Tíminn - 03.05.1990, Blaðsíða 9

Tíminn - 03.05.1990, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 3. maí 1990 Tíminn 9 Hluti af leikhópnum á æfíngu. Alls taka um 45 manns þátt í sýningunni. ar og flókinnar leikmyndar en jafn- ffamt verða skiptingar að ganga hratt fyrir sig. Allt þetta spannar stórgóð leikmynd Siguijóns Jóhannssonar, sem ásamt lýsingu Ingvars Bjöms- sonar skapar skemmtilega stemm- ingu og trúverðuga umgjörð um verkið. Leikendur koma úr öllum áttum, atvinnuleikarar, áhugamenn, full- orðnir og böm. Öllu þessu stýrir Þrá- inn Karlsson leikstjóri,og er óhætt að segja að Þráni hafi tekist vel upp að koma jafh stórri sýningu á fjalirn- ar, og hafa framsetningu hennar alla jafn hnökralausa og raun ber vitni. Allar leikmyndaskiptingar ganga hratt og vel fýrir sig, og sýningin dettur aldrei niður milli atriða. Þessi sýning Leikfélags Akureyrar, er viðamikil, vönduð og skemmtileg. Hún er holl áminning til nútímafólks sem vill fá allt upp i hendumar og heldur að það hafi alltaf verið svo- leiðis. Þetta er ekkert fomaldarvað- málsvæl, heldur rammíslenskt verk, byggt á sögulegum gmnni sem sýnir okkur óbilandi þrek og báráttuvilja fólks sem vart hafði í sig og á. Bar- áttu fyrir bættum lífskjörum fyrir sig og sína. Baráttu sem við njótum góðs af. hiá- akureyri. FATÆKT FOLK Á SVIÐI Leikstjórí:Þráinn Karisson HöfundunBöðvar Guðmundsson (byggt á endurminningabókum Tryggva Emilsson- ar) Leikmynd og búningan Siguijón Jó- hannsson Lýsing:lngvar Bjömsson Tónlist og áhrifshljóð:Þorgrímur Páil Þor- grímsson Hljóðstjóm:Gunnar Sigurbjömsson Nú standa yfir hjá Leikfélagi Akur- eyrar sýningar á „Fátæku fólki“ nýju íslenslcu leikriti sem Böðvar Guð- mundsson vann fyrir félagið upp úr endurminningabókum Tryggva Em- ilssonar; Fátækt fólk og Baráttan um brauðið. í leikgerð sinni fýlgir Böðvar atburðum bókanna allt ffá árinu 1914-1933. Rakin em upp- vaxtarár Tryggva,þroskasaga lífsbar- áttan í Eyjafirði á þessum ámm. Baráttunni við fátækt harðræði, mis- rétti, sjúkdóma og dauða. Einnig segir ffá upphafi verkalýðsbaráttu og átökum smælingjanna við valds- menn, og komið inná hjátrú og hind- urvitni sem vom svo rík í þessari þjóð i lítt lýstum vistarvemm. Þótt Böðvar byggi leikgerðina á endur- minningabókum Tryggva, er margt sett ffam á annan hátt og er það síst til vansa. Persónur leikritsins em all- ar nafnlausar, auk þess sem oft á tíð- um er ffekar gefið í skyn en sagt bemm orðum. Leikritið styðst við sögulegan bakgmnn, og stendur fýllilega sem slíkt, og ekki nauðsyn- legt að fólk hafi lesið bækumar til þess að það njóti sýningarinnar og skilji gang mála. Það hefúr ömgglega ekki verið auðvelt að smíða leikrit úr endur- minningum Tryggva. En Böðvar leysir það á skemmtilegan hátt. Hann lætur sögumann í eins konar véfréttarstil sína umkomulausum smala inn í ffamtíð sína. Smalinn og sögumaðurinn fýlgja sýningunni út í gegn, tengja saman og kynna fram- haldið. Opnunaratriði sýningarinnar er mjög sterkt, og kemur áhorfendum í réttar stellingar. Lítill umkomulaus smali einn uppi á fjöllum, grátandi yfir týndum skjátúm. Sýningin er mjög viðamikil, og eru allt uppí 40 manns á sviðinu í einu. Enga dauða punkta er er þó að finna, og virki- lega gaman að sjá hve aðstandend- um sýningarinnar hefúr tekist að koma margslungnu og flóknu verki fýrir á litlu sviði. Þegar jafnvel eru sýnd slagsmál heilu hópanna, eins og ekkert sé eðlilegra er vel haldið um stjómvölinn. Leikendur í sýning- unni eru um 40 talsins, og er ffammistaða þeirra allra með ágæt- um. Vert er að geta Ingvars Más Gíslasonar sem leikur smalann unga og Ama Tryggvasonar sem fer með hlutverk sögumannsins. Þeir félagar fýlgja sýningunni út í gegn, og er samleikur þeirra hreint stórkostlegur. Sigurþór Albert Heimisson er ein- lægur og sannfærandi sem smalinn fúllorðinn, orðinn verkamaður á Ak- ureyri. Einar Jón Briem, Bjöm Karlsson, Jón Stefán Kristjánsson og Ami Valur Viggósson áttu einnig stórgóðan leik. Tæknilega hliðin er ekki síðri en leikurinn. Leikritið krefst fjölbreyttr- Þreyttir og svangir verkamenn fá sér bita. Leikaramir em Jón St Kristjánsson og Sigurdór Albert Heimisson. FUNDIR MEÐ FJÁRMÁLARÁÐHERRA UM LANDIÐ hagsuóbn-a ÁRANGURINN framtíðin ÉmAHAGSBATINN 0G NV viöHORF í ÍSLENSKUM ÞJÓÐMALUM Ólafur Ragnar Grímsson fjármálaráðherra heldur fund um árangurinn sem náðst hefur í efnahagsmálum og um ný viðhorf í íslenskum þjóðmálum. Fjallað verður um framtíðarhorfur í fjármálum, atvinnulífi og lífskjörum. Fyrlrspurnum svarað um nútíð og framtíð. AKRANES VESTMANNAEYJAR KEFLAVÍK FIMMTUDAGINN 3. MAl KL. 20:30 (HÓTELAKRANESI LAUGARDAGINN 5. MAÍ KL. 14:00 MUNINN.HÓTELÞÓRSHAMRI SUNNUDAGINN 6. MAÍ KL. 14:00 ÍFLUGHÓTELINU SELFOSS SUNNUDAGINN 6. MAÍ KL. 20:30 í HÓTELSELFOSSI Allir velkomnir FJARMALARAÐUNEYTIÐ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.