Tíminn - 15.06.1990, Blaðsíða 2

Tíminn - 15.06.1990, Blaðsíða 2
2 Tíminn Föstudagur 15. júní 1990 1I Ráðskona sem réðst í sveit lenti í ótrúlegum sálarhremmingum strax á fyrsta kvöldi: Olvaður, æstur nágranni hótaði ítrekað nauðgun Tíminn greindi nýlega frá því að kona hefði kært karlmann fyr- ir að leita á sig og hóta sér nauðgun. Kæran var byggð á því að ölvaður maður hefði komið á sveitabæ, þar sem hún hafði ráðið sig sem ráðskona og hótað henni að hafa við hana sam- farír nauðuga viljuga. Þetta var lítil frétt í Tímanum og málið virtist ekki stórt, hvorki í augum Tímans né lesenda. Það er lögreglan á Sauðárkróki sem hefur málið til rannsóknar. Konan sem kærði hafði samband við Tímann í gær og vildi greina frá þvi sem gerðist; vildi hún að sannleikur- inn í málinu kæmi fram, fyrst á annað borð hefði verið fjallað um það í blöð- um. Hér á eftir fer frásögn hennar, þar sem einstaklingar eru ekki nafh- greindir. Það var ósk konunnar og varð Tíminn við henni. Fyrst vildi hún taka fram að hún hefði ekki kært manninn í auðgunarskyni heldur öðr- um til viðvörunar. „Ég hafði ráðið mig sem ráðskonu á sveitabæ, í sveit þar sem ég þekki lítið til. Ég kom að kvöldi þess dags sem um var samið og bóndinn tók mér með virktum. Um það bil fimmtán mínútum efrir að ég kom inn á heimil- ið hringdi maður úr sveitinni og boð- aði komu sína. Skömmu siðar kom hann og var ölvaður. Hann lagði bíln- um sínum nokkuð frá bænum, við hliðið á heimreiðinni. Þegar hann kom inn hóf hann strax upp stólpa- kjaft við mig og klæmdist mjög mik- ið. Hann leitaði á mig og þegar ég færðist undan tilkynnti hann mér að hann ætlaði að hafa samfarir við mig með góðu eða illu. Eg varð mjög hrædd og ráðvillt, nýkomin á staðinn og þekkti engan. Húsbóndinn mald- aði í móinn og bað gestinn um að láta af þessu, en hann sinnti því engu. Gesturinn fékk að gista og eftir að gengið var til náða kom hann inn til min og upphóf sama munnsöfhuð og leitaði stíft á mig og hótaði mér enn og aftur að nauðga mér ef ég ekki vildi láta að vilja hans." Þegar hér er komið sögu fatast kon- unni frásögnin. Hún andar djúpt og greinilegt að hún berst við að röddin bregðist henni ekki. Hún segir eins og í afsakandi t-.Sn: „Hann meiddi mig ekkert, en maður getur lfka fengið sár á sálina." Þegar hér var komið var konan að eigin sögn orðin svo hrædd að hún ákvað að yfirgefa bóndabæinn og leita gistingar á hóteli í nágrenninu. Til ryskinga kom milli bóndans og gestsins og heyrði konan bóndann segja: „Ef við sláumst veit ég að þú drepur mig og tekur síðan konuna." „Hálf utan við mig af hræðslu til- kynnti ég að ég ætlaði ekki að gista á heimilinu. Gesturinn bað mig þá að leyfa sér að sirja í niður að hliði, þar sem bíllinn hans var. Ég taldi það einu leiðina til að koma honum í burtu og féllst þvi á það. Þegar komið var að bílnum sagðist hann vera svo ölvaður að ég yrði að keyra hann heim til sín. Mér varð hugsað til allra þeirra slysa sem hljótast af ölvunarakstri. Sam- visku minnar vegna gat ég ekki neitað þessu. Þegar við vorum komin út á aðalveg hótaði hann mér öllu illu ef ég færi ekki þangað sem hann vildi. Hann sagðist vita um dal skammt frá þar sem væru góðar lautir og gott væri að eðla sig og þar ætlaði hann að nauðga mér. Ég ætlaði að aka í átt að hótelinu, en þá reif hann bílinn úr gír og setti hann í handbremsu og upphófust hótanir í þeim dúr sem ég hef lýst áður. í hvert sinn sem hann hafði hótað mér hló hann hrossahlátri eftírá. Mér flaug í hug hvort hann væri geðveikur. Ég þorði ekki annað en að hlýða hon- um og sneri við. Einhver kann að segja að ég hafi ekki verið nógu hörð. Ég var hins vegar svo hrædd að ég hugsaði um það eitt að komast lífs af frá manninum." Þegar þau höfðu hringsólað í nið- dimmri þoku klukkustundum saman var konan komin að því að brotna undan hótunum mannsins sem stöð- ugt drakk á meðan á þessu stóð. „É g gat ekki hlaupið út úr bílnum því ég sá ekkert út. Þokan var svo dimm og ég yissi ekkert hvar við vorum stödd. Eg var farin að hugsa um að keyra bílinn út af veginum og reyna að fleygja mér út á ferð. Þá sá ég grilla í afleggjara heim að bæ. Hann öskraði á mig að snúa við. Ég spurði hvort ég mætti snúa við á afleggjaranum. Hann leyfði það en varaði mig við að reyna einhverja vitleysu. Eg hugsaði með mér að nú væri að duga eða drepast. Ég stökk út úr bílnum og hljóp eins og ég ætti lífíð að leysa. Stökk yfir hliðið og hljóp heim að húsinu þar sem ekk- ert ljós var að sjá. Ég vissi ekki hvort þetta væri eyðibýli. Maðurinn fylgdi á eftir mér og ég hélt að hjartað ætlaði að springa af hræðslu og mæði. Mér féllust hendur þegar ég kom að hús- inu. Múrað var upp í hurðargatið. Skyldi þetta vera eyðibýli, hugsaði ég með mér. Eg hljóp hringinn í kringum húsið. Eg heyrði í hundi og vissi þá að einhver bjó þama. Eftir mikið bank og barsmíðar tókst mér að vekja upp heimilisfólkið. Ég datt inn um úti- dymar öll í einum keng, mállaus af hræðslu og með ekkasogum. Fólkið tók mér vel, hélt fyrst að ég hefði lent í bílslysi. Ég var lengi að jafha mig áð- ur en ég gat sagt frá hverju ég hafði lent í. Þegar fólkið áttaði sig á því, hringdu þau á lögregluna. Maðurinn þorði ekki að elta mig heim að bænum, en kom tvisvar í humátt að húsinu. Hann hefur greini- lega haldið að von væri á mér til baka, því hann hleypti loftinu úr þremur dekkjum á bílnum minum. Reyndar vissi þessi maður að fólkið sem ég leitaði til myndi ekki hleypa honum inn og hefiir efiaust talið að ég kæmist ekki inn frekar en hann." Konan er nú komin heim til sín eftir þessa lífsreynslu. Lögreglan á Sauðár- króki hefur málið hins vegar til rann- sóknar. Bjöm Mikaelsson yfirlög- regluþjónn sagði í samtali við Tímann í gær að rannsókn væri á lokastigi og fljótlega yrði málið sent til sýslu- manns sem síðan tæki ákvörðun um framhald þess. Astæða þess að rann- sókn hefur tafist er mikið annriki sem nú er hjá lögreglunni á Sauðárkróki vegna skipulagningar við landsmót hestamanna í byrjun júlí. Steingrímur J. Sigfússon um Mógilsárgaldurinn: Fellst á uppsögn forstöðumannsins „Forstöðumaðurinn á Mógilsá sagði sjálfur upp starfi sínu. Hann hefur tilgreint sem eina ástæðu upp- sagnarinnar, að hann treysti sér ekki til að starfa eftir því skipulagi að Mó- gilsá sé^gleild í Skógrækt ríkisins. Þetta skipulag hefur verið við lýði síðan 1968 og staðfest að það eigi að rikja áfram, þar til löggjafinn hugs- anlega ákveður annað. Úr því sem komið var, ákvað ég því að fallast á uppsögn hans og ákveða starfslok, sem er ótvíræður réttur vinnuveitenda við slíkar aðstæður," sagði Steingrímur J. Sigfusson land- búnaðarráðherra. Ráðherra sagði að á Mógilsá væru mörg og margvísleg störf í gangi. Til þess að mannabreyt- ingar geti gengið eólilega fyrir sig og hafi sem minnsta röskun í för með sér fyrir stöðina og íslenska skógrækt í heild, þurfi að fara rækilega yfir það hvernig staðan er í sérhverju tilviki. Það hefði verið gert á fundinum með starfsmönnum stöðvarinnar fyrr í vikunni. Ráðherra sagði að rannsóknastöðin að Mógilsá hefði verið og væri hluti Sendiherra í Nígeríu Hinn 1. júní þ.m. afhenti Helgi Agústsson sendierra Ibrahim Ba- bangida, forseta Nígeríu, trúnaðar- bréf sitt sem sendiherra íslands í Níg- eríu með aðsetur í Lundúnum. (Fréttatilkynning.) af starfsemi Skógræktar rikisins. Úti- lokað væri að taka hana undan Skóg- ræktinni og gera hana að sjálfstæðri stofhun af þeirri ástæðu, að engin lög eða reglur hefðu verið sett sem heim- iluðu slíkt, og i raun væri stofhun nýrrar rikisstofnunar. Annað mál væri að Alþingi gæti hugsanlega vilj- að íhuga slikt, næst þegar lög um skógrækt verða endurskoðuð. „Ég hins vegar hvorki get né vil búa til sjálfstæða ríkisstofhun með ráðherra- bréfi einu saman. Það er einfaldlega ekki hægt," sagði ráðherra. Sér væri því aðeins einn kostur fær: að halda sig við ríkjandi skipulag sem verið hefði við lýði í 22 ár. —sá (slenski hesturinn hefur aðdráttarafl: 630 læknar á hestbaki Um 630 læknar, sem hér eru á ráð- stefnu þessa dagana, brugðu sér á hestbak í gærkvöldi. Læknarnir sátu fyrst að snæðingi í Reiðhöllinni í Víðidal, en þegar þeir voru þéttir og saddir orðnir, sá fyrirtækið Ishestar um að koma þeim á hestbak. „Við vorum með 84 hesta í þessu, en tókum fólkið á bak í um það bil 70 manna hópum. Hóparnir skiptust um að fara á bak á fjórum stöðvum," sagði Sigrún Ingólfsdóttir, starfs- maður íshesta. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem stór hópur erlendra ráðstefhugesta bregð- ur sér á bak á vegum íshesta og fyrir- tækisins Ráðstefhur og fundir, því að áður hefur m.a. ámóta stór hópur er- lendra mjólkurfræðinga fengið að njóta samskonar viðurgernings. íshestar hafa um árabil annast hóp- ferðir á hestum um landið og aðsókn útlendinga sífellt verið að aukast. Sumarstarfið hefst um næstu mán- aðamót, en þá verður farið með stór- an hóp fólks frá Miðdal í Laugardal til Landsmóts hestamanna og verður riðið norður Kjöl. íshestar verða með um 400 hesta í sumar sem bæði eru í eigu fyrirtækis- ins eða eru teknir á leigu. I sumar munu tæplega 40 manns starfa hjá eða á vegum Ishesta. —sá Þorstelnn Pálsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, með skegg, en hann seglst ekkl elga von á þvf aö þaö sé tll frambúðar. Timamynd pjetur Ekki kosningaskegg Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálf- stæðisflokksins, vakti verulega at- hygli þegar hann kom fram í fréttum Ríkissjónvarpsins í fyrrakvöld.- „Hann er með skegg," hrökk út úr mörgum, er sáu formann Sjálfstæðis- flokksins. Tíminn hafði samband við Þorstein og spurði hann hvort nýtt út- lit væri upphafið að kosningaundir- búningi sjálfstæðismanna fyrir Al- þingiskosningar næsta vor. Þorsteinn sagði það af og frá og hann ætti ekki von á öðru en að skeggið fyki fyrir næstu mánaðamót. „Þetta er nú ekki meira mál en að skipta um gleraugu eða hálsbindi," sagði Þorsteinn. Hann tók vel í það að Tíminn fengi að smella einni mynd af „hinu nýja útliti". „En með einu skilyrði," sagði hann, „að ég fái eitt eintak af mynd- inni. Það verður gaman að eiga mynd eftir að það fýkur."

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.