Tíminn - 24.05.1990, Page 20
AUGLÝSINGASÍMAR: 680001 —686300
ríkissRip ,Sinnéle^okkarfa3' VEMBREFAVIBSKIPn SAMVINNUBANKANS SUÐURLANDSBRAUT 18. SlMI: 688S68 Sigrún Magnúsdóttir skipar 1. sæti á lista Framsóknar- flokksins við borgarstjórnarkosn- ingarnar 26. maí n.k.
NÚTÍMA FLUTNINGAR Hatnarhúsinu v/Tryggvagölu, S 28822 Siöareglur fyrir horgar- | fulltrúa og embættismenn |
Tíminn
FIMMTUDAGUR 24. MAf 1990
Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra gagnrýnir það að Oryggisráðið
skuli þurfa út fýrir BNA til þess að hlýða á mál Yasser Arafat. Þorsteinn Pálsson:
„ENGAR ATHUGASEMDIR
VIÐ FUNDARSTAÐ S.Þ.“
Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna kemur saman til sérstaks
neyðarfundar í Genf á föstudaginn, þar sem óeirðir á her-
teknum svæðum ísraelsmanna verða tekin fyrir. Fundurinn
er sérstaklega fluttur til þess að gera Yasser Arafat leiðtoga
Frelsissamtaka Palestínu kleift að flytja mál sitt á fundinum.
Þetta er í þriðja skiptið á sl. 18 árum sem ákveðið er að halda
fund ráðsins fýrir utan aðalstöðvar Sameinuðu þjóðanna í
New York. Ástæðan er sú að bandarísk yfirvöld veita ekki
Yasser Arafat vegabréfsáritun inn í landið.
Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálf-
stæðisflokksins, sem hefur verið
þeirrar skoðunar, að viðræður við
Arafat spilltu fyrir friðarsamning-
um við Israelsmenn, vildi lítið tjá
sig um þessa ákvörðun í gær.
„Ég geri bara engar athugasemdir
við það hvar þeir halda sína fundi
sameinuðuþjóðamenn," sagði Þor-
steinn.
- Nú hefur þú m.a. gagnrýnt Stein-
grím Hermannsson forsætisráð-
herra fyrir að eiga viðræður við
Arafat, þar sem þær spilli fyrir frið-
arumleitunum. Heldur þú að þessi
fúndur Öryggisráðsins geti einnig
haft áhrif til hins verra?
„Ég skal bara ekkert um það
segja, en Sameinuðu þjóðimar
mega ákveða sína fundi alveg án
athugasemda frá minni hálfú.“
Steingrímur Hermannsson sagði í
samtali við Tímann í gær, að það
væri ekkert nýtt að Yasser Arafat
fengi ekki vegabréfsáritun til
Bandaríkjanna og fordæmi fyrir
því áður að halda yrði fúnd Örygg-
isráðsins utan þeirra til þess að
Arafat ætti þess kost að taka þátt í
viðræðum innan ráðsins.
„Mér þykir þessi stefna Banda-
rikjanna afar röng og ef þeir halda
fast við hana, er spuming hvort
fært er að hafa Sameinuðu þjóðim-
ar í New York,“ sagði forsætisráð-
herra. „Ég fagna því hins vegar að
fúndurinn skuli haldinn í Genf og
Arafat skuli þá fá að ávarpa hann.
Hvort sem mönnum líkar betur eða
verr, verður því alls ekki neitað að
hann er sá maður sem Palestínu-
menn líta á sem sinn foringja."
Steingrímur sagði það sína skoðun
að Yasser Arafat væri þrátt fyrir allt
sá maður, sem hefði lagt sig hvað
mest ffam um að halda friði í lönd-
unum fyrir botni Miðjarðarhafs og
þess vegna yrði að byggja mjög á
honum í því sambandi.
„Það er íúrðulegt að bandarísk
stjómvöld skuli vera enn við sama
heygarðshomið að þessu leyti á
sama tíma og ijölmargir áhrifa-
menn í Bandaríkjunum, eins og
senator Dole og fleiri valdamiklir
gyðingar, hafa snúið algerlega við
blaðinu,“ sagði Steingrímur. Hann
lýsti jafnframt fúrðu sinni yfir yfir-
lýsingu ísraelska sendiherrans á ís-
landi I fyrrakvöld, þess efnis að
viðræður við Arafat flýttu ekki fyr-
ir friði fyrir botni Miðjarðarhafs.
„Því miður finnst mér þar koma
ffam það sem jafnvel harðlínugyð-
ingar í Bandaríkjunum em famir að
kalla „helstefúuna“, sagði Stein-
grímur. „Þetta er sorglegt, ég vil
Israelsmönnum ekkert nema það
besta, en þeir verða að fara að setj-
ast niður og semja og semja þá við
menn, sem hafa áhrif.“
Steingrímur Hermannsson
Forsætisráðherra tók deilur ísraels
og Palestínumanna upp á fúndi rík-
isstjómarinnar í fyrradag og lét þar
m.a. í ljósi þá skoðun að Samein-
uðu þjóðimar sendu ffiðargæslu-
sveitir til þess að halda uppi eftirliti
með hinum stríðandi aðilum. Fyrir
liggur að Palestínumenn munu að
öllum líkindum samþykkja slíkt
eflirlit, en óvíst er um afstöðu Isra-
lesmanna.
Þorsteinn Pálsson
Varðandi gagnrýni á sína heim-
sókn til Arafats sagðist forsætisráð-
herra hvorki líta svo á að heim-
sóknin spillti né ílýtti fyrir
ffiðarviðræðum. Hún gerði honum
og íslensku ríkisstjóminni betur
kleift að skýra sín sjónarmið og
koma þeim á ffamfæri, þar sem
þeir hefðu ffelsi til að tala. „Okkur
er hleypt til Bandaríkjanna, til
dæmis,“ sagði Steingrímur. -ÁG
Akureyri:
Barn slasast
Átján mánaða gamalt bam slasaðist
alvarlega við Melasíðu á Akureyri
um klukkan hálf tólf í gærdag, þar
sem það var að leika sér. Tilkynning
barst lögreglu kl 11:40, en enginn
sjónarvottur var að slysinu, en talið
er, að bamið hafi lent undir vörufleka
sem þama var. í gærkvöldi lá bamið
á gjörgæsludeild.
Leyfa bús,
banna mat
Hæstiréttur segir
áritunina ógilda
Hæstiréttur hefur fallist á kröfú Jóns
Laxdals, bónda í Grýtubakkahreppi í
Þingeyjarsýslu, að áritun, sem hann
gaf vegna skuldar Kaupfélags Sval-
barðsfjarðar við Iðnaðarbankann,
verði felld úr gildi. íslandsbanka, sem
var stefút í þessu máli, er gert að
greiða áffýjanda málskostnað.
íslandsbanki höfðaði mál í bæjar-
þingi Akureyrar á hendur Jóni og
tveimur öðrum fyrrverandi stjómar-
mönnum Kaupfélags Svalbarðsfjarð-
ar. Stjómarmennimir höfðu skrifað
upp á sjálfsskuldarábyigðir vegna
skulda kaupfélagsins við Iðnaðar-
bankann. Eftir að Kaupfélag Sval-
barðsfjarðar var lýst gjaldþrota, krafð-
ist bankinn þess að stjómarmenn
kaupfélagsins greiddu lánið. Jón áffýj-
aði málinu til hæstaréttar og krafðist
þess að áritunin yrði felld úr gildi.
Hæstiréttur féllst á kröfuna. -EÓ
Eigendur pylsuvagna í miðbæ
Reykjavíkur ætluðu í nótt að selja úr
vögnum sínum, þar til lögreglan
stöðvaði þá með valdi. Þetta er gert til
að mótmæla þvi, að borgaryfirvöld
leyfðu einungis að pylsuvagnar væm
opnir til klukkan tvö í nótt, á meðan
skemmtistaðir mega hafa opið heilum
klukkutíma lengur.
Pylsusali, sem Tíminn ræddi við í
gær, sagði að það væri í sýnum aug-
um óskiljanlegt af hveiju borgaryfir-
völd heimiluðu vínveitingahúsum að
selja áfengi lengur heldur en þeim að
selja mat. Ekki var búist við að til
neinna átaka kæmi á milli vagneig-
enda og lögreglu í nótt. - ÁG
3252 höfðu greitt atkvæði utan kjörstaðar í Reykjavík kl. þrjú í gær. í
Ármúlaskóla, þar sem utankjörstaðaatkvæðagreiðslan fer fram, feng-
ust þær upplýsingar, að frekar fáir hafi komið í gær, en hins vegar
kom mikill fjöldi fólks á kjörstað á þriðjudag.
í gær höfðu álíka margir greitt atkvæði utan kjörstaðar og þrem dög-
um fyrir kjördag í síðustu kosningum. Þegar opnað var í gærmorgun
klukkan tíu, höfðu hundrað fleiri greitt atkvæði utan kjörstaðar, en
var á sama tíma fyrir fjórum árum.
Á fundi borgarráðs á föstudag voru lagðar fram kærur vegna kjör-
skrár til borgarstjórnarkosninga og var samþykkt að taka nöfn 407 á
kjörskrá, er fullnægðu skilyrðum um lögheimili í Reykjavík. Borgar-
ráð taldi ekki unnt að taka þrjá einstaklinga á kjörskrá, þar sem ekki
var fullnægt skilyrðum um lögheimili í Reykjavík. Þá var samþykkt
að fella 391 af kjörskrá vegna breytinga á sveitarstjórnarlögum er
tóku gildi 1986 og vegna breytingaskráa frá Hagstofu íslands. Jafn-
framt voru felld af kjörskrá nöfn 90 einstaklinga, sem látist höfðu eft-
ir að kjörskrá var lögð fram —ABÓ/Tímamynd: Árni Bjarna.
Dæmdir í varðhald
til 26. september
Sakadómur Reykjavíkur staðfesti í
gær kröfú Rannsóknarlögreglu ríkis-
ins um að gæsluvarðhald yfir mönn-
unum tveimur, sem grunaðir eru um
morðið í Stóragerði, yrði framlengt til
26. september. Einnig var staðfest að
mennimir skuli sæta geðrannsókn.
Geðheilbrigði mannanna verður
kannað á næstu dögum. Að fengnum
niðurstöðum liggur íyrir hvort þeir
teljast sakhæfir. Stúlkunum tveimur,
sem voru í varðhaldi vegna rannsókn-
ar málsins, hefur verið sleppt úr haldi.
Hinir grunuðu hafa viðurkennt að
hafa brotist inn í Iðunnarapótek í
Reykjavík skömmu áður en morðið
var framið og stolið þaðan miklu
magni af stórhættulegum eiturefúum.
Efnin grófú þeir í jörðu, en þau hafa
nú fúndist. -EÓ