Tíminn - 15.06.1990, Blaðsíða 16

Tíminn - 15.06.1990, Blaðsíða 16
AUGLÝSINGASÍMAR: 680001 —686300 j ríkissRip NÚTÍMA FLUTNINGAR Hatnarhusinu v/Tryggvagötu, S 28822 VERÐBRÉFAUIÐSKIPn SAMUINNUBANKANS SUÐURLANDSBRAUT 18. SlMI: 688568 AKTU EKKI ÚT í ÓVISSUNA. AKTU Á SUBARU LONDON-NEWYORK-STOCKHOLM \ /r*/afr*fp / ' kigvar F | t t Helgason M * 1 Sævarríófóa 2 simi 91-674000 V OUFIE / Kringlunni 8-12 Sími 689888 Tíniinn FÖSTUDAGUR 15. JÚNÍ1990 Væn fúlga fjár hverfur úr seðlageymslu á Seyðisfirði: Bankarán á Austurland Grunur leikur á að um 2 1/2 milljón hafi horfið úr seðla- geymslu Seðlabankans á Seyðisfirði. í geymslunni eru geymd seðlabúnt í pökkum og þegar að var gáð kom í Ijós að í einu búnti voru pappírsseðlar í stað peningaseðla. Frá þessu var greint í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins í gærkvöldi. í fréttum útvarpsins sagði, að stjóm Seðlabankans hafi borist vitneskja um peningahvarfið í gærmorgun og var málinu vísað til Rannsóknarlögreglu ríkisins. Fréttastofan háfði heimildir fyrir því að hér væri um að ræða tvær og hálfa milljón í 5000 króna seðl- um vanti í geymsluna. Þegar að var gáð í seðlageymsl- unni kom i ljós að í einum pakka voru pappírsseðlar í stað peninga- seðla. Peningamir em jafnan geymdir í pökkum og þegar trún- aðarmenn Seðlabankans telja búntin sést ekki nema í hliðar og enda seðlanna, þannig að pappír- smiðar geta litið út eins og seðlar. Seðlageymslan er í húsnæði Landsbankans á Seyðisfirði. Lykla að henni hafa aðeins tveir menn, bæjargjaldkeri, sem trúnaðarmað- ur Seðlabankans, og aðalgjaldkeri bankans. Ekki er hægt að komast í seðlageymsluna; nema með því að nota báða lyklana, og fúlltrúi Seðlabankans verður alltaf að vera viðstaddur þegar farið er í geymsl- una og báðir loka þeir geymslunni. Lykill annars á aldrei að komast í hendur hins. Málið er því hið dularfyllsta, ekki síst vegna þess að engin merki era um innbrot. í útvarpsfréttum kom einnig fram að fúlltrúar Seðla- bankans hafi skoðað geymsluna nýlega, án þess að sjá nokkuð at- hugavert. Rannsóknarlögreglan hélt austur til Seyðisfjarðar síðdegis í gær og hófust rannsóknir fljótlega. Rann- sókn málsins beinist fyrst og fremst að starfsfólki Landsbank- ans á Seyðisfirði, enda er sá banki eini aðilinn sem geymir peninga í seðlageymslunni. Vegna þess að tvo aðila þarf til þess að opna seðlageymsluna, er mögulegt að einhver óheiðarlegur aðili hafi komist yfir lyklana á vafasaman hátt og látið smíða eftir þeim. -hs. EFTA-viðræðurnar: Samstaða í sameiginlegum viðræðum for- sætisráðherra EFTA ríkjanna og Jacques Delors, forseta fram- kvæmdarstjómar Efnahagsbanda- lagsins, í gær, lýsti Delors því yfir að samningsumboð af hálfu EB um Evrópska efnahagssvæðið verði endanlega frágengið á ráðherra- fundi bandalagsins þ. 19. júní, en EFTA ríkin hafa nú náð fullri sam- stöðu um leiðir til samninga, að sögn Jóns Baldvins Hannibalssonar utanríkisráðherra. Jón Baldvin sagði að ráðherra- fundur EFTA ríkjanna hefði verið sögulegur af tveimur ástæðum, þar sem tekist hefði að staðfesta sam- stöðu þeirra varðandi undirbúning samninganna við EB, og það mat Delors að samningar bandalaganna tveggja geti hafist í lok júní. Að sögn Jóns Baldvins er samstaða um það að taka inn í samninginn lög og reglur EB á samningssviðinu þannig að það verði lagalegur grandvöllur hins Evrópska efna- hagssvæðis, sem tæki til hins fjór- eina frelsis um vörar, fjármagn, þjónustu og fólk. Hvað snertir frávik frá lagagrand- vellinum sagði Jón Baldvin að EFTA ríkin hefðu skilgreint tólf mál, sem varða þjóðarhagsmuni einhverra EFTA landanna og verður að semja sérstaklega um. „Hvað okkur íslendinga varðar þá era á þessum lista yfir tólf vanda- mál sem þurfa að fá sérstaka með- höndlun. í fýrsta lagi forræðið yfir eigin auðlindum þjóðarinnar, ann- ars vegar fiskimiðunum og hins vegar orkulindunum. í öðra lagi fyrirvari varðandi eignarréttarheim- ildir erlendra aðila. Og í þriðja lagi eins konar öryggisventill varðandi frjálsan flutning fólks,“ sagði Jón. Steingrímur Hermannsson forsæt- isráðherra sagði í ræðu sinni á leið- togafundi EFTA ríkjanna í gær að Islendingar gætu ekki fallist á frjalsan aðgang fyrir iðnvaming Evrópuþjóðanna án þess að við nyt- um frjáls aðgangs fyrir fiskfram- leiðslu okkar, og að við gætum ekki samþykkt að veita fiskveiðiheimild- ir í staðinn fyrir frjálsa verslun með fisk, þar sem við teldum að við vær- um sjálfir hæfastir að nýta náttúra- auðlindir okkar. Steingrímur sagði ennfremur að Ís- lendingar gætu ekki fallist á yfir- þjóðlegar stofnanir þar sem við hlytum að áskilja okkur rétt til ákvarðanatöku um hið Evrópska efnahagssvæði engu síður en EB löndin. Jón Baldvin ítrekaði það að öll EFTA löndin ynnu heilshugar að þessu samstarfi. Vonir stæðu til að samningar um evrópska efnahags- svæðið náist fljótt, þar sem Delors áréttaði á EFTA fundinum að EB tæki ekki við nýjum umsóknum um aðild fyrr en á seinni hluta næsta áratugar. —só Hæstiréttur staðfestir dóm undirréttar í máli fyrrum sjúklings gegn Páli Gíslasyni, lækni á Landspítala: Sýknaður af vanrækslu Hæstiréttur birti í gær dóm í máli fyrram sjúklings gegn Páli Gíslasyni lækni á Landspítalanum, heilbrigðis- ráðherra f.h. Landspítalans og fjár- Minni afli Samkvæmt bráðabirgðatölum Fiskifélags Islands var heildar- afli landsmanna í maí sl. 74407 tonn. Ef einstakar tegundir era skoð- aðar kemur í ljós að þorskur í aflanum er um 5.000 tonnum meiri, ýsa 3.500 tonnum meiri, ufsi 3.900 tonnum meiri, karfi 730 tonnum meiri, steinbítur 230 tonnum minni, skarkoli 300 tonnum meiri, grálúða 16.300 tonnum minni, annar botnfiskur 580 tonnum meiri, rækja 160 tonnum meiri, hörpudiskur 247 tonnum meiri og humar 213 tonnum meiri. Frá áramótum til 31. maí var heildaraflinn orðinn 932.600 tonn en á sama tímabili í fyrra var hann 945.400 tonn. GS. málaráðherra f.h. ríkissjóðs. Taldi sjúklingurinn að sér bæra skaðabætur vegna meintrar vanrækslu lækna eftir skurðaðgerð. I stuttu máli sagt þá féllst Hæstiréttur ekki á bótakröfúr sjúklingsins og dómur undirréttar var staðfestur. Málsatvik era þau að kona, sem hafði gengið í gegnum skurðaðgerð á Landspítalanum, hlaut örorku sem hún telur vera vegna vanrækslu lækna. Telur konan að starfsmenn spítalans hafi gerst sekir um gáleysi við meðfcrð og umönnun eftir skurð- aðgerðina. Læknaráð komst hins veg- ar að þeirri niðurstöðu að svo hafi ekki verið og að varanleg örorka við- komandi stafi af fleiri ástæðum en einni. Undirréttur féllst á þessa niður- stöðu, en konan vildi ekki sætta sig við hana og áfrýjaði ‘ málinu til Hæstaréttar. ' I niðurstöðu Hæstaréttar kemur eft- irfarandi fram: „Læknisfræðileg gögn málsins veita ekki sönnun fýrir því, að sjúkdómur konunnar verði ra- kinn til vcnrækslu eða annarrar sak- næmrar hegðunar starfsmanna Land- spítalans." Þess vegna beri að sýkna þá stefndu af kröfúm áfrýjanda, en málskostnaður var fellur niður. -hs. Uppboði frestað á vanhirtu hrossunum sem tekin voru af eigandanum fyrir skömmu: HVER Á HROSSIN - SIGRÍÐUR EÐA...? Frá uppboðinu sem ekkl varð. Már Pétursson fógeti, Hlöðvor Kjartansson, róttarskrifari og að bakl hans Guömundur Slgurösson. Uppboði á þeim tíu hrossum, sem tekin voru úr vðrslu Sigríðar Stef- ánsdóttur fyrir skömtnu vegna vanrækslu og sveltis, var í gær frestað til þriðjudagsins 19. júni nk. Á uppboðið i gær mættu Iðgmað- ur Sambands dýraverndunarfé- laga og lögmaður þriggja aðila, sem telja sig vera raunverulega eigend- ur hrossanna. Enginn þeirra er Sig- ríður Stefánsdóttir. Lögmaður „eígendanna“ mót- mælti uppboðinu vegna þess að ekki væru uppboðsheimildar- ákvæði í dýraverndunarlögum og að uppboðið heföi ekki verið aug- lýst á lögmætan hátt. Jafnframt byðust umbjóðendur sínir, réttir eigendur hrossanna, til að greiða áfallinn kostnað af gæslu þeirra. Lögmáður Sambands dýravernd- arfélaga, Sigríður Ásgeirsdóttir, mótmælti þvf að uppboðið færi fram, vegna þess að hrossin væru of veikburða tá þess að verða boðin upp og dreifast til nýrra eigenda án eftirlits dýralæknis. Hún vitnaði í forðagæsiulög og krafðist þess að hrossin yrðu enn um sinn geymd og fóðruð á kostnað Hafnarfjarðar- bæjar og lýsti ábyrgð á bendur bænum, gengi þetta ekld eftir. Með lögmanni þeirra, sem vildu teijast réttir eigendur hrossanna sem tekin voru frá Sigriði á dögun- um, var Guömundur Sigurösson. Guðmundur ræður jörðinni Bflds- feUi í Grafnlngi, en þangað úr- skurðaði fógeti að hrossin skyldu nú flutt Tíminn spurði Guðmund hvort hann væri einn þeirra þriggja sem gert hafa tiikall til hrossanna. Hann kvað svo ekki vera, heldur væri hann umboös- maður eigendanna þríggja. — En hverjir eru þeir hestamenn sem treystu Sigríði fýrir hestum sínum? „Þú verður að spyrja lögmanninn aö því,“ sagði Guðmundur. Tíminn lagði því þessa sömu spurningu fýrir lögmanninn, Hlöð- ver Kjartansson. Hann vildi ekki svara spurningunni. Hann vildi heldur ekki nafngreina umbjóð- endur sína þrjá, sem telja sig eiga hrossin, og kvaðst ekki sjá ástæðu til að birta nöfn af þessu tilefni og nafnbirtingar í þessu máli hefðu þegar veríð á skjön við almennar venjur um nafnbirtingar í blöðum. Spurningunni um það hverjir þeir þrír aðilar eru, sem treystu Sigríði Stefánsdóttur fýrir geymslu hrossa sinna, er því ósvarað enn. —sá

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.