á laun brunavarða í Reykjavík og þau borin saman við laun kollega þeirra annars staðar á landinu þá kemur svipað í ljós og hjá Sóknarstarfsmönnum. Reykja- vík borgar brunavörðum sínum verr en aðrir gera. Auk þess að í Reykjavík séu gerðar mun meiri kröfur til brunavarða um menntun, viðbótarmenntun, líkamlegt og andlegt atgervi en gert er annars staðar á landinu (sbr. samþykkt borgarstjórnar 18. maí 1989) þá eru meðallaun þeirra frá tæpum 14% og upp í 23% lægri en annars staðar á landinu. Það er Keflavík- urbær sem greiðir sínum bruna- vörðum 23% betri laun að meðal- tali en Reykjavíkurborg. Þar fá brunaverðir greitt minnst 56.650,- kr á mánuði en mest 70.491,-. En aftur til Reykjavíkur: Brunavörður 1 er venjulega sumarafleysingamaður sem lokið hefur 80 tíma bóklegu og verklegu námskeiði. Lægstu laun eru kr. 44.873,- á mánuði en hæst 57.185,- Eftir því sem næst varð komist í gær eru brunavörðum ekki greidd þessi laun annars staðar á landinu en í Reykjavík. Brunavörður 2 hefur unnið sem brunavörður í a.m.k. 28 mánuði og hefur lokið 120 tíma bóklegu og 130 tíma verklegu námskeiði. Hann fær minnst 46.038,- kr. á mánuði og mest 58.767,-. Sambæri- legar tölur í Hafnarfirði eru 51.956,- og 64.512,-. Brunavörður 3 hefur starfað a.m.k. í 44 mánuði og lokið nám- skeiðum og þjálfun til ýmissa sér- tækra verkefna og staðist próf. Hann fær minnst kr. 48.473,- og mest 62.064,- á mánuði. Aðstoðarvarðstjóri fær minnst 51.057 þús. kr. og mest rúmlega 65.500 kr. Varðstjóri fær minnst 52.407 þús. kr. og mest 67.396. Aðalvarðstjóri fær minnst 55.227 þús kr og mest 71.223 þús. kr. -sá

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.