Tíminn - 20.06.1990, Blaðsíða 5
ivnoviKúaagijr au. }úní i*yau
Tíminn 5
Ógnvekjandi eiginfjárstaða Stöðvar 2. Neikvæð um 614 milljónir um sl. áramót.
Rekstrartap fyrstu fjóra mánuði ársins 20 milljónir. Sýnarmönnum líst ekki á blikuna:
FER SAMEININGIN
SENN í VASKINN?
Heildarskuldir Stöðvar 2 hinn 31. des. sl. voru 1.494 milljónir
króna. Þetta kemurfram í reikningum fýrirtækisins sem ekki hafa
verið gerðir opinberir. Þar af eru skammtímaskuldir rúmar 50
milljónir króna. Gögn um þetta munu hafa komið fram á stjómar-
fundi Stöðvar 2 og hluthafafundi sem haldinn var strax að lokn-
um stjómarfundinum. Fyrmefnda fundinn sátu auk stjómar-
manna, framkvæmdastjórí og deildarstjórar Stöðvar 2.
Á móti þessum miklu skuldum eru
eignir metnar á um 880 milljónir
króna. Hluti þeirra mun að nokkru
vera efhi af ýmsu tagi sem ekki hefur
verið sent út ennþá - sumt af því í
annað sinn. Rekstrarafkoman hefúr
ekki batnað það sem af er þessu ári
því að í stað 40 milljóna rekstrar-
hagnaðar, sem gert var ráð fyrir fyrstu
fjóra mánuðina, hefúr tapið verið um
20 milljónir. Þess má geta að fyrstu
fjóra mánuði síðasta árs varð rekstrar-
hagnaður einmitt um 40 milljónir.
Áður en núverandi meirihluti í Stöð
2 og Þorvarður Elíasson firam-
kvæmdastjóri tóku við rekstrinum var
búið að segja upp starfsfólki. Með því
átti að sparast kostnaður við laun og
launatengd gjöld upp á um tíu millj-
ónir á mánuði þegar uppsagnimar
áttu að taka gildi 1. mars sl. Uppsagn-
imar vom hins vegar ekki látnar taka
gildi.
I fféttum Ríkisútvarpsins í gær kom
fram að viðræður Sýnar og Stöðvar 2
héngju á bláþræði og að allt benti til
þess að ekki yrði af sameiningu fyrir-
tækjanna. -En er það svo?
Jóhann J. Olafsson stjómarformaður
Islenska sjónvarpsfélagsins - Stöðvar
2 sagði í gær að viðræður um samein-
ingu Sýnar og Stöðvar 2 stæðu enn
yfír. Þeim hefði ekki verið slitið og
engar yfirlýsingar hefðu verið gefnar
út um væntanleg viðræðuslit svo
hann vissi til.
Þorgeir Baldursson einn stjómar-
manna Sýnar var spurður um hvort
sameining Sýnar og Stöðvar 2 væri úr
sögunni af hálfú Sýnar. Hann kvaðst
ekki vilja svara spumingum um þessi
mál að svo stöddu^þar sem sameing-
ingarviðræður væm þessa stundina á
mjög viðkvæmu stigi. Hann neitaði
þó ekki að fregnir af fjárhagsstöðu
Stöðvar 2 hefðu komið mönnum
nokkuð á óvart þar sem hún væri verri
en reiknað hafði verið með. Hún,
ásamt fleiri atriðum, hlyti að hafa
áhrif á viðræðumar og niðurstöðu
þeirra. Yrðu fyrirtækin sameinuð
hlytu að verða breytingar á yfirstjóm
þeirra enda slíkt mjög eðlilegt. Hve-
nær niðurstöðu væri að vænta vildi
Þorgeir ekki tjá sig um.
En þótt ekki gengi að fá talsmenn
viðræðuaðila til að segja af eða á um
viðræðuslit, þá töldu ýmsir sem rætt
var við í gær, að af þeim verði um lok
þessarar viku. Ástæðan væri ofan-
nefhd bág fjárhagsstaða Stövar 2 og
ágreiningur um stjómun hins nýja
fyrirtækis og yfírmenn.
Forsvarsmenn Stöðvar 2 munu hafa
sótt fast að núverandi yfirstjóm
Stöðvarinnar stjómaði hinu nýja fyr-
irtæki eftir sameininguna. Því munu
Sýnarmenn að sögn taka fjarri og
benda á sem dæmi um stjómunarmis-
tök þegar tekið var til við að ragla alla
útsendingu Stöðvar 2 og því haldið til
streitu þrátt fyrir að stefndi í samein-
ingu fyrirtækjanna.
Strax eftir að „alraglun" hjá Stöð 2
hófst bættust um eitt þúsund nýir
áskrifendur við. Engir nýir hafa hins
vegar bæst við síðan. Þá koma engir
nýir áskrifendur inn í stað þeirra sem
falla út, enda engin óragluð dagskrá
til að egna fyrir nýja áskrifendur. Þá
hafði lokunin það í för með sér að
auglýsingar drógust veralega saman
þannig að jafhvel má tala um hran að
ýmissa áliti. Á stjómarfúndinum í
gær mun hafa verið ákveðið að hætta
„alragluninni" en ragla aftur dag-
skrána í svipuðum mæli og áður var
gert.
-sá
Lrtlar líkur eru á því að Neskaupstaðarkrókódíllinn verði nokkru sinni jafn stórvaxinn og þessir tveir. Þótt sum-
arveður séu góð á Austurlandi eru þau og Norðfjarðará það köld að líkast til er kvikindið löngu dautt
Úr plasti í fyrradag, en uppstoppaður og þurrkaður í gær:
Krókódflamaðurinn
klórar í bakkann
Krókódílamaðurínn á Neskaup-
stað, Ágúst Kárason, heldur því
enn til streitu við Tímann að ekki
hafi veríð um lifandi krókódíl að
ræða, heldur hafi kvikindið veríð
þurrkað og uppstoppað og notað
til að plata menn og Ijölmiðla,
þráttfyrir að játning hans liggi fýr-
ir hjá lögreglunni á Neskaupstað,
og blaðið hafi rætt við nágranna
Ágústar sem kvaðst hafa séð
krókódílinn sprelllrfandi áður en
hann strauk úr vistinni frá eiganda
sínum.
„Þetta er allt þáttur í stóra gabbi, og
þetta er komið allt of langt“, sagði
Ágúst við blaðamann í gær.
„Fjölmiðlamir mega velta sér upp
úr þessu eins og þeir vilja. Ég myndi
segja að þetta væri að draga þá á
asnaeyranum", hélt Ágúst áfram.
Aðspurður hvort hann segði Tíman-
um einum blaða sannleikann benti
Ágúst blaðamanni á að hlusta á aðra
fjölmiðla á morgun, og þá myndi
hann frétta þetta.
„Ég segi þér þetta núna“, sagði Ág-
úst. „Þið verðið sem sagt fyrstir með
fréttimar“.
Ágúst sagði að þeir væra fjórir fé-
lagamir í þessum leik, en nú teldu
þeir að nóg væri komið, og kominn
tími til að snúa þessu upp í grín.
Hann kvaðst hinsvegar ekki vera klár
á hvar hægt væri að ná í hina í síma.
Finnbogi Birgisson lögregluþjónn á
Neskaupstað sagði Ágúst hinsvegar
hafa viðurkennt tilvist krókódílsins,
og sagst ekki hafa ætlað með málið í
fjölmiðla, og því neitað eignarhald-
inu á krókódílnum í samtali við Tím-
ann í fyrradag.
„Málið er frá okkar hálfu frágengið,
það á bara eftir að fara til fógeta",
sagði Finnbogi.
Brynjólfur Sandholt yfirdýralæknir
sagði að með innflutningi krókódíls
væri verið að brjóta lög um innflutn-
ing dýra, og við þeim væra að sjálf-
sögðu refsiákvæði væra þau brotin.
Einnig sagði Brynjólfur að óskað
yrði eftir lögreglurannsókn í málinu,
og í framhaldi að því yrðu ákvarðan-
ir teknar um hvemig ætti að með-
höndla það og hvort frekari ráðstaf-
anir yrðu gerðar.
-SÓ
Svelta hrossastóðið:
Ekkert
uppboð
Hætt var við uppboð á sveltu hross-
unum, sem átti að fara fram í gær.
Samkvæmt upplýsingum ffá bæjar-
fógetaembættinu í Hafnarfirði verða
hrossin ekki sett á uppboð.
Uppboðið átti að fara ffam í síðustu
viku en var frestað, þar sem umboðs-
maður nýrra eigenda, Guðmundur
Sigurðsson, mætti með afsöl sem
gáfu til kynna að Sigríður Stefáns-
dóttir hefði selt hrossin í mars s.l. Að
ósk bæjarfógeta verður Guðmundi
Sigurðssyni afhent hrossin til vörslu,
með þeim skilyrðum að þau séu heil-
brigð og standist flutninga að mati
dýralæknis. Þau verða því í haga yfir
sumarið og samkvæmt heimildum
Tímans er líklegt að þau verði seld í
haust. Hrossin eru nú öll að braggast
og ekki er lengur inni í myndinni að
lóga þeim.
Að sögn Sigríðar Ásgeirsdóttur, lög-
ffæðings Dýravemdunarsambands-
ins, verður það Sigríður Stefánsdóttir
sem verður sótt til saka, þrátt fyrir
nýjar upplýsingar um eigendur.
„Málið var sent til saksóknara og
þaðan hefur málið verið sent til
Reykjavíkurlögreglunnar til þess að
afla frekari gagna. Því er nú að verða
Iokið og þá fer málið aftur til sak-
sóknara og þá verður hún væntanlega
svipt heimild til þess að halda dýr“,
segir Sigríður. GS.
Barnabókaverðlaun
Verðlaunasjóður íslenskra bama-
bóka efnir nú í sjötta sinn til sam-
keppni um handrit að bókum fyrir
böm og unglinga. Islensku bama-
bókaverðlaunin nema 200 þúsund
krónum, en auk þess fær sigurvegar-
inn greidd höfúndarlaun fyrir verkið.
Frestur til að skila handritum er til 30.
nóvember 1990, en verðlaunabókin
mun koma út vorið 1991 á vegum
Vöku-Helgafells í tengslum við af-
hendingu verðlaunanna.
Væntanlegum þátttakendum í sam-
keppninni um Islensku bamabóka-
verðlaunin 1991 er bent á að ekki era
sett nein takmörk varðandi lengd
sagnanna og einungis er við það mið-
að að efnið hæfi bömum og ungling-
um.
Sögumar skulu merktar dulneffii en
rétt nafh höfúndar skal fylgja í lok-
uðu umslagi. Oskað er eftir að hand-
ritin séu send i ábyrgðarpósti og utan-
áskriftin er: Verðlaunasjóður is-
lenskra bamabóka, Vaka- Helgafell,
Verðlaunabækur síðan 1986, er
verðlaunin voru fýrst veitt. Bæk-
umar eiga það allar sameiginlegt
að vera fyrstu ritverk höfundanna.
Síðumúla 6, 108 Reykjavík. Með rétt
höfúndamöfn innsendra handrita
verður farið með sem trúnaðarmál.
(Fréttatilkynning)