Tíminn - 02.06.1990, Blaðsíða 2

Tíminn - 02.06.1990, Blaðsíða 2
2 Tíminn Laugardagur 2. júní 1990 G-listinn í Reykjavík vill að Ólafur Ragnar segi af sér strax. un Ólafur Ragnar segist ekki ætla að hopa: 011 spjót aðÓlafi Harðlínumennimir í Alþýðubandalaginu sækja nú ákaft að Ólafi Ragnarí Grímssyni formanni flokksins. Alþýðubandalagsfélagið í Reykjavík hefur krafist þess að hann segi af sér hið fýrsta. Æskulýðsfýlking Alþýðubandalagsins hefur krafist þess að flokkurinn endurskoði stefnu sína og formaður flokksins starfi í samræmi við þá stefnu. Olafur Ragnar segist ætla að gegna formannsembættinu áfram. Margir óttast að stríðið innan Alþýðubandalagsins hafi áhrif á ríkis- stjómina í haust. Einkum þó ef stríðsaðilar hyggjast efna til stórormstu í haust á landsfundi. í ályktun sera samþykkt var á fundi Æskulýðsíylkingarinnar er lögð áhersla á að meginniðurstaða kosn- inganna sé að sameiningartilraunir formanna Alþýðuflokks og Alþýðu- bandalags hafi mistekist og í raun hafi þær verið dæmdar til að mistak- ast þvi að ranglega hafi verið staðið að þeim. Hvatt er til þess að íullgild- ur landsfundur verði haldinn í haust til að ræða ffamtíð og stefnu Al- þýðubandalagsins. Flokkurinn verði að koma sér saman um hver stefha flokksins eigi að vera og forysta flokksins verði að starfa í samræmi við þá stefnu sem flokksmenn hafa mótað. í ályktun sem samþykkt var á aðal- fundi Alþýðubandalagsins í Reykja- vík segir orðrétt: „Aðalfundur Alþýðubandalagsins í Reykjavík skorar á miðstjóm Al- þýðubandalagsins að hún boði til fullgilds landsfundar á hausti kom- andi og að þar verði tekin afdráttar- laus afstaða til þess hvemig vinnu- brögðum flokksins og formanns hans skuli háttað í framtíðinni. Til að flýta fyrir lausn þessara mála og gera þau sem sársaukaminnst skorar aðalfundur Alþýðubandalags- ins í Reykjavík á formann flokksins að segja af sér hið fyrsta. Alþýðubandalagið stendur á tíma- mótum. Þeir atburðir hafa orðið inn- an flokksins að óhjákvæmilegt er að álblönduð pústkerfi ....... • /-•■-■. ■■■■• ■•■-- . •'•■•■ -■ RTÚNI 26, SÍMI 62 22 62 benast Ragnari flokkurinn taki afstöðu til þeirra og meti upp á nýtt stefnu sína, lög og starfshætti. Jafnframt er óhugsandi að unnt verði að ganga til alþingis- kosninga að ári án þess að undan hafi farið umræða um það hvemig staðið skuli að málum varðandi framboð flokksins og málaefnaáhérslur.“ Það var Bima Þórðardóttir Sem lagði fram tillöguna um að formaður flokksins segði af sér hið fyrsta. Til-‘ laga Bimu var samþykkt með 31 at- kvæði gegn 28. Niðurstaða fundarins er skýr. Olaf- ur Ragnar formaður flokksins segi af sér hið fyrsta, sem þýðir væntanlega að Steingrimur Sigfusson varafor- maður taki við, og landsfundur verði haldinn í haust þar sem kúrsinn til vinstri verði leiðréttur. „Alþýðubandalagið er lýðræðisleg- ur flokkur og flokksmönnum er ffjálst að hafa sínar skoðanir. Ég var kosinn formaður Alþýðubandalags- ins og ætla mér að gegna því starfi áffarn. Ég hef verið að vinna að því að framkvæma stefhu flokksins og ríkisstjómarinnar með góðum ár- angri“ sagði Ólafur Ragnar þegar hann var spurður hvort hann hygðist segja af sér sem formaður flokksins. „Það er tvennt athyglisvert varð- •andi fundinn í Reykjavík. Annars vegar þær atkvæðatölur sem komu fram í atkvæðagreiðslunni og hins vegar að Bima Þórðardóttir skuli vera orðin formlegur leiðtögi ABR.“ Ólafur Ragnar vildi.ekki tjá sig um gagnrýni Svavars Gestssonar og Steingrims J. Sigfussonar á formann flokksins. „Þáð hefur verið ágæt málefnaleg samvinna milli Svavars, Steingríms og mín í ríkisstjóminni. Þar hefur enginn málefhaágreiningnr verið.“ í lok þessa mánaðar verður haldinn miðstjómarfundur Alþýðubanda- lagsins. Þangað mæta um 120 full- trúar alls staðar af landinu. Búist er við að niðurstaða hans ráði miklu um framvindu mála í Alþýðubandalag- inu. Líklegt er talið að miðstjómar- fundurinn taki ákvörðun um að boða landsfund í haust. Reikna má með að á miðstjómarfundinum muni Ólafur Ragnar svara þeirri gagnrýni sem beint hefur verið að honum en hing- að til hefur hann ekki viljað segja mikið um gagnrýni flokksystkina sinna. Fyrsti fundur viðræðunefnda borgarinnar og Grafarvogsbúa um sorpstöðina í liðinni viku: Framkvæmdir halda áfram Fyrsti fundur viðræðunefnda Varðandi umferð flutningabila íbúa Grafarvogs og embættis- til og frá stöðinni bentu fulltrúar manna bnrgarinnar um sorp- íbúanna á að ekki væri sambæri- böggunarstöðina i Gufunesi fór legt að bera saman umferð stórra fram i fyrradag. Viðræðum verð- flutningabQa og -tækja saman ur fram haldið í næstu viku. við umferö venjulegra fólksbfla. Framkvæmdir við böggunar- Bæði væri lofft og hávaðamengun stöðina hafa ekki veríð stöðvaðar frá þeint miklu meiri auk þess og haida áfram af fullum krafti, sem að almennt séð hlyti að telj- Farið var yflr mállð og forsögu ast óæskilegt að stórir flutninga- þess af hálfu embættismanna bflar ækju jafnaðarlega i gegn borgarinnar á fundinum í fyrra- um ibúðarhverfi. dag en fulltrúar ibúa hverfisins Viðræðunefnd Grafarvogsbúa skýrðu sín sjónarmið. Fram kom kemur saman eftir helgi til að að þeir óttast einkum tvennt móta kröfur sínar. Næsti við- veröi af byggingu stöðvarinnar á ræðufundur hennar og embætt- þessum stað: í fyrsta lagi er það ismanna borgarinnar verður að umferðin til og frá stöðinni sem likindum haldinn seint í næstu embættísmennirnir töldu að yrði viku. Framkvæmdir við bygg- nærri 4% af heildar bflaumferð ingu sorpstöðvarinnar hafa ekki gegn um hverfið. í öðru lagi telja verið stöðvaðar og halda áfram íbúarnir næsta víst að rekstur affuflum krafti þrátt fyrir að enn stöðvarinnar muni fæla fyrirtæki sé engin niðurstaða fengin í við- í t.d. matvælaiðnaði frá þvi að ræður Grafarvogsbúa og borg- taka sér bólfestu i Grafarvogi og aryfirvalda. kalla á annan óþrifalegan iðnað. —sá Reisugildi í ráðhúsi Davíð Oddsson borgarstjóri skálaði við borgarstjóm, embættismenn borgarinnar og starfsmenn við bygg- ingu ráðhússins í Reykjavíkurtjöm siðdegis í gær en þá var haldið reisu- gildi ráðhússins. Ráðhúsið umdeilda er nú komið undir þak en endanlega verður lokið ' við að ganga frá þakinu í haust og gleija húsið þannig að það verði fok- helt áður en vetur gengur i garð. Borgarfulltrúi Kvennalistans; Elín G. Ólafsdóttir mætti ekki í reisugild- ið og í fréttatilkynningu frá Kvenna- listanum segir að ekki verði séð að tilefni sé til fagnaðar út af því að ráð- húsið sé risið enda sé Kvennalistinn - og hafi ætíð verið, á móti byggingu þess. Þeim fjármunum sem farið hafi í húsið og aðrar glæsihallir sem ein- ungis nýtast fáum hefði verið betur varið í framkvæmdir á sviði félags- legrar þjónustu. —sá Ólafur Ragnar Grímsson fjármálaráðherra Steingrimur Hermannsson forsætis- ráðherra vildi lítið tjá sig um innan- flokksátökin í Alþýðubandalaginu þegar Tíminn leitaði álits hans á þeim. Hann sagðist gera sér ljóst að þessi átök gætu haft áhrif á stjómar- samstarfíð siðar á þessu ári. „Ég finn ekki annað en að flokkamir sem standa að þessarí ríkisstjóm vinni í henni af heilindum. Ef að átökin í Alþýðubandalaginu koma til með að veikja stjómina mun ég meta stöð- una þegar þar að kemur. Ég vona hins vegar að þetta samstarf endist út kjörtímabilið. Það getur það málefn- anna vegna. Ég get á þessari stundu ekki svarað því hvort að innri vandi Alþýðubandalagsins geri samstarfið ómögulegt," sagði Steingrímur. Það er mat þeirra sem gleggst þekkja til innviða Alþýðubandalags- ins að ekki verði komist hjá því að flokkurinn klofni. Andstæðingar Ól- afs Ragnars séu ákveðnir í því að losa sig við formanninn og stuðn- ingsmenn hans. Innan ríkisstjómar- innar era menn famir að velta fyrir sér hvemig bregðast eigi við nýju pólitísku landslagi í haust. -EÓ Stofnað til nýrra bók- menntaverðlauna: DAVÍÐS- PENNINN Miðvikudaginn 30. maí hélt Félag íslenskra rithöfunda aðalfund sinn. Að loknum venjulegum aðalfúndar- störfum bar formaður félagsins, Sveinn Sæmundsson, upp tillögu um að stofnað yrði til nýrra bókmennta- verðlauna sem nefnast skulu Davíð- spenninn. Verðlaunin em kennd við Davíð Stefánsson skáld frá Fagraskógi en hann var einn stofnenda Félags ís- lenskra rithöfunda á sínum tíma. Gert er ráð fyrir að þessi viðurkenn- ing verði veitt fyrir skáldverk eða rit- verk sem út koma á árinu eða hafa komið út áður. Jafhffamt verður látin fylgja verðlaununum einhver fjár- hæð og verðlaunahafa afhentur skjöldur sem letrað verður á að um sé að ræða bókmenntaverðlaun Fé- lags ísl. rithöfúnda. Tillaga Sveins var samþykkt og henni síðan vísað til félagsstjómar til meðferðar og mun hún taka ákvarð- anir um frekara fyrirkomulag verð- launanna á fundi sínum á hausti komanda. A aðalfúndinum kom ffarn að fjár- hagur Félags ísl. rithöfunda er góður um þessar mundir. Sveinn Sæ- mundssön var kosinn formaður Fé- lags ísl rithöfúnda. Aðrir í stjóm eni Indriði Indriðason, Indriði G. Þor- steinsson, Vilhjálmur Hjálmarsson, Páll Líndal, Snjólaug Bragadóttir og sr. Bjami Th Rögnvaldsson. í Félagi ísl. rithöfúnda em rúmlega 70 manns, þar af rúmlega 40 sem einvörðungu em í félaginu, en tæp- lega 30 félagsmanna em jafnframt félagar í RithöfUndasambandinu. Fé- lögin vom á sinum tíma sameinuð en vegna offíkis gengu margir aftur i Félag ísl. rithöfúnda og gerðu það að stéttarfélagi sínu. -sá

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.