Tíminn - 23.06.1990, Blaðsíða 20

Tíminn - 23.06.1990, Blaðsíða 20
680001 —686300 RÍKISSKIP NÚTÍMA FLUTNINGAR Hatnarhúsinu v/Tryggvagötu, S 28822 ^nrúie^m,a9’ S IIEBÐBBÉBMflBSKIPn SAMWNNUBANKANS SUÐURLANDSBRAUT 18, SlMI: 688568 NISSAIM Réttur bíll á réttum stað. HelgasoaM Saevartröföa 2 sími 91-674000 LONDON - NEW YORK - STOCKHOLM Kringlunni 8-12 Sími 689888 Tíminn LAUGARDAGUR 23. JÚNÍ1990 Hrista hurðaskellir timburhús í sundur? Spurning hvort ný timburhús eru nægilega traustbyggð: Eigendur nýrra timburhúsa hérlendis þurfa greini- lega að temja sér mun hljóðlátari umgengnisvenjur en íbúar steinhúsa, því samkvæmt Rb- fréttum, fréttabréfi Rannsóknarstofnun byggingaiðnaðar- ins, geta minnstu hurðaskellir komið titringi á hús- grind timburhúsanna, svo að þau leika öli á reiði- skjálfi. I nýjasta tölublaði Rb-frétta seg- ir að skoðun á nokkrum nýjum og nýlegum timburhúsum hafi leitt í ljós að styrkleiki húsanna er iðu- lega ónógur, og að stífleiki gagn- vart láréttu álagi oft lítill. Þessi skortur á stifleika kemur m.a. fram í því „að hurðaskellir koma titringi á grindina og verður þeirra jafnvel vart enda á milli í húsum,“ eins og segir orðrétt í fréttbréfinu. Ekki virðist heldur ráðlegt að stilla græjumar í botn og hreyfa sig í takt við tónlist, því stífleiki timb- urgólfa húsanna er oftast það áfátt að „sveiflur á gólfi undan hreyfan- legu álagi verða of miklar." Hljóð- deyfing á gólfunum er svo einnig lítil vegna sömu ástæðna. I fréttabréfmu kemur einnig fram að stoðir svigna oft mikið ef vindur stendur þvert á vegg, og einnig að op veikja veggina oft óeðlilega mikið. Og sé vitnað enn frekar beint í fréttabréfið þá gerir lítill skerstyrkur veggja og þakstífinga það að verkum „að hús vagga und- an vindálagi og áhrifa frá veðri gætir óeðlilega mikið.“ Ennfremur segir í grein Rb-frétta að „þegar umrædd hús voru skoðuð virtist sem uppbygging þeirra hefði fremur mótast af hefð, t.d. við val grindarstoða og gólfbita, heldur en af raunverulegri hönnun." Því virðist sem timburhúsaeigend- ur verði öðmm fremur að treysta því að veðurguðimir verði blíðir í framtíðinni svo að hús þeirra vaggi ekki í sundur, og vona að Hurða- skellir venji ekki komur sína til þeirra, ef þeir ætla að halda í bú- staði sína. —só Nýleg timburhús hafa verið skoðuð af starfsmönnum Rannsóknastofnunar byggingaiðnaðarins. Niður- staða skoðunarmanna er sú að fjöldi nýlegra timburhúsa séu hvergi nærri nægjanlega sterkbyggð og leiki jafnvel á reiðiskjálfi þegar vindar blása og gengið er um dyr. Tímamynd: Ámi Bjama. Samtök um nýjan vettvang lögð niður, en hvað verður um skuldirnar? Borgarmálaráð Nýs vettvangs borgar Stjórn Samtaka um nýjan vett- vang telur að hlutverki samtak- anna sé lokið og hefur því lagt til að samtökin verði lögð niður. Gangi þetta eftir vaknar óhjákvæmilega sú spurning hvað verður um þær skuldir sem Nýr vettvangur stofn- aði til í kosningabaráttunni, en i fjölmiðlum hefur komið fram að skuldirnar séu miklar. Reynír Ingi- bjartsson, sem hefur haft með fjár- mál Nýs vcttvangs að gera, sagði að borgarmálaráð Nýs vettvangs myndi taka á skuldapakkanum. „Við ætium að taka sameiginlega á þessum pakka,“ sagði Reynir. Ámundi Ámundason, sem starfar hjá Alþýðuflokknum og tók virkan þátt í kosningabaráttu Nýs vett- vangs, var spurður hvort fjárhags- staða Nýs vettvangs væri slæm. „Maður hefur séð það svartara. Nýr vettvangur skuldar í dag rum- ar J.900.000 króna. Ég held að flestir getí verið sammála um að sú upphæð sé ekkl há,“ sagði Ámundi. Nýr Vettvangur skuldaði Alþýðu- blaöinu og Pressunni háar fjárhæö- ir og sagði Ámundi að ákveðið hefði verið að fella þær niður. Hann sagöi aö á næstu vikum yrði gengið í að greiða aðrar skuldir. Notaðar yrðu hefðbundnar fjáröflunarleiðir sem felast m.a. í sölu á happadrættis- miðum. Ámundi sagðist ekki skílja af hverju fjölmiðlar hefðu svona mik- inn áhuga á kostnaði við kosninga- haráttu Nýs vettvangs. Nýr vett- vangur hefði ekki eytt meiri fjár- munum í kosningabaráttu sína en aðrir framboöslistar og skuldir hans væru síst meiri en annarra lista. Ragnheiður Davíðsdóttir, formað- ur fráfarandi stjórnar Samtaka um nýjan vettvang, sagði að það hiut- verk, sera samtökunum var ætlað í upphafl, að efna til opins prófkjörs um framboðslista og samelna fé- lagshyggjufólk I borginni um einn öflugan iista, hafi tekist. Borgarmálaráð Nýs vettvangs mun hins vegar starfa óháð og sjálfstætt, og sagði Ragnheiður að engin stjórnmálasamtök ættu að hafa ítök í því ráði. Hún sagði flokkssamþykktir bjóða upp á það að ganga að þessu eina einstaka verkefni, og að nú væri því lokið, og framtíðin væri borgarmálaráðs. Ragnheiður sagði fjóra aðila hafa staðið að baki fjármögnun Nýs vettvangs, Samtök um nýjan vett- vang, Alþýðuflokkurinn, Æsku- lýðsfylking Alþýðubandalagsins og Reykjavíkurfélagið - samtök um betri borg, og að því væru skuldirn- ar borgarmálaráðsins, sem er sam- heiti yfir þetta framboð. „Samtök um nýjan vettvang taka auðvitað sína ábyrgð á þessu rétt eins og hinir þrir aðilarnir sem unnu saman að þessu fram- boði,“sagði Ragnheiöur. Hún sagði þá ekki vera að skorast undan neinni ábyrgð þó að samtökin yrðu lögðniður. —só/eó OVIST MEÐ HREFNUVEIÐI Vísindanefnd Alþjóða hvalveiðiráðs- ins lýkur störfúm í kvöld, en nefndin kom saman í síðustu viku í Hollandi. Á fúndi nefiidarinnar hafa verið lögð fram gögn um ástand hrefhustofhsins í Norður-Atlantshafi og Suður-íshafi, en búist er við því að á ársfundi Al- þjóða hvalveiðiráðsins verði lögð fram tillaga um að hrefnuveiðar verði heimilaðar á ný. Ársfundur Alþjóða hvalveiðiráðsins hefst 2. júlí. Tíminn náði tali af Jóhanni Sigur- jónssyni sjávarlíffræðingi, en hann sit- ur í Vísindanefhdinni. Jóhann sagði að búið væri að leggja fram mikið af gögnum í nefhdinni og fundir hefðu verið langir og strangir. Hann sagðist hins vegar ekkert geta sagt um niður- stöður nefhdarinnar á þessu stigi. Vísindanefridin kemur til með að leggja fram álit um ástand hrefnu- stofnsins. Það er aftur á móti ekki i valdi nefndarinnar að leggja til að veiðar verði leyfðar á ný. Ársfúndur Alþjóða hvalveiðiráðs kemur að öll- um líkindum til með að fjalla um slíka tillögu. Um hundrað manns frá flestum-aðild- arríkjum Alþjóða hvalveiðiráðsins sitja í vísindanefndinni og auk þess sitja fúndinn fulltrúar alþjóðlegra op- inberra stofnana, sem sérstaklega var boðin þátttaka. Islendingar eiga fimm fúlltrúa í vísindanefndinni. - hs/eó Ný flugvél: Dornier til Arnarflugs í nótt kom til landsins ný flugvél í flugflota Amarflugs innanlands hf. Véíin verður skráð i dag og fær ein- kennisstafina TF-VLI og fer strax í áætlunarflug. Vélin er af gerðinni Domier 228 og er fengin á kaupleigu hjá Domier flugvélaverksmiðjunum í V- Þýska- landi. Vélar af þessari gerð em mjög heppilegar við erfiðar aðstæður og þar sem flugbrautir era stuttar. Jafn- ffarnt eru þær hraðfleygar, spameytn- ar og þægilegar fyrir þá 19 farþega sem þær taka. --sá

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.