Tíminn - 24.05.1990, Síða 5
Fimmtudagur 24. maí 1990
Tíminn 5
Hugmyndir um flutninga SS á Hvolsvöll:
VERÐUR SLATURFELAGIÐ
ÁLVER SUNNLENDINGA?
Frá Siguröi Boga Sævarssyni, fréttaritara Tímans á Selfossi:
Þeim hugmyndum sem nú eru uppi um flutninga á framleiðslu-
deildum Sláturfélags Suðuriands austur á Hvolsvöll er vel tekið
meðal manna fyrir austan, enda þykir það sýnt að ef af verður
muni minnst 100-110 störf flytjast austur, fyrír utan aukningu
sem yrði á öðrum sviðum.
ísólfar Gylfi Pálmason sveitarstjóri
á Hvolsvelli sagði í samtali við Tím-
ann að ef þetta myndi verða að veru-
leika væri þetta ekki einasta fengur
íyrir Hvolsvöll, þar sem atvinnuleysi
hefur verið viðvarandi, heldur fyrir
Rangárvallasýslu alla því hún væri
öll eitt atvinnusvæði. „Þetta yrði til
að gjörbylta öllu hér,“ sagði hann.
Steinþór Skúlason, forstjóri Slátur-
félagsins, sagði aðspurður hvemig
þessi möguleiki hefði komið upp, að
ítrekað hefðu möguleikar þess að
ráðast í nýbyggingu úrvinnslustöðvar
á Suðurlandi verið athugaðir. Niður-
staðan úr því hefði hins vegar verið
sú, að slíkt væri ekki hagkvæmt.
Hinsvegar væri sá möguleiki fyrir
hendi að endurskipuleggja starfsem-
ina á Hvolsvelli, hætta þar allri slátr-
un svo þar yrði eingöngu úrvinnslu-
stöð. Sú slátrun, sem þar hefur verið,
yrði síðan flutt yfir á hin sláturhús fé-
lagsins; við Laxárbrú, á Selfossi, í
Vík í Mýrdal og á Kirkjubæjar-
klaustri. Þessi möguleiki væri hag-
kvæmur og með þessu myndu sparast
300 miljónir króna miðað við það að
ráðist i nýbyggingu í Reykjavík. Ef
af þessu yrði myndu flytjast á Hvols-
völl 100 -110 ársverk og 10 á Selfoss,
samfara aukinni slátrnn þar.
Steinþór sagði að í þessum áætlun-
um væri gert ráð fyrir að markaðs og
söludeildir félagsins yrðu eftir sem
áður í Reykjavík, en gera mætti ráð
fyrir, að yfirstjómin yrði mikið á
ferðinni á milli; bæði þá í Reykjavík
og fyrir austan fjall. Við þetta væri
óhjákvæmilegt að eitthvað af sér-
hæfðu starfsfólki félagsins á höfuð-
borgarsvæðinu þyrfti að flytjast aust-
ur með starfseminni, en heimamenn
myndu koma æ meir inn í starfsem-
ina í fyllingu tímans. Allar þessar
áætlanir em undir því komnar að það
takist að selja 10.300 fermetra bygg-
ingu Sláturfélagsins við Laugames.
Húsið f Laugamesi er hannað í kring-
um 1980 og er bam þess tíma en mið-
að við daginn i dag hentar það starf-
semi fyrirtækisins ekki.
Páskar á næsta ári em tímapunktur-
inn sem hugsanlegir flutningar em
miðaðir við.
Atvinnuleysi síðustu ár hefur verið
viðvarandi á Hvolsvelli. Þær iðn-
greinar sem vom vaxtarbroddar, þ.e.
prjóna- og húsgagnaiðnaður hafa
lagst af og sú mikla atvinna sem
skapaðist við virkjunarframkvæmdir
á Tungnársvæðinu varð vitaskuld
ekki til eilifðamóns. „Við emm vel í
stakk búin til að taka á móti þessu,“
sagði Ísólíur Gylfi sveitarstjóri. Fyrr
í þessum mánuði, samþykkti Skipu-
lagsstjóm Ríkisins nýtt aðalskipulag
fyrir Hvolsvöll og nægar byggingar-
lóðir em til staðar. Aukin eftirspum
eftir húsnæði myndi svo aftur hækka
verð á húsnæði, sem hefúr verið iágt
vegna hins bága atvinnuástands.
„Við leggjum gífúrlega áherslu á að
þetta síðasta tilboð Sláturfélagsins
gangi upp,“ sagði Guðni Ágústsson
alþingsmaður, aðspurður um þátt al-
þingsmanna kjördæmisins í þessu
máli. „Atvinnuleysið í Rangárvalla-
sýslu hefur þýtt tugi milljóna króna i
atvinnuleysisbótum, 50 - 60 milljónir
á ári hef ég heyrt. Verði þetta flutt
austur þýðir það uppsveiflu, ekki að-
Bækistöðvar SS á Hvolsvelli.
Tímamynd: Siguröur Bck,
eins á Hvolsvelli heldur á öllu Suður-
landi. Þetta myndi hafa svipaða þýð-
ingu fyrir Suðurland og álver fýrir
Eyjafjarðarsvæðið. Og hinu megum
við ekki gleyma að það að reka þenn-
an steinkastala, sem skilar engu, á
besta stað í höfúðborg íslendinga
kostar 50 - 60 milljónir á ári, það
sama og allt atvinnuleysið í Rangár-
vallasýslu," sagði Guðni.
I gær, gengu ffamámenn Hvolsvell-
inga á fúnd forsætisráðherra til að
leggja áherslu á Hvolsvöll í þessu
sambandi og kynna hvað staðurinn
hefði uppá að bjóða. Eins og fyrr seg-
ir er þetta þó allt undirorpið því að
takist að selja húsið í Laugamesi og
þar hefúr verið talað um ríkið sem
kaupanda og em uppi margar hug-
myndir um hugsanlega nýtingu þess.
Viðmælendur Tímans bentu allir á,
að ef þessar hugmyndir yrðu að vem-
leika, yrði það til þess að styrkja at-
vinnu og búsetu fólks á Suðurlandi í
heild sinni. Eða eins og Guðni Ág-
ústsson segir: „Þetta myndi hafa
svipaða þýðingu fyrir Suðurland og
álver á Eyjafjarðarsvæðinu."
Dagskipun „Jakans“ og Verðlagseftirlits verkalýðsfélaganna:
„Ekki kaupa kók!“
Guðmundur J. Guðmundsson, for-
maður Dagsbrúnar segir að Vífilfell og
ýmsir bakarar í Reykjavík, sem hafa
verið að hækka verð á vörum sínum
muni ekki komast upp með það og
hvetur til þess að vörur þeirra verði
sniðgengnar. ,Tíf Vífilfell ætlar að
halda því til streitu að hækka verð á
sinni ffamleiðslu núna, segjum við
hiklaust: „Kaupið ekki kók“,“ sagði
Guðmundur J. í samtali við Tímann í
gær.
, J>eir verða bara að lækka þetta aftur,
bæði Kók, Sveinsbakarí og fleiri sem
em að hækka núna. Vísitöluspá um
hækkun á næstu þremur mánuðum er
innan við eitt stig. Ef á að fara að
sprengja það af aðilum eins og Kók og
ákveðnum bökumm hér í bænum, á
meðan aðrir em að stritast við að halda
þessu, er bara verið að ögra vinnandi
fólki og ffamleiðslunni í landinu. Það
var aldrei hugsunin að fyrirtæki fengju
að leika sér svona."
„Við höfum sagt og segjum enn, snið-
gangið vömr sem er verið að hækka
svona og beinið viðskiptum ykkar til
þeirra aðila sem ekki hækka sína
vöru,“ sagði Leifúr Guðjónsson,
stjómarmaður í Dagsbrún og starfs-
maður Verðgæslu verkalýðsfélaganna.
Leifúr sagði að verðlagseffirliti
verkalýðsfélaganna hefði ekki verið
gefin nein skýring á hækkun 6% Vífil-
Guðmundur J. Guðmundsson.
fells á gosdrykkjum sinum. Þetta væri
bein ögmn við þá sem samþykkt hefðu
núllsamningana, en eftir því, sem þeir
kæmust næst, væri Vífilfell eina gos-
verksmiðjan sem hefði hækkað verð á
sinni ffamleiðslu. Þess vegna væri
dagskipun verkalýðsfélaganna til
sinna félagsmanna sú að vörur ffá Víf-
ilfelli skuli sniðgengnar. í gærdag bár-
ust átta kvartanir til verðlagseffirlits-
manns verkalýðsfélaganna vegna
hækkana á brauði frá Sveinsbakaríi og
ein kvörtun um hækkun á vömm ffá
Bjömsbakarii. Þær upplýsingar feng-
ust á skrifstofu Dagsbrúnar í gær að
þriggja koma brauð ffá Sveinsbakaríi
hefði hækkað um ríflega 8% og kost-
aði núna ríflega 145 krónur stykkið, en
í öllum tilfellunum hefði verið kvartað
undan sömu hækkunum.
Að sögn Leifs er mikið hringt í ver-
lagseftirlitið og kvartað undan hækk-
unum á vöm og þjónustu. Fólk fylgis
mjög náið með og nú sé farið að bera á
því að kvartað sé undan því, að þrátt
fyrir að verðhækkanir séu klagaðar,
komist fyrirtæki upp með þær.
- ÁG
Laus staða
Staða lögfræðings hjá samgönguráðuneytinu er
laus til umsóknar.
Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins.
Umsóknir, ásamt upplýsingum um aldur, menntun
og fyrri störf, sendist samgönguráðuneytinu fyrir 5.
júní 1990.
Samgönguráðuneytið
MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ
Laus staða í
Landsbókasafni
Staða bókavarðar í deild erlendra rita í Landsbókasafni
Islands er laus til umsóknar.
Laun samkvæmt launakerfi ríkisins.
Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf
sendist menntamálaráðuneytinu fyrir 15. júní n.k.
Menntamálaráðuneytið
21. maí 1990
m Starfsráðningar
Tæknifræðingur:
Óskum eftir að ráða sterkstraumstæknifræðing.
Umsókn um starfið skal skilað á sérstöku eyðu-
blaði fyrir 1. júní nk. til rafveitustjóra, sem veitir
nánari upplýsingar um starfið, sími 53444.
Gröfumaður:
Óskum ennfremur að ráða gröfumann með rétt-
indi.
Upplýsingar um starfið veitir deildarstjóri veitukerf-
is, sími 652935.
Rafveita Hafnarfjarðar.
HH
Útsýnishús á '1'
Öskjuhlíð verður
til sýnis almenningi
fimmtudaginn 24. maí kl. 14-17.