Tíminn - 28.06.1990, Side 7

Tíminn - 28.06.1990, Side 7
Fimmtudagur 28. júní 1990 Tíminn 7 Bragi Árnason, Raunvísindastofnun Háskólans: Nýir möguleikar í orku- frekum iðnaði á íslandi Fyrirlestur haldinn á Akureyri 6. júní 1990 í skýrslu Þjóðveijanna um fyrsta hluta verkefnisins kemur fram, að megintilgangur þess sé ekki endilega sá, að það skili fyrst í stað hagnaði, heldur fyrst og fremst sá, að afla nægilega staðgóðrar þekkingar og reynslu, þannig að lönd Efnahags- bandalagsins geti áfallalítið aðlagað sig þeim breytingum á orkubúskap Evrópu, sem sérfræðingar telja lík- legt að verði á næstunni. Til þess sé nauðsynlegt að fara út í svo um- fangsmikla tilraun. En jafhvel þótt ekki fari allt eftir sem ætlað er nú, virðast menn telja að áhætta við að hrinda verkinu í framkvæmd sé Iítil, því iðnaður Evrópu muni í framtíð- inni hafa þörf fyrir allt vetni sem hér er gert ráð fyrir að framleiða og jafn- vel miklu meira. Þá kemur fram í skýrslu Þjóðveij- anna að megin ástæðan fyrir því að Kanada er valið sem orkusöluland er sú að Kanadamenn bjóði 100 megawött af mjög ódýrri raforku. En þetta orkuverð, sem er 18 U.S. mills/kWh til ársins 1995 en 36 U.S. mills/kWh eftir það, mundi nú varla teljast mjög lágt verð á Islandi. (Ein- ingin U.S. mill, sem er einn þúsund- asti úr Bandaríkjadal, er mikið notuð í umræðum um orkuffekan iðnað). Þá kemur einnig ffam að ef unnt væri að fá keypta raforku nær Evrópu, þannig að ekki þyrfti að flytja vetnið um jafnlangan veg og hér er gert ráð fyrir, mundi flutnings- og geymslu- kostnaður vetnisins lækka umtals- vert og þá jafnffamt heildarkostnað- urinn við öflun eldsneytisins. Eg verð að segja alveg eins og er, að ég hrökk talsvert við þegar ég las skýrslu Þjóðveijanna, því mér hafði satt að segja alls ekki verið ljóst áður, hversu langt verkefnið er i raun kom- ið. Það verður ekki annað séð af þeim upplýsingum, sem ég hefi nú, en að tekin verði um það ákvörðun þegar á næsta ári hvort hafist verður handa um að hrinda verkefninu í ffamkvæmd. Þá kom það mér einnig mjög á óvart að í skýrslunni var hvergi minnst á ísland sem hugsanlegt orkusöluland. Þar er getið um það að í ffamtíðinni megi fá mikla orku ffá Brasilíu, en þar er líklega mest óvirkjað vatnsafl til í heiminum á einum stað. Þá er einnig minnst á Grænland sem land þar sem megi hugsanlega fá mikla orku. En að á Islandi sé til mikil óvirkjuð orka virðast Þjóðveijar hins vegar ekki hafa minnstu hugmynd um. Það varð því úr að ég skrifaði pró- fessor Kreysa, sem stjómar verkefn- inu, til að benda honum á að á Islandi sé umtalsvert magn af ónýttri vatns- orku og því hugsanlegt að þeir Efna- hagsbandalagsmenn gætu sparað sér sporin yfir lækinn til að sækja vatnið. í bréfinu benti ég meðal annars á eft- irfarandi: Að Islendingar ættu um það bil 3500 MW í vatnsafli, sem talið væri mjög hagkvæmt að virkja. Þar af væm um það bil 3000 MW enn óvirkjuð, en það svarar til um það bil tíunda hluta óvirkjaðs vatnsafls í Kanada. Ég get bætt því hér við, að auk vatnsaflsins þá eigum við jarð- hitann, en orka hans er líklega allt að Qómm sinnum meiri. Jarðhitinn gæti því staðið undir umtalsverðri viðbót- ar raforkuffamleiðslu, það er talað um 1500 MW. Við ættum ef til vill ffekar að tala um 4500 MW af ónýttri raforku á Islandi frekar en 3000 MW. Þá benti ég á að flutninga- leiðin ffá íslandi til Evrópu væri að- eins um það bil einn þriðji af flutn- ingaleiðinni ffá Kanada. Að vetnis- ffamleiðsla væri vel þekktur iðnaður á Islandi, þar sem vetni hefði verið ffamleitt í nærri 40 ár í Aburðarverk- smiðjunni í Gufúnesi, þótt magnið sem þar er framleitt sé ekki nema um tíundi hluti af því magni, sem gert er ráð fyrir að ffamleiða í tilraunaverk- efhi Þjóðveijanna. En af því má marka hversu stórt þetta tilrauna- verkefni er í raun og vem. Við emm sem sagt að tala hér um verksmiðju, sem hvað varðar orkunotkun er jafn- stór Alverinu í Straumsvík. Loks benti ég á, að samkvæmt athugunum, sem gerðar hafa verið á ffamleiðslu- kostnaði þeirra 3000 MW sem enn er talið tæloiilega mjög hagkvæmt að virkja á Islandi, gæti ég ekki séð ann- að en raforkuverð á Islandi sé fylli- lega samkeppnisfært við raforkuverð í Kanada. Þegar ég skrifaði þetta bréf bjóst ég satt að segja ekki við mjög jákvæð- um undirtektum. Því enda þótt það kæmi hvergi ffam í skýrslu Þjóðveij- anna, þá átti ég hálft í hvom von á að þeir væm búnir að semja við Kan- adamenn, þannig að ekki yrði affur snúið. Svarið sem ég fékk varð hins vegar talsvert á annan veg. í fyrsta lagi virðist það hafa komið Þjóðveijum mjög á óvart að á Islandi sé fyrir hendi mikið af óvirkjuðu vatnsafli. Þá segist prófessor Kreysa í öllum atriðum sammála því, að ef ráðist verði í verkefnið hljóti ísland að vera kjörið orkusöluland. Enda hafi hann þegar komið upplýsingum mínum á ffamfæri við Efhahags- bandalagið og þýska iðnaðarráðu- neytið og kveðst munu leggja það til við stjóm verkefhisins að kostnaðar- áætlanir verði endurskoðaðar með það fyrir augum að hugsanlegt sé að semja við íslensk stjómvöld um orkukaup og jafnvel vetnisffam- leiðslu á Islandi. Jákvæðara gat nú svarið varia verið. Hins vegar bendir hann jafnlfamt á - og ég vil leggja á það sérstaka áherslu hér - að enn sé óvíst hvort ráðist verði í verkefnið. Endanleg ákvörðun um það verði ekki tekin fyrr en í byijun næsta árs. Og hugs- anlega gæti sá möguleiki að fá raf- orku keypta á íslandi orðið til þess að ráðist yrði í verkefhið, jafnvel þótt af því yrði ekki, ef sækja þyrfti orkuna alla leið til Kanada. Nú, þannig standa þessi mál í dag SEINNI HLUTI og því ef til vill rétt að hætta þessu spjalli nú. Mig langar þó að ljúka því með því að drepa á nokkur atriði til umhugsunar. Mér sýnist ekki vafi leika á því að þessar athuganir Þjóðveija séu mjög áhugaverðar fyrir okkur Islendinga og að við eigum að fylgjast vel með því, sem er að gerast hjá þeim. Þar kemur einkum til eftirfarandi: Þótt hér sé aðeins um það að ræða að byggja verksmiðju, sem þykir smá í augum Efnahagsbandalagsins, þá er hér verið að tala um nokkuð stórt fyrirtæki á mælikvarða okkar Islendinga, eða verksmiðju, sem má jafna við 9-10 Áburðarverksmiðjur og notar álíka mikla raforku og Ál- verið í Straumsvík. Og vel á minnst: Ef svo færi að slík verksmiðja yrði byggð hér og Áburðarverksmiðjan yrði hrakin frá Reykjavík, þá mætti slá þessum fyr- irtækjum saman þar sem ffam- leiðslutæknin er að hluta til sú sama. Áburðarvcrksmiðjan yrði þá eins konar aukabúgrein, auk þess sem framleiðslukostnaður áburðarins gæti lækkað vegna hagkvæmni stærðarinnar. Þá má benda á að verksmiðju eins og þessari þyrfti ekki að tryggja varaafl ef rafmagn færi af um tíma vegna bilunar. En slíkt er nauðsyn- legt þegar um er að ræða álver. Ef rafmagn fer af þá stöðvast verk- smiðjan einfaldlega og fer síðan í gang þegar rafmagn kemur á affur, án þess að nokkur skaði sé skeður. Þá er hér um að ræða stóriðju, sem veldur nánast engri umhverfismeng- un ef undan er skilið rask á landslagi vegna bygginga. Verksmiðjan gæti þess vegna verið staðsett næstum hvar sem er á landinu, ef unnt er að koma að henni stórum tankskipum. Ég hefi stundum orðað þetta svo, að hér sé um að ræða mjúka stóriðju eins og þá sem kvennalistakonur dreymir um. Og að lokum þetta: Þjóðveijar tala hér um tilraun, þar sem verið er að prófa einn möguleika á því að sjá Efnahagsbandalaginu fyrir nægilegri orku i framtíðinni. Kannske verður niðurstaðan af þessari tilraun sú að aðrir möguleikar séu álitlegri og ekki verði haldið lengra á þessari braut. En jafnvel þótt svo verði þá er hér um að ræða all álitlegt fyrirtæki á okkar mælikvarða, því það segir sig sjálff að þýsk stórfyrirtæki færu varla að leggja stórfé í tæki og verksmiðj- ur sem ekki yrðu notaðar í eðlilegan afskriftartíma. Ég get nefnt hér töl- una 50 miljarða íslenskra króna til að nefna eitthvað, en líklega er sú tala allt of lág. Þá kemur einnig fram í skýrslu Þjóðveijanna, að þeir telja að Efnahagsbandalagið muni í framtíð- inni hafa not fyrir allt það vetni, sem hér er gert ráð fyrir að framleiða, ef ekki sem eldsneyti þá sem verðmætt hráefni í iðnaði. I því sambandi má geta þess að nútíma rafeindaiðnaður hefiir í vaxandi mæli þörf fyrir mjög hreint vetni. Leiði á hinn bóginn tilraunin til þess, að Efnahagsbandalagið sjái sér hag í því í framtiðinni að flytja inn orku í stómm stíl með þessum hætti, þá sýnist mér að hér gæti verið í aug- sýn mjög álitlegur kostur fyrir Is- lendinga til að nýta orkulindir sínar, þó ekki sé meira sagt. Hér gæti þá vel risið upp stórfelldur orkufrekur iðnaður, þar sem við hefðum möguleika á að nota alla þá orku, sem við ekki þurfúm til eigin þarfa, til að framleiða eldsneyti til út- flutnings. Því við yrðum þá án efa vel samkeppnisfærir við aðra, vegna lítillar fjarlægðar við markaði og vegna tollabandalaga við Efnahags- bandalagið. Það skyldi þó aldrei verða að þeir tímar komi að tankskip eigi eftir að sigla tóm til landsins og fara héðan aftur fúllhlaðin af eldsneyti, öfúgt við það sem nú er. Ég hefi kosið að ræða hér aðeins um einn nýjan möguleika á orkufrekum iðnaði á Islandi. Ástæðan er sú að mér finnst þessi möguleiki einstak- lega áhugaverður. Þama er um að ræða stóriðju, sem ekki mun spilla umhverfi okkar og gæti orðið raun- vemleiki á allra næstu árum, ef nú fer sem horfir og við höldum rétt á spöð- unum. En möguleikamir em vissu- lega fleiri og ég get ekki stillt mig um það í lokin að nefha eitt annað dæmi. Við dr. Ágúst Valfells efnaverk- fræðingur höfúm að undanfomu ver- ið að athuga það, í samvinnu við Is- lenska jámblendifélagið á Gmndar- tanga, hvort ekki megi framleiða á Islandi magnesíum málm á annan hátt en gert er með hefðbundnum að- ferðum og notfæra okkur þannig sér- stöðu okkar, sem auk vatnsorkunnar er ódýr jarðhiti. Magnesíum er mjög verðmætur málmur, um tvöfalt dýr- ari en ál. Þótt þessi möguleiki eigi án efa lengra í land en vetnisframleiðsla, þar sem þá yrðu áður að koma til um- talsverðar rannsóknir, þá er hann vissulega áhugaverður. Með þessari aðferð yrði magnesíum unnið úr sjó með hjálp raforku, en auk þess mundi þurfa miklajarðgufú. En jarð- gufa kostar líklega aðeins um tíunda hluta þess, sem slík gufa kostar ef hún er framleidd með olíu. Þama eigum við ef til vill góða framtíðar- möguleika á að byggja upp stóriðju, sem byggðist á ódýrum jarðhita. Hér gæti þá vel risið upp stórfelldur orkufrekur iðnaður, þar sem við hefðum möguleika á að nota alla þá orku, sem við ekki þurfum til eigin þarfa, til að framleiða eldsneyti til útflutnings. Því við yrðum þá án efa vel samkeppnisfærir við aðra, vegna lítillar fjarlægðar við markaði og vegna tollabandalaga við Efnahagsbandalagið.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.