Tíminn - 20.06.1990, Blaðsíða 16
~W~\
RÍKISSKIP
NÚTÍMA FLUTNINGAR
Hofnarhúsinu v/Tryggvogötu,
S 28822
.Bim*l2b°mrfa9'
VEBÐBRÉFflVmSKIPTI
SAMVINNUBANKANS
SUÐURLANDSBRAUT 18, SÍMI: 688568
I.'IHIWI
<1 ?
Réttur bíll á
réttum stað.
MMgasonM
SœvartTöföa 2
Slmi 91-€74000
LONDON - NEW YORK - STOCKHOLM
DALLAS ^ TOKYO
Kringlunni 8-12 Sími 689888
Tímirm
MIÐVIKUDAGUR 20. JÚNÍ1990
Konur fjölmenna á Austurvöll til að minnast merks áfanga í jafnréttisbaráttunni:
Konur fagna 75 ára
kosningaréttarafmæli
Kvennadagurinn var haldinn hátíðlegur í gær, en þennan
dag fyrir 75 árum fengu íslenskar konur kosningarétt Þús-
undir kvenna á öllum aldri og úr öllum starfsstéttum söfnuð-
ust saman í miðbæ Reykjavíkur og minntust tímamótanna í
góðu veðri.
Dagurinn byrjaði á því að konur
söfnuðust saman kl. 16:30 í porti
Miðbæjarskólans rétt eins og gert
var fyrir 75 árum. Margar kvenn-
anna mættu í einkennisbúningi sinn-
ar stéttar eða í íslenska þjóðbún-
ingnum. Þama mátti m.a. sjá lög-
reglukonur, tollþjóna, flugfreyjur og
afgreiðslustúlkur. í portinu voru
sungin ættjarðar- og sumarlög við
harmoníkuundirleik.
Síðan var gengið um miðbæinn að
Alþingishúsinu. Lúðrasveit undir
stjóm Bjöms Guðjónssonar var í
fararbroddi göngunnar ásamt fjall-
konunni en í hennar gervi var Eygló
Yngvadóttir. A Austurvelli var flutt-
ur stuttur leikþáttur sem fjallaði um
þann merka atburð árið 1915 þegar
þau tíðindi bámst til landsins að
Danakonungur hefði staðfest breyt-
ingar á stjómarskrá Islendinga. Þar
með fengu konur sem orðnar vora
40 ára og eldri kosningarétt og kjör-
gengi til Alþingis. Við setningu Al-
þingis 7. júlí 1915 var haldin mikil
hátíð í Reykjavík til að fagna kosn-
ingaréttinum. Eflir leikþáttinn, um
kl. 18:00, var konum boðið að skoða
Alþingishúsið undir leiðsögn Guð-
rúnar Helgadóttur forseta Alþingis
og annarra þingkvenna.
Um kvöldið var hátíðarfundur i ís-
lensku ópemnni (Gamla bíó) á veg-
um KRFÍ (kvenréttindafélags Is-
lands) og hófst hann kl. 20:30. Þar
flutti Guðrún Amadóttir, formaður
Kvenréttindafélagsins, stutt ávarp.
Gestur kvenna á þessari hátíð var
hin heimsþekkta kvenréttindakona
Betty Friedan frá Bandaríkjunum.
Hún flutti einnig stutt ávarp. Síðan
var flutt samfelld dagskrá um sögu
kvennabaráttunnar allt frá frönsku
stjómarbyltingunni til okkar dags.
Leikarar fluttu undir stjóm Guðrún-
Talið er að allt að tíu þúsund konur hafi mætt niður í miðbæ í gær til að fagna unnum sigri í jafnréttis-
baráttunni. Tímamynd Ámi Bjama
ar Ásmundsdóttur og Sögu Jóns-
dóttur. Höfúndar dagskrárinnar vom
þær Björg Einarsdóttir rithöfundur
og Guðrún Ásmundsdóttir leikkona.
Aðgangur var ókeypis.
-KMH
Flóttamenn frá Víetnam til landsins:
Allslaust fólk
Hinn 28. júní koma hingað til lands
30 víetnamskir flóttamenn. Hér er um
að ræða átta fjölskyldur og í þeim em
Urgur er í flugumferðarstjórum
vegna dóms Hæstaréttar yfir tveimur
flugumferðarstjómm vegna atviks,
sem átti sér stað árið 1986, en þá
munaði litlu að tvær erlendar þotur
rækjust saman. Flugumferðarstjór-
amir tveir vom sakfelldir, en refsingu
er fVestað í tvö ár og ef skilorðið er
haldið þann tíma kemur ekki til refs-
ingar. í gær hélt stjóm Félags flug-
umferðarstjóra fúnd þar sem þessi
19 fullorðnir og 11 böm frá nýfæddu
upp í 10 ára aldur. Flóttafólkið kem-
ur á vegurn Rauða kross Islands og er
dómur Hæstaréttar var ræddur. Ámi
Þór Þorgrímsson formaður félagsins
sagði í samtali við Tímann að vissu-
lega litist flugumferðastjórum illa á
þennan dóm. Hann sagði þennan dóm
sýna það að flugumferðastjórar þurfi
að vera þokkalega varir um sig. Hann
vildi þó ekki ræða þetta frekar fyrr en
stjóm félagsins hefúr rætt þessi mál
við lögfræðinga.
-hs.
algjörlega allslaust. Að sögn Hólm-
fríðar Gísladóttur í félagsmáladeild er
nú leitað logandi ljósi að íbúðum fýr-
ir fjórar fjölskyldnanna og einnig að
sameiginlegu húsnæði fýrst um sinn.
Ef fólk sér sér fært að láta af hendi
búsáhöld, húsgögn, húsmuni, hlý fot
eða leikföng handa flóttafólkinu er
það vinsamlegast beðið að snúa sér til
Rauða krossins á Suðurlandsbraut 32
(bakhúsi) frá kl. 17:00 til 20:00 alla
daga fram á þriðjudag.
Þegar flóttafólkið er komið til lands-
ins mun það verða stutt fjárhagslega
af Rauða krossinum fyrst um sinn en
verður síðan útveguð atvinna í kring-
um 1. ágúst. Þangað til mun það læra
íslensku og verið er að útvega gæslu
fyrir bömin meðan foreldramir
stunda námið.
Árið 1979 komu hingað til lands 34
flóttamenn frá Víetnam. Fjórtán af
þeim em nú fluttir til Kanada en hinir
eru íslenskir ríkisborgarar með at-
vinnu hér á landi. Auk þess hafa
margir ættingjar þeirra sest hér að, en
þó ekki í gegnum Rauða krossinn. Að
sögn Hólmfríðar hefur þetta fólk
komið vel undir sig fótunum. „Þetta
er ákaflega duglegt, nægjusamt og ið-
ið fólk og má ekki vamm sitt vita í
neinu“. GS.
Tveir flugumferðastjórar
sakfelldir í Hæstarétti:
Urgur í flugum-
ferðastjórum
Kosið aftur
í Grímsnesi
Að sögn Böðvars Pálssonar,
hreppstjóra í Grímsnesinu og
efsta manns á í-lista óháðra í
sveitarstjórnarkosningunum
þar, var það saraeiginlegt mat
hans og sýslumanns Árnessýslu,
Andrésar Valdimarssonar, að
ekki væri þörf á því að hann
myndi víkja sem hreppstjóri
meðan utankjörfundar atkvæða-
greiðsla stæði yfir, en sérstök
kjörnefnd hefur dæmt kosning-
una ólögmæta á þeim forsend-
um.
Böðvar sagði að kærandinn,
Helga Heigadóttir, sem var fyrsti
maður á F-lista framfarasinna
sem hlaut engan fulitrúa í sveit-
arstjórn, hafi kært á þeim for-
sendum að hann sem hreppstjóri
hefði átt að víkja þegar hann
væri einnig í framboði.
Kjörnefnd fann einnig að því að
ruglað var saman utankjörfund-
aratkvæðum hvort sem kosið var
utansveitar eða hjá hreppstjóra,
en af 44 utankjörfundaratkvæð-
um voru fimm sem kusu utan-
sveitar. Einnig var tekið til að
vottar hafi ekki verið lögmætir.
„Ég vil taka það fram að ég held
að það sé alls ekki verið með van-
traust beinlinis á mig, þó svo að
það sé sagt að óeðlilegt sé að að-
standendur hreppstjóra votti“,
sagöi Böðvar.
„Þetta hefur veriö gert hér í
sveit í þessum fimm kosningum
sem ég hef verið hreppstjórí. En
þetta er nú svo til sveita, að fólk
kemur alveg grandalaust þegar
það vill kjósa að það þurfa að
vera tveir vottar við utankjör-
fundarkosningu“.
Böðvar sagði að mat hans og
sýslumanns væri byggt á 12 gr.
sveitarstjórnarlaganna, en skv.
þeim mega frambjóðendur eiga
sæti í kjörstjórn, ef það sætir
ekki ágreiningi í sveitastjórn,
fiar sem íbúar eru færri en 500.
búar í Grimsuesinu eru 258.
Ekki var um neinn ágreining að
ræða fyrr en eftír kosningar, að
sögn Böðvars.
Hreppsnefndarfundur verður
haldinn í Grímsnesi í dag þar
sem rætt verður um hvort end-
urtaka eigi kosningarnar frá því
í vor. - só