Tíminn - 09.05.1990, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 9. maí 1990
Tíminn 7
VETTVANGUR
Arni Benediktsson:
Endurskipulagning sam-
vinnuhreyfingarinnar
— Hlutdeildarfélög —
Að undanfömu hafa orðið nokkrar umræður um endurskipu-
lagningu samvinnuhreyfingarínnar, þar sem m.a. hefur veríð
tæpt á þeirri spumingu hvort samvinnuformið sé orðið úreit og
þess vegna sé nauðsynlegt að breyta til. Meðal annars hefur
veríð rætt um hvort ekki værí rétt að hverfa að hlutafélags-
forminu. Mörgum eldrí samvinnumönnum þykir felast uppgjöf
í þessum hugleiðingum og eru þá ef tii vill fremur að hugsa um
formið en innihaldið.
Er samvinna úrelt?
Hér verður ekki hikað við að segja
að samvinna um lausn efnahags-
legra viðfangsefna sé að sjálfsögðu
ekki úrelt. Þvert á móti sé nauðsyn á
samvinnu síst minni nú en verið
hefúr síðustu tvær aldimar og raun-
ar sé skipulag efnahagslegrar starf-
semi að færast nær þeim hugmynd-
um sem upphaflega leiddu til þess
að hafist var handa um stofnun sam-
vinnufélaga.
Hins vegar eru þau lög sem sam-
vinnustarf byggir á hér á landi löngu
orðin úrelt. Gallamir em margir og
sá alvarlegastur að eign félags-
manns í samvinnufélagi er ekki
ótvíræð. Sú eign, sem í raun ætti að
vera skráð á nafn félagsmanna og
honum handbær við ákveðin skil-
yrði, getur t.d. lent í höndum byggð-
arlags við tilteknar aðstæður. Þar að
auki skortir heimild til uppfærslu
eignar hliðstætt því sem heimilt er í
hlutafélögum. Mismunur á lögum
um samvinnufélög annars vegar og
hlutafélög hins vegar em hlutafé-
lögunum að öllu leyti í hag. Það er
auðveldara að tryggja eignarhlut
sinn í hlutafélagi, skattareglur
vegna myndunar eignar í hlutafélagi
em miklu hagstæðari. Þetta verður
til þess að þeir sem á annað borð em
reiðubúnir til þess að fjárfesta í at-
vinnufyrirtækjum fara með fé sitt til
hlutafélaga en samvinnufélögin
verða eftir fjárvana og verða að
treysta á lánsfé. Það skal þó tekið
fram að hlutafélagalögin em langt
frá því að vera gallalaus og þurfa
þau vissulega endurskoðunar við.
Erlendi Einarssyni, fyrrv. forstjóra
Sambands ísl. samvinnufélaga, var
orðið ljóst fyrir 25-30 árum, eða
jafnvel fyrr, að þetta hlyti fyrr eða
síðar að leiða til ófamaðar. Vamað-
arorð hans fengu lítinn sem engan
hljómgmnn. Menn tóku að vísu
gjaman undir orð hans en létu þar
við sitja. Ulfúrinn var ekki kominn
og ekkert lá á. Það er ekki fyrr en
úlfúrinn var kominn í hjörðina að
hreyfing komst á umræðu um að
breytingar væm nauðsynlegar. Enn
þann dag í dag á sú umræða samt
erfitt uppdráttar vegna þess að af
einhverri undarlegri ástæðu þykir
mörgum það vera uppgjöf að breyta
skipulagi í takt við tímann. Ein-
hveijir vilja jafhvel ffemur falla
með úreltu skipulagi en að breyta
því þegar nauðsyn krefur.
En hvað veldur þvi að nú er þörfm
á breytingum orðin meira aðkall-
andi en t.d. fyrir tíu ámm, eða tutt-
ugu? Eins og sagði hér að ofan er
orðið langt síðan farið var að benda
á hættumar og eftir því sem lengra
leið urðu þær greinilegri, eins og
gjaman verður þegar mál em ekki
leyst á réttum tíma. Það var þó ekki
fyrr en kom ffam yfir 1980 að
gremileg hættumerki sáust. Það
gerðist í kjölfar þess að samdráttur
hófst á landsbyggðinni, þar sem
vettvangur samvinnuhreyfingarinn-
ar er aðallega.
Þessi samdráttur-varð m.a. vegna
þess að neysla landbúnaðarafúrða
hætti að vaxa og dróst saman, ullar-
iðnaðurinn hmndi og nauðsynlegt
reyndist að setja miklar takmarkanir
á fiskveiðar og þar með ffamleiðslu
sjávarafúrða. A sama tíma varð
skyndileg hækkun á fjármagns-
kostnaði sem hlaut að verða þeim
þungbærari sem erfiðara átti með að
afla eigin fjár.
Það hefúr jafhan verið svo að fé-
lagsmenn kaupfélaga hafa lagt mik-
ið á kaupfélögin um uppbyggingu
atvinnulífsins á félagssvæði hvers
og eins. Það þekkja allir sem setið
hafa aðalfúnd kaupfélags að þörfin
hefúr sjálfsagt oft verið brýn og
jafhan koma ffam margar tillögur
um margs konar starfsemi til þess að
efla atvinnulifið. Niðurstaðan hefúr
oft orðið sú að samþykkt hefur ver-
ið að kaupfélagið kæmi á fót at-
vinnustarfsemi eða styrkti starfsemi
sem fyrir var, án þess að séð væri
fyrir nýju fé í því augnamiði. Þann-
ig veiktist fjárhagsstaða kaupfélag-
anna en þau leituðu þá gjaman til
Sambands ísl. samvinnufélaga um
aðstoð. Þetta varð mjög áberandi
eftir að áðumefndur samdráttur
hófst, um og eftir 1980. En á móti
því fé sem Samband ísl. samvinnu-
félaga lagði ffam til eflingar at-
vinnulífs hlaut að leiða aukna
skuldasöfnun þess, þar sem þess var
ekki nokkur kostur að fara þær leið-
ir sem hlutafélög geta gert.
Við þetta má svo bæta að ég hygg
að mjög fáir hafi áttað sig á hvert
þetta var að leiða Samband ísl. sam-
vinnufélaga og samvinnuhreyfing-
una fyrr en hættumerkin vom orðin
svo augljós að ekki gat dulist, um
það leyti sem núverandi forstjóri tók
við störfúm.
Baráttan um auöinn
Næst verðum við að hverfa langt
aftur i tímann. Snemma á dögum
iðnbyltingarinnar varð ljóst að gjör-
breyting hlaut að verða á samfélags-
háttum og skipan efhahagsmála.
Aður höfðu allflestir eygt von um
að geta eignast að nokkru eða öllu
leyti þau tæki sem nauðsynleg vom
til þess að sjá fyrir sér og sínum.
Með vélvæðingu og stækkun ffam-
leiðslueininga breyttist þetta. Það
risu stærri verksmiðjur sem réðu sér
vinnuafl og byggðu oft yfir það
leiguhúsnæði. Vöxtur borga hófst
þar sem fjöldinn átti hvorki hlut-
deild í atvinnurekstrinum né hús-
næðinu. Við mörgum blasti sú ffam-
tíð að verða sagt upp vinnu og hús-
næði þegar aldurinn færðist yfir eða
ef eitthvað bjátaði á og hafa þá að
engu að hverfa nema örbirgð og
bónbjörgum.
I kjölfar þessa hófst barátta um
hvemig skyldi staðið að því að auka
afkomuöryggi manna við þessar
breyttu aðstæður. Hér verða ekki
raktar þær þijár stefhur sem lengst
af hefúr verið barist um. Ein þessara
stefna var að allur almenningur
eignaðist hlutdeild I rekstri fyrir-
tækja. í ffamhaldi af því var reynt
að stofna fyrirtæki þar sem starfs-
menn væm eigendur. Undir lok átj-
ándu aldar var hafist handa um
stofnun allmargra slíkra fyrirtækja á
Englandi og í Bandaríkjunum og ef
til vill víðar.
Það vom eignalausir menn sem að
þessu stóðu en þeir hugsuðu sér að
byggja smátt og smátt upp fjárhags-
stöðu fyrirtækjanna með því að
skilja hagnaðinn eftir í fyrirtækjun-
um. Þessi fyrirtæki, sem stofhuð
vom án umtalsverðs fjármagns, vom
of veik til þess að geta lifað, enda
auðvelt að drepa þau í fæðingu.
Það var því ekki fyrr en um það bil
hálfri öld síðar að fyrstu samvinnu-
félögin náðu fótfestu. Þau hafa síð-
an orðið öflug í þeim heimshluta þar
sem framfarir þeirra hafa orðið
mestar og lífskjör em best. Hins
vegar hefur skipulagi þeirra verið
þannig háttað að þau hafa þjónað á
tiltölulega þröngu sviði atvinnulífs-
ins.
Margt hefur breyst
Margt hefúr breyst síðan á árdög-
um iðnbyltingarinnar. Margir sáu
fyrir sér að eignarréttur á atvinnu-
tækjunum og jafnffamt mörgum
öðmm gæðum færðist á fárra hend-
ur en afgangur mannkyns yrði ör-
eigar. Þetta hefúr ekki gengið eftir.
En vissulega heíði þetta getað gerst
ef ekki hefði verið við því spomað.
Og í meginatriðum hefúr baráttan
staðið um að spoma við ofúrafli
auðsins. Þeir sem aðhylltust kenn-
ingar um víðtækt ffelsi fjármagns-
ins tóku einnig þátt í þessu þegar á
leið með aðgerðum sem til þess
vom fallnar að auðvelda þeim sem
lítið fjármagn höfðu til þess að ger-
ast þátttakendur í atvinnurekstri og
auka félagslegt öryggi.
Þær hreyfingar sem áður aðhylltust
Pólitíska forystan hér á
landi hefur hægt og
hægt verið að gera sér
grein fyrir því að til þess
að byggja upp og við-
halda öflugu atvinnulífi
þarf að skapa því
ákveðin skilyrði. Til
þess að standast sam-
keppni á alþjóðlegum
markaði þurfa starfsskil-
yrði íslenskra fyrirtækja
að vera jafngóð og ann-
ars staðar.
samfélagslega eign atvinnurekstrar
sem aðferð til þess að dreifa auðn-
um, hafa víðast hvar fallið ffá þeim
hugmyndum. Nú virðist ljóst að
sameignarskipulagið verði alls stað-
ar aflagt á næstu ámm og áratugum,
einnig í Kína. Sú skoðun á því víð-
tæku fylgi að fagna í heiminum í
dag að stuðla beri að persónulegri
eign alls almennings í atvinnurekstri
og á mörgum öðmm sviðum.
Ný heimsmynd
Sú heimsmynd sem nú getur blas-
að við okkur er því býsna lík þeirri
sem frumkvöðlar samvinnustarfs
vildu stefha að fyrir tvö hundmð ár-
um, þó að aðrar leiðir hafi verið
famar á mörgum sviðum. Innihaldið
er það sama þó að formið sé oft ann-
að. En að sjálfsögðu er það inni-
haldið sem skiptir máli og stundum
þarf að breyta forminu innihaldsins
vegna.
En þó að almenn viðhorf hafi þró-
ast í þessa átt er máttur fjánnagnsins
mikill og það hefúr tilhneigingu til
þess að safhast á fáar hendur. Þessa
verðum við greinilega vör um þess-
ar mundir í okkar litla samfélagi,
hvað þá annars staðar. Þess vegna
þarf enn að fylkja liði til þess að
tryggja stöðu almennings. Til þess
að allur almenningur haldi hlutdeild
sinni, auki hana og jafni.
Víða um heim hefúr þátttaka al-
mennings í atvinnurekstri verið í
smærri fyrirtækjum en þau hafa
dafhað langt umffam það sem al-
mennt var gert ráð fyrir. En þátttak-
an í stærri rekstri hefúr verið með
hlutafjáreign í opnum félögum. En
opin félög sem sækjast eftir hlut-
deild fjölmargra einstaklinga eru
eðlisskyld samvinnufélögum þó að
formið sé annað. Hér á landi hefúr
aftur á móti verið algengast að
hlutafélög hafa að mestu eða öllu
verið lokuð og þar með hafa þau
líkst mjög fyrstu hlutafélögunum
sem stofnuð voru fyrir fjögur til
fimm hundruð árum. Það er fyrst
núna að veruleg hreyfing er í þá átt
að opna hlutafélögin fyrir öllum al-
menningi, gera þau að almennings-
hlutafélögum. Það verður til þess að
atvinnuumhverfið hlýtur að breytast
og batna. Það er skilningur þess er
þetta ritar að almenningshlutafélag
sé samvinnufélag. Og jafhffamt að
almenningshlutafélög búi við miklu
hagstæðari lagafyrirmæli en þau fé-
lög sem starfa eftir samvinnufélög-
um.
Starfsskilyröi
atvinnulífsins
Pólitíska forystan hér á landi hefúr
hægt og hægt verið að gera sér grein
fyrir því að til þess að byggja upp og
viðhalda öflugu atvinnulífi þarf að
skapa þvl ákveðin skilyrði. Til þess
að standast samkeppni á alþjóðleg-
um markaði þurfa starfsskilyrði ís-
lenskra fyrirtækja að vera jaíhgóð
og annars staðar. I ffamhaldi af
þessu hafa starfsskilyrðin verið
bætt. En að svo miklu leyti sem
þetta hefúr beinst að uppbyggingu
fyrirtækja hefúr öll viðleitni til úr-
bóta beinst að hlutafélögum en sam-
vinnufélögin hafa algjörlega verið
skilin eftir.
A þessari stundu liggur það því
fyrir að það þarf að samræma starfs-
skilyrði hlutafélaga og samvinnufé-
laga. En það breytir ekki því að enn
er nauðsynlegt að gera breytingar á
starfsskilyrðum hlutafélaga. Með
öðrum orðum, það þarf að samræma
aðstöðu alls atvinnulífsins og bæta
samkeppnisstöðu þess.
Ein lög um
atvinnustarfsemi
Sú spuming hlýtur að vakna hvort
ekki sé orðið tímabært að fclla alla
atvinnustarfsemi undir ein lög í stað
þess að vera með sérstök lög um
hlutafélög og sérstök lög um sam-
vinnufélög o.s.ffv. Væri sú leið far-
in væri tryggt að öll atvinnustarf-
semi byggi við sömu ytri skilyrði,
t.d. um skattlagningu fyrirtækjanna
sjálfra og arðgreiðslna.
Heppilegt getur virst að lög um at-
vinnustarfsemi byggi á því að öll
nettóeign í atvinnustarfsemi að ffá-
dregnum eðlilegum varasjóði skipt-
ist upp á milli allra eigenda viðkom-
andi fyrirtækis í samræmi við
hlutdeild í fyrirtækinu og sé skráð á
þá. Skráð eign hlutdeildarmanns
yrði því breytileg ffá ári til árs i
samræmi við árangur fyrirtækisins.
Hins vegar væri hægt að haga innra
skipulagi á mismunandi hátt. T.d.
gætu reglur um atkvæðisrétt verið
breytilegar. Félög gætu verið opin
öllum eða einhveijum takmörkun-
um háð. Þá mætti ákveða að arður
greiddist að einhverju leyti af
vinnuífamlagi eða viðskiptum eða
að öllu leyti af fjármagnseign. Þá
gæti verið eðlilegt við ákveðm skil-
yrði að fyrirtækið sjálft greiddi hlut-
deildarmanni hlutdeild hans út í stað
þess að hann þurfi að fara á almenn-
an markað. Og þannig mætti sjálf-
sagt lengi telja. Þá er engin ástæða
til annars en að einstaklingur geti
rekið fyrirtæki með takmarkaðri
ábyrgð á sama hátt og félag.
Þeim sem þetta ritar sýnist ýmis-
legt benda til þess að þetta yrði til
þess að styrkja atvinnulífið, gera all-
an almenning ábyrgari gagnvart at-
vinnustarfseminni og styrkja sinn
eigin hag í leiðinni.