Tíminn - 09.05.1990, Blaðsíða 10
10 Tíminn
Miðvikudagur 9. maí 1990
Ný símanúmer
Hagstofu og
Þjóðskrár
Afgreiðsla/skiptiborð
upplýsingar um vísitölur,
húsaleigu o.fl. 60 98 00
Þjóðskrá
upplýsingar um kennitölur, heimilisföng
o.fl. fyrir einstaklinga og fyrirtæki 60 98 50
Afgreiðsla hagskýrslna
Hagtíðinda o.þ.h.
Bókasafn
Gistináttaskýrslur
Inn- og útflutningur
Mannfjöldaskýrslur
Nemendaskrá
Neyslukönnun
Skráning fyrirtækja
Sveitarsjóðareikningar
Vísitölur
60 98 60 eða 66
60 98 79
60 98 15
60 98 20 eða 23-25
60 98 95 eða 96
60 98 11
60 98 35
60 98 61 eða 75
60 98 12
60 98 34 eða 35
60 98 44
60 98 45
Hagstofustjóri
Staðgengill hagstofustjóra
Skrifstofustjóri hagskýrslusviðs 60 98 33
Skrifstofustjóri þjóðskrár 60 98 73
Faxnúmer
Hagstofustjóri - hagskýrslusvið 62 88 65
Þjóðskrá og fyrirtækjaskrá 62 33 12
Vinsamlegast geymið auglýsinguna.
Hagstofa íslands
Skuggasundi 3,150 Reykjavík
Útboð
Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, f.h. Grjótnáms Reykjavíkur-
borgar, óskar eftir tilboðum í að bora og sprengja berg í grjótnámu
Reykjavíkurborgar, moka grjóti á bíla og aka því í inntaksop
grjótmulningsstöðvar við Saevarhöfða.
Heildarmagn ca. 25.000 tonn.
Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík,
gegn kr. 10.000,- skilatryggingu.
Tilboðin verða opnuð á sama stað, miðvikudaginn 23. maí 1990, kl.
14,00.
INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR
___ Frikirkjuvegi 3 - Simi 25800
Bændur!
Strákur á þrettánda ári óskar eftir að komast í sveit
í sumar. Hefur verið í sveit áður. Upplýsingar í
síma 91-72949, eftir kl. 18.00.
Hey til sölu
Upplýsingar í síma 93-51393.
Við í Prentsmiðjunni Eddu
hönnum, setjum og prentum
allar gerðir eyðublaða fyrir tölvuvinnslu.
Smiðjuvegi 3, 200 Kópavogur. Sími 45000
DAGBÓK
Margrét Helga Jóhannsdóttir í hlutverki sínu í „Sigrún Ástrós".
Hótel Þingvellir:
Síðasta sýning á laugardag
Síðasta sýning á Hótel Þingvöllum eftir
Sigurð Pálsson verður laugardagskvöldið
12. maí á stóra sviði Borgarleikhúss.
Leikritið gerist á einum haustdegi á
Pingvöllum undir lok níunda áratugarins.
I helstu hlutverkum eru: Guðrún Ás-
mundsdóttir, Sigríður Hagalín, Valdimar
Örn Flygenring o.fl.
Leikritið „Sigrún Ástrós" (Shirlcy Val-
entine) var frumsýnt 26. aprfl s.I. Margrét
Helga Jóhannsdóttir er í hlutverki Sigrún-
Kransar, krossar, kistu-
skreytingar, samúðarvendir
og samúðarskreytingar.
Sendum um allt land á opnunartíma
frá kl. 10-21 alla daga vikunnar
Miklubraut 68 @13630
Marmaralegsteinar
með steyptu inngreyptu eða upphleyptu letri. Einnig
möguleiki með innfellda Ijósmynd.
Marmaraskilti með sömu útfærslum.
Sólbekkir, borðplötur, gosbrunnar o.m.fl.
Sendum um allt land. Opið 9-18, laugard. 10-16.
Marmaraiðjan
Smiðjuvegi 4E, 200 Kópavogi
Sími 91-79955.
RISIÐ
Borgartúni 32
Sjáum um erfidrykkjur
Upplýsingar í síma 29670
t
Innilegar þakkir færum viö öllum þeim sem
sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og
útför eiginmanns míns og föður okkar
Vigfúsar Guðmundssonar
bónda
Eystri-Skógum, Austur-Eyjafjöllum
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki deildar 11 E á Landspítalanum.
Sigríður Jónsdóttir
Rósa Vigfúsdóttir
Guðmundur Vigfússon
t Kristján Teitsson fyrrum bóndi í Riftúni, Ölfusi Skólagerði 61, Kópavogi
er lést 2. maí s.l. verður jarðsunginn frá Hjallakirkju í Ölfusi
laugardaginn 12. maí kl. 14.00.
Sigfríður Einarsdóttir
Lilja Kristjánsdóttir Hrafnhildur Kristjánsdóttir Alfred Poulsen
Ragnar Kristjánsson Anna Guðmundsdóttir
Einar Kristjánsson Guðrún Eiríksdóttir
Kári Kristjánsson Guðmunda Sigurðardóttir
Hörður Kristjánsson Vibeka Kristjánsson
ar Ástrósar og er ein á sviðinu allan
tímann. Verkið hefur farið sigurför um
heiminn síðustu misserin og bíómynd,
sem byggð er á leikritinu, nýtur nú mikilla
vinsælda.
Leikstjóri er Hanna María Karlsdóttir
og Þrándur Thoroddsen þýddi verkið.
Uppselt er á fimmtudags- og föstudags-
kvöld og örfá sæti eru laus á laugardags-
kvöld, en sýningar eru einungis áætiaðar
út maímánuð.
HaUgrímskirkja:
Starf aldraðra
Samvera aldraðra er í safnaðarsalnum
miðvikudaginn 9. maí kl. 14:30. Magnús
Torfason, fyriv. hæstaréttardómari, talar
um erfðamál.
Byggðasafn Hafnarfjarðar
Byggðasafn Hafnarfjarðar er sett upp í
Riddaranum við Vesturgötu. Þar er sýn-
ing tengd verslun fyrri tíma, sem nefnist
„Við búðarborðið“. Þar er langri og
merkri sögu verslunar í Hafnarfirði gerð
nokkur skil og reynt að skapa það and-
rúmsloft sem ríkti þegar kaupmaðurinn
afgreiddi viðskiptavinina yfir búðarborð-
ið. Þar má sjá marga muni og myndir.
1 tengslum við sýninguna eru til sýnis
og sölu munir, handunnir af nokkrum
bæjarbúum, flestum af eldri kynslóðinni.
Margvísleg sýning er einnig á loftinu,
bæði gamlar hannyrðir, gamlar myndir og
spjaldskrár.
Hús Bjarna Sívertsen
- elsta hús Hafnarfjarðar
1 húsinu eru sýndir munir úr búi Bjarna
og Rannveigar konu hans, en þau bjuggu
þar snemma á 19. öldinni og margir aðrir
munir tengdir sögu bæjarins.
Hús Bjarna Sívertsen, Vesturgötu 6
(sími 54700) er opið alla daga, nema
mánudaga, Ú. 14:00-18:00.
Siggubær
Litli bærinn, sem Sigríður Erlendsdótt-
ir og foreldrar hennar bjuggu í, er til sýnis
um helgar og er opinn kl. 14:00-18:00
laugardaga og sunnudaga.
Þar er gott sýnishorn af alþýðuheimili
fyrr á öldinni, því ailir innanstokksmunir
Sigríðar hafa fengið að halda sér.
Á döflnni: Safnasýning
Byggðasafnsins og Hafnarborgar
Næsta vetur ráðgerir Byggðasafn Hafn-
arfjarðar sýningahald í samvinnu við
Hafnarborg, menningar- og listastofnun
Hafnarfjarðar. Þar á að sýna muni sem
ýmsir einstaklingar hafa safnað, svo sem
spil, merki, mynt, servíettur, skeiðar
o.s.frv.
Ábendingar um fleiri slíka væru vel
þegnar og fólk beðið að hafa samband við
Pétrúnu Pétursdóttur, forstöðumann
Hafnarborgar, eða Magnús Jónsson,
minjavörð Byggðasafnsins. Einnig má
koma upplýsingum til Byggðasafnsnefnd-
ar, en hana skipa: Guðmundur Sveinsson
(s. 51261), Fríða Ragnarsdóttir (s. 51771)
og Hrafnhildur Kristbjarnardóttir (s.
52329).
Kristín Sædal Sigtryggsdóttir sópran.
Hrefna Eggertsdóttir píanóleikari.
Háskólatónleikar í Norræna
húsinu í hádeginu í dag
í dag, miðvikud. 9. maí kl. 12:30 munu
Kristín Sædai Sigtryggsdóttir, sópran og
Hrefha Eggertsdóttir, píanó, flytja söng-
lög eftir Joseph Marx og Ántonin
Dvorak. Tónleikamir verða að venju í
Norræna húsinu.
Kristín hóf snemma söngnám og var
Guðrún Á. Símonar fyrsti kennari
hennar. Hún stundaði nám við Söngskól-
ann í Reykjavík og útskrifaðist þaðan úr
kennradeild 1985. Aðalkennari hennar
þar var Þuríður Pálsdóttir. Kristín hefur
sungið í Þjóðleikhúsinu, í íslensku óper-
unni og haldið einsöngstónleika í Reykja-
vík og úti á landsbyggðinni.