Tíminn - 20.06.1990, Blaðsíða 4

Tíminn - 20.06.1990, Blaðsíða 4
4 Tíminn Miðvikudagur 20.júní 1990 FRÉTTAYFIRLIT trúi Bandaríkjanna mun verða viðstaddur embættis- töku Jóns lliescus nýkjörins forseta Rúmeníu í dag. Di- plómatar segja að þetta séu hörð andmæli gegn því hvernig mótmæli voru bæld niður í fyrri viku. JÓHANNESARBORG - Þing Suður-Afríku afnam lög um aðskilnað kynþátta á op- inberum stöðum en ofbeldis- verk ógna enn friðsamlegri sambúð hvítra og svartra. JERÚSALEM - Leiðtogar Zíonista í heiminum hafa samið ályktun þar sem þeir leggjast gegn búsetu sov- éskra gyðinga á herteknu landsvæðunum. Stuðningur Zíonista við (srael hefur jafn- an verið talinn mikilvægur fyrir landið. SHRINAGAR, Indlandi - Herskáir Kashmírbúar not- uðu handsprengjur og eld- flaugar í árás á tvö hótel þar sem öryggissveitir Indlands hafa aðsetur. Fjórir lögreglu- menn dóu og sex særöust. SCHENGEN, Lúxemborg - Fimm lönd í Efnahags- bandalagi Evrópu undirrit- uðu samning um að hætta landamæragæslu milli land- anna. Þetta er liður í því að leggja niður landamæri í EBE 1992. Löndin sem und- irrituðu samninginn eru Benelux-löndin þrjú, Frakk- land og Þýskaland. AMSTERDAM - Hollensk og belgísk lögregla hefur undanfarna daga handtekið fjóra menn grunaða um að vera IRA-skæruliöa en hol- lenska lögreglan sagði í gær að miklu fleiri IF?A-skærulið- ar gætu enn verið starfandi á meginlandi Evrópu. WASHINGTON - (tilkynn- ingu frá Pentagon á mánu- dag sagði að 2 bandarískir hermenn hefðu fallið vegna mistaka hermanna sem hefðu talið sig vera að skjóta á hermenn Noriegas og 23 hefðu særst í innrás Banda- ríkjamanna í Panama. Til- kynningin var svar við frétt í Newsweek sem sagði að níu bandarískir hermenn af þeim 23 sem féllu, hefðu fallið í skothríð vopnabræðra sinna. Bandaríkjamenn þreyttir á biðinni: Hvað gera Fulltrúar frá Moskvu koma til með að krefjast tafarlausrar stofnunar Kommúnistaflokks Rússlands á flokksráðstefnu rússneskra komm- únista sem hófst á þriðjudag. Júrí ProoQev, leiðtogi flokksnefndarinn- ar í Moskvu, skýrði frá þessu á fréttamannafundi á mánudag en APN fréttastofan í gær. Rússland hefur hingað til verið eina Sovétlýðveldið þar sem ekki er starf- andi kommúnistaflokkur með aðild að sovéska móðurflokknum. Pro- kofjev segir að kommúnistar í Moskvu hafi samræmt afstöðu sína á undirbúningsfundi í síðustu viku fyr- ir rússnesku flokksráðstefnuna og 28. þing Kommúnistaflokks Sovét- ríkjanna sem hefst 2. júlí. Moskvu- kommúnistar telja að margir hátt- settir flokksleiðtogar hafi gert sig seka um alvarleg mistök við fram- kvæmd perestrojku. Prokofjev segir að þeir hafi þess vegna ákveðið að leggja til að rússneska flokksráð- stefnan endurmeti starf forystu- manna flokksins til að mögulegt Olíuverð: Sígur enn Verð á hráolíu lækkaði í gær þrátt fyrir tilkynningu forseta OPECs, Sa- dek Boussena frá Algeríu, um að hann myndi fara í ferð um OPEC- löndin og hvetja þau til að minnka framleiðslu sína. Verð á olíu úr Norðursjó (Brent) er nú 14,60 dollarar á tunnu en fyrir olíu frá Dubai fást 12,80 dollarar. Bo- ussena hefur varað OPEC-löndin við og sagt að ástandið frá 1986 gæti end- urtekið sig en þá hrapaði verðið niður fyrir 10 dollara á tunnu. Lithaugar? Skoðanir hafa verið skiptar um það á Vesturlöndum hvort styðja eigi Sov- étmenn með fjárframlögum. V- Þjóð- veijar virðast ásamt Frökkum vera á þeirri skoðun, en margir óttast afleið- ingamar ef Gorbatsjof hrökklast frá völdum. V-Þjóðveijar vilja líka gera Sovétmönnum auðveldara að sætta sig við sameiningu Þýskalands með þessum hætti. Ríkisstjóm Bandaríkj- anna hefúr tekið dræmt í tillögur um stuðning við Sovétmenn m.a. vegna deilunnar um sjálfstæði Lithauga- lands. Menn deila líka um hvort efna- hagsstuðningur komi að gagni. Ri- chard Portes, sem er forstjóri rann- sóknarstofnunnar um efnahagsmál í Mitterand. Bandaríkjastjóm hefur hvatt Lit- hauga til að bregðast á einhvem jákvæðan hátt við sáttarorðum Sovétmanna svo að viðræður um sjáifstæði landsins geti hafist Á mánudag sagði embættismaður stjómarinnar við Reuterfréttastof- una að Bandaríkjastjóm værí orð- in talsvert óþolinmóð við Lithauga og hefði látið það í Ijós við leiö- toga þeirra. „Nærrí ailirí Washing- ton eru orðnir gramir. Lithaugar virðast ekki vita hvað rétt er að gera. Þeir em dálítið einstreng- ingslegir." Leiðtogar Eystrasaltsríkjanna hittu Míkael Gorbatsjov á fúndi í Moskvu í síðustu viku. Bandaríkjamenn töldu að sá fundur hefði valdið tímamót- um. Gorbatsjov virtist þá samþykkja að ganga til viðræðna ef sjálfstæðis- yfirlýsing Lithauga yrði ftyst. Ríkis- stjóm Lithaugalands bað þingið á laugardag um að samþykkja þessa frestun svo að viðræður við Sovét- menn gætu hafist. Búist var við að þing Lithauga ræddi þetta mál í byij- un þessarar viku en Landsbergis for- seti sagði á mánudag að umræðunni hefði verið frestað í nokkra daga að minnsta kosti en margir þingfúlltrúar hafa reynst því andsnúnir og stærsti flokkur á þingi, Sajudis, lýsti því svo yfir í gær að hann væri andsnúinn frystingu. Sajudis-hreyfingin hefur hreinan þingmeirihluta og hefúr ver- ið í fararbroddi sjálfstæðisbaráttunn- ar. Mitterrand: Vestræn aðstoð við Sovétríkin Forseti Frakklands, Francois Mitterrand, sagði í viðtali, sem birtist í Le Monde í gær, að Frakkar myndu á næstu vikum hvetja Vesturlönd til að koma saman áætlun um efnahags- aðstoð við Sovétmenn. Mitterr- and sagðist telja að Mikhail Gorbatsjof væri fær um að bæta lífskjör í landi sínu þrátt fyrír alla þá erfiðleika sem við er að glíma. Þetta er í annað sinn sem Mitterrand á frumkvæði að því að Vesturlönd styðji lýðræðisþróunina í A-Evrópu íjárhagslega en í október var hann fyrstur til að styðja hugmynd um ný- stofnaðan Evrópubanka sem skal styðja A-Evrópuríki til þróunar og framfara. Sovétmönnum er þó ekki ætlað að fá lán frá þessum banka og engar áætlanir hafa verið uppi um að styðja þá fjárhagslega á sama hátt og lönd eins og Pólland og Ungverja- land. Mitterrand segist nú ætla að leggja til að Sovétmenn fái aðstoð á fundi Evrópubandalagsins næsta mánudag og á ráðstefnu sjö helstu iðnvelda heimsins í Houston í byrjun næsta mánaðar. London, segir að aðstoð geti jafnvel verið skaðleg því að hún geti slegið á frest nauðsynlegum efnahagsaðgerð- um í Sovétríkjunum sem óhjákvæmi- lega verði sársaukafúllar. Sumum þykja Lithaugar full einstrengingslegir. Flaug til Finnlands frá Lettlandi: Flugræningi gefst upp I gær ncyddi rússneskumælandi flugræningi sovéska farþegaflug- vél til að fljúga með sig til Hels- inki. Innanrfkisráðherra Finn- lands, Jarmo Rantanen, sagði Reuter frá því í gær að ræninginn hefði geflst upp og beðið um pólif- ískt hæli. Fiugvélin var af gerð- inni Túpolev 134 og var með 55 farþega í áætlunarflugi frá Rigu, höfuðborg Lettlands, til Murm- ansk. Flugyfirvöld segja að ungur maður hafi hótað að sprengja flugvélina í Ioft upp en lögregla segist ekki hafa fundið neitt sprengjuefni. Fyrst var talið að flugræningjarnir væru þrír og óstaðfestar fréttir sögðu að þeir hefðu viljað fljúga til ísraels um Stokkhólm. Þetta er annað flug- ránið i Sovétríkjunum á einum sólarhring en á mánudag var ein- hreyfilsvél rænt og flogið til Tyrk- lands frá flugvelli f nágrenni Rúmeníu. Rantanen sagði að beiðni mannsins um hæli yrði at- huguð en hann sagði líka að Finn- land hefði gert saraning við Sovét- ríkin um að skila flugræningjum aftur til sfns heimalands. Rússland: Kommúnistaflokkur stofnaður Kosningar í öllu Þýskalandi: Kohl stefnir að 2. eða 9. desember Kohl kanslari og aðrir leiðtogar rik- isstjómarflokkanna í V- Þýskalandi hafa lagt til að kosningar í Þýskalandi öllu verði annað hvort haldnar 2. eða 9. desember 1990. Áður hafði Kohl lagt til að í stað kosninga 2. desember í V-Þýskalandi kæmu kosningar í sameinuðu Þýskalandi en hann hefúr ekki fýrr nefnt ákveðna dagsetningu heldur talað um desember eða byijun janúar 1991. Rikisstjómarfiokkamir v-þýsku komu sér líka saman um að þrýsta á um að kosningar verði í Austur-Þýskalandi 23. september og þá verði stofnuð að nýju fimm hémð landsins sem kommúnistar afnámu. Þessar dagsetningar á eftir að' ræða við rikistjóm A-Þjóðvetja.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.