Tíminn - 23.06.1990, Blaðsíða 18

Tíminn - 23.06.1990, Blaðsíða 18
30 Tíminn Laugardagur 23. júní 1990 Talningu vatna- fugla lokið Árleg talning á vorfuglum í Mý- vatnssveit og Laxárdal fór fram i júníbyrjun á vegum Rannsóknar- stöðvarinnar við Mývatn. Er þetta 16. árið í röð, sem slík talning fer fram, og er markmið talningarinnar að fá yfirsýn yfir þær breytingar sem verða á líffíki Mývatns og Laxár í tímans rás. „Þetta er í fyrsta skipti nú í mörg ár sem útkoman er eitthvað uppá við“, sagði dr. Ámi Einarsson starfsmaður Rannsóknarstöðvarinnar. Öndum hefur íjölgað um 9% frá því í fýrra, er fuglastofnar voru í lágmarki eftir hrun átustofha árin 1983 og 1988. Ámi sagði ómögulegt að spá fyrir um hversu langan tíma það tæki fyrir stofninn að ná sér á strik aftur. Ein- stakar andartegundir hafa þó tekið misjafnlega við sér ef miðað er við síðastliðið ár. Mest er fjölgun hjá hrafnsönd (45%), húsönd (25%) og duggönd (16%), en þessir stofnar hafa látið mjög á sjá á undanfömum árum. Skúfönd hefur fjölgað um 10%. Stofn rauðhöfðaandar og straumandar stendur í stað, en fækk- un (20%) hefur orðið á gargönd (litlu gráönd), hávellu (14%) og toppönd (9%). Aukið fuglalíf má hiklaust rekja til mýklaks nú í vor, en toppmý (stór rykmýstegund) kom í óvenju mikl- um mæli upp úr vatninu, einkum Syðriflóa. Mýtegund þessi er eftir- sótt meðal flestra vatnafugla. Sé mikið af þessu mýi má telja víst að andavarp verði með meira móti. Of snemmt er þó að segja til um lífslíkur unganna því að afkoma þeirra ræðst af öðrum fæðutegundum. Aðalfundur Hússtjórnarkennarafélags íslands: Auka þarf kennslu í heimilisfræöum Ferðakynning og rútudagur Stuðmenn áferð um lands- byggðina Stuðmenn eru nýlega lagðir af stað í hljómleikaferð um landið og leika á þrennum miðnæturhljóm- leikum og einum síðdegistónleik- um um þessa helgi. Síðdegis á laugardag leikur hljómsveitin að Varmalandi í Borgarfírði, á laugar- dagskvöld leikur sveitin í Njálsbúð og á sunnudagskvöld á Selfossi. Hljómsveit allra landsmanna, Stuðmenn, er um þessar mundir að senda frá sér nýja 12 laga plötu sem ber nafnið „Hve glöð er vor æska“ en platan kemur formlega út um næstu helgi. I næstu viku skemmtir hljóm- sveitin í Reykjavík og í Vest- mannaeyjum. Akureyri: Gróðursetning á Jónsmessu Landgræðsluátak 1990 stendur nú sem hæst. Umhverfismálanefhd Ak- ureyrar býður bæjarbúum að taka þátt í þessu átaki með því að mæta á Mið- húsaklappir við Eikarlund laugardag- inn 23. júní. Þar gefst bæjarbúum kostur á að kaupa plöntur gcgn vægu verði, og planta út undir handleiðslu verkstjóra frá Skógræktarfélagi Ey- firðinga. Stefnt er að því að gróöur- setningin fari fram frá kl. 10 að morgni, til kl. 18. Um kvöldið verður efht til grillveislu í Kjamaskógi. Þátt- takendur leggja til hráefni en skátar munu sjá um matseldina og þeir verða einnig með kvöldvöku og flugelda- sýningu. Á miðnætti þegar Jónsmess- an gengur í garð verður efnt til „mið- næturgöngu" um Kjamaskóg. Að sögn Áma Steinars Jóhannssonar garðyrkjustjóra Akureyrarbæjar, er þetta hugsað sem aukaframlag al- mennings á Akureyri til landgræðslu- átaksins, en í sumar sem endranær vinnur mikill fjöldi unglinga á Akur- eyri við útplöntun á útivistarsvæðum bæjarins. Hið eiginlega Landgræðslu- átak 1990 á Eyjafjarðarsvæðinu fer hins vegar fram á Ólafsfirði, Hrísey og Melgerðismelum. Búist er við að talsverður fjöldi fólks leggi leið sína á Miðhúsaklappir á laugardaginn, og þegar hafa nokkur starfsmannafélög tilkynnt þátttöku. Verði plantnanna er mjög stillt í hóf, og kostar hver planta 50 krónur. Fólki er svo í sjálfsvald sett hversu margar plöntur það kaupir. Þess má geta að Kjamaskógur við Ak- ureyri er afrakstur svona almennings- framtaks. hiá-akureyri. Aðalfundur Hússtjórnar- kennaraféiags íslands var haldinn fyrr í þessum mánuði í Reykjavík, en fundinn sóttu hússtjórnarkennarar víðs vegar af landinu. Auk venju- legra aðalfundarstarfa var rætt um stöðu heimilis- og hússtjórnarfræðslu i landinu. Kynnt var þingsáiyktun um manneldis- og neyslustefnu og sagt frá neyslukönnun sem fer fram á vegum heilbrigðis- ráðuneytisins. Á fundinum voru samþykkt- ar nokkrar ályktanir. Þar er þess m.a. krafíst að allir nem- endur grunnskóla fái heimil- isfræðikennslu eins og við- miðunarstundaskrá gerir ráð fyrir. Léieg aðstaða til heímil- isfræðikennslu getur verið ein ástæðan fyrir því hve erfitt er að fá heimilisfræðikennara til starfa. í ályktun um framhaldsskól- ann segir: „Koma þarf á sem fyrst kennslu i matreiðslu, næringar- og neytendafræð- um í öllum framhaldsskólum landsins, bæði i skólakjarna og valnámi. Með breyttum þjóðfélagsháttum er nauðsyn- legt að hver einstaklingur geti séð sér farboröa í hollu mata- ræði og sé ekki háður skyndi- bitastöðum.“ Bent er á nauðsyn þess að kennsla i næringar- og neyt- endafræðum verði hluti af ai- mennu kennaranámi. Félagið fagnar því að hafinn er undir- búningur að framhaldsnámi fyrir heimilisfræðikennara svo að þeir öðlist réttindi á framhaldsskólastigi. Gestir á fundinum voru frá heilbrigðisráðuneytinu, þær Unnur Stefánsdóttir, fulltrúi og doktor Laufey Steingríms- dóttir, næringarfræðingur. Laugardaginn 9. júni var haldinn rútudagur og almenn ferðakynning á Umferðamiðstöðinni. Halldór Kristjánsson, skrifstofústjóri samgöngumálaráðuneytis og Ágúst Hafberg, formaður Félags sérleyfis- hafa opnuðu sýninguna kl. 10 árdegis, en ffarn að þeim tíma lék Lúðrasveit- in Svanur við inngang stöðvarinnar. I kynningunni tóku þátt alls 35 aðil- ar, þar með talin öll ferðamálasamtök landshlutanna og ýmsir þjónustuaðil- ar á sviði ferðamála. Af nýjungum sem kynntar voru má nefna eftirfarandi: Ferðaskrifstofa íslands kynnti nýjar ferðir fyrir íslendinga og nýtt Eddu- hótel að Reykjanesskóla við ísafjarð- ardjúp. Tíminn hafði samband við nokkrar ferðaskrifstofúr í höfuðborginni til að fá vitneskju um vinsældir sólarlanda- ferða í sumar. Fram kom að svipuð aðsókn er í sólarlandaferðir nú í ár eins og í fýrra. Sá staður, sem virðist ávallt best sóttur, er Spánn en þangað fara margir aftur og aftur. Portúgal og Mallorka eru einnig vinsælir staðir. Leiguflugin eru svo til full hjá helstu ferðaskrifstofunum. Einna helsta breytingin frá fyrri árum er sú að fólk virðist fara fyrr um sumaríð í þessar ferðir. Áður fyrr fór fólk aðallega í Landmælingar íslands kynntu nýtt jarðfræðikort og stóraukna kortaút- gáfú á næstunni. Suðumesjamenn kynntu Bláa lónið og auknar ferðir þangað frá Reykja- vík. Líkan af lóninu var látið blása og rymja á hálftíma fresti allan daginn. Á Vesturlandi voru m.a. kynntar auknar ferðir um Snæfellsnes og tíð- ari ferðir yfir Breiðafjörð með nýja Baldri. Reykjavík kynnti nýja húsdýragarð- inn, Listahátið og aukinn ferðafjölda út frá höfúðborginni. Kerlingafjallamenn bjóða enn í skíðaferðir og kennslu í fjöllunum sem og aðstoð fyrir þá sem vilja hætta reykingum. júlí en nú í júní. Stafar þetta af því að fólki finnst of heitt í júlímánuði. Sem sagt sá tími, sem fólk velur sér, er júní og ágúst. Þó svo það hafi auk- ist á seinni árum að fólk eyði sumar- leyfúm hér innanlands, þá eru utan- landsferðimar enn í meira uppáhaldi. Allir aldurshópar sækja í þessar sól- arlandaferðir. Mikið er um að heilu fjölskyldumar fari saman. Unga fólk- ið kýs að fara snerruna um sumarið en eldra fólkið fer frekar í ágúst eða september þegar ekki er eins heitt. -KMH Svipuö aösókn í sólarlanda- ferðir og í fyrra

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.