Tíminn - 09.05.1990, Blaðsíða 13

Tíminn - 09.05.1990, Blaðsíða 13
Miðvikudagur 9. maí 1990 Tíminn 13 rúOi\i\^a i «nr m Létt spjall á laugardegi Leikskólinn - Grunnskólinn Ulf Laugardaginn 12. maí n.k. kl. 10.30 veröur létt spjall aö Grensásvegi 44. Umræöuefni er: Leikskólinn - Grunnskólinn. Sigrún Magnúsdóttir Áslaug Selma Dóra Brynjólfsdóttir Þorsteinsdóttir Áslaug Brynjólfsdóttir fræðslustjóri, Selma Dóra Þorsteinsson, for- maður Fóstrufélags íslands, og Kristinn Halldórsson foreldri ræöa málin. Sigrún Magnúsdóttir borgarfulltrúi stjórnar umræðunni. Allir velkomnir. B-listinn í Reykjavík Hafnarfjörður - Kosningaskrifstofa Skrifstofa Framsóknarflokksins aö Hverfisgötu 25 er opin alla virka daga frá kl. 15.00-19.00, laugardaga kl. 10.00-13.00. Auk þess er opið hús öll kvöld frá mánudegi til föstudags. Símar: 51819 - 653193 - 653194. Lítið inn og takið með ykkur gesti. Alltaf heitt á könnunni. Framsóknarfélögin Skrifstofa kjördæmissambands framsóknarmanna á Vestfjörðum Skrifstofa kjördæmissambands Framsóknarmanna á Vestfjörðum, Framsóknarfélags ísafjarðar og fsfirðings að Hafnarstræti 8 á ísafirði verður fyrst um sinn opin frá mánudegi til föstudags frá kl. 13 til kl. 17. Síminn er 94-3690. Selfoss - Kosningaskrifstofa Kosningastarfið í fullum gangi. Opið hús að Eyravegi 15, alla virka daga kl. 16.00-22.00, laugardaga kl. 10.00-13.00. Sími 22547 og 22955 Allir velkomnir. - Heitt á könnunni. Framsóknarfélag Selfoss Kópavogur - Kosningaskrifstofa Kosningastarfið er í fullum gangi. Opið hús alla virka daga frá kl. 10.00-19.00 laugardaga frá kl. 10.00-13.00. Sími 41590. Framsóknarfélögin í Kópavogi Þorlákshöfn Kosningaskrifstofa B-listans er í gamla Kaupfélagshúsinu við Óseyr- arbraut. Opið fyrst um sinn mánudaga-föstudaga frá kl. 20.30-22.00. Sími 98-33475. Akureyri Skrifstofa Framsóknarflokksins er að Hafnarstræti 90, Akureyri. Opin alla virka daga frá kl. 13.00-19.00. Kosningastjóri er Sigfríður Þorsteinsdóttir. Síminn er 96-21180. Framsóknarfólk Norðurlandi vestra Skrifstofur Framsóknarflokksins og Einherja, Suðurgötu 3 á Sauðár- króki, verða fyrst um sinn opnar mánudaga kl. 13-17 og þriðjudaga og miðvikudaga kl. 9-12, sími 36757. Vestmannaeyjar Kosningaskrifstofa Framsóknarflokksins í Vestmannaeyjum er að Kirkjuvegi 19 og er opin frá kl. 16-19. Sími 98-11004. Sandgerði - Kosningaskrifstofa Kosningastarfið í fullum gangi. Opið hús að Strandgötu 14 alla virka daga kl. 20.00-22.30, um helgar kl. 14.00-19.00. Allir velkomnir. Alltaf heitt á könnunni. Sími 92-37850. B-listinn. Samantha Fox á Spáni „La Tuna“ kalla þeir sig, hinir musíkölsku spænsku stúdentar sem drýgja tekjur sínar með að syngja á veitingahúsum fyrir gesti. Hér taka þeir lagið þar sem Samantha Fox var að borða grænmetis-hadeg- isverðinn sinn. siuaemarmr nnniu eKKi latum tyrr en samantha tók lagið með þeim. Það tókst svo vel, að þeii buðu henni að koma og syngja með sér út um alla Madrid, en Sam hafði fasta og stranga áaetlun oq Hún Samantha Fox varð fyrst fræg sem svokölluð „3. síðu- stúlka“. Það voru þær kallaðar sem sátu fyrir berbrjósta og fáklæddar. Þessar myndir voru mjög vinsælar í breska blaðinu Sun, og þar birtist mynd af Sam Fox 16 ára. Einkum var barmur hinnar ungu fyrirsætu lofsunginn, og hún segir sjálf, að þó hún hafi viljað fara í megrun- arkúr, þá hafi umboðsmaður henn- ar og ljósmyndarar orðið fjúkandi vondir. „Nú læt ég engan segja mér fyrir verkum lengur,“ sagði Samantha Fox, sem var nýlega á ferðalagi á Spáni. Hún var þar að kynna fjórða plötualbúmið sem hún hefur gefið út. Samantha var löngu orðin vel þekkt sem módel áður en hún sneri sér að söngnum. En henni gekk fljótt vel og hún varð vinsæl popp- söngkona. En nú segist hún helst vilja skrifa sjálf lög og texta, syngja, stjórna og gefa út plötur. „Ég vil gera þetta allt sjálf og þá get ég ráðið gangi mála,“ er við- kvæðið hjá Sam, sem nú er orðin 24 ára - og vill láta kalla sig söngkonu frekar en módel. í Spánarferðinni var haft á orði hvað Samantha liti vel út og hefði grennst mikið. Hún sagðist vera komin í heilsufæði og trimm, en þó ekki nema í hófi. Samantha er orðin vel stæð ung kona. Hún er ekki gift, en hefur verið trúlofuð. Það var söngvari með hljómsveitinni „Kiss“ sem var kærastinn hennar í um það bil ár, en þá slitnaði upp úr sambandinu. Þau voru alltaf á ferð og flugi og hugsuðu meira um að koma sér áfram á framabraut en að viðhalda vinskapnum. Samantha segist ekki hafa áhuga á hjónabandi fyrst um sinn, en hún verði oft ástfangin og sé geysilega rómantísk. „Ég ætla að gifta mig þegar ég finn rétta manninn og eignast mörg börn,“ sagði hún í viðtali við spænskt vikublað. Vinsæl mynd af Sam Fox þegar hún var einungis í fyrirsætubransan- um, - og barmur hennar var aðalmálið.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.