Tíminn - 09.05.1990, Blaðsíða 4

Tíminn - 09.05.1990, Blaðsíða 4
4 Tíminn Miövikudagur 9. maí 1990 Lýðræðisþróun í Eystrasaltsríkjunum: EISTLAND FÆR NÝTT NAFN OG ÞJÓDFÁNA Eistneska þingiö samþykkti í gær með yfirgnæfandi meirihluta að breyta nafni lýðveldisins og taka upp fýrra skjaldarmerki og þjóðfána landsins. Þessar breytingar eru einn liður í sjálfstæðis- baráttu Eistlendinga. Samþykkt var með 73 atkvæðum gegn 14 að breyta nafni landsins í Lýðveldið Eistland, en það hét áður Sovétlýðveldið Eistland. Þessar breytingar á nafni lýðveldis- ins, samhliða breytingum á þjóðfánan- um og skjaldarmerkinu er hluti af þeirri viðleitni Eistlendinga, að Eist- land sé samstíga Lettlandi og Litháen í sjálfstæðisbaráttunni. Endurvakið skjaldarmerki Eistlendinga er þijú ljón á gullnum grunni og kemur það í stað hamars og sigðar mót sól sem sest. Henry Sova fúlltrúi Kommúnista- flokksins bar í gær til baka fregnir, um að þingið hafi þegar samþykkt fjöl- margar breytingar á stjómarskrá lýð- veldisins, breytingar sem fólu í sér, yf- irlýsingu um fullt og óskorað fúllveldi Eistlands og að engin lög önnur en Danmörk: Sagaö í háls hafmeyjunnar Styttan af litlu hafmeyjunni, sem lengi hefur verið mikið augnayndi ferðalanga, sem leggja leið sína til Kaupmannahafnar, var skemmd fyr- ir nokkru. Maður, sem leið átti hjá styttunni, tók eftir um 18 sm djúp- um skurði á hálsi hennar og til- kynnti það lögreglu. Lögreglan telur, að skemmdar- verkið hafi verið framið fyrir nokkr- um vikum síðan og líklegast hafi sög verið notuð við verknaðinn. Þetta er ekki í fyrsta skipti, sem litla hafmeyjan er skemmd. Árið 1964 var hausinn skorinn af styttunni og er talið líklegt, að ætlunin hafi verið að taka hausinn af nú, en ekki unn- ist til þess tími. Þegar skemmdar- verkið var unnið 1964 fékk styttan nýtt höfúð, sem og nýjan handlegg, sem hún missti 20 árum síðar. Þá hafa skemmdarvargar einnig dund- að sér við að mála hana og skreyta með áletrunum. Þar sem ferðamannastraumurinn til Danmerkur er að hefjast hyggjast borgaryfirvöld grípa til þess ráðs þegar í stað að lagfæra styttuna. þau, sem samþykkt væm á eistneska þinginu, væm viðurkennd. Þessar breytingar áttu að hafa verið teknar beint upp úr stjómarskrá Eistlands frá því áður en landið var innlimað i Sov- étríkin. Að sögn Sova var umræðu um þessar breytingartillögur frestað, þar sem ekki höfðu borist um þær skrifleg- ar tillögur í tæka tíð og nú væri óljóst, hvenær þær kæmu til umræðu í þing- inu. Það vom einmitt stjómarskárbreyt- ingar af þvi tagi, sem nú liggja fyrir eistneska þinginu, sem fylgdu sjálf- stæðisyfirlýsingunni, sem var sam- þykkt á þinginu i Lettlandi í síðustu viku. Sjálfstæðisyfirlýsingar Eista og Letta em þó skilyrtar að því leyti, að þær eiga að taka gildi í áföngum, og því er sérstaklega tekið fram í þeim breytingartillögum á stjómarskránni, sem nú liggja íyrir í Eistlandi, að þær greinar sovésku stjómarskrárinnar, sem ekki stangast á við ákvæði hinnar nýju eistnesku stjómarskrár, gildi fyrir Eistland þann tíma, sem það tekur að ná fram fullu sjálfstæði landsins. Bæði Eistar og Lettar hafa tekið þann kost- inn að lýsa yfir, að sjálfstæði landanna eigi að nást í áföngum og að loknu ákveðnu umbreytingartímabili muni sjálfstæðisyfirlýsingar þeirra taka gildi að fúllu. Þetta er gert til að komast hjá þeim vanda, sem Lithaugar lentu í gagnvart Sovétmönnum, en Lithaugar lýstu því yfir þann 11. mars, að sjálf- stæðisyfirlýsing þeirra tæki þegar gildi og að sovéska stjómarskráin heföi enga lögsögu í Lithaugalandi. Embættismenn í Lettlandi segjast enn bíða formlegra viðbragða frá Kreml- veijum við sjálfstæðisyfirlýsingu sinni, en sem kunnugt er, beittu Sovét- menn efnahagsþvingunum gegn Lit- haugum. Alnæmi: 5 TIL10 MILLJ. MANNA SÝKTAR Á bilinu fimm til tíu milljónir manna um allan heim eru sýktar eyðniveir- unni, en skráð tilfelli í heiminum eru hins vegar 254.078. Þá munu mun fteiri deyja úráður þekktum sjúkdóm- um en alnæmi á komandi árum, s.s. malaríu. Þetta kom fram hjá for- stöðumanni Aiþjóða heilbrígðismáfa- stofríunarinnar á ráðstefríu nú f gær. Forstöðumaðurinn Hiroshi Nakajima sagði, að helmingur þeirra, sem sýktur er eyðniveirunni, muni á næstu tíu árum fá alnæmi og flestir þeirra munu deyja. Hann sagði, að á meðan verið vajri að vinna að því, að finna og þróa heppileg lyf gegn eyðni, vasri besta vopnið að frasða fólk um heilsusamlegan lífsmáta og hegðan. Hann sagði, að gera mætti ráð fyrir, að 500 milljónir manna, sem lifi í dag, muni deyja á áratugnum vegna sjúkdóma er rekja megi til reykinga Hann tiltók fleiri sjúkdóma. Um 30 milljónir manna, einkum í þróunarlönd- unum munu deyja af völdum berklasjúk- dóma á næsta áratug. Malaria, sagði hann, að kæmi aftur upp á þeim stöðum, sem henni hafi verið útrýmt og mundi hún draga 10 til 20 milljónir manna til dauða á næsta áratug. Þá benti hann á, að 12 milljónir manna hafi dáið sökum hjarta- og aföasjúkdóma, sem hafi verið útbreiddust dánarorsaka og 4,8 milljónir hafi látist af völdum krabbameins. Björtu hliðamar em hins vegar þær, að fólk lifir almennt lengur nú en áður. Á síðustu áratugum hefur meðal lífslengd fólks, miðað við heiminn aUan, lengst um þijú til tjögur ár og er meðalaldur nú 61.5 ár. Hótar að yfirgefa Svíþjóð Fyrrum tennissnillingurinn Bjöm Borg hyggst yfirgefa Sví- þjóð, tapi hann málaferlum gegn sænsku tímariti, sem sagði hann vera háðan kókaíni. Greinin um- deilda birtist í október sl. og var byggð á viðtali við Jannike Bjor- ling, sem áður var ástkona Borg og bamsmóðir hans. Bjöm Borg neitar því staðfast- lega að hafa nokkm sinni notað eiturlyf. Lögfræðingur Borg segir, að ástkonan fyrrverandi hafi verið eiturlyfjasjúklingur, áður en þau kynntust, en ástkonan segir í við- talinu, að það hafi verið sjálfur Bjöm Borg, sem komið hafi henni á bragðið. Jannike verður ekki kölluð til að bera vitni í málinu, þar sem málið snýst um, hvort tímaritið hafi haft rétt á að prenta viðtalið, en ekki hvort upplýsing- amar, sem þar komu fram, hafi verið réttar. Japanskur sumo-glímukappi dó ekki ráðalaus til að fá viðurkenningu: Barði sig í hausinn til að stækka Tennisstjarnan Björn Borg: Japanskur sumo-glfmukappi notaði óvenjulega aðferð til þess að verða viðurkenndur af Japönsku sumo- glímusamtökunum á dögunum. Hann átti við þann vanda að striða að vera of lítill til að vera viðurkenndur af sambandinu, þar sem hann vantaði þijá sentímetra upp á að vera gjald- gengur. Lágmarkshæð er 173 sm, en vinurinn var ekki nema 170. Kappinn fór í mælingar fýrir tveim mánuðum síðan og var þá hafnað fyr- ir það að vera of stuttur. Hann fór í annað sinn í mælingu á dögunum og reyndist þá hafa stækkað um fjóra sentímetra. Að mælingu lokinni tjáði kappinn blaðamönnum, að hann hafi barið sig í höfúðið skömmu áður en hann gekkst undir prófið, með þeim ár- angri, að kúlan á höföinu fleytti hon- um í gegn.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.