Tíminn - 24.05.1990, Qupperneq 9
Fimmtudagur 24. maí 1990
Tíminn 9
Sumaráætlun innanlandsflugs Flugieiða í gildi:
Ævintýra-
ferðir á
Vatnajökul
Það var heitt uppi við skála Jöklaferða á Vatnajökli og því ástæða til að kasta klæðum. Eins og sjá má skort-
ir sárlega betri skála á jöklinum. Tímamynd eó
Sumaráætlun innanlands-
fiugs Flugleiða hefur tekið
gildi. Gert er ráð fyrir að í sum-
ar eigi farþegar í áætlunarflugi
kost á um 160 þúsund sætum
í flugi til tólf staða innanlands
og í Færeyjum og á Græn-
landi. Þetta er meira sæta-
framboð en nokkru sinni áður.
Flugleiðir leggja nú meiri
áherslu á sölu eins til tveggja
daga skoðunarferða út á land.
Meðal þeirra eru ferðirtil Hafn-
ar í Homafirði, þaðan sem far-
ið er á Vatnajökul og að Jök-
ulsárlóni. Þá má nefnaferðirtil
Akureyrar og þaðan til Gríms-
eyjar og Mývatns, ferðir til
Vestmannaeyja, Kúlusúk á
Grænlandi og fleirí staða.
Þessar ferðir eru seldar í samvinnu
við heimamenn á hveijum stað sem
sjá um allt skipulag skoðunarferða.
Sumar þessara ferða hafa lengi ver-
ið vinsælar meðal erlendra ferða-
manna. Þar má t.d. nefna Mývatns-
ferðir. Frá Sauðárkróki er farið í
Drangey og helmingi fleiri hafa
bókað sig þangað en á sama tíma í
fyrra. Frá Flúsavík er farið í þjóð-
garðinn í Jökulsárgljúfrum og frá
Egilsstöðum er farið í spennandi
dagsferð um Hérað og niður á
Seyðisfjörð. Frá ísafirði er farið að
Hombjargi og á nýjum bát í skoð-
unarferð um Djúp.
Einar Sigurðsson, blaðafulltrúi
Flugleiða, segir að með dagsferð-
unum sé stefnt að því að styrkja
áætlunarflugið. Jafnframt er vonast
eftir auknum ferðamannastraumi út
á landsbyggðina sem þýðir meiri
atvinnu fyrir landsbyggðarfólk.
Nýjar ferðir virðast ætla að öðlast
vinsældir þegar í stað, t.d. ferðin til
Hafnar í Homafirði á Vatnajökul
og að Jökulsárlóni.
Flugleiðir, Jöklaferðir og Hótel
Höfn í Homafirði buðu blaða-
mönnum í dagsferð til Hafnar í síð-
ustu viku. Með því vildu þessir að-
ilar gefa fjölmiðlum tækifæri til að
kynnast einum af fjölmörgum
ferðamöguleikum sem boðið er
upp á í sumar. Eins og greint hefur
verið frá í Tímanum áforma Jökla-
ferðir að byggja skála uppi á Vatna-
jökli. Ahugi á ferðum upp á Vatna-
Hjálparsamtökin
Móðir og barn:
8 mæður
fá aðstoð
Hjálparsamtökin Móðir og bam em
nú að færa út kvíamar með húsnæðis-
aðstoð fýrir einstæðar mæður. Til
skamms tíma hafa fjórar mæður verið
í húsnæði á vegum samtakanna. Fjór-
ar einstæðar mæður bættust svo við í
byrjun þessa mánaðar og sennilega
verður ein íbúð til viðbótar tekin á
leigu um næstu mánaðamót. Þær átta
konur, sem nú leigja hjá samtökun-
um, em með sjö böm á ffamfæri sínu,
en ein er bamshafandi. Stjóm sam-
takanna gerir ráð fyrir að sú áætlun
standist að um mitt árið verði 10 kon-
ur komnar i húsnæði á vegum sam-
takanna. -EÓ
Tryggvi Ámason var leiðsögumaður í ferðinni. Hér er hann staddur í
vatnadrekanum á Jökulsárióni.
jökul hefur aukist mikið og em
horfur á að nokkur þúsund manns
ferðist með Jöklaferðum í sumar.
Flogið var með blaðamennina
sjónflug frá Reykjavík til Homa-
fjarðar í dýrðlegu veðri. A flugvell-
inum í Höfn tók á móti okkur
Tryggvi Ámason, framkvæmda-
stjóri Jöklaferða. Farið var með
rútu frá Austurleið upp að Skála-
fellsjökli. Vegurinn þangað upp er
nokkuð glæfralegur og torfarinn.
Þegar að jöklinum kom var blaða-
mönnum raðað upp á vélsleða og
þá fyrst byrjaði gamanið. Fyrr en
varði vom menn sem aldrei höfðu
snert slík verkfæri famir að þeytast
um jökulinn. Tryggvi og hans
menn áttu erfitt með að hemja
ferðalangana, sem sumir hveijir
létu eins og þeir væm orðnir fimm
ára í annað sinn.
Að endingu tókst að fá alla til að
setjast niður við kofa Jöklaferða og
snæða mat frá Hótel Höfn og njóta
veðurblíðunnar. Veðrið þama uppi
var dásamlegt og þó aðeins væri
dvalist þar í nokkra klukkutíma
náðu ferðalangamir að sólbrenna.
Þeir sem legið hafa í sólbaði uppi á
íslenskum jökli hljóta að spyija
sjálfan sig af hveiju fólk fer erlend-
is til að njóta sólar.
Að lokinni jöklaferðinni var farið
út á Jökulsárlónið á vatnadrekanum
Jökli. Lóninu og stórkostlegri nátt-
úm þess þarf ekki að lýsa fyrir
landsmönnum.
Það er óhætt að mæla með dags-
ferð með Flugleiðum til Homa-
fjarðar. Vatnajökull hefur fleira við
sig en stærðina. -EÓ
DAGUR ALDRAÐRA
í REYKJAVÍK
B-listinn í Reykjavík býður eldri borgurum til fagnaðar og
kaffiveitinga í Glæsibæ á uppstigningardag fimmtudaginn
24. maí kl. 15.00.
Steinunn Finnbogadóttir
Jóhannes Kristjánsson
Kristján Benediktsson
Ávarp: Kristján Benediktsson, fv. borgarfulltrúi.
Söngur: Eiín Sigurvinsdóttir v/ undirleik Sigfúsar Halidórssonar.
Ávarp: Sigrún Magnúsdóttir borgarfulltrúi.
Lokaorð: Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra.
Kynnir: Steinunn Finnbogadóttir forstöðukona.
Vinsamlega hafið samband í síma 680962 eða 679225 ef ykkur vantar akstur
eða frekari upplýsingar.
Framsóknarfélögin í Reykjavík
Sigrún Magnúsdóttir
Steingrímur Hermannsson
Elín Sigurvinsdóttir
Sigfús Halldórsson