Tíminn - 15.06.1990, Blaðsíða 7

Tíminn - 15.06.1990, Blaðsíða 7
Föstudagur 15. júní 1990 Tíminn 7 VETTVANGUR Þórarinn Þórarinsson: Meginþorri Islendinga hafnar aðalkröfu Fyrir nokkru var sagt frá því að sá embættismaður í fram- kvæmdastjóm Efnahagsbandalags Evrópu sem er eins konar sjávarútvegsráðherra þess, hafi hætt við ráðgerða ferð til ís- lands og var ástæðan sú að tilgangslaust væri að ræða við ís- lendinga um sjávarútvegsmál því að þeir höfnuðu þeirri kröfu Efnahagsbandalagsins að aðildam'ki bandalagsins fengju leyfi til fiskveiða innan íslensku fiskveiðilandhelginnar. Þetta hefur verið aðalkrafa bandalagsins allt frá 1946 er samningar hófust við það um fiskveiðiréttindi því til handa. íslendingar hafa jafhan hafhað þessari aðalkröfu bandalagsins og hafa gert það einna greinilegast í nýlegri skoðanakönnun Félagsvís- indastofnunar Háskólans. Þar var lögð sú spurning fyrir fólk hvort það vildi leyfa Efnahagsbandalags- ríkjum að veiða innan fiskveiðilög- sögu íslands gegn bættu aðgengi að mörkuðum EB. Svarið var skýrt. Um 14% þeirra sem svöruðu töldu þetta geta komið til greina en 86% svöruðu neitandi. Þetta stangast að vísu á við þá nið- urstöðu sömu skoðanakönnunar að 39% voru fylgjandi umsókn að EB, 25% á móti en 36% óviss. Svör þeirra sem fylgjandi eru umsókn virðast byggð á þeirri óskhyggju að Efhahagsbandalagið falli frá þeirri aðalkröfu sinni að fá aðgang að ís- lenskum fiskimiðum. Það sýnir best að bandalagið er ekki fallið frá þeirri kröfu að við- skiptamálaráðherra Danmerkur hefur óskað eftir rannsókn á því hvort nýsett íslensk reglugerð um gæði á útfluttum fiski brjóti ekki í bága við lög Efhahagsbandalags- ins. I þessari ósk hans virðist felast hótun um mótaðgerðir af hálfu EB. Um likt leyti barst hingað sú frért R»", 4^V ^* rf*^^iM r x * llfV.f 4 *VYt H-- t íi-v^fe EE >^% ' i i ,.j»fc.f ^H að Grænfriðungar myndu krefjast þess að íslendingar drægju úr fisk- veiðum sínum til þess að hvalir fengju næga fæðu. Sagt var um Dani áður fyrr að þeir væru drengir góðir og vinfastir. Þetta virðist nú gilda bæði um Dani og Grænfriðunga sem keppast um að telja Íslendingum trú um að þeir séu vinir þeirra. Annars þarf ekki að undrast það þótt þeim fjölgi sem vilja sækja um aðild að EB. Sá áróður er nú rekinn af ýmsum íslenskum embættis- mönnum að aðild að Efnahags- bandalaginu muni bæði tryggja bætt efnahagsleg kjör þjóðarinnar og aukinn hagvöxt. Þetta er þó órökstutt meðan menn vita ekki hve mikilla fiskveiðiréttinda EB krefst í staðinn fyrir tollfriðindi, en sá fisk- afli sem íslendingar misstu af vegna fiskveiðiréttinda sem EB fengi gæti vel unnið upp hagnaðinn af aðildinni. Það getur líka verið umdeilanlegt hvort aukinn hag- vöxtur tryggi þau lífsgæði sem margir telja nú eftirsóknarverðust, en það eru m.a. hreint vatn, ómeng- að loft og manneskjulegt umhverfi. Þess ber samt að gæta að meðan íslenskur fiskur nýtur þess álits að vera gæðavara og fiskistofnarnir dragast saman þarf ekki að óttast að illa gangi að selja fiskinn. Eftir- spurnin verður meiri en framboðið. Nokkurt dæmi um þetta er það að verð sem íslendingar fá fyrir salt- fisk i löndum EB fer nú hækkandi þrátt fyrir 13% toll. Neytendur þessara landa verða að kaupa fisk- inn þeim mun dýrara verði sem toll- inum nemur. UR VIÐSKIPTALIFINU Swissair - Singapore, Airlines - Delta (- SAS) í árslok 1989, 14. desember, gerðu Swissair og Singapore Air- lines með sér samning um sam- vinnu og nokkur skipti á hlutabréf- um sín á milli 1990, en bæði eiga þau í slíkrí samvinnu við þríðja stærsta bandaríska flugfélagið, Delta Air Lines. Spanna áætlun- arferðir flugfélaganna þríggja nær allan hnöttinn. Þau halda uppi áætlunarflugi á 237 áfangastaði í 64 löndum. Swissair á 55 flugvélar og stundar áætlunarflug til 110 áfangastaða í 68 löndum. Flutti það 8,1 milljón far- þega og 267.000 tonn varnings 1988. — Singapore Airlines á 39 flugvélar, flaug á 57 áfangastaði i 37 löndum, flutti 6,2 milljónir farþega og 240.000 tonn varnings 1988. Á milli SAS og Swissair var í sept- ember 1989 gerður áþekkur samn- ingur um samvinnu og nokkur skipti á hlutabréfum þeirra á milli. Tölvur frá Matsushita Japanska fyrirtækið Matsushita, sem utan lands selur rafmagnsvörur sinar undir heitunum National og Panasonic, sneri sér ekki fyrr en 1989 fyrir alvöru að framleiðslu tölva og búnaðar í þær. í fyrra keypti það fyr- irtæki utan lands, í fyrsta sinn í 15 ár, breskt fyrirtæki á sviði hugbúnaðar með aðsetri í Edinborg, Office Workstations Ltd. Keypti Matsushita 61,7% hlutafjár þess af fjórum hlut- höfum, sem áttu 69% hlutafjárins. Laxeldi í Chile I Chile hófst laxeldi nokkru eftir 1980, en það flutti út 12.000 tonn af eldislaxi 1989, tíunda hluta útflutn- ings Noregs, helsta eldislandsins. Frá 1985 hafa fleiri en 100 eldisstöðvar tekið til starfa í Chile sunnanverðu, svo að veltuskeið hefur verið í Puerto Montt. I Chile sunnanverðu renna bergvatnsár úr hlíðum Andesfjalla og þar eru mörg tær stöðuvötn. Að lax- eldi standa útlendir aðilar að miklu leyti. Stærsta laxeldisfélagið i Chile er breskt, Marine Harvest International, dótturfélag Unilever, sem setti upp fyrstu eldisstöð sína 1987. „Arangur varð langt umfram vonir okkar. Til tókum við með hrogn, flutt frá Skot- landi, i janúar 1987 og (1989) fram- leiddum við 1400 tonn af Atlants- hafslaxi," sagði forstöðumaður fé- lagsins, Ralph Baillie, i Financial Times 9. febrúar 1990. Um 70% af eldislaxi félagsins voru flutt fersk til Bandarikjanna, en að öðrum hlutum var hann fluttur frystur til Japan. í ár mun Marine Harvest væntanléga flytja út 3.800 tonn. I Chile hafa líka japönsk, norsk, hol- lensk og arabisk félög komið upp laxeldisstöðvum. Munu útlend félög hafa fest 70 milljónir sterlingspunda í laxeldi í Chile. Stígandi Efnahagsstefn w ¦% w ¦¦ ¦¦ an i Pollandi Efnahagsvandi Póllands er nú sagður eiga upptök sín f lán- stökum ríkisstjórnar Giereks utan lands á áttunda áratugnum. En útiendar skuldir Póllands nema um 40 milljörðum dollara eöa liðlega hálfri annarri áriegri landsframleiöslu þess. Þegar horfið var frá nýjum lántökum frá 1979 til 1983 fylgdi á eftir al- menn óánægja og upp úr henni spratt Samstaða. Með herlögura 1981 kom ríkis- stjóm Rakowski á verðstöövun cn hún stóð skammt, Mágn peninga í uuifcrð tviifaldaöist frá 1982 tíi 1986, jókst um 33% 1987 og 63% 1988. Síðastnefnda áriö hækkaöí verðlag um 60% og kaupgjald enn meira, 84%. Höralur brustu1989. Samkvæmt opinberum tölum hækkaði kaupgjald liðlega tvöfalt meha fyrstu sjö mánuði ársins 1989 en á sama tíma 1988 og jafn- framt tvisvar og hálfu sinni ineira cn verðlag. Allmikill halli varð 1989 á fjárlögum sem hallaiaus Iiiifðu verið 1988. HaustíÓ 1989 opnuðust gáttir: Matvæli sexfólduðust í verði í ágúst pg verðlag yfirleitt, sam- kvæmt opinberuiu töluni, úm 39%. Um síðustu áramöt reyndi rflds- stjórn Sanistöðu að snúa við blað- inu í efnahagsmálum með upptöku strangrar stefnu í samráði við Ai- þjóða gjaldeyrissjóðinn en megin- atriði hciinar cru: 1) Fjáriög án lialla. 2) Aflögn niðui greiðslna á verði raatvæla. 3) Fimmfðldun á verði kola, helsta orkugjafa lands- manna. 4) 30% grunnvextir verði á inánuði tfl að allháir raunvextír uá- ist. 5) Lækkuu gengis pólsks gjald- niiðils, zloty, ran 67%. 6) I.auna- hækkanir 1990 verði innan við 80% af hækkuu verðlags, þannlg að raunveruleg laun landsiiianiia lækki kringum 25% á árinu. Sýnilegs árangurs af þcssari að- haldssfcfmi væntir pólska ríkis- stjórnin ekki 1990, Iieldur á kom- andi árum. Á árinu 1990 ér vænst 5% samdráttár i iðnframleiðslu 6g i árslok atvinnuleysis 400.000 nianna. Japönsk fjárfesting í Vestur-Evrópu Japan festi 60 milljarða $ utan lands 1989, liðlega fimmtung þeirra í Vestur-Evrópu. Samt sem áður eru horfur á enn vaxandi jap- anskri fjárfestingu þar á tíunda áratugnum og þá einkum á sviði hátækni, rannsókna og þróunar sem og í verksmiðjum, sem vinna úr evrópsku hráefni. En á níunda áratugnum var fjárfesting þess að miklum hluta i verksmiðjum, sem settu saman hluta í vélar og muni, unna í Japan. Framleiðsla bíla er ein þeirra greina, sem Japan hyggst efla, og verður væntanlega framleidd ein milljón japanskra bila í Vestur- Evrópu 1995, þrisv- ar sinnum fleiri en 1989. Mark- aðshlutdeild þeirra verður þá sennilegaum 16%. Fjárfestingu utan lands hóf Japan á sjöunda áratugnum, í fyrstu að- allega í Suðaustur-Asíu og Suður- Ameríku, en eftir fyrri olíukrepp- una 1973 lét það til sín taka i ná- lægum Austurlöndum. Eftir síðari olíukreppuna og fram eftir niunda áratugnum hafa japönsk risafyrir- tæki reynt að skapa sér aðstöðu víða um heim, ekki síst í helstu iðnaðarlöndunum. Fjárfesting Japans í EBE-lönd- umá fjárhagsári sínu 1.4.1989- 31-3.1990 $-milljarðar Bretland 6,67 Vestur-Þýskaland 1,27 Frakkland Holland ítalía írland Spánn Belgía Lúxemborg Heimild: 1,04 3,39 0,35 0,06 0,35 0,27 1,04 International Tribune, 29. maí 1990. og% 46,2 8,8 7,2 23,5 2,4 0,4 2,4 1,9 7,2 Herald Fáfnir

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.