Tíminn - 05.07.1990, Blaðsíða 4

Tíminn - 05.07.1990, Blaðsíða 4
4 Tíminn Fimmtudagur 5. júlí 1990 FRETTAYFIRLIT MOSKVA - Ihaldssamir þingmenn á þingi sovéskra kommúnista réðust að for- setanum Míkhaíl Gorbatsjov, en hann virtist vera öruggur í miðjustöðu sinni milli her- skárra haegrimanna og rót- tækra vinstrimanna. Gorbat- sjov er einnig formaður kommúnistaflokksins og sækist eftir endurkjöri í næstu viku. Hann leitaðist við að draga úr ágreiningi liðsmanna sinna á þriðja degi 28. þings kommúnista sem gæti átt eftir að ráða ör- lögum kommúnismans í Sovétríkjunum. MOSKVA - Frjálslyndir stjórnmálamenn og háskóla- borgarar gagnrýndu her- stjórn Sovétríkjanna harka- lega í gær. Þeir sökuðu hana um að styðja íhaldsmenn og reyna að stöðva umbætur í hernum. I bréfi, sem birt var i dagblaðinu Prövdu sem 47 menn undirrituðu, var krafist róttækra aðgerða til að koma hernum undir stjórn þings landsins og losa hann undan áhrifum kommúnista- flokksins. ABIDJAN - I gær var ekki vitað hvað yrði um forseta Líberíu Samúel Doe, en hann hafði lýsti því yfir að hann væri reiðubúinn til að segja af sér. Uppreisnar- menn sitja nú um höfuðborg- ina. Símasamband hefur verið rofið og flugsamgöngur liggja niðri. Allir vegir að borginni eru í höndum upp- reisnarmanna. NIKÓSÍA - Á mánudag tróðust 1400 pílagrímar und- ir og dóu í þröngum undir- göngum við Mekkaborg. Leiðtogar Saudi-Arabíu hafa eytt milljörðum oliudala til að byggja mannvirki í kringum mesta helgidóm Múslima. Þeir sögöust þó enga ábyrgð bera á þessum ósköpum. varsjA - Forsætisráð- herra Póllands Tadeusz Mazowiecki, ætlar að til- kynna um ráðherraskipti í ríkisstjórn sinni á föstudag. Mikill þrýstingur hefur verið á hann að losa ríkisstjórn sína við síðustu leyfar kommún- ismans. Að sögn embættis- manna mun Mazowiecki til- kynna þetta í ræðu á þingi þar sem hann fer yfir stöðu mála 10 mánuöum eftir að hann varð fyrsti forsætiráð- herra i Austur Evrópu sem ekki var kommúnisti. NIKÓSlA - Forseti írans Ali Akbar Hshemi Rafsanjajni sagði eftir ferð um jarð- skjálftasvæði í Norður-lran, að færri hefðu látist í skjálft- anum en hingað til hefur ver- ið óttast eða um 34.000 í stað 50.000. Þýskaland: Hvert á nafnið að verða? Þegar Austur- og Vestur-Þýskaland sameinast, er óvíst hvert verður opinbert nafn hins nýja ríkis. Ekki er heldur vitað hver verður þjóðsöngur landsins, hver verður þjóðhátíðardagur þess, né hvar höfuðborgin verður. Austur-þýska sendiráðið við Ægissíðu sem nýlega var lagt niður í spamaðarskyni. Þjóðverjar þurfa brátt ekki nema eitt sendiráð í hveiju landi. Nú er aðeins hálft ár þar til stærsta ríki Mið-Evrópu verður myndað, en einhugur er ekki um neitt af þessum atriðum. Um þrennt eru Þjóðverjar þó sammála. Gjaldmiðill landsins heitir þýska markið, opinbert tungu- mál verður þýska og þjóðfáni lands- ins verður áfram röndóttur með rauðri, svartri og gulri rönd sem Þjóðveijar segja að sé gulllituð. Þennan fána fengu bæði þýsku ríkin að láni frá fijálslyndum flokkum á 19. öld. Höfúðborgin verður að öll- um líkindum Berlín en þó eru margir þeirrar skoðunar að betra væri að hafa höfúðborgina í Bonn vegna þess að Berlín minni um of á prússneska miðstýringu, á veldi Adolf Hitlers og útrýmingarbúðir nasista. Sama eru uppi á teningnum varðandi opinbert nafn landsins. Mikil andstaða er gegn því að Þýskaland heiti einfaldlega „Deutschland" eða Þýskaland, held- ur vilja flestir, þar á meðal Helmut Kohl kanslari, lengja nafnið og nota áfram opinbert nafn Vestur- Þýska- lands, „Þýska sambandslýðveldið“. Önnur nöfn koma líka til greina. Austur-Þjóðveijar hafa t.d. stungið upp á nöfhum eins og „Þýska banda- lagið“ eða „Þýska lýðræðissam- bandslýðveldið“. Þjóðhátíðardagurinn er enn erfíðari viðfangs. Austur-Þjóðveijar hafa lagt niður 7. október sem þjóðhátíðardag, en Vestur-Þjóðverjar geta boðið upp á tvo daga. „Stjómarskrárdagur“ V- Þýskalands er 23. maí og 17. júní hefur verið haldinn hátíðlegur til að minnast uppreisnar verkamanna í A- Berlin 1953. Síðasti þjóðhátíðardag- ur sameinaðs Þýskalands þykir ekki koma til greina, en það var 20. april afmælisdagur Adolfs Hitlers. Flestir Þjóðveijar nefha 9. nóvember sem tilvalinn þjóðhátíðardag, en það var dagurinn þegar Berlínarmúrinn lét undan og þess dags vilja margir minnast með hátíðarhöldum, skrúð- göngum og ættjarðarsöngvum. Sá galli fylgir þeim degi, að 9. nóvem- ber 1938 hefur verið kallaður „Krist- alnóttin“, en þann dag gengu nasistar um götur í öllu Þýskalandi og bmtu glugga í verslunum gyðinga. I frétta- skeytum Reuters er það aldrei talið neitt vandamál að 17. júní er þjóðhá- tíðardagur Islendinga. Tveir þjóðhá- tíðardagar hafa verið nefhdir til við- bótar: 8. maí, sem er dagurinn þegar þriðja ríkið gafst upp í stríðinu og væntanlegur sameiningardagur ríkj- anna sem enn er ekki að fullu ákveð- inn. Þjóðsöngurinn er heldur ekki ákveðinn. Eftir strið ákváðu V- Þjóð- veijar að nota áfram lag eftir Hayden sem er þekkt undir nafninu: „Deut- schland, Deutschland ueber alles", (Þýskaland, Þýskaland ofar öllu) en þeir slepptu fyrstu tveimur erindun- um sem þóttu of þjóðemissinnuð og lagið var útsett fyrir sinfóníuhljóm- sveit í stað lúðrasveitar. Austur-Þjóð- veijar fóm aðra leið og útbjuggu nýj- an þjóðsöng en árið 1971 bönnuðu þeir að þeirra eiginn þjóðsöngur væri sunginn vegna þess að í honum var minnst á „eitt foðurland". Bæði Austur- og Vestur- Þjóðveijar hafa lagt til að „Óðurinn til gleðinnar" verði notaður sem þjóðsöngur. Text- inn er eftir Schiller og lagið er úr ní- undu simfóníu Beethovens. Báðir höfúndamir vom þýskir og söngur- inn þykir frábær, en sá galli er á, að Evrópubandalagið hefur þegar tekið hann upp sem sinn söng. Genscher utanríkisráðherra Þýskalands: Gorbatsjov þarf hjálp að vestan Utanrikisráðherra Vestur- Þýskalands hvatti í gær Vesturlönd til að veita Sov- étríkjunum nauðsynlega hjálp, og sagðist vilja vara menn við, að án hennar gæti Gorbatsjov misst völdin. Genscher tók með þessu undir ákall Helmuts Kohls kanslara á fundi leið- toga Efnahagsbandalagsins í Dyflinni í síðustu viku, þar sem hann lagði til að Sovétmenn fengju fjárhagsaðstoð. Genscher sagðist ekki sjá hvemig Moskvustjóm ætti að geta tekið upp fijálst markaðshagkerfi án hjálpar. , J>að er í þágu okkar allra á Vcsturlönd- um að veita Sovétmönnum þessa hjálp. Ef ástandið heldur áfram að versna, mun það stefna Gorbatsjov í hættu en það var hann sem gerði hina friðsam- legu umbyltingu í Austur-Evrópu mögulega“, sagði Genscher og bætti við: , J>að er engin leið fýrir Moskvu- stjóm að halda áffarn ein síns liðs í átt til markaðsbúskapar. - Hún þarf nauð- synlega á hjálp að halda". Utanrikisráðuneyti Vestur- Þýska- lands birti ræðu Genschers í gær, en hann talaði á fundi 24 þjóða sem ræða efnahagshjálp til handa stjómum Aust- ur-Þýskalands, Tékkóslóvakiu, Búlg- aríu og Júgóslavíu. Sá fundur var að- eins einum degi á undan NATÓ-ráð- stefnu í Lundúnum og í næstu viku munu leiðtogar sjö ríkustu þjóða heims hittast í Houston þar sem stuðningur við Sovétstjóm verður eitt aðalum- ræðuefnið. Frakkar og V- Þjóðveijar hafa lagt hart að öðrum þjóðum að standa saman um efhahagsaðstoð við Sovétrikin, en Bandaríkin, Bretland og Japan hafa sterklega gefið til kynna að öll íjárhagsaðstoð sé ótimabær að þeirra dómi. Albönskum stalín- istum loks andmælt Stalínistastjómin í Albaníu hefur hingað til staðið af sér umbótaölduna í Austur-Evr- ópu, sem kollvarpað hefur kommúnismanum í álfunni. En í þessari viku mætti hún hörð- ustu andmælum þegna lands- ins til þessa, en þá fréttist í fyrsta skipti af átökum í höfuð- borginni Tírönu, skotárásum og sprengingum. Vestrænir sendiráðsmenn segja að talsverður fjöldi Albana hafi barist við öryggissveitir á sunnu- dag og mánudag, og að um það bil 200 menn hafi ruðst inn í sendi- ráðsbyggingar og reynt með því að flýja kommúnistaríkið Albaníu þar sem 3 milljónir manna búa við nærri algera einangrun. Gríski sendiherrann, Pandelis Karkamb- asis, sagðist hafa talið að minnsta kosti 50 skot utan við sendiráð sitt og nokkrir hefðu særst. í símavið- tali við fréttamann Reuters sagðist hann hafa séð fjóra særða menn á meðal flóttamanna í vestur-þýska sendiráðinu. „Að minnsta kosti tveir þeirra voru með skotsár og annar þeirra var mjög illa særður". Embættismenn Albaníustjómar segja að óeirðimar hafi aðeins verið verk 200 óláta- og saka- manna, sem hafi ráðist inn í sendi- ráð, sumir á vörubílum sem bmtu niður hlið við innganga þeirra. Vestrænir diplómatar segja hins vegar, að ólætin muni örugglega auka á spennu milli hófsamra stjómarliða og gallharðra stalín- ista sem vilja feta mjóan veg Marx-Lenínismans. Ekkja Enver Hoxa fyrrverandi leiðtoga lands- ins leiðir fylkingu harðlinumanna sem gætu notað mótmælin sem tylliástæðu til að auka völd örygg- issveita og stöðva allar umbótatil- raunir. Fyrrverandi sendifulltrúi Norður- Kóreumanna í Moskvu: Norður-Kóreumenn skipu- lögðu stríðið fyrirfram Fyrrverandi sendifulltrúi Norður- Kóreu í Moskvu sagði í gær, að þá- verandi leiðtogi Norður-Kóreu, Kim Il-sung, hefði sett á svið landamæra- átök, sem hann notaði sem tylli- ástæðu til að hefja Kóreustríðið. Stríðið stóð 1950-53 og lá við að kjamorkustyrjöld brytist út. Stjóm- arerindrekanum fyrrverandi hefur fyrir löngu verið veitt pólitískt hæli í Moskvu en hann sagði í viðtali við vikuritið, Moskvutíðindi, að Kim hefði borið fyrirætlanir sínar undir Jósef Stalín og hefði hann lagt bless- un sína yfir ráðagerðir Kims um að leggja undir sig allan Kóreuskagann. „Það var rætt við Stalín, en frum- kvæðið kom frá Kim Il-sung. Þetta var vandlega undirbúin innrás norð- ur-kórveskra hermanna“, sagði Li San-cho í viðtalinu. Norður-Kóreustjóm hefúr haldið því fram í fjóra áratugi að norðan- menn hafi aðeins svarað árás sunnan- manna. Undir þetta hafa Sovétmenn tekið, en Li segir að þetta sé ekki satt. „Samviska mín bannar mér að þegja um jafn stórkostlegar lygar“, sagði Li. Hann var háttsettur foringi í her Norður- Kóreu í stríðinu. Norður-Kóreumönnum vegnaði vel í upphafi striðsins, sem Li segir að hafi ekki verið nein furða, þar sem árásin var vel undirbúin. Sameinuðu þjóðimar samþykktu strax ályktun um að aðildarþjóðir þess styddu Suður- Kóreu og kenndu Norður- Kóreu um upptökin að stríðinu. Bandarikjamenn ráku síðan Norður- Kóreumenn norður fyrir landamær- in, en þá hófu Kínveijar afskipti af stríðinu og atómstyijöld var yfirvof- andi. Margt bendir nú til þess að Sovét- stjóm stefni að því að koma á stjóm- málasambandi við Suður- Kóreu- stjóm, sem hún hefúr lengi kallað leppstjóm Bandaríkjamanna.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.