Tíminn - 20.06.1990, Blaðsíða 2

Tíminn - 20.06.1990, Blaðsíða 2
2 Tíminn 'Míðvikúdágúf £Ó’. júní’ ÍÖÖO Vilja Islendingar borga „frjálsa" heilbrigðisþjónustu þessu verði? 40% meira í lækna og lyf en matarinnkaupin Hvemig ætli íslendingum litist á að þurfa að borga meira (beint úr eiginn vasa) fyrir lyf og læknisþjónustu heldur en fýrir ölí mat- arinnkaup heimilanna? í skýrslu um einkaneyslu í nokkmm OECD löndum vekur m.a. athygli að lyfja- og lækniskostnaður var nær 15% af heildarútgjöldum Bandaríkjamanna vegna einkaneysiu — og jafnframt að í þennan eina þátt heilbrígðis- þjónustunnar þurfa þeir orðið að verja 40% hærra hlutfalli af tekj- um sínum heldur en til allra matarínnkaupa heimilanna. Sá er og munurinn að matarkostnað- einkaneyslu hér á landi, eða sem urinn hefur farið tiltölulega lækkandi en þessi beini lyfja- og lækniskostn- aður hefur hlutfallslega hækkað um helming á hálfum öðrum áratug. Þessi hluti sjúkra- og heilbrigðis- þjónustunnar sem Bandaríkjamenn borga beint úr eiginn vasa svaraði jafnframt til 9,5% af þjóðarfram- leiðslu Bandaríkjanna árið 1987. Þetta er hærra hlutfall heldur en heildarkostnaður Islendinga vegna heilbrigðismála á sama ári (sem m.a. getur verið athyglivert fyrir þá sem að undaníbmu hafa lesið blaðagrein- ar um hagkvæmni þess að „frelsa“ (einkavæða) heilbrigðisþjónustu hér á landi). Lækna[)jónusta ódýr á Islandi? Lyíja og lækniskostnaður sem Is- lendingar borga beint (tannlækna- kostnaður að miklum meirihluta) nemur hins vegar aðeins um 1,6% af svarar kringum 1% af þjóðarffam- leiðslu landsmanna. Heildarkostnað- ur Islendinga vegna heilbrigðismála — hins opinbera og einstaklinga — nam hins vegar 8,5% þjóðarfram- leiðslunnar hér á landi árin 1987 og 1988. Þótt sem flestum þykir víst þó nóg um kostnaðinn af heilbrigðisþjónust- unni hér á landi er hann samt (enn a.m.k.) mun lægra hlutfall þjóðar- framleiðslunnar heldur en sá hluti bandarískrar heilbrigðisþjónustu sem menn þuríú þar í landi að borga beint af heimilispeningunum. Hvert hlut- fall heildarkostnað vegna heilbrigð- ismála í Bandaríkjunum er af þjóðar- framleiðslu hefur Tíminn ekki tölur um. En alkunna er að auk beinna út- gjalda almennings greiða opinberir aðilar þar í landi verulegar fjárhæðir fyrir læknisþjónustu starfsmanna sinna og þeirra allra verst settu í þjóðfélaginu og sömuleiðis banda- rísk fyrirtæki stórar fúlgur (og stöð- ugt stækkandi) vegna sjúkra- og læknisþjónustu starfsmanna sinna og fjölskyldna þeirra. Um 1% í Englandi en 15% í USA Það hlutfall einkaneyslunnar sem fer til lyfjakaupa og læknisþjónustu er töluvert mismunandi milli OECD landanna — en hefúr hins vegar breyst fremur lítið á árunum 1973 til 1987, nema í Bandaríkjunum. Englendingar hafa sloppið „billeg- ast“, aðeins þurfl að eyða um 1% heimilispeninganna í þennan lið. Næstir koma Islendingar (1,3-1,6%) Timamynd; Áml BJama og Danir litlu fyrir ofan. í Svíþjóð hefúr þetta hlutfall verið um 2,5% og á bilinu 3-4% í Þýskalandi, Noregi, Finnlandi, Spáni og Grikklandi. Hjá Áströlum hafa um 7% einkaneysl- unnar farið í lyf og lækna, um 9% í Frakklandi og um 10% í Japan. I Bandaríkjunum var þessi beini heilbrigðiskostnaður um 10% einka- neyslunnar árið 1973 — en hefúr síð- an vaxið upp í tæp 15% hálfúm öðr- um áratug síðar, eins og áður greinir. Þessi liður var þá orðinn 2. stærsti liður heimilisútgjaldanna þar í landi, aðeins húsnæðiskostnaðurinn var stærri hluti. - HEI Erlendar konur á Islandi: Þegar draumaprinsinn bregst öllum vonum Það vakna óhjákvæmilega upp margar spumingar um rétt og stöðu erlendra kvenna hér á landi eftir fréttir um illa meðferð á þeim nú nýlega. Tekin vom nokkur dæmi þar sem meðferð á þeim var mjög slæm og ber þá helst á dæmi pólsku konunnar sem beitt var miklu harðræði af íslenskum eiginmanni sínum. Rétt er að taka fram að þó svo dæmi af þessu tagi komi upp að þá erþetta ekki dæmi um hvemig öll þessi hjónabönd eru. Stærstur hluti þeirra kvenna sem hingað koma frá fjarlæg- um löndum býr í hamingjusömum hjónaböndum. Saga pólsku konunnar er í stuttu máli á þá leið að hún kynntist ís- lenskum manni í heimalandi sínu, fluttist til hans hingað til lands og giftist honum. Hún segir að öll loforð hans um öryggi, gott, heilbrigt og hamingjusamt líf hafi brugðist. Hann hafi látið hana búa við stöðuga áfengisóreglu sína og hann hafí beitt hana andlegu ofríki og líkamlegu of- bcldi. Og komið í veg fyrir það, eftir mætti, að hún lærði málið og kynntist fólki. Þá hafi hann vélað hana til að undirrita kaupmála sem ætlaður var til að rýra rétt hennar við eignaskipti vegna hjónaskilnaðar. Kaupmálinn var á íslensku og segir konan að mað- urinn hafi tjáð sér að skjalið væri til þess að tryggja réttarstöðu hennar í hjúskapnum, þess vegna hafi hún skrifað undir. Sambúð þeirra varð stutt. Hún kveður manninn hafa hrak- ið sig af heimili þeirra hjóna og það- an hafi hún ekki átt i önnur hús að venda en í Kvennaathvarfið. Konan sé nú ákveðin í að skilja við mann sinn og vilji fá eðlilega hlutdeild í eignum bús þeirra og hæfilegar skaðabætur vegna líkamsárása og andlegs ofríkis og vegna svikinna loforða. Hann hafi fengið sig til þess að yfirgefa heimkynni sín fyrir sig og hún hafi þurft að brjóta alla brýr að baki sér og eigi ekki afturkvæmt. Samtök um kvennaathvarf hafa áhuga á máli þessarar konu vegna þcss að þau telja að það sé dæmi um mikið þjóðfélagslegt vandamál hér á landi. En samtökin telja að konur Sigrún Astrós í leikferð Leikritið Sigrún Ástrós er nú á leikferð í kringum landið, en sýn- ingin gekk mjög vel í Borgarleik- húsinu í vetur. Með aðalhlutverk og jafnframt eina hlutverkið fer Margr- ét Helga Jóhannsdóttir. Hanna Mar- ía Karlsdóttir þreytir frumraun sína sem leikstjóri í þessu verki. Eitt af kvikmyndahúsum borgarinnar er með kvikmyndina til sýningar. Sýnt verður á Akureyri 20.-21. júní, Dalvík 22. júní, Húsavík 23. júní, Skjólbrekku 24. júní, Raufar- höfn 25. júní, Vopnafirði 26. júní, Borgarfirði eystri 28. júní, Seyðis- firði 29. júní, Reyðarfirði 30. júní, Neskaupstað 1. júlí, Mánagarði 2. júlí. sem hingað koma í því skyni að gift- ast íslenskum karlmönnum búi ofl viö mikið félagslegt óöryggi. Þessar konur komi á tíðum úr mjög ólíku menningarumhverfi, og fái alls ekki þá aðstoð sem nauðsynleg er til þess að aðlagast íslensku samfélagi á eðli- legan hátt. Þá viti Kvennaathvarfið dæmi þess að þessar konur hafi sætt hér miklu harðræði. En þessar konur viti oft alls ekki hvemig þær eigi að bregðast við slíku, tali ofl ekki málið og þekki engan sem hægt sé að leita til. Á rúmi ári hafa konur frá þrettán löndum leitað til Kvennaathvarfsins. Samtök um Kvennaathvarf telja að brýna nauðsyn beri til þess að fram fari nú ítaleg umræða um þessi mál er leiði til lausnar á þessum vanda. Samtök um Kvennaathvarf vilja að hér á landi verði komið upp aðstöðu þar sem konur sem hingað koma til að ganga í hjúskap fái leiðbeiningar sem þeim séu nauðsynlegar til þess að kynnast þjóðfélagi okkar og kennslu í íslensku. Og þangað gætu þær leitað ef upp koma vandamál. Auðvitað eiga svo þessar konur eins og aðrar konur á Islandi, er sæta of- ríki, aðgang að aðstöðu Kvennaat- hvarfsins. Frá áramótum 1988-89 hafa samtals 39 erlendar konur haft samband við Kvennaathvarfið. Þær koma frá sex- tán þjóðlöndum. Stærstu hópar er- lendra kvenna sem búsettar eru hér á landi koma frá Asíu, um 60-70 frá Thailandi og 50-60 frá Filippseyjum. Sumar þessara kvenna koma hingað til að fiýja óbærilegt ástand heima fyrir en þeirra bíður ekki betra ástand hér á landi ef þær eru svo ólánsamar að lenda á slæmum eiginmanni. Sérstakur vinnuhópur var settur á laggimar af dóms-, mennta- og fé- lagsmálaráðuneytunum sem hefur því hlutverki að gegna að Ijalla um stöðu þesara kvenna. Er ætlunin að gefa út bækling í haust á ensku og á Asiumáli. Þar eiga að koma fram ýmsar upplýsingar um íslenskt þjóð- félag sem koma þessum konum að gagni. -KMH Vísinda- nefndin fundarí Hollandi Vísindanefnd Alþjóða hval- veiðiráðsins er nú á fundi í Hol- landi. íslendingar, Norðmenn og Japanir hafa lagt fram gögn i nefndinni um ástand hvalastofn- anna. Nefndin mun einkum beina sjónum sfnum að hrefn- unni og er búist við að fram komi tillaga á ársfundl Alþjóða hval- veiðiráðsins, en hann hefst 2. júlí, um að heimiiaðar verði veiðar á henni að nýju. Vísindanefndin iýkur störfum í lok þessarar viku. Þá taka vinnu- hópar tíl starfa og starfa fram að fundi Alþjóða hvalveiðiráðsins. Fundlr ráðsins standa tíl 7. júlí. Halldór Ásgrímsson sjávarút- vegsráðherra fer fyrir islensku nefndinni á ársfundinum, en með honum eru m.a. Guðmund- ur Eiríksson þjóðréttarfraeðing- ur, Jóhann Sigurjónsson sjávar- Uffræðingur, Hermann Svein- björnsson aðstoðarmaður sjáv- arútvegsráðherra, Kristján Loftsson framkvæmdastjóri og Kjartan Júhusson frá sjávarút- vegsráðuneytinu. -EÓ Ríkisstjórnin og BHMR: Viðræður mögulegar Steingrimur Hermannsson for- sætísráðherra sagði að Páll Hall- dórsson formaður BHMR hefði alls ekki hafnað viðræðum við ríkisstjórnina á óformlegum fundi sem þeir áttu í fyrradag. „Ég geri ráð fyrir þvi að ræða þetta á ríkisstjórnarfundi á morgun“, sagði Steingrímur i samtali við Tíraann í gær. Steingrímur sagði að hann og formaður BHMR hefðu ekki átt neinar formlegar viðræður, heldur hefði hann með fundi þeirra verið að kanna hvort hægt væri að setjast niður og finna lausn á þessu máli. Að sögn Steingríms hafnaði for- maður BHMR ekki frekarí við- ræðum. Hann sagði einnig að hann hefði fengið bréf frá BHMR félögum í dag, þar sem þeir færðu rök gegn því sem rík- isvaldið hefur gert. Steingrímur taldi að ekki væri möguleiki á því að sarakomulag næðist milli þessa tveggja aðila fyrir fimmtudaginn, en þá hefúr BHMR boðað til krðfugöngu og ræðuhalda til að undirstrika þá kröfu sína um að til launaflokka- hækkana komi hinn 1. júli. —só Eyjafjörður rannsakaður með tilliti til staðsetningar álvers: Vindmælingamastur sett upp við Dysnes Á föstudaginn var gengið frá upp- setningu mælitækja á 36 metra háu vindmælingamastri við Dysnes í Eyjafirði. Samskonar mastur verður fijótlega sett upp á Keilisnesi, og einnig verður lítið mastur sett upp á Árskógsströnd til að gera frumathug- anir á ríkjandi vindáttum. Að sögn Sigurðar P. Sigmundssonar hjá Iðn- þróunarfélagi Eyjaíjarðar eru möstr- in sett upp að tilstuðlan Markaðs- stofu Iðnaðarráðuneytisins, og til- gangurinn er að afia nákvæmra upp- lýsinga um loftstrauma, ríkjandi vindáttir og vindhraða með tilliti til mengunardreifingar vegna hugsan- legrar staðsetningar álvers. Áætlað er að mælingamar standi í tólf mán- uði en árstíðabundnar niðurstöður verða gefnar út jafn óðum. Slíkar mælingar liggja fyrir frá öðmm stöð- um sem til greina koma t.d. frá Reyðarfirði. Svæðið kringum Dysnes er mjög viðkvæmt með tilliti til landbúnaðar á svæðinu, og því er rík ástæða að rannsaka loftdreifinguna vandlega. Sigurður sagði að minna mastur væri sett upp á Arskógsströnd til að gera frumathuganir en engar mælingar hafa verið gerðar þar, og litlar upp- lýsingar til. Ef staðurinn kemur meira inn í myndina verður 36 metra mastur sett upp þar, hugsanlega seinna í sumar. Hvort af því verður kemur í ljós á fúndi Álviðræðu- nefndar og Atlantalhópsins sem haldinn verður í Reykjavík dagana 25.-28. júní, en þá verður hugsanleg- um staðsetningarmöguleikum fækk- að í þijá. hiá-akureyri.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.