Tíminn - 23.06.1990, Blaðsíða 13

Tíminn - 23.06.1990, Blaðsíða 13
Laugardagur 23. júní 1990 Tíminn 25 MINNING Guðjón Siguríónsson d Fæddur 20. nóvember 1944 Dáinn 3. júní 1990 Veturinn 1976-77 hafði ég vetur- setu í Boston. Eg var oróinn leiður á skólastjóm og bæjarmálapólitík, vildi hlaða batteríin og búa mig und- ir ný verkefni. Síðla dags í október lá leiðin af Widener bókasafninu við Harvard, heim á leið með viðkomu á stammkránni. Sem ég geng troðnar slóðir er klappað þéttingsfast á öxlina á mér. Þegar ég lít um öxl stendur þar há- vaxinn og krangalegu jankí og segir á íslensku: Velkominn til Boston, Jón Baldvin. Við urðum samferða á krána. Þegar þangað er komið, segir Guðjón (en svo kynnti maðurinn sig): „Ég innréttaði þessa krá.“ Eftir einn bjór og stutt spjall á kránni göngum við framhjá nýlegri við- byggingu við bókasafn Harvard há- skóla. Þá segir Guðjón: „Þetta byggði ég líka.“ Ég var farinn að hugsa með mér: Þetta er ein af þess- um óforbetranlegu íslensku gortur- um, en lét á engu bera. Þegar leiðir skildu bauð Guðjón til kvöldverðar á grískum veitingastað, sem hann sagðist þekkja vel: „Ég sé þeim nefnilega fyrir ferskri ýsu ofan af Skaga.“ Um kvöldið kom Guðjón á kaggan- um sínum og við héldum á fund Grikkja. Um leið og hann birtist var honum tekið opnum örmum af eig- andanum og fjölskyldu hans. Við vorum leiddir til öndvegis. Fyrir ut- an frábæra fiskrétti var þarna grísk- ur dansur og söngur fram eftir nóttu. A heimleiðinni sagði Guðjón: „Þú átt ekkert að vera að kúldrast á þess- um stúdentagarði yfir helgina. Komdu með mér.“ Við ókum tals- vert langt norður fyrir borgina í átt að ströndinni. Loks komum við að húsi sem stóð hátt á höfða með fogru útsýni yfir sjálft Atlantshafið. Og hét „Ocean View“. Hundurinn Þorgrímur, alíslenskur og heimaríkur, tók gestinum af nokkurri tortryggni. En þegar við höfðum grillað rifjasteikina og Þor- grimur fengið sitt fór hið besta á með okkur þremur. Þessa kvöld- stund kynntist ég Guðjóni Sigur- jónssyni og upp frá því vorum við vinir. Hann var með afbrigðum vin- margur, en jafnframt vinfastur. Þeg- ar ég hafði rúmum áratug síðar tekið við embætti utanríkisráðherra fékk ég reglulega úrklippur frá Boston með athyglisverðum blaða- eða tímaritsgreinum; stundum þykka doðranta um alþjóðapólitík, ekki síst um „ástandið fyrir botni Mið- jarðarhafsins" og sálarháska gyð- inga. Ég kynntist því þessa kvöld- stund að gestgjafi minn átti ævin- týralegt lífshlaup að baki. Og hann hafði aldrei dáið ráðalaus. Hann hafði vanist því snemma í uppvext- inum að bjarga sér sjálur. Skóla- gangan var ekki löng en fróðleiks- fýsnin og lestraráráttan létu hann ekki í friði. Eftir þessi stuttu kynni hittumst við reglulega. Sátum þá gjaman á síðkvöldum við stóra gluggann með útsýni til hafsins og ræddum um eyna handan hafsins, sem okkur var báðum ofarlega i huga. Guðjón kom til Boston um 1970. Það var eftir að Ásmundarmálum lauk. Það fræga skip lenti í tvöföld- um hrakningum með sjeneverfarm, sem átti að slökkva þorsta landans og drýgja tekjur Guðjóns. Hann nennti ekki að standa í þeim eftir- málum og hvarf til Vesturheims. Fyrst settist hann að á Miami þar sem hann lauk prófum sem flugum- sjónarmaður. Á heimleið um New York var hann rændur öllum verald- legum eigum meðan hann leit af þeim og skrapp í síma. Hann kunni ekki við að fara slypp- ur og snauður heim. Hafði heyrt af framtakssömum náunga í Boston, sem þar var sagður reka verktaka- fýrirtæki, jafnframt því sem hann bjó sig undir það sögulega hlutverk sitt að stofna Flokk mannsins. Dr. Pétur Guðjónsson, „I presume“. Guðjón bauð honum þjónustu sína. Fyrr en varði var „Nordic Arts and Handicrafts Inc.“ orðið að stórveldi við að gera upp og viðhalda gömlum húsum í Boston. Pétur þurfti að sinna mannkynsffelsarahlutverki sínu með því að stofha rannsókna- stofnun þróunarmála í Santiago í Chile og sækja heim málvin sinn Fi- del Castro á Kúbu. Guðjón vinur minn tók því við mannaforráðum í Boston. Fyrr en varði var fýrirtækið komið með yfir 100 manns í vinnu, þ. á m. 12 tæknifræðinga og gerðist umsvifamikið við verktöku. Þar lærði margur auðnuleysinginn við Harvard til manns. Um líkt leyti opnaði Guðjón sérís- lenska ullar- og skinnavöruverslun rétt hjá Harvard Square. Brátt færði hann enn út kvíamar og gerðist brautryðjandi við að flytja inn fersk- an fisk, beint með flugi ffá Islandi til Boston, þar sem hann kom fískinum ferskum beint til veitingahaldara og sælkera, sem kunnu gott að meta. Hagur hans stóð með blóma. Strák- urinn úr Skerjafirðinum sem hafði komið með tvær hendur tómar sem landnemi til Ameríku, sýndi fljót- lega að uppeldi í anda Björns í Brekkukoti í fjörunni í Skerjafirði dugði vel til að komast áfram í Am- eríku. Það er ástæðulaust að gleyma þvi að Guðjón Sigurjónsson var i ýms- um greinum brautryðjandi í við- skiptum okkar við Ameríkana. Hann var fyrstur manna til þess að hefja reglubundinn útflutning á ferskum fiski beint á neytendamarkað í Bandaríkjunum Hann var einnig fyrstur manna til að flytja ferskan gámafisk á markað vestra. Hug- kvæmni hans í viðskiptum lét ekki að sér hæða. Um tíma græddist hon- um drjúgt fé við að flytja inn smokkfisk frá Kalifomíu til beitu norður við Dumbshaf. Hann kenndi þeim hjá SÍS og SH nýja aðferð við umbúnað á fiski. Það var þegar hann sendi þeim svokallaða gasbyssu sem lokar næfurþunnri plastfilmu utan um góssið. Um skeið rak Guðjón fýrirtækið „Ocean Harvest“, ásamt Halldóri Helgasyni (bróður Sigurðar Flugleiðaforstjóra), sem lét verulega að sér kveða um skeið í fískibrans- anum þar vestra. Ég nefndi áðan að Guðjón hafi verið hugkvæmur í besta lagi í bisness. Hann hafði gaman af því sem Kanar kalla „wheeling and dealing". Eitt sinn skemmti ég mér konunglega við að fýlgjast með í stofunni í Ocean View hvemig Guðjón hringdi heimshoma á milli til þess að leysa það verkefni að flytja reyktar froskalappir frá Indlandi til veitingahaldara og sæl- kera í Nýja Englandi. Ég hef löngum verið þeirrar skoð- unar að bryggjusporðauppeldi sé betra en dagvistun. Guðjón er dæmi um það. Hann fæddist við fjöm- borðið í Skerjafirði 20. nóvember 1944 og ólst þar upp í hópi fimm systkina. Foreldrar hans em Guðrún Ingibjörg Jónsdóttir, sem ættuð er að vestan, og Siguijón Hólm Sigur- jónsson, sem er Húnvetningur að ætt úr Vestur- Hópi. Claessen átti landð í Skerjafirðinum en Georg Jónsson (bróðir snillinganna Finns málar og Ríkharðs myndhöggvara) bjó þar stóm búi. Guðjón var ekki hár í loft- inu þegar hann fékk það embætti að vitja um rauðmaganet með bónda og gerðist síðan ásamt bræðmm sínum mjólkurpóstur, löngu áður en skóla- ganga hófst. Það lýsir honum vel að á bamsaldri var honum gefin ein hæna sem á skömmum tíma breyttist í höndum hans í 30 hænsn með til- heyrandi markaðsöflun fýrir egg í prófessorsbústöðunum og víðar. Þegar aðrir strákar úr Skeijafirðing- um fóm í Tívoli í Vatnsmýrinni og sólunduðu fé foreldra sinna, safnaði Guðjón flöskum og kom heim fjáð- ari en hann fór. Þegar foreldramir fluttu úr sveitasælu Skerjafjarðar og gerðust landnemar í Kópavogi keypti Guðjón garðlönd í Kringlu- mýri undir hænsnabú sitt og hélt kanínur sem aukabúgrein — löngu fýrir fermingu. En sem klár bissnes- maður sá hann að það var engin framtíð í aukabúgreinum. Fyrir ferminguna frétti móðir hans það að hann væri kominn á togara frá Patreksfirði á Grænlandsmið. Á summm hélt hann við símakerfi landsmanna í viðgerðarflokki Skúla Sigurðssonar, þar sem við Ragnar Amalds höfðum nokkmm sinnum verið virtir tæknifræðingar. í þeim vinnuflokki var mér eftirminnileg- astur Ámi Sigurjónsson, foðurbróð- ir Guðjóns frá Hörgshóli í Vestur- Hópi, náffændi Stefáns frá Hvítadal, ölkær gáfúmaður. Fimmtán ára gamall var Guðjón kominn sem messagutti á Langjökul og skaut upp kollinum við kajann í New York. Þar lá Lagarfoss við bryggju hið næsta þeim. Þar um borð var fúllgildur háseti eldri bróð- ir Guðjóns, Sigurjón, og hittust þeir af hendingu þama á kajanum. Það hefði verið gaman að slást í fór með þessum guttum úr Skerjafirðinum, þegar þeir tóku sig til og máluðu bæinn rauðan á Manhattan. Eftir misheppnaða tilraun sem smáútgerðarmaður og trillukarl á Hellissandi komst Guðjón að þeirri niðurstöðu að ekki yrði lengur um- flúið að setjast á skólabekk. Hann tók inntökupróf í Samvinnuskólann, flaug inn og lauk námi með sóma. Að því loknu var hann allt í einu orðinn innkaupastjóri hjá Phil & Sön við að byggja Búrfellsvirkjun. Að því loknu var farið í heimssigl- ingu á norskum frögtumm fýrir Góðrarvonarhöfða, Suez og um Ind- landshaf. Þar hefúr sennilega kvikn- að áhuginn á að kenna Ameríkönum að éta froskalappir. Næst hjálpaði hann Þorsteini Viggóssyni að reka búllur í Kaupmannahöfn með ís- lenskum stæl og var jöfnum höndum bókhaldari og útkastari, enda mað- urinn engin smásmíði þegar hér var komið sögu. Þegar stund gafst milli stríða vann Guðjón hörðum höndum við pípu- lagnir með foður sínum, Sigurjóni, sem á Viðreisnarárunum var um- svifamikill byggingaverktaki í Reykjavík. Stóðu þeir fyrir allt að 150 íbúðabyggingum á ári. Það var dæmigert fyrir Guðjón að hann kynntist fjöldanum öllum af því fólki sem þeir feðgar byggðu fyrir á þessum árum og hélt sambandi við það fólk lengi síðan. Það var þetta uppeldi, þessi lífs- reynsla, sem kom Guðjóni að góðu haldi við aðalstarf hans i tuttugu ár: Sem var að vera fjölkunnugt at- hafnaskáld (þ.e.a.s. klár bissnes- maður í Boston), alltaf með íslenska hagsmuni að leiðarljósi. Þegar veldi hans stóð sem hæst í verktakabrans- anum giftist hann dóttur auðugs lög- fræðings af Mayflowerættum, Kar- en MacCarthy. Þá bjó Guðjón í há- reistu timburhúsi í Árlington, spöl- korn frá öðrum atkvæðamiklum innflytjendum: Þýska gyðinga- stráknum Kissinger annars vegar og kanadíska bóndasyninum John Kenneth Galbraith, ættuðum úr skosku hálöndunum. Sambúð Guðjóns og Karenar stóð stutt. Þótt hann festi ekki ráð sitt eft- ir það eignaðist hann tvær dætur, sem stóðu hjarta hans nærri: Leger Walcott heitir sú eldri, nítján vetra yngismær í Boston, en Ragnheiður Steina sú yngri, sem hefur alist upp hjá móður sinni að Litla-Beri á Kleppjámsreykjum í Borgarfirði. I bisnessnum skiptast á skin og skúrir, hæðir og lægðir, eins og í hverri annarri útgerð og sjósókn. En þegar stríðsgæfan sýndist ætla að snúa við honum baki sneri hann jafnan vöm í sókn. Ef það var erfitt að fá fisk frá Íslandi seldi hann ís- lendingum smokk frá Kalifomíu. Þegar hallaði undan fæti í ullar- bransanum á íslandi fór hann að ílytja túrista til Jamaíku. Jamaíka skipar sérstakan sess í minningunni um Guðjón Sigurjóns- son. Þangað fór hann á ári hverju sl. 20 ár. Hann tók ástfóstri við þessa sólareyju og innfæddir þar tóku ást- fóstri við hann. Ef til vill var þama eitthvað sem minnti hann á Skerja- fjörðinn. Þangað fór hann sína sein- ustu ferð á þessu sumri. Sonur hans og Bjarkar Kristjánsdóttur, skóla- systur úr Samvinnuskólanum, hafði seinustu árin skipulagt með föður sínum ferðir heilu stúdentaárgang- anna úr Fjölbraut og Versló til hinna heitu sólarstranda Jamaíku við Kar- íbahafið. Guðjón bauð móður sinni að slást í hópinn. Hann naut þess að sýna hinum íslenska unglingaskara þennan Skerjafjörð sólarstranda, þar sem hann virtist þekkja alla og allir þekktu hann. „Good man from Ice- land,“ sögðu þeir. Þegar krökkunum dvaldist lengur en góðu hófi gegndi við glaum og gleði í þorpinu skellti Guðjón sér á bak mótorhjólinu og þeysti af stað. Hann ætlaði að sjá um að allt væri í lagi. Það var honum líkt. Það var hans hinsta ferð. Hann lifði með stæl — og hann dó með stæl. Blessuð sé minning hans. Jón Baldvin Hannibalsson ELUCIDARIUS Etucidaríus in Old Norse Translation. Edit- ed by Evelyn Scherabob Firchow and Kaar- en Grímstad. Reykjavík — Stofnun Ama Magnússonar 1989. „Bók þessa kalla eg Elucidarium, en það er Lýsing, því að í henni lýsast nokkverir myrkvir hlutir.“ Þetta skrifar þýðandi í inngangi þýðingar sinnar. Rit þetta er eitt meðal þýðinga úr latínu á danska tungu, þ.e. á þjóð- tungu þá sem töluð var um Norður- lönd og á íslandi á 12. öld. Rit þetta var þýtt á þjóðtunguna á síðasta hluta 12. aldar. Ritið var sett saman af munki nokkrum, Honoríusi Augu- stodunensis, á latínu, og var ritið þekkt undir nöfnunum: Elucidarius, Elucidarium eða Lucidarius. Höf- undurinn, Honoríus, er talinn fæddur á síðari hluta 11. aldar og er talinn hafa lifað fram um miðja 12. öld. Að- setur hans var í írsku klaustri í suður- hluta Þýskalands. Samkvæmt for- málanum var ritið tekið saman að áeggjan klausturbræðra höfundar. Ymsir hafa efast um að Honoríus sé hinn rétti höfúndur ritsins og hafa aðrir verið tilnefndir, svo sem heilag- ur Ágústínus, Abelard og Anselmus frá Kantaraborg, en talið er að Ho- noríus hafi verið þeim síðast nefnda kunnur, jafnvel lærisveinn hans. En Anselmus var einn fremsti guðfræð- ingur um þetta leyti og er einkum kunnur fýrir rit sitt „Cur Deus Homo“ eða „Hvers vegna gerðist Guð maður“, en þar telur Anselmus sig sanna tilveru Guðs með mennsk- um rökum. Rit Anselmusar var ætlað lærðum mönnum en rit Honoríusar var ætlað almennum klerkum og leikmönnum þeim sem læsir voru á latínu. Tilgangurinn var að svara ýmsum brýnum spumingum varð- andi guðfræði og tilveru og tilgang mannsins í heiminum og öðrum heimi. En sá annar heimur var fram- hald þessa og var miðaldamönnum algjör staðreynd. Þá liföu menn í rauninni í þessum heimi og í von um góða heimvon í öðrum heimi. Þessi meðvitund um tvo heima mótaði allt lífshlaup miðaldamannsins og því geta menn ekki nálgast miðaldir, án þess að hafa þessa staðreynd í huga (sbr. Le GofT og Gurevich). Honoríus ritaði mörg rit. Mátti kalla hann afkastamikinn höfund. Hann segir nokkur deili á sjálfum sér í „De luminaribus ecclesiae“. Elucidarium var líkast til sett saman á Englandi og til eru þýðingar á því riti á engilsax- nesku, sem hafa verið gerðar á 11. öld. Ef til vill sýnir íslenska þýðingin fýrir eða um 1200 tengsl milli engil- saxnesku kirkjunnar og þeirrar ís- lensku eða norsku. Áhrif þessa rits voru langvarandi og lífseig. En vin- sælasta rit hans var nokkurskonar heimsfræði eða landafræði, „Imago Mundi“, sem var þýtt á fjölda þjóð- tungna. Rit Honoríusar voru eins og áður segir ætluð læsum leikmönnum og klerkum, en útbreiðsla þeirra jókst mjög við þýðingar. Þetta var ein- hverskonar alþýðleg útlistun ýmissa höfuðþátta guðfræðinnar. Elucidarius er samtal lærimeistara og lærisveins og er skipt í þrjár bæk- ur. Fyrsta bók fjallar um tilætlan Guðs með sköpunarverkinu, sköpun- ina og sköpun Adams og Evu, synda- fall og endurlausn. Önnur bók er einkum um manninn og kristnina, trú og verk og samskipti manna. Þriðja bók er lýsing á tilveru hinna dauðu annars heims, paradís, hreinsunareldi og helvíti. Þar er að finna hrikalegar lýsingar og telur höfundur sig geta ákvarðað hinum ýmsu stéttum mið- alda dvalarstaði eftir dauðann. Ritið er málsögulega mjög merki- legt. Það er talið til eldri þýðinga á norrænu og hefur auðgað íslenskt mál. Hér þurfti að þýða heimspeki- og guðfræðihugtök úr latínu á ís- lensku. En þetta er eitt þeirra rita sem teljast nú til íslenskra bókmennta í víðri merkingu orðsins og svo er um fleiri þýdd rit, homilíubækur og heil- agramanna sögur, og hvað um Biblí- una, þá bók bóka, eða kafla úr henni, sem voru þýddir snemma á norrænu. Þýðingar á þjóðtungur eru oft kveikj- an að þjóðlegum bókmenntum, þ.e. þjóðlegum menntum festum á bók- fell. Svo er hér fólgin enn viðameiri þýðing þýðinga, sem markar skáld- skap og sögur þegar frá líður og víkk- ar skilning manna á orðinu. I þessu sambandi má minna á hina stórmerku útgáfú Stofnunar Áma Magnússonar: „Biblical Quotations in Old Iceland- ic-Norwegian Religious Literature", Jan J. Kirby, 1976 og 1980. Þessi útgáfa Elucidarius er stafrétt útgáfa tekin úr átta handritsbrotum og latneski textinn prentaður með til hliðsjónar. Mjög greinargóður inn- gangur fjallar um i. r.dritin og útgáf- una. Elsta handri er frá því um 1200, 33 blöð, m .t AM674a 4to. Fyrri útgáfúm te> i.s og textabrota er lýst. Fyrstu útg nar voru unnar af Konráð Gíslasj 1858, Jóni Þor- kelssyni 1865 og ni Jónssyni og Eiriki Jónssyni. / þess hafa birst ljósprentanir af te: ,um. Siglau. Brynleifsson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.