Tíminn - 02.06.1990, Blaðsíða 13

Tíminn - 02.06.1990, Blaðsíða 13
Laugardagur 2. júní 1990 Tíminn 25 UR VIÐSKIPTALIFINU Um viðskiptablakkir Gagnstætt venju er hértekið, upp úr Intemational Herald Tríbune 7. maí 1990, viðtal við Rudiger Dombusch, prófessor í alþjóðlegum efnahags- málum við Massachusetts Institute of Techno- logy. Blm.: Alþjóðlega gjaldeyrissjóðn- um var upphaflega ætlað að leysa skammtíma vanda í iðnaðarheimin- um. Hvað er sjóðnum nú á höndum? R.D.: Ég held að Alþjóðlegi gjald- eyrissjóðurinn hafi að miklu leyti misst sjálfræði sitt sakir ofríkis bandariska fjármálaráðuneytisins. Viðreisnaráætlanir Alþjóðlega gjald- eyrissjóðsins í Argentínu, Brasilíu og Perú mistakast allar. Vanda þarf betur til skilmála þeirra. A móti lánum Al- þjóðlega gjaldeyrissjóðsins þurfa að koma víðfeðmar umbætur í ríkisfjár- málum, ekki aðeins mánaðarleg mörk peninga í umferð. Blm.: Auðveldar Brady-áætlunin vanda lítt þróaðra landa og banka, lánardrottna þeirra, eða er á öðru þörf? R.D.: í fyrstu lofaði hún góðu, en í meginatriðum stendur Mexikó nú eins og þaö gerði fyrir Brady- áætl- unina. A vantar að fjárframlag veki fúlla trú á viðreisn. Okkur verður að skiljast að í aðlögun hefúr Mexíkó gengið eins langt og vænst verður og hjálpa verður landinu til að opna flótta- fjármagni þaðan gáttir heim. Til að halda málum þess í horfi þarf 10 ára verðstöðvunarlán svo stórt og vel ffá gengið að þeir 100 milljarðar dollara sem bíða í Miami áræði heim. Blm.: Svo fer ekki nema umskipti verði í viðskiptum og fjármálum heimsins. Hvemig ætti hin nýja skip- an að verða? R.D.: Alþjóðleg viðskipti em að bresta sundur í blakkir. Það herbragð (EBE) að afleggja hindranir á leið verslunar (á landamærum milli aðild- arríkja sinna) beinir starfsemi frá öðrum hlutum heims til evrópskra landsvæða. Á þeim getur hver og einn fest fé. Bandaríkin líka. — Þá hleypir Austur-Evrópa 100 milljón- um lágt launaðra verkamanna til hins sameiginlega markaðar (EBE). En 100 milljónir lágt launaðra verka- manna að austan keppa við aðra í löndum eins og Grikklandi, Spáni og Portúgal. Þau lönd munu heimta múr kringum Evrópu til vamar (ásókn úr) Asíu og frá Suður-Ameríku. — I As- íu byggir Japan sleitulaust upp sitt eigið svæði samhagsældar; asískt frí- verslunarsvæði. í því skyni festir það beinlínis fé í Filippseyjum, Malasíu, Thailandi og það segir við þau: „Við eigum þrennt sem ykkur vantar: Fé, tækni og aðgang að japönskum markaði sem enginn annar nýtur.“ — Japan horfir líka til Ráðstjómarrikj- anna. Áður en lýkur verða Kúril-eyj- ar, þær japönsku Falklands-eyjar sem Ráðstjómarríkin hersitja, að samn- ingamáli í viðræðum um japanska þróunaraðstoð til Ráðstjómarríkj- anna til langs tima. Horfúr eru ekki á neysluþjóðfélagi í Japan. Til annarra landa fer það sem það hefúr aflögu, til Asíu og Ráðstjómarríkjanna. Það SAMTININGUR Ingólfur Davíðsson: Hagalagöar Mörður Valgarðsson, örlagavaldur í Njálssögu, hefúr orðið mörgum skáldum yrkisefúi: Mörður týndi tönnum, til það kom af því. Hann beit í bak á mönnum svo beinið festi í. Þó er gemlan eftir ein. Það er sú hola höggormstönn, helst er vinnur mein. Kannast einhver við höfundinn? II. Horfinn er fagur farfi Verið var að taka gröf í kirkjugarði og komu upp mörg bein. Eftirtekt vakti beinagrind af óvenju stórvöxn- um manni. Kirkjubóndi lét safna beinunum saman og fara varlega með þau. Kvað best hæfa hinum fram- liðnu að meðhöndla leifar þeirra með fyllstu virðingu. Þeir lægju þá kyrrir eftir að búið væri að hylja beinin moldu aftur. Stúlku einni varð star- sýnt á stóm beinin og sagði að gaman væri að kyssa þennan mann í lifanda lífi. Þótti það gálauslega mælt. Nótt- ina eftir dreymir stúlkuna stóra manninn. Hann gengur fast að henni og kveður: „Horfmn er fagur farfi, forvitin sjáðu litinn, drengur í dauða genginn, drós skoða hvarminn ljósa. Hildarplögg vom höggvin þar háðum vér valþing áður. Kám er á kampi vámm, kysstu mik mær ef þik lystir.“ Stúlkan herti upp hugann, kyssti draumamanninn og vaknaði við það. Beinin vom grafin og varð ekki vart neins óróleika eftir það. Taldi kirkju- verður hin viðskiptablökkin. Blm.: Hvemig snýr það við Banda- ríkjunum? R.D.: Við verðum að segja til, hvort við viljum halda okkur við núverandi alhliða verslun eða fara að dæmi ann- arra og tína saman eftirlátin brot. Þau em ekki hin hirðulegustu en ef við löppum ekki upp á þau berast okkur affoll af vaxandi örbirgð í Suður- Ameríku. — Mexíkó verður velmeg- andi markaður 100 milljóna manna árið 2000 og við ættum að gera samning um ffiverslun við Mexíkó eins og þann við Kanada. Og hví ekki að stíga lengra? Bestukjara-kosti get- um við boðið hverju þvi landi sem setur skorður við verslun inn í land sitt í því augnamiði að verða hluti af sameiginlegum markaði Norður- Ameriku. Blm.: Hvað ynnu Suður-Ameríku- menn á því? R.D.: Land eins og Brasilía hlýtur að treysta á bata fyrir sakir útflutn- ings þegar það tekur við sér eftir áföll sín. Þrengja þarf að ríkisfjármálum þess. Þarlendir neytendur em fátækir. Engan langar til að festa fé þarlendis. Brasilía hlýtur að vænta sér bata fyr- ir útflutning og berast þá böndin að Bandaríkjunum. Hyggið að þvi að Argentína og Kólumbía em að ræða hugmyndir um fríverslun við stjóm- völd í Washington. Óðar og hagkerfi er fært í nútíma horf vaknar spum- ingin: Hvar verður selt? Blm.: Hveijir leita eftir hinni nýju tilhögun? R.D.: Enginn forkólfúr mun tijóna yfir kerfinu. Skipan mála verður áþekk því sem var á millistríðsárun- um og á nokkmm skeiðum 19. aldar. í Evrópu verður sennilega öflugasti samfelldi hópurinn sem talar einum rómi, yfirleitt með þýskum hreimi. Japan verður eitt á báti því að það kann að drottna en ekki að vinna með öðrum. Bandaríkin verða þriðji öfl- ugasti hópurinn en sá sem verður mest ráðandi. Á milli Bandaríkjanna og Evrópu verða ekki viðskiptalegir árekstrar en Japan verður í vaxandi mæli boðið byrginn. Verið er að fella blakkimar saman og áður en því er lokið verður ekki rætt um viðskipta- hætti þeirra á milli. Venjur og keppni munu verða reglan. Myndun eins gjaldmiðilssvæðis í Þýskalandi kem- ur á undan öðm í peningamálum. Áð- ur en það er komið á verður ekki pen- ingaleg samfelling í Evrópu og fyrr verður ekki á dagskrá skipan pen- ingamála sem komi í stað Alþjóðlega gjaldeyrissjóðsins. Fáfnir Alþjóðleg bankamál Alþjóðleg bankalán og viðskipti eru talin nema 25 billjónum $ (enskum trilljónum). Bandarískir bankar tóku forystu á sviði þeirra af breskum bönkum eftir síðari heimsstyrjöldina en á síð- ustu árum hafa þeir ekki haft í fullu tré við japanska banka. Hafa japanskir bankar nú um 40% alþjóðlegra bankaviðskipta, en höfðu liðlega 20% þeirra 1984. Af 20 stærstu bönkum heims em nú 14 japanskir og er Dai Ichi Kangyo þeirra stærstur (með 414 milljarða $ eignir), en 5 evrópskir og er hinn franski Crédit Agricole þeirra stærstur (með 214 milljarða $ eignir), og einn bandariskur, Citicorp (með 233 millj- arða $ eignir). Af 50 stærstu bönkum heims em nú aðeins 4 bandarískir (enda hindraði löggjöf í Bandarikjun- um til skamms tíma starf þeirra utan heimaríkis síns) en þeir em Citicorp, Chase Manhattan, BankAmerica og J.R Morgan. Á siðustu ámm hafa bandarískir bankar fækkað útibúum sínum í öðr- um löndum, nema Citicorp sem enn færir út kvíamar utan lands en tekjur hans af útlendum viðskiptum á fyrsta fjórðungi þessa árs, 1990, vom 56,3% minni en á fyrsta ársfjórðungi í fyrra. Chase Manhattan hefúr átt í útlendum viðskiptum í meira en 100 ár og haföi útibú í 55 löndum, þegar best lét, en hefúr nú útibú i 22 löndum. Chemical Bank, hinn sjötti stærsti í Bandaríkj- unum, haföi fyrir 10 árum helming tekna sinna af viðskiptum utan lands, en nú 17% þeirra. Hefúr Chemical Bank nú aðeins útibú í 9 löndum í stað 30 landa þegar best lét. Áþekku máli gegnir um viðskipti annarra stórra, bandarískra banka svo sem First Chic- ago og Manufacturer’s Hanover Tmst. Aftur á móti hafa fáeinir evrópskir bankar færst í aukana á sviði alþjóð- legra viðskipta; í Þýskalandi Deutsche Bank og Dresdner Bank, í Frakklandi einkum Crédit Lyonnais, í Bretlandi Midland Bank og í Sviss Union Bank of Switzerland. — Um 60 japanskir bankar hafa útibú eða skrifstofur i London. Heima fyrir hefúr japönskum bönk- um þó ekki gengið allt í haginn á árinu 1990: Gagnvart dollar hefúr jen fallið í verði. I Tokyo kostaði dollar um 140 jen í lok desember, um 159 jen í lok mars og um 154 jen um miðjan maí. í kauphöllinni í Tokyo hafa verðbréf fallið í verði á árinu um liðlega 20% að Nikkei-vísitölu verðbréfa. En jap- anskir bankar em i góðum holdum. Frá 1980 til 1988 tvöfölduðust inn- stæður þeirra í jenum taldar — og fra 1986 til 1988 tvöfölduðust þær í doll- urum taldar. Fáfnir bóndinn það hugrekki stúlkunnar að þakka. Ella heföi maðurinn kannski gengið aftur og ásóh hana. En hvar og hvenær var þetta valþing háð? í Hörgdæla sögu, sem nú er glötuð, mun hafa verið sagt frá bardaga Hörgdæla og Svarfdælinga,og bar- daga Hörgdæla og Skagfirðinga fyrr á tíð. Og ekki hafa allir bardagar ver- ið skráðir. Þjóðsaga þessi er til í fleiri gerðum en þannig sagði mér hana ungum föðursystir mín Helga Sig- urðardóttir á Ytri-Reistará í Möðm- vallasókn, Amameshreppi. III. Eftirfarandi vísa kom á loft á hernámsárunum, en getur hæglega veriö eldri: „Gömul amboð gisna, gapir rifa hvur. Veslingsblómin visna, vökvalaus og þurr. Allteins fer hin unga mær, ef hún það sem eðlið kýs, ekki í tíma fær.“ Kannast einhver við höfundinn? IV. Benedikt Gröndal skáld brá sér oft á leik, bæöi í bundnu máli og lausu. Eftir honum er haft: „Mér er sem ég sjái hann Kossút snýta sér og fara að reka hross út. Sína upp reiðir svipuna vega Séra Stefáns á Mosfelli lega.“ Rætt haföi verið um að erfih væri að ríma móti Kossút, en sá maður átti veigamikinn þátt í frelsisbaráttu Ungveija á 19. öld. Fróðir menn kunna sjálfsagt skil á séra Stefáni á Mosfelli á þeim tíma. Til sölu Notaöar búvélar og fleira: LANSING lyftari 7/5.0 árg. 1985......................Kr. STILL diesellyftari 2,5 t, árg. 1974.............Kr. STILL diesellyftari 2,51, árg. 1986..............Kr. GRÖFUSKÓFLA 60 cm................................Kr. CHLORIDE hleðslutæki........................... Kr. TAARUP DM 1350 sláttutætari......................Kr. YLO krókur.......................................Kr. TAARUP DM 1500 árg. 1981 sláttutætari............Kr. NEW HOLLAND 370 bindivél.........................Kr. AEBI votheyshnífur...............................Kr. YAMAHA MJ 650T marþota...........................Kr. SKIDOO SAFARI árg. 1988 Rb-313...................Kr. YAMAHA ET 340 TR árg. 1988 Mb-130................Kr. YAMAHA ET 340 TR ÁRG. 1988 Mb-133................Kr. GUNTESTAD 4000 lítra snekkjudreifari, 4 ára, sem nýr.Kr. KIMADAN mykjudæla, ný upp tekin, 7 ára. Dýpt 3 m.....Kr. SAMBAND ISLENSKRA SÁMVINNUFELAGA .Kr. 800.000,- Kr. 260.000,- Kr. 1 .100.000.- Kr. 51.750,- Kr. 115.000,- Kr. 69.000.- Kr. 14.375,- Kr. 93.026,- Kr. 276.000.- Kr. 40.250,- Kr. 287.500,- Kr. 300.000,- Kr. 437.000.- Kr. 437.000,- Kr. 275.000.- Kr. 90.000,- HÖFÐABAKKA 9 112 REYKJAVÍK SÍMI 91-670000

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.