Tíminn - 05.07.1990, Blaðsíða 6

Tíminn - 05.07.1990, Blaðsíða 6
6 Tíminn Fimmtudagur 5. júlí 1990 Tíminn MÁLSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarfiokkurinn og Framsóknarfélögin í Reykjavík Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason Ritstjórar: Indriði G. Þorsteinsson ábm. Ingvar Gíslason Aðstoðarritstjóri: Oddur Ólafsson Fréttastjóri: Birgir Guðmundsson Auglýsingastjóri: Steingrímur Gíslason Skrifstofun Lyngháls 9, 110 Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 680001. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar 686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Oddi h.f. Mánaðaráskrift kr. 1000,-, verð I lausasölu kr. 90,- og kr. 110,- um helgar. Grunnverð auglýsinga kr. 660,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Komum heil heim Tíminn birtir í dag myndskreytta kynningu frá Slysavamarfélagi íslands um hættur sem leynst geta í sakleysislegri útilegu ungra hjóna með litl- um syni sínum. Drengurinn er óviti, sem ekki kann að varast hættur árinnar, sem rennur vatns- mikil og straumþung meðfram tjaldstaðnum. En er það frásagnarvert þótt óvita bam þekki ekki háska íslenskra straumvatna eða sakleysis- legra ijallavatna, sem svo sýnast á yfirborðinu, þótt þau kunni að vera bæði köld og djúp þegar í þau er komið? Og hvaða vit er í því að tjalda á fljóts- eða vatnsbakka svo nærri vatni að háski sé að fyrir böm, ef ekki fullorðna, beri eitthvað út af? I fréttum um helgina var sagt ffá því, að tveir al- vanir hjálparsveitarmenn af höfuðborgarsvæðinu hefðu verið í skemmtiferð austur í Skaftafells- sýslum og þá ekki tekist betur til en svo, að þeir festu sig í háskafljótinu Núpsvötnum, þótt þeir björguðust farsællega og „yrði ekki meint af volkinu“ eins og það heitir, þegar hófsamlega er greint frá mannháska og slysum sem fara betur en e.t.v. var stofnað til. f Slysavamastarf á Islandi er mjög umfangsmikið og margt ágæta vel af hendi leyst í því sambandi. Síst er ástæða til að vera með aðfmnslur gagnvart þeim félögum og einstaklingum, sem leggja jafn- mikið af mörkum til brýnna þjóðfélagsmála sem þeir er sinna björgunar- og slysavamastörfum. Þar fyrir dylst engum að afstaða ferðamanna, ekki síst ökumanna, til slysahættu er ótrúlega kæmleysisleg. Eitthvað vantar í íslenska ferða- og ökumenningu. Spumingin er hins vegar, hver eða hverjir eigi að vinna að umbótum á þessu sviði menningar og mannlegra samskipta. Þar koma að sjálfsögðu margir til. Enda er það svo, að margir sinna þessum málum samkvæmt opin- bemm ákvörðunum eða vegna stöðu sinnar og gera vafalaust sitt besta. Þrátt fyrir þetta góða starf, líður varla sá dagur að hann færi mönnum ekki heim sanninn um nauðsyn þess að bæta ferðamenningu íslendinga í sínu eigin landi. Langflest slys eiga sér stað vegna óvarkámi og athugunarleysis. Slysavamafélag íslands er að heija sérstaka her- ferð til þess að kynna ferðafólki þær hættur sem fylgja ferðalögum í landinu. Kjörorð þessa átaks er: Komum heil heim! Tíminn vill fyrir sitt leyti stuðla að því að ffamtak Slysavamafélagsins megi ná tilgangi sínum og hvetur alla ferðamenn, ekki síst þá sem fara í langferðir á eigin vegum um óbyggðir og fáfamar leiðir, að gæta fyllstu varúðar gagnvart þeim háska sem víðast er að vænta á ókunnum ferðaslóðum á Islandi. Hvað sem líður opinbemm aðgerðum og skipulögðum leiðbeiningum eða áminningum í sambandi við ferðalög, ber hver maður að lokum ábyrgð á sín- um eigin ferðum. GARRI Jafnréttisráð hefur nó fengió því framgengt að fyrrverandi menntamálaráðherra, sem gegndi embæfti fyrir háifum ára- tug, hafl talist brjóta jafnréttislug þegar hann veitti karii aukkruin Íekiursstuðu við Háskóla Islands t stað konu sero einnig sótti uiti starflð. Um þetta gekk dómor í borgardúmi Reykjaviktir ekkl alls fyrir IBngu, Málið mun reyndar hafa verið aö velkjast í dómskerflnu árum saman og er það ðnnur saga. Dæmt um hugarfar Nú kemur það ekki til greina að svo ólögfróður maður sem Garri fari að deiia við borgardóm Reykjavíkur um þessa niður- stöðu. Henni getur enginn hnekkt nema Hæstiréttur íslands ef hon- um býður svo við að horfa, en úr því sem komið er vseri æskilegt að máliö gengi þá leið því að hér er um merkilegt dðmsmál að rteða og tengist mikilvtegri lög- gjöf sem gott er að æösti dórour landsins tjalli um. Ef rétí er skillð lítur borgardómur svo á aö ráð- herra hafl gengið framhjá kon- unni af beinum ásetningi um að mismuna henni vegna kynferðis hennar. Dómarinn las það sem sé i bug ráðherrans að hann viidi ganga á rétt konu al' þvi hún var kona. Ekki stoðaði það ráðherr- ann að hann neitaði staðfastlega þessari sakargift, heldur er liaun dæmdur eftir hókstaf tilteklnnar lagagreinar sem gefur dómaran- um vald til að ákveða hvert hafi verið hugarfarið á bak við að hann vaidi kar) en ekki konu i starfið. Garri vcit, að það eru glöggskyggnir menn scm veljast í dómarastööur og kunna ba-ði að lesa lagahókstaf og hugarfar. fíann deilir ekkí við dómarann. En er það ekki, þrátt fyrir allt, einum of langt gengið að setja lög um jafna stöðu og jöfn réttindi karia og kvenna þar sem hægt er að dæma hácmbættismann, sem ekki má vamm sltt vita, fyrir hug- renningarsyndír scm hann sjálí- ur ber á móti að bann hafl drýgt? Garri hefði haldið að oft væri erf- itt að sakfella roann gegn ein- dreginni neitun hans um að vera sekur og ekki við annaö að styðj- ast en líkur. Svo nauðsynlegt sem það er að koma á jafnrétti karla og kvenna, þá hefur alltaf verið einhver óraunsæis- og ofstjórnar- skuggi yfir löggjöf um jafnréttis- Sannleikurinn er sá að jafdrétti karla og kvenna verður ekki nema að litlu leyti komið á með löggjöf. bað er sú þverstæða raunveruleikans sem margir eiga erfltt með að skilja. Oftrú á iaga- bókstaf leiðir marga góða konu og góðan mann á viiiigötur, enda mun láta nærri að íslenska laga- safnið sé a.m.k. helmingi of langt og árleg lagasmíð Alþiiigis laitgt fram yfir þarflr þjóðarinnar fyr- ir sett lög. Garri er alts ekki að hafa jáfnréttísmái i flimtingum, þótt hann segi sem honum linnst aft jafnréttíslögin séu alveg nógu iðng og staða kvenna myndi ékki versna neitt, þótt þau væru eitt- hvað fáorðari, ekki sist að þvl er varðar heimiidir til að kveða upp áfdlisdóma ót af stöðuveitíugum hjá þvi opinbera. Það er í raun- inni arskaplega langsótt að stefna ráöherrutn fyrir dóm út af etnb- ættísverkuro. Ráðherrar eiga fyrst Og fremst að þola pólitíska dóma, eliegar þá að draga þá fyr- ir Landsdóm. Konur gegn konum En hvað scm því líður, þá eru áreiðanlega böfð í fraroml rang- látari verk gegn konum á al- roennum vintiumarkaðl eo það sem kann að vera misgert við þær I opinberum stöðuveitingum. Að því ætti jafnréttisráö aft gá, og þar ættu kvenréttindafélög og stéttarfélðg að vera vel á verði. Mismúnun á vinnumarkaði er margs konar. Ilún lýtur ekki cin- göngu að þvi að mismuua eftír kynferði, heldur einnig eftir aldri, Um það er rætt að eldri konuni sé rutt úr vegi á vinnu- stöðum fyrir komtm $em yngri eru. Ungar konur láta sér þetta vel líka, en aldraðar konur — þær þurfa ekki að vera nema miðaldra — tclja brotið á sér. Ef þetta er orðið jafnalgéngt og út- brcitt sem sögur herma, þá dygðu ekki jafnréttíslög sem auk þess væru refsilagafgildi tö þess að stöðva slíka þrðun. Eða hvern á an iögsækja? Samkeppnisbrölt og hönnunarbruðl Samtök um byggingu tónlistarhúss hafa enn sem komið er ekki ráð á að reisa húsið en hafa í þess stað byggt geysihaglegan kassa á lóð sinni. A honum stendur Tónlistarhús mxm risa hér. Vonandi verðurtónlistarmönnum og áhugafólki um músik að ósk sinni, að veglegt tónleikahús risi. En þang- að til verður kassinn að duga. Hugmyndin er hvergi nærri ný af nálinni og samkvæmt því sem Ár- mann Öm Armannsson, formaður nefndra samtaka, segir í Moggagrein eru sjö ár síðan farið var að ráðslaga um peningasöíhun og framkvæmdir. Aurasöfnunin hefur gengið bærilega og hafa til að mynda tónlistarmenn blásið í lúðra og barið bumbur til að vekja athygli á framtakinu og nutu saíharar mikils velvilja margra aðila til að hrinda framkvæmdum af stað. Hugmyndaríkir áhugamenn um tón- listarhús seldu sæti í áheyrendasölum og eiga þar margir vísan sess þegar skipt verður á kassa og tónleikahöll á úrvalslóðinni, sem borgarsjóður reykvískra skattgreiðenda gaf undir höllina. Er það lítið framlag eða fóm, miðað við að fá glæsilega tónleikahöll fbæ- inn sinn og lipra spilamenn og söng- fólk til að skemmta sér einhvem tíma í þeirri óvissu framtíð þegar skipt verður á kassanum með íyrirheitinu, og músíksölunum. Kassinn góði En formaður Samtakanna upplýsir fleira en að söfnunin hafi gengið vel. Þó að á dýrmætri lóðinni sé ekki ann- að en hámenningarlegur kassi með djöríh fyrirheiti áprentuðu, er búið að sólunda 40 milljónum króna, já, fjörutíu milljónum, í „samkeppnis- brambolt" og uppdrætti. Það má einu gilda hvort það er af klókindum eða asnaskap, að efnt var til hégómlegrar samkeppni um tón- listarhúsið um öll Norðurlönd og margþjóðleg dómnefhd var ráðin til að ákvarða hvaða tillaga væri skásf hver næstbest, hver fengi þriðju verð- laun og svo framvegis. Svo er vist siðurinn að grauta saman nokkrum tillögum og em þær þá keyptar dým verði og svo er undir hælinn lagt hvort nokkuð verður notað þegar til kemur. Hvað um það. Efht var til stórsýn- ingar á tillögunum í Klakahöll Há- skólans og sýndust margar þeirra furðulegar, enda tískustraumar þung- ir í arkitektúr og teikna allir ffarn- sæknir arkitektar eins á hveijum til- teknum tíma. Því em byggingarúrelt- ar og úr tísku þegar þær loks rísa — þær sem á annað borð em reistar. En með einhveiju móti tókst að velja eina sem þótti skárri en aðrar. I þetta „brambolt" fóm allir pening- ar söfnunarátaksins. Ekki er getið um hvaða listamaður teiknaði kassann, sem nú stendur full- gerður á lóð tónlistarunnenda, sem ágætur minnisvarði um hégóma og bmðl. Breitt bak Nú kennir formaður Samtakanna fjármálaráðherra einum manna um, að ekki skuli vera farið að byggja tón- listarhöll. Allir þingflokkar og lands- menn með vilja fara að byggja, skrif- ar formaðurinn, en Olafur Ragnar þijóskast einn við og þvertekur fyrir að ríkissjóður eigi að standa undir byggingarkostnaði. Allt er hægt að kenna Olafí Ragnari um. Það er ekki nóg með að hans eig- in flokkur kasti öllum syndum sínum á hans bak, heldur félagar hans há- skólamenn, sem heimta gott kaup af honum og engar reljar og nú kvartar forstjóri Armannsfells sárlega undan nísku hans og fastheldni á ríkisfé. Er ráðherra einum kennt um að ekki er farið að byggja tónlistarhús þótt þeir sem að byggingarhugmyndinni standa séu búnir að láta snobbaða prakkara plata allt framkvæmdafé af sér. Hönnunarkostnaður 40 milljónir. Utkoman: Aprentaður kassi. Ráðherrar em ekki eins fastheldnir á fé til annars menningarhúss. Hönn- uðum tókst að ná út 90 milljónum af framkvæmdafé við skemmdir á Þjóð- leikhúsinu áður en nokkrum niður- rifsmanni með kúbein var hleypt inn í húsið. Einhver hmidmð milljóna munu fara úr ríkissjóði í það rifrildi og endurbyggingu áður en yfir lýkur. Vafalítið tekst hönnuðum að ná enn meira herfangi til sín af því frarn- kvæmdafé. Hönnuðir svokallaðir em listamenn miklir og betri fjáraflamenn en gerist og gengur og er ekki við þá að sakast um hve vel þeim gengur að búa til verkefhi og sópa til sín fjármunum. En að það skuli alltaf vera til meira og minna opinberir bjálfar sem borga meira og minna, aðallega meira, fyrir óþarft hönnunarbrölt er nokkuð sem sannarlega þarf að gefa nánari gaum. En hver á að dæma dómarann er ei- lífðarvandamál, sem ekki verður leyst hér. Hitt er annað, að þótt vel gangi að kenna Ólafi Ragnari um flest það sem miður fer í samtímanum, er rétt að fría hann af að sólunda öllu söfhunar- fé Samtaka um byggingu tónlistar- húss i samkeppnisbrambolt og hönn- unarbruðl. Annars er bruðlið ekki með öllu slæmt. Það eru oftast einhverjir sem græða á því. OÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.