Tíminn - 01.05.1990, Síða 5

Tíminn - 01.05.1990, Síða 5
Þriðjudagur 1. maí 1990 Tíminn 5 Guðmundur J. Guðmundsson formaður Dagsbrúnar og VMSÍ:Hugsjónir 1. maí um jafnrétti og bræðralag eru enn í fullu gildi: 1. mai haldinn undir merkjum þjóðarsáttar „Við höfum verið að fjarlægjast jafnréttishugsjónina og stundum hefur verið djúpt á bræðralaginu. En eins og máltækið segir: - Byrjaðu vel, endaðu vel og láttu eldinn aldrei slokkna-, þá verð- ur fólk að halda eldinum lifandi. Ákvörðun um samningana 1. febrúar var erfið, en þeir voru skilyrði fýrír betrí tíð. En betrí tíð er ekki tryggð þrátt fýrir þá. Fólk verður að vera vakandi og standa vörð um þá og markmið þeirra. Að loknu samningstímabilinu verður síðan að auka kaupmátt og launajöfnuð," segir Guð- mundur J. Guðmundsson formaður Dagsbrúnar og Verka- mannasambandsins. „Það er of snemmt að fullyrða að okkur hafi tekist að rjúfa vítahring verðbólgunnar. Við höfum unnið orr- ustu en það er óvíst hvort við vinnum stríðið. Við erum í sókn. Allar áætlan- ir sem við gerðum hafa staðist vel íram til þessa." Þetta eru orð Ásmundar Stefánsson- ar í bréfi til allra verkalýðsfélaga og - sambanda innan ASI sem sent var út fyrir nokkrum dögum. I bréfinu fjall- ar Ásmundur um kjarasamningana ffá 1. febrúar. Árangur þeirra sé að koma í ljós m.a. með því að nafnvext- ir hafa lækkað úr 30% í 14% og vísi- tölur ffamfærslu og lánskjara hafa hækkað minna en dæmi eru um í langan tíma. Jafhframt því að verð- bólgunni hafi þannig verið haldið í skefjum hafi tekist að bægja ffá stór- felldu atvinnuleysi sem spáð hafði verið. „Nú stendur yfir talsvert merkilegt timabil. Að undanfomu hafa staðið yfir tímar rýmandi kaupmáttar og það horfði í skuggalegt atvinnuleysi og vaxandi gjaldþrot atvinnufyrirtækja. Verðbólgan óð yfir bótalaust og var að drepa fyrirtæki og efnahag fátæks fólks. Jafhffamt var lánskjaravísitalan að sliga launafólk og fjöldi þess missti íbúðir sínar og enn fleiri börð- ust og beijast enn í bökkum með að halda aléigunni. Kauphækkanir vom étnar upp jafnóðum því að innbrots- þjófúr var að verki sem var verðbólg- an. Þessi innbrotsþjófúr átti öðrum ffemur greiða leið að heimilum fá- tæks fólks og atvinnufyrirtækjum í ffamleiðslugreinum. Þetta var ástand- ið sem var og við horfðum ffam á að yrði áffam," sagði Guðmundur J. Guðmundsson f gær. Guðmundur sagði að samningamir 1. febrúar væra merkilegir samningar þótt þeir væra engin allsheijar lausn í sjálfu sér og hefðu ekki haft í for með sér aukinn kaupmátt og almenna vel- megun. „Mat okkar var að það yrði að stöðva verðbólguna og vaxtaokrið. Þetta skildi fólk þrátt fyrir að gífúrlegur urgur væri í því - réttilega - yfir lágum launum þeirra sem leggja sig fram í erfiðum og þýðingarmiklum störfúm. Samkomulag tókst og það merkilega gerðist einnig að samkomulag tókst við bændasamtökin um stöðugt verð- lag á landbúnaðarafúrðum. Eg er ákaflega ósáttur við íslenska landbún- aðarpólitík einkum vegna mikilla út- flutningsbóta. Hinsvegar er það bæði heimska og illgimi að tala um bændur sem vandræðafólk og afætur. Bændur era að miklum meirihluta stritandi, fátækt og heiðarlegt fólk. Án þess að ég ætli að segja bændum hvemig þeir eigi að búa þá tel ég að við eigum að framleiða landbúnaðarafurðir fyrir okkur sjálf og er jafnffamt alfarið á móti því að greiða ómældar fúlgur með útflutningi,“ sagði Guðmundur. Guðmundur gagnrýnir harðlega of- fjárfestingu í verslunarhúsnæði á Reykjavíkursvæðinu og stækkun fiskiskipaflotans og útþenslu banka- kerfisins. Allt þetta hafi verið elds- neyti verðbólgubálsins og haldið niðri kjöram verkafólks í undirstöðu- greinunum. „Eg er ekki að ráðast að starfsfólki bankanna þegar ég segi að það gengur ekki að fjögur þúsund bankamenn séu á Islandi en fimm þúsund sjómenn,“ segir hann. Hann sagði að með kjarasamningun- um 1. febrúar hafi verkafólk í raun tekið á sig að greiða fyrir mistök sem það eigi þó enga sök á jafnframt því að leiðrétta þau. Kaupmáttur hefð'i ekki minnkað ffá undirritun samning- anna og takmarkið var að halda stöð- ugu og lækkandi verðlagi og að höfð yrði markviss stjóm á fjárfestingum og verðlagi. Á þessu yrði að byggja nýja sókn til bættra kjara. Samningamir hefðu að sögn Guð- mundar aldrei orðið ffamkvæmanleg- ir nema af því að ríkisstjómin lagði sig ffam við að leysa málin með nið- urgreiðslum og með því að halda verðlagi opinberrar þjónustu í skefj- um. „Verðbólgan hefúr nær stöðvast, vextir hafa lækkað, atvinna hcfur aukist, gjaldþrotum hefúr fækkað. En það er ennþá alls konar blikur á lofti. Nú þýðir ekkert að vera að tala um hækkun raunvaxta, nú þýðir enga há- speki við almennt verkafólk sem á um sárt að binda vegna vaxtaokurs og takmarkaðrar vinnu. Samningstímann verður að nota til að fá jafnvægi, eðlilega vaxtapólitík, skynsamlega fjárfestingapólitík. Við ætlum okkur ekki að borga fyrir fleiri vitleysur, hvort sem þær verða gerðar í útgerð eða verða í formi verslunar- glæsihalla eða slíks. Við ætlum okkur ekki aftur að standa undir því. Valdhafar allir verða að gera sér það ljóst að samningstímann, þennan um- þóttunartíma, verður að nota vel. Ef að menn ætla að hækka vexti nú eða gera eitthvað annað í þá átt, þá vita þeir ekki hvað þeir era að kalla yfir sig. —sá Jón Sigurðsson framkvæmdstjóri Stöð 2: JONI SAGT UPP Jóni Sigurðssyni framkvæmdastjóra Stöðvar 2 var síðdegis í gær sagt upp störfum ffá og með deginum í dag, að loknum stjómarfúndi Islenska sjón- varpsfélagsins. Frá þessu greindi í kvöldfréttum rikisútvarps í gær. Upp- sagnarbréfið var undirritað af Jó- hanni J. Ólafssyni stjómarformanni, sem síðan fór af landi brott. Þá munu einnig nokkrir starfsmenn Stöðvar 2 hafa sagt upp störfúm í gær, þar á meðal yfirmaður auglýs- ingaframleiðslu fýrirtækisins. Formaður fjárveitinganefndar gagnrýnir borgarstjóra fyrir að ganga á bak orða sinna: Borgin hafði lofað að bjóða ekki í Borgina Sighvatur Björgvinsson, for- maður fjárveitinganefndar sam- einaðs Alþingis, gagnrýndi harðlega framkomu borgaryfir- valda við Alþingi, í ræðu er hann hélt á Alþingi í gær. Sig- hvatur sagði m.a. að í þeim við- ræðum sem átt hefðu sér stað á milli þingsins og eigenda Hótel Borgar, um kaup á húsnæði hótelsins, hefðu yfirvöld borgar- mála lýst því yfir að Reykjavík- urborg hefði ekki í hyggju að kaupa Hótel Borg. Sighvatur Björgvinsson lýsti sam- skiptum borgarinnar og Alþingis og vakti sérstaklega athygli á því að einungis nokkrum dögum áður en að deilur þingsins og borgaryf- irvalda hefðu verið farsællega til lykta leiddar, hefði komið fram í dagsljósið mjög óvænt kauptilboð borgarinnar á Hótel Borg. I fram- haldi af stirðum samskiptum borg- arinnar og þingsins, viðraði Sig- hvatur þá hugmynd hvort nauðsyn- legt gæti reynst að flytja Alþingi frá Reykjavík. Hann gagnrýndi jafnframt Davíð Oddsson borgar- stjóra harðlega fyrir að sóa fé skattborgaranna í það að kaupa upp veitingarekstur í Reykjavík. Sig- hvatur sagði að í þeim útreikning- um sem lagðir vora fyrir fjárveit- inganefnd og forseta Alþingis, af eigendum hótelsins, þegar viðræð- ur um kaupin stóðu yfir, hafi kom- ið fram að sú leiga er núverandi leigjendur þess treystu sér til þess að greiða hrykki ekki fyrir fast- eignagjöldum og nauðsynlegasta viðhaldi. Hann sagði að ekki væri útilokað að Alþingi ætti enn mögu- leika á að koma fýrir starfsemi sinni í húsnæði Hótel Borgar, þeg- ar borgarstjórinn færi að skoða rekstrargrundvöll hótelsins. Ólafúr G. Einarsson, formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins, sagðist skilja vilja borgaryfirvalda til þess að hafa hótel í miðborginni þó svo að kaupin hefðu komið sér nokkuð á óvart. Árni Gunnarsson, forseti neðri deildar, gagnrýndi þingmenn fyrir að vera hikandi varðandi kaupin á húsnæði Hótel Borgar. - ÁG w Féiag járn- iðnaðarmanna Mætum í kröfugöngu og á útiíund verkalýösfélag- anna. Árnaöaróskir í tilefni dagsins. Síjórn Félags járniðnaðarmanna. Bændur 14 ára piltur óskar eftir sveitaplássi í sumar. Er vanur. Upplýsingar í síma 91-79132, eftir kl. 18.00.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.