Tíminn - 05.07.1990, Blaðsíða 17

Tíminn - 05.07.1990, Blaðsíða 17
Fimmtudagur 5. júlí 1990 Tíminn 17 Hér sjáum við okkar fallegu fyrrverandi fegurðardrottningu Lindu Pétursdóttir ásamt fegurðardrottningu Sovétríkjanna áríð 1989. Hún heitir Yulia Sukhanova. Nýlega barst Tímanum í hend- ur bæklingur, sem nefhist Pere- stroika, en þar eru helstu breyt- ingar innan Sovétríkjanna, með tilkomu umbótastefnu Gorbat- sjov, kynntar. Það er ýmislegt sem kemur fram í þessum bæk- ling og má þar neftia breytingar á viðskiptaháttum og samskipt- um Sovétríkjanna við aðrar þjóðir heims. En það er líka ýmislegt annað sem hefur breyst. Til dæmis eru haldnar sýningar og keppt er í líkamsrækt og virðast Sovét- menn standa sig nokkuð vel á þeim velli. Nú eru einnig í fyrsta skiptið farið að keppa um hver sé sú fegursta í Sovétríkjunum. Síðan umbótastefhan varð yfír- sterkari hefur fegurðarsam- keppni verið haldin um 300 sinnum víðsvegar í í ríkjunum. Þó farið sé að halda slíka keppni núna fyrst, er ekki þar með sagt að ekki hafí áður verið til fallegt kvenfólk í landinu. Sú mynd sem dregin hefur ver- ið upp af sovésku kvenfólki get- ur ekki talist falleg. I vestrænum kvikmyndum hafa þær verið sýndar sem karlmannlegar og ljótar kvensur og jafhvel með skegghýjung. En þetta er hinn mesti misskilningur eins og vill oft verða þegar fáfræði á í hlut. Eins og þessar meðfylgjandi myndir sýna þá eru þetta hinar myndarlegustu stúlkur og stand- ast fyllilega samanburð kvenna frá öðrum þjóðum. USSR •ERESntOI, Ungfrú Asía áríð ‘88 var hún kosin þessi stúlka. Hún er 18 ára þessi og heitir því erfiða nafni Yekaterína Chilichk- ina. Hún vann titilinn Drottning Evrópu áríð ‘88 í keppni sem haldin var í Finnlandi. Hér er forsíða blaðsins en á henni eru þeir Míkhail Gorbachev og George Bush. Þessi unga stúlka vann í fyrstu fegurðarkeppninni sem haldin var í Sovétríkjunum árið 1988. Hún heitir Masha Kalinina og er 17 ára. Hún starfar nú fýrir vest- ur-þýska tískuritið Burda. Sovésk fegurð fær loks að njóta sín FLUGMÁLASTJÓRN Námskeið í flugumferðarstjórn Ákveðið hefur verið að velja nemendur til náms í flugumferðarstjórn, sem væntanlega hefst í byrjun vetrar 1990. Stöðupróf í íslensku, ensku, stærðfræði og eðlis- fræði verða haldin í september nk. Umsækjendur skulu vera á aldrinum 20-27 ára, tala skýrt mál, rita greinilega hönd, standast tilskildar heilbrigðiskröfur og hafa lokið stúdents- prófi. Umsóknareyðublöð liggja frammi hjá Flugmála- stjórn á fyrstu hæð flugturnsbyggingar á Reykja- víkurflugvelli og ber að skila umsóknum þangað fyrir 1. september, ásamt staðfestu afriti af stúd- entsprófskírteini og sakavottorði. Flugmálastjóri. i ■ i Frá Ðorgarskipulagi Reykjavíkur í | í Breyting á deiliskipulagi við Hverfisgötu 20 Breytingartillaga á staðfestu deiliskipulagi stað- greinireits 1.171.0, sem markast af Hverfisgötu, Smiðjustíg, Laugavegi og Traðarkotssundi, er hér með auglýst samkvæmt 17. og 18. gr. laga nr. 19/1964. Uppdrættir og greinargerð verða til sýnis frá mánudeginum 2. júlí til mánudagsins 13. ágúst 1990 alla virka daga frá kl. 8.20-16.15, hjá Borgarskipulagi Reykjavíkur, Borgartúni 3, 3. hæð, 105 Reykjavík. Athugasemdum við breytingartillöguna, ef ein- hverjar eru, skal skila skriflega á sama stað eigi seinna en 27. ágúst 1990. Þeir sem eigi gera athugasemdir innan tilskilins frests, teljast sam- þykkir tillögunni. SAMBAND ÍSLENSKRA SVEITARFÉLAGA Framkvæmdastjóri Samband íslenskra sveitarfélaga auglýsir laust til umsóknar starf framkvæmdastjóra sambandsins og samstarfsfyrirtækja þess, Lánasjóðs sveitarfé- laga og Bjargráðasjóðs. Umsóknir, er greini upplýsingar um menntun og fyrri störf, sendistformanni, Sigurgeiri Sigurðssyni, bæjarstjóra, Austurströnd 2, Seltjarnarnesi, fyrir 26. júlí nk. Samband íslenskra sveitarfélaga Laus staða Staða forstöðumanns Rannsóknastöðvar Skóg- ræktar ríkisins að Mógilsá er laus til umsóknar. Umsóknarfrestur er til 20. júlí 1990. Umsóknir með upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist landbúnaðarráðuneytinu, Rauðarár- stíg 25, 150 Reykjavík. Landbúnaðarráðuneytið, 4. júlí 1990.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.