Tíminn - 20.06.1990, Blaðsíða 14

Tíminn - 20.06.1990, Blaðsíða 14
Miðvikudagur 20. júní 1990 14 Tíminn MINNING Frímann Guðjónsson bryti Fæddur 16. maí 1909 Dáinn 12. júní 1990 í dag, 20. júní, fer ffarn frá Dóm- kirkjunni líkfor Frímanns Guðjóns- sonar bryta er lengst átti heimili að Kaplaskjólsvegi 1 í Reykjavík, en hann lést 12. þ.m. á sjúkradeild Hrafnistu í Hafnarfirði. Frímann var fæddur í Bolungarvík 16. maí 1909 og voru foreldrar hans hjónin Guðjón Helgason og Kristín Amadóttir. Kristín var Húnvetning- ur, dóttir Araa Amasonar, bónda að Hörgshóli í Vesturhópi og konu hans, Ingibjargar Jónadabsdóttur. Guðjón, faðir Frímanns, var Vopnfirðingur, sonur Helga Jónssonar, bónda á Hamri í Vopnafirði, síðar á Gunnars- stöðum á Langanesströnd, og konu hans, Hólmffiðar Jónsdóttur, en hún var systurbam við Friðjón Jónsson, bónda á Sandi í Aðaldal, foður Guð- mundar skálds og þeirra landsþekktu systkina. Frimann var yngstur af bömum for- eldra sinna, en alls vom böm þeirra átta, fimm synir og þijár dætur. Syn- imir Ingvar, Gunnlaugur, Ámi og Frimann em nú iátnir en fimmti bróðirinn Friðrik, áður skólastjóri og útgerðarmaður á Siglufirði, er á lífi og dvelur nú á Hrafnistu í Hafnarfirði ásamt konu sinni, Ástríði Guð- mundsdóttur. Hann er nú 88 ára. Systur Frimanns em allar á lífi. Þeirra er elst Guðný, ekkja Jóhanns Hjaltasonar vélstjóra, er Iengst bjuggu á Akureyri. Hún er 98 ára og dvelur á Elliheimilinu Gmnd. Hólmfríður, ekkja Georgs Pálssonar bókara, er lengi bjuggu á Akureyri og Siglufirði. Fimmtán ámm eftir lát Georgs giftist hún Áma Pálssyni, byggingameistara í Reykjavík, sem nú er látinn. Þriðja systirin er Ásta Zoega, ekkja Kristjáns Zoéga, kaupmanns í Reykjavík. Er Frímann fæddist bjuggu foreldr- ar hans í Bolungarvík en faðir hans stundaði þar sjó, en 1912 flytur fjöl- skyldan til Akureyrar og er hann þá þriggja ára. Guðjón var þar fiskmats- maður. Árið 1923, 29. apríl, missir hann móður sína en þetta vor átti hann að fermast og var honum sár móðurmissirinn. Hann er áffam með foður sínum og yngstu systmm sín- um er sjá um heimilið með foður sín- um. Almennu skólanámi lýkur hann á Akureyri og sextán ára fer hann að heiman að vinna fýrir sér, er á síld á Siglufirði á summm en á vertíð á vetmm í Sandgerði og fellur honum vel sjómennskan. Það kemur að því við tvítugs aldur að hann vill afla sér frekari menntun- ar, en vegna sjónskekkju var ekki tal- ið fært né mögulegt að hann fari í stýrimannaskólann svo sem hugur hans stóð til. Hann ákveður því að leita sér lífsviðurværis á öðmm vett- vangi og velur nám í ffamreiðslu- störfúm til þess að verða bryti. Fer í læri á Hótel Borg er þá var nýtekið til starfa. Meðan hann er í námi á Hótel Borg gengur hann að eiga eftirlifandi konu sína, Magneu Halldórsdóttur, sem ættuð er úr Dalasýslu. Foreldrar hennar vom hjónin Halldór Bjama- son frá Saumm í Laxárdal og kona hans Kristín Eyjólfsdóttir ffá Seli í Grímsnesi. Bjuggu þau fyrst í Dölum en fluttu 1916 til Reykjavíkur og bjuggu þar til æviloka. Frímann og Magnea vom gefin saman af séra Bjama Jónssyni 21. maí 1932 og um leið systir hans Ásta og Kristján Zoega kaupmaður. Frú Magnea var afburða glæsileg kona er reyndist manni sínum góður og traustur lífsfomnautur. Þau höfðu ung kynnst á síld á Siglufirði árið 1925 og Frimann þá sextán ára. Hún bjó manni sínum vistlegt og menningarlegt heimili. Fyrsta árið eftir að þau giftust bjuggu þau í Reykjavík, en 1933 ræðst Frímann til Eimskipafélags íslands og er í fyrstu þjónn á Gullfossi, en fær síðan nærri ársleyfi til að fúllnuma sig i starfi bryta og fer til náms og starfa á Rest- aurant Köle á Vesturbrú í Kaup- mannahöfn er þá var með fremstu matsölustöðum þar. Þau hjónin fluttu þá til Kaupmannahafnar. Eftir að hafa lokið námi þar verður hann bryti á Lagarfossi, er þá var í fostum sigl- ingum ffá Akureyri, Leith og Kaup- mannahöfn og þar var stans skipsins lengst og bjuggu því flestir yfirmenn skipsins þar. Hann verður síðan bryti á Gullfossi, síðan Goðafossi og þau hjónin bjuggu áffam í Kaupmanna- höfn þar til að síðari heimsstyrjöldin skellur á. Magnea var í Kaupmanna- höfn við hemám Danmerkur en Fri- mann var þá kominn sem bryti á Goðafoss er þá var í Ameríkusigling- um. Hún komst heim með öðmm íslend- ingum frá Danmörku með Esju ffá Petsamo 1940. Frímann var í sigling- um öll stríðsárin og var bryti á Goða- fossi er hann var skotinn niður af þýskum kafbáti út af Reykjanesi 10. nóvember 1944 og fómst þá 24 ís- lendingar. Bjargaðist hann af fleka, en hafði fengið mikið höfúðhögg og var aldrei sami maður eftir slys þetta. Hann missti svo til mál, en eftir höf- uðuppskurði, fyrst í Svíþjóð og síðan Ameríku, fékk hann þó þann bata að geta tjáð sig og unnið. Hélt hann áffam störfúm bryta á skipum Eim- skips, Gullfossi, Goðafossi hinum nýja og síðast Brúarfossi. Þann 20. apríl 1956 sagði hann starfi sínu lausu sem bryti hjá Eim- skip frá 1. júlí 1956 af heilsufars- ástæðum. Eftir það fór hann stöku sinnum í afleysingar ef heilsa hans leyfði. Magnea kona hans fylgdi honum oft í siglingum og ævinlega er hann þurfti að fara utan til læknisaðgerða sem oft var. Hin síðari ár hrakaði heilsu hans og var Magnea ætíð við hlið hans að veita honum aðstoð og hjálp allt svo sem hún megnaði. Þijú síðustu æviárin var hann svo til óslitið á sjúkrahúsum og heilsustofn- unum. Eftir sjúkralegu á Landspítala fór hann á sjúkradeild Hrafnistu í Hafnarfirði en þá hafði Magnea kona hans fengið þar herbergi og gat því verið hjá honum og hjúkrað. Magnea og aðstandendur em mjög þakklát Pétri Sigurðssyni, forstjóra Hrafnistu í Hafnarfirði, og Rafni Sig- urðssyni, forstjóra Hrafúistu í Reykjavík, fyrir liðsinni þeirra og fyrirgreiðslu að Frimann fengi hina bestu umönnun, en báðir þessir sæmdarmenn höfðu verið með hon- um til sjós. Hjúkmnarliði og starfsfólki á Hrafnistu er þökkuð hjálp þess og að- stoð við hann. Fyrir starf sitt sem bryti var Fri- mann, 30. maí 1975, gerður að heið- ursfélaga í félagi bryta og honum þökkuð störf í þágu þess og mat hann þá sæmd mikils. Þau hjón vom bamlaus en margir ættingjar þeirra nutu velvildar þeirra og greiðasemi. Frímann var meðalmaður á hæð, samsvaraði sér vel, nokkuð stórskor- inn í andliti, hafði ekki góða sjón og þurfti ætíð að nota sterk gleraugu. Hann var jafnlyndur en skapmikill. Mundi allt er honum var vel gert en lengur það sem á móti var. Hann var mikill vinur vina sinna og mjög frændrækinn. Við frændfólk hans þökkum honum löng og góð kynni og biðjum honum Guðs blessunar. Ekkju hans, frú Magneu, vottum við dýpstu samúð og biðjum þess að end- urminning um góðan og traustan lífs- fömnaut létti henni sámstu sorgina og söknuð. Björn Ingvarsson ÚR VIÐSKIPTA LÍFINU Samfelling fyrirtækja á Frakklandi Á liðnu ári, 1989 varð enn meira en f\>88, og undanfarin ár, um sammna fyrirtækja á Frakklandi. Leggja þau enn meira upp úr markaðshlutdeild og stærð en arðsemi, nú er hinn „eini“ markaður EBE færist í hönd, og einnig upp úr kaupum á útlendum fyrirtækjum. Til þess liggja gildar ástæður. í Vestur-Þýskalandi var velta 250 stærstu fyrirtækja 1987 að meðaltali 2,2 milljarðar $, en 250 hinna stærstu frönsku 1,3 milljarðar $. Frönsk fyrirtæki áttu 1989 í Vest- ur- Þýskaland 1.017 útibú eða dóttur- fyrirtæki, en vestur-þýsk tvöfalt fleiri á Frakklandi. Frá 1985 til 1988 var stækkun franskra fyrirtækja að tveimur þriðju hlutum af völdum sammna þeirra. Á Frakklandi 1989 bar hæst eftir- taldar samfellingar eða uppkaup fyr- irtækja: Á meðal banka, fjársýslustofa og vá- tryggingafélaga: Compagnie Financiere de Suez keypti upp hlutafé vátryggingarfé- lagsins Victoire á 27,4 milljarða ffr, og munu það dýrastu kaup á frönsku Japanskar auglýsingastofur fyrirtæki til þessa. Banque Indosuez, bankadeild Compagnie Financiere de Suez, keypti í október 20,4% í Morgan Grenfell á 137,4 milljónir $ og mun kaupa 4,4% þess til viðbótar. Compagnie Financiere de Paribas keypti síðustu mánuði ársins 40,5% af hlutafé í Compagnie de Navigati- on Mixte, en hafði stefnt að kaupum á öllu hlutafé þess. Credit Lyonnais keypti í júlí 48% af hlutafé í ítölskum viðskiptabanka, Credito Bergamasco, á 2,6 milljarða ffr. Hefur einnig varið miklu fé til að Veneto mun hann nú stærsti við- skiptabanki á Ítalíu. Á meðal iðnfyrirtækja: BSN, matvæla-hringurinn, keypti í júní 5 fyrirtæki af RJR Nabisco á 2,5 milljarða $, og einnig í þeim mánuði griska bjórgerð, Henninger Hellas. í júlí keypti það ítalska ostagerð, Gal- bani, í félagi við Ifil, ítalskt fyrirtæki, á 1 milljarð sterlingspunda. Orkem keypti í nóvember breska blek-gerð, Coates Brothers, á 301 milljón sterlingspund, en haföi mán- uði áður keypt límgerðina Bostik á 345 milljónir $. bæta útibú sín í Belgíu og Hollandi. I Rhone Poulenc keypti í september nóvember átti bankinn hlutabréfa- RTZ Chemicals á 823,5 milljónir og skipti við Thomson, rafmagnsvöra- GAF-SSC (US) á 480 milljónir $. fyrirtækið mikla, sem nú á 14% í Thomson CSF keypti í október í Bandaríkjunum einum er saman- lögð velta auglýsingastofa meiri en í Japan, en þar hafa þær verið í hröðum vexti og fjölgaði á níunda áratugnum úr 3.500 í 4.000. Tvær grónar stofúr bera höfuð og herðar yfir aðrar, Dentsu, sú stærsta í heimi, og Haku- hodo. Fram á síðustu áratugi var starfsemi auglýsingastofa að miklu leyti bund- in eigin landi, þótt vömm á alþjóð- legan markað fylgdu stundum aug- lýsingar að heiman. Dentsu tókst þó ekki að halda fram Toyota-bílum í Bandaríkjunum. Og hefúr hún til þessa aðeins haft tíunda hluta tekna sinna af auglýsingum utan lands. Uppgang sinn á síðasta áratugi áttu japanskar auglýsingastofúr að þakka vaxandi umsvifúm innanlands. Námu samanlagðar tekjur þeirra 1,2% af vergri þjóðarframleiðslu í Japan 1988, en 1% hennar í upphafi níunda áratugarins. Dentsu hefur vel haldið hlut sínum. Af auglýsingum í sjónvarpi leggur hún til þriðjung, í dagblöðum fimmt- ung og í tímaritum sjöttung. Dentsu er hluthafi í mörgum sjónvarpsstöðv- um, dagskrárgerðum og stendur að mörgum vinsælum þáttum í sjón- varpi. Einungis í samvinnu við innlendar auglýsingastofur hafa útlendar náð fótfestu í Japan: McCann-Erickson og Lintas (báðar í eigu Interpublic, bandarísks fyrirtækis) í samstarfi við Hakuhodo; Young & Rubicom (bandarisk) og Eurocom (frönsk) í samstarfi við Dentsu; BBDO (angi úr Omnicom, bandarísku fyrirtæki) í samstarfi við Asatsu. — Dentsu ásamt Y & R og Eurocom á HDM, al- þjóðlega auglýsingastofu. Tekjur 10 stærstu auglýsingastofa í Japan 1988 $ — milljónir 1. Dentsu 1.229 2. Hakuhoda 522 3. Dai-Ichi Kikaku 142 4. Daiko 140 5. Tokyo Agency 135 6. Asatsu 105 7.1 & S Corporation 97 8. Yomiko 90 9. McCann-Erickson Japan 88 10. Asahi 71 Heimild: Advertising Age Stígandi Credit Lyonnais. Credit Agricole mun í árslok hafa fest kaup á 13,3% á 283 milljarða líra af hlutafé ítalska viðskiptabankans Nuovo Banco Ambrosiano (NBA), En sameinaður Banca Cattolica del vopnadeild Philips. Michelin keypti í júní National Tyre Service á 140 milljónir sterlings- punda og gerði 1,5 milljarða $ kaup- tilboð í Uniroyal Goodyear. Stígandi LESENDUR SKRIFA Svari nú þeir sem geta Herra ritstjóri: I Tímanum fimmtudaginn 14. júní sl. var mjög athyglisverð opnugrein eftir einn blaðamanna blaðsins. Greinin fjallar um stórmerkilega uppfinningu Jóns Þórðarsonar, fram- leiðslustjóra á Reykjalundi. Með leyfi blaðamanns ætla ég að benda á síðustu málsgrein þessarar greinar, sem hljóðar svo: „Var vísvitandi unnið að því að drepa í fæðingu innlendan iðnað, byggðan á innlendum ffumleika og hugviti? ... Hvers vegna var bmgðið fæti fyrir málefúið á sínum tíma? Var það gert af einhvers konar efnahags- legum ástæðum eða lágu til þess sál- rænar ástæður - öfund og illgimi?“ Nú vil ég skora á þá menn sem tóku sér það vald að skipa sig í dómara- sæti og dæmdu hugvit Jóns Þórðar- sonar á þann veg sem nú er komið í ljós, og var þannig að engu haft, landi og þjóð til háborinnar skamm- ar. Sérstaklega vil ég skora á þá fyrr- verandi forsvarsmenn Hamars hf. og Heilbrigðiseftirlits ríkisins að gera nú grein fyrir smni skammsýni og gjörðum sínum í þessu skammarlega máli. Það væri einnig ffóðlegt að þeir menn, sem héldu um stjómvöl ís- lenskra iðnaðar- og atvinnumála, gerðu grein fyrir sínum hlut í þessu máli því að á borð þeirra hlýtur mál- ið að hafa borist. Eg vonast eftir greinargóðu svari sem fyrst. Magnús Thorvaldsson

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.