Tíminn - 02.06.1990, Blaðsíða 5
Laugardagur 2. júní 1990
Tíminn 5
Ávöxtun peninga í steinsteypu og spariskírteinum á 9. áratugnum:
Að vísitölubinda eða
járnabinda spariféð?
Samanburður á ávöxtun peninga í
steinsteypu annars vegar og spari-
skírteinum ríkissjóðs hins vegar, síð-
ustu tíu árin, er gerður í nýju frétta-
bréfi Verðbréfamarkaðar
íslandsbanka. Frá 1980 til 1990
hækkaði eign í spariskírteinum um
72% umfram lánskjaravísitölu (m.v.
meðalávöxtun þeirra) en verð íbúða í
fjölbýlishúsum í Reykjavík um 20%
umffam sömu vísitölu. Til að átta sig
betur á þessu má hugsa sér tvo ein-
staklinga sem báðir áttu 200.000 kr. í
ársbyijun 1980. Annar keypti spari-
skírteini sem hann hefði getað
selt/innleyst fyrir nær 7,1 milljón kr. í
byijun þessa árs. Hinn keypti íbúð í
Reykjavík og hefði væntanlega getað
selt hana fyrir rúmar 4,9 milljónir nú
í ársbyijun.
Með verðbótum ffá ársbyrjun 1980
til byijunar þessa árs hækkuðu 200
þús.kr. upp í 4.105 þús.kr.
(lv. 13 5/2771). Kaupandi spariskír-
teinanna hefur því fengið tæpar 3
millj.kr. í vexti umffam verðbætur.
íbúðin hefur hins vegar hækkað um
rúmlega 800 þús.kr. umffam verð-
bætur — en einungis vegna þess að
verð íbúða á fasteignamarkaði hefur
verið í toppi sl. tvö ár. Verð sveiflast
hins vegar mikið á þeim markaði og
hækkar oft miklu minna en vísitölur.
Hjá VÍB komust menn að þeirri nið-
urstöðu að til lengri tíma hækki fast-
eignaverðið svipað og lánskjaravísi-
talan, þannig að íbúðakaupandinn í
þessu dæmi hefði í raun getað talið
sig heppinn að fá meira en 4,1
millj.kr. fyrir íbúðina í sölu í ársbyij-
un 1990. Hafi maðurinn keypt íbúð-
ina er munurinn á söluverðmæti
hennar og söluverðmæti spariskír-
teinanna í raun húsaleiga sem hann
hefur borgað sjálfum sér í þessi 10 ár
(18 þús. á mánuði af því hann seldi á
góðum tíma, en 25 þús.kr. á mánuðj
m.v. meðalverðhækkanir á íbúðum).
Þar til viðbótar hefði hann þurft að
borga í kringum hálfa milljón kr. í
fasteignagjöld og tryggingar af eign-
inni, einhveija eignaskatta og örugg-
lega slatta í viðhaldskostnað á heilum
áratug. Ljóst er því að menn „leigja“
heldur ekki á neinu gjafverði hjá
sjálfum sér. Það hefúr hins vegar
þann kost að lítil hætta er á að verða
sagt upp húsnæðinu. Hjá VIB komast
menn að þeirri niðurstöðu að hag-
stæðara sé að „leigja" hjá sjálfúm sér
en öðrum, m.a. vegna vaxtabóta.
Ef íbúðarkaupandinn hefði hins
vegar búið í eigin íbúð fyrir og leigt
út þá sem hann keypti hefðu eignir
hans aukist sáralítið umfram vísitölu-
hækkanir á áratugnum samkvæmt
niðurstöðum VÍS-manna.
Þar kemur til hinn stóri munur á
„meðferð" skattsins á eigendum
spariskírteina og eigendum fast-
eigna.
Ríkissjóður leggur engan skatt á
þær 3 millj.kr. sem hann hefúr á tíu
árum borgað í vexti umfram verð-
Skólagarðarnir
taka til starfa
Innritun bama til starfa í Skólagörð-
um Reykjavíkur stendur nú yfir en
lýkur þann fimmta júní. Skólagarð-
amir em ætlaðir fyrir böm sem fædd
eraárin 1977-1982.
Skólagarðar Reykjavíkur em á sjö
stöðum í borginni; við Sunnuveg í
Laugardal, i Arbæ, Ásenda, Jaðarsel,
Stekkjarbakka, í Skildinganesi og í
Foldahverfi austan Kotmýrar.
Átta og níu ára böm fá 12 fermetra
garða og er innritunargjald íyrir þá
400 kr. Tíu til tólf ára böm fá 24 fer-
metra garða og er innritunargjald fyr-
ir þá 700 kr. —sá
bætur til þess er lánaði honum
200.000 krónur árið 1980 — og eng-
an eignaskatt á skírteinin. Húseig-
andinn verður að líta á húsaleiguna
(t.d. 30.000 kr. á mánuði = 3,6
millj.kr. í 10 ár) sem vexti umfram
verðbætur. En hvorki þeir vextir
(leigan) né íbúðin era hins vegar
skattfijáls. Telji íbúðareigandinn alla
húsaleiguna heiðarlega fram til skatts
má hann reikna með að ríki og bær
taki um 2,3 milljónir af 3,6 milljóna
kr. leigu í tekju- og eignaskatta og
fasteignagjöld. Þá era ógreiddar
tryggingar og viðhaldskostnaður,
þannig að lítið mun oft verða eftir af
leigutekjunum þegar upp er staðið.
Líklega sýnist þó mörgum ótrúlegt
að af 480 þús.kr. ársleigu (6,5
millj.kr. íbúð) standi aðeins um 20
þús.kr. nettó eftir á ári, eins og niður-
staðan varð í útreiknuðu dæmi hjá
VÍS.
- HEI
Flug og bíll tíl
Láxemborgar og
sumarhús í Biersdorf
eða Daun Eifel
í Þýskalandi er
toppurinn á tilverunni
Æ fleiri kjósa sér þann feröamáta sem er kenndur við flug, bíl og sumarhús. Feröalangarnir
eiga sér athvarf í notalegu húsi í fallegu umhverfi en geta jafnframt ferðast um borgir
og sveitir Evrópu og ráðið ferðinni sjálfir.
A
flokkur
Ford Fiesta eða
„ambærilegur bíll
C
flokkur
Ford Sierra eða
sambærilegur bill
Fyrir fjögurra manna fjölskyldu, tvo fullorðna og tvö börn á aldrinum 2ja -11 ára,
kostar flug til Lúxemborgar, bíll í A-flokki og glæsilegt
sumarhús í Biersdorf eða Daun Eifel íjúní frá
kr. 145.400 samtals fyrir alla fjölskylduna í tvær
vikur eða kr. 36.350 á mann og samtals
kr. 177.700 í þrjár vikur eða 44.425 á mann.
Ef valinn er bíll í C-flokki kostar fyrir þessa sömu
fjölskyldu frá kr. 155.000 samtals í tvær vikur í júní
eða kr. 38.750 á mann og samtals frá kr. 191.700
í þrjár vikur eða kr. 47.925 á mann.
Úrval-Útsýn býður einnig mikið úrval af sumarhúsum og íbúðum
í Walchsee í Austurríki, Frakklandi, Ítalíu og Titisee í Þýskalandi.
Flug og bíll Lúxemborg * 2 vikur 3 vikur
A-flokkur kr. 31.800 35.100
C-flokkur kr. 34.200 38.600
Barnaafsláttur kr. 11.000
* miðað við fjóra i bll
URVAL-UTSYN
Álfabakka 16, sími 60 30 60
og Pósthússtræti 13, slmi 2 69 00