Tíminn - 09.05.1990, Blaðsíða 16
AUGLÝSINGASÍMAR: 680001 -686300 |
RÍKJSS^IP NtlTÍMA FLUTNINGAR Holnarhuslnu v/Tryggvagötu. S 28822 érmáia^l*arfa9' S VHHWMfAVWSKIPn SAMVINNUBANKANS SUÐURLANDSBRAUT 18, SlMI: 688568 PÓSTFAX TÍMANS 687691 LONDON -NEWYORK- STOCKHOLM Kringlunni 8-12 Sími 689888
Tíminn
MIÐVIKUDAGUR 9. MA11990
Samvinna hestamanna, bænda og landverndaraðila hafin:
„Hrossasjoppui*
uppi í óbyggðum
Landssamband hestamanna, Landgræösla ríkisins, Nátt-
úruvemdarráð og hestaferðafyrirtækið íshestar hafa í sam-
einingu unnið að því, að koma skipulagi á ferðir hesta-
manna um óbyggðir landsins. í samvinnu við bændur,
upprekstrarfélög og landeigendur hefur veríð komið upp án-
ingarstöðum í óbyggðum, þar sem fóður verður tiltækt fýrir
hross auk annars viðurgemings við hesta og menn.
Kári Amórsson formaður
Landssambands hestamanna
sagði, að samstarfsaðilamir vissu
allir fullvel, að hálcndi landsins
væri ekki beitiland og því verði
að sjá þeim skepnum fyrir fóðri,
sem um það fara. Hestaferðir um
hálendið verði vart stundaðar,
nema gengið sé vel um landið og
sá veiki gróður, sem þar þrífst,
vemdaður eftir megni.
Búist er við mikilli umferð
hestamanna um hálendið í
tengslum við landsmótið á Vind-
heimamelum. Umferðin verður
fyrirsjáanlega mest um Kjöl og
Kaldadal. Samkomulag hefur
náðst við upprekstrarfélög,
mannvirkja- og landeigendur á
þeim leiðum um að þeir annist
fóðursölu og leigðu út aðstöðu til
gistingar og vörslu hrossa. Þess-
ari þjónustu verður haldið áfram
í sumar, en einskorðast ekki við
þann tíma, sem landsmótið
stendur.
Samstarfsaðilamir hafa látið
gera bækling, þar sem skráðar
era helstu reiðleiðir frá sunnan-
verðu landinu að Vindheimamel-
um. Helstu áfangastaðir era
merktir inn á kort og tilgreind er
sú aðstaða, sem stendur til boða á
hverjum stað. Þar sem gistirými
er sem óðast að verða upppantað
á leiðunum vilja samstarfsaðilar
beina því til hestamanna, að
draga það ekki að útvega sér að-
stöðu, ætli þeir ríðandi til lands-
móts.
—sá
Barnamenning í Kópavogi
Þann 11. maí fagna Kópavogsbúar 35
ára afmæli bæjarins og verður það gert
með ýmsu móti. Að því tilefni standa
fóstrur og yngsta kynslóðin í Kópa-
vogi fyrir hátíðardögum á leikskólum
og skóladagheimilum. Þessir hátíðar-
dagar eru einnig í tengslum við bama-
menningarátak, sem mentamálaráðu-
neytið gengst fyrir, en það hófst í
síðasta mánuði og stendur yfir í ár.
I vetur hafa fóstrur unnið að þessum
hátíðardögum með ýmsum hætti og
lagt mikla áherslu á bamamenningu.
Bömin hafa unnið við >toís verkefni,
svo sem tónlist, bakstur, smíðar og
fleiri skapandi störf. Einnig hafa böm-
in farið í vettvangsferðir og unnið að
hópverkefnum. Afraksturinn af þessari
vinnu bamanna verður síðan kynntur á
bamamenningardögunum. Þá verður
opið hús á öllum leikskólum og skóla-
dagheimilum í Kópavogi, þar sem
gestum verður m.a. boðið upp á veit-
ingar og skemmtiatriði. -hs.
Steingrímur Hermannsson segist ekki taka myndir gegn greiðslum:
Undrandi á orðum
Ómars Ragnarssonar
Þrjú börn slasast
Þrjú böm á aldrinum 8 - 13 ára slös-
uðust, þegar reiðhjól, sem þau vora
á, lenti í árekstri við bifhjól á Elliða-
vatnsvegi skammt sunnan við Vífils-
staði um kl. hálf sjö í gærkvöldi. Til-
drög slyssins vora nokkuð óljós í
gærkvöldi, en bifhjólið var á leiðinni
upp í Heiðmörk, en bömin, sem öll
voru á sama hjólinu, voru á leiðinni
ffá Heiðmörk. Talið var, að bömin
hefðu öll beinbrotnað og vora þrjár
sjúkrabifreiðar kallaðar til, sem fluttu
þau á slysadeild. Ökumaður bifhjóls-
ins slasaðist ekki.
„Mér finnst mjög ósmekklegt,
hvernig Ómar orðar þetta í DV.
Það kemur að sjálfsögðu ekki til
mála, að ég fari að taka við
greiðslum frá honum. Málið er
þannig vaxiö, að ég á mynda-
tökuvél, sem er óþarfiega stór
og þess vegna datt mér í hug
að fá lánaða minni og hentugri
vél. Ómar bauð mér vél og það
gerði reyndar ríkissjónvarpið
líka.
Eg sagði síðan við Ómar, að hon-
um væri velkomið að nota spólurn-
ar, ef hann gæti notað þær,“ sagði
Steingrímur Hermannsson í sam-
tali við Tímann, þegar hann var
spurður út í fréttir í fjölmiðlum,
um að hann taki myndir fyrir Stöð
tvö í Egyptalandi. Forsætisráð-
herra var raunar mjög undrandi yf-
ir þeirri túlkun, að hann ræki ein-
hver erindi fyrir Stöð 2 á ferðum
sínum. Þær myndir, sem hann tæki,
væra fyrst og fremst fyrir sig per-
sónulega og slíkar myndir hafi
hann iðulega tekið á ferðum sínum.
Hann sagðist eingöngu hafa tekið
fram við Ómar Ragnarsson, að
hann gæti fengið afnot af þessum
myndum, vegna þess að hann hafi
lánað sér tökuvél. Þess má geta, að
fjölmörg dæmi era um það, að fjöl-
miðlar, m.a. Tíminn, hafi fengið
lánaðar myndir úr persónulegu
myndasafni Steingríms, þegar
fjallað hefur verið um utanlands-
ferðir hans, en það er nýlunda, að
litið sé á forsætisráðherra, sem sér-
stakan erindreka viðkomandi fjöl-
miðils fyrir það.
Steingrímur sagðist í gær undrast,
ef þetta mál, sem í sínum augum
væri mjög smátt, hafi verið gert að
miklu fjölmiðlamáli heima á ís-
landi.
- EÓ
Rannsóknastofnun byggingariðnaðarins:
Mæla öldrun í steypu
í sumar verða gerðar mælingar á svo-
kallaðri karbónetiseringu, eða öldrun i
steypu. Karbónetisering er efnabreyt-
ing, sem á sér stað í allri steypu. Loft-
mengun, einkum koldíoxíð, sem kem-
ur frá útblæstri bíla, er einn af
nokkrum þáttum, sem flýtir fyrir öldr-
un í steypu. Enn sem komið er, bendir
ekkert til, að lofhnengun hér á landi sé
farin að hafa áhrif á endingu steypu,
eins og gerst hefur víða erlendis.
Hákon Ólafsson, forstjóri Rann-
sóknastofnunar byggingariðnaðarins,
sagði afar langsótt að tengja öldrun í
steypu hér á landi við loftmengun.
Öldrun gerist í yfirborði steypu og
með timanum vinnur hún sig inn í
hana. Meðal þess sem hefúr áhrif á
öldrun steypu er þéttleiki steypunnar,
umhverfisálag, rakastig og koldíoxíð-
magn í lofti.
Öldrun í steypu hefúr áður verið
mæld hérlendis, en enn sem komið er,
hefúr hún ekki verið borin saman við
koldíoxíðmagn í lofti. I sumar verða
gerðar mælingar á nokkrum húsum,
þar sem ástand þeirra verður kannað.
Mælingar á öldrunardýpt verða einn
liður í þessum könnunum.
Landhelgisgæslan:
Smáfiskadráp
viö Garöskaga
Landhelgisgæslunni barst í gær afians var smáýsa. Svæðið var
vitneskja uin mikið smáfiskadráp opnað fyrir veiðar aðfaranótt
á hafssvæði út af Garðskaga. þriðjudags, en þvi hefur nú verið
Varðskip fór og kannaði málið og lokað aftur. Á milli 10-15 bátar
kom í Ijós, að allt að 50% aflans voru við veiðar á svæðinu í gær.
var undir mörkum. Uppistaða -EÓ