Tíminn - 06.07.1990, Blaðsíða 4

Tíminn - 06.07.1990, Blaðsíða 4
4 Tíminn Föstudagur 6. júlí 1990 UTLOND MWw& Bush vill aö NATÓ sýni Sovétmönnum aö kalda stríöinu sé lokiö: GORBATSJOV BOÐIÐ AÐ HEIMSÆKJA NATÓ-FUNDI? Forseti Bandarikjanna, Georg Bush, vill að NATÓ-fundurinn í Lundúnum sýni Gorbatsjov skýr merki þess, að ástæðulaust sé fýrir hann að óttast hemaðarbandalagið. Hann lagði meðal annars til í gær, að Gorbatsjov yrði boðið á fund með ráðamönnum NATÓ. í opnunarræðu í gær á tveggja daga fundi í Lundúnum með ráðamönnum NATÓ, lagði Bush fram tillögur um aðgerðir sem eiga að laga bandalagið að breyttum b'mum eftir lok kalda stríðsins. í tillögunum er gert ráð fyrir að „atóm- fælingarstefhu" bandalagsins verði breytt, að kjarnahleðslur verði fjar- lægðar úr Evrópu og að einhvers konar griðasáttmáli NATÓ og ríkja Varsjár- bandalagsins verði undirritaður. Mark- miðið með tillögunum var ljóst. Sýna á Gorbatsjov að hann þurfi ekki að óttast bandalag, sem sameinað Þýskaland á aðild að, og að Sovétríkin þurfi ekki að einangrast heldur geti orðið hluti af gjörbreyttri Evrópu. Margrét Thatcher, forsætisráðherra Breta, hefur reynst vera herskáust leið- toga NATÓ á fúndinum. Hún lagði á það áherslu í gær að engar breytingar mætti gera á NATÓ, sem drægju úr hernaðarmætti þess, og hún hefur haft efasemdir um ágæti þess að breyta „at- ómfælingarstefhunni". Engu að síður var útlit fyrir það í gær að orðalag um hana yrði samþykkt á fúndinum og að NATÖ héti þvi, að beita ekki kjam- orkuvopnum nema í ýtrustu neyð. Helmut Kohl þrýsti í gær á um að grið- arsáttmáli yrði undirritaður við ríki Varsjárbandalagsins. Hann sagði enn- fremur að ríkistjórn sín í Vestur-Þýska- landi væri reiðubúin að ræða um tak- markanir á stærð þýska hersins eins og Moskvusrjórn hefur krafíst. Gorbatsjov og Bush takast f hendur á loiðtogafundinum f Washington fyrr á árinu. 28. þing sovéskra kommúnista: Enginn líklegur til að ógna Gorbatsjov í gær virtist Gorbatsjov hafa staðið af sér allar árásir og vera eini maður- inn sem til greina komi í embætti flokksleiðtoga. „Við tölum aðeins um einn ffambjóðanda til æðsta embættis kommúnistaflokksins og hann er Míkhaíl Gorbatsjov", sagði formaður lettneska kommúnista- flokksins, Alffed Rubik á ffétta- mannafundi í gær. í lok næstu viku verður kosið um stöður í flokknum og þá mun Gorbatsjov ásamt sam- herjum sínum í Sovétsjórninni leita eftir endurkjöri. Hann sagði á mið- vikudag, að hann myndi segja af sér, ef umbætur hans í efhahagsmálum skiluðu ekki árangri innan tveggja ára. Með þessu vísaði hann þó ein- göngu til stöðu sinnar sem flokksfor- manns, en ekki til embættis forseta sem hann var kosinn í til næstu fimm ára í marsmánuði. Rubik sagði að þeir fjölmörgu, sem hafa gagnrýnt Gorbatsjov síðustu fimm árin, hefðu ekki gefið í skyn, að þeir myndu benda á mótframbjóðenda í næstu viku. Stuðningur við Gorbatsjov er mjög viðtækur. Margir íhaldsmenn vilja að hann stjórni flokknum áffam jafhvel þótt þeir séu á móti umbót- áætlunum hans, því að þeir óttast, að án Gorbatjov muni völd kommúnista dvína enn frekar. Róttækir umbóta- menn eru fáir á þinginu, en þeir hafa mikið fylgi almennra félaga í flokkn- um. Þeir telja margir, að Gorbatsjov sé ekki nógu „vinstrisinnaður" og höfðu fyrir þingið hótað að kljúfa flokkinn. Engu að síður virðist nú líklegt að flokkurinn haldist í einu lagi því aðeins 80 af 4700 fulltrúum hafa sagt, að þeir muni segja sig úr honum og margir þingfulltruar segja, að enn sé tími til að jafha ágreining og koma á sáttum. TWjuö hjón sek um dauða sonar SERBAR LEYSA UPP ÞINGIÐ í KOSÓVÓ Stærsta lýðveldi Júgóslav- íu, Serbía, leysti í gær upp héraðstjórnina í Kósóvó, en á mánudag lýstu andófs- menn af albönskum uppruna yfir sjálfstæði héraðsins frá Serbíu. Tanjug fréttastofan sagði, að ákvörðun um þetta hefði verið kynnt serbnesk- um fulltrúum frá Kósóvó á þingi í Pristína sem albansk- ir fulltrúar neita að sækja. „Þing hins sósíaliska lýðveldis Serbíu hefur ákveðið að leysa upp þing og héraðstjórn sjálfstjórnar- svæðisins Kósóvó", sagðí í tilkynn- ingunni, en á mánudag lýsti meiri- hluti þingmanna frá Kósóvó-héraði því yfír, að Kósóvo væri sjálfstæð eining innan ríkjasambands Júgó- slavíu með sömu réttindin og önnur lýðveldi. Kósóvó hefur jafnan talist vera hluti af Serbíu-lýðveldinu og stjórn þess sagði strax að ályktun þingmannanna væri ólögleg og bryti í bága við stjórnarskrá lands- ins. í tilkynningu Serba í gær var sagt, að sérstakar ráðstafanir yrðu gerðar vegna útvarpsstöðvar AI- bana í Kósóvó og vegna dagblaða sem gefin eru út á albönsku. Ekki var sagt hvaða ráðstafanir það yrðu. í Kósóvó-héraði eru íbúar í yfír- gnæfandi meirihluta af albönskum uppruna. Tilkynningin um afnám sjálfstjórnar í Kósóvó var birt um leið og sagt var frá því að yfirgnæf- andi meirihluti íbúa í Serbíu hefði samþykkt ályktun um að fresta frjálsum kosningum i landinu þar til stjórnarskrá Serbíu hefði verið breytt, meðal annars á þann veg, að draga enn frekar úr sjálfræði Kó- sóvó-héraðs. 96.8% þeirra 5.7 milljóna, sem greiddu atkvæði, vildu fresta ffjálsum kosningum að sögn dagblaða í Belgrad. Frá nágrannaríkinu Albaníu bárust þær fréttir í gær, að flóttamenn hefðust enn við í vestrænum sendi- ráðum og vildu yfirgefa landið. Flugvél, sem Vestur-Þjóðverjar sendu með hjálpargögn til sendir- ráðs síns í Tírana, var snúið frá, en í gær bættist verulega í hóp þeirra sem leitað hafa skjóls í erlendum sendiráðum í Albaníu. Fyrr í vikuni hófust mótmæli í Tírana vegna þess að Albanir neita andófsmönnum um vegabréfsáritanir til útlanda, en þeir gripu til þess ráðs að brjótast inn i erlend sendiráð. Stjórn Efnahagsbandalagsins sendi i gær Albaníustjórn harðort skeyti og hvatti hana til að refsa ekki andófsmönnum og til að virða mannréttindi þegna sinna. Albanía er eina landið í Evrópu, sem ekki hefur undirritað Helsinkisáttmál- ann, en stjórnvöld hafa gefið til kynna að þau íhugi aðild að sátt- málanum, og að samtökum RÖSE- þjóða. í orðsendingu EB sagði að Albaníustjórn yrði að sýna að hún virti mannréttindi ef hún vildi koma á eðlilegum samskiptum við aðrar þjóðir. Hjónin David og Ginger Twitchell í trúarsöfhuðinum, „Kirkju kristinna vísinda" voru í gær dæmd sek um manndráp vegna dauða tveggja og hálfs árs gamals sonar síns. Þau höfðu reynt að lækna son sinn með bænum í stað þess að gefa honum lyf. Dómurinn var kveðirm upp í Boston í Bandaríkjunum. Margir meðdóm- endur létu í ljós samúð sína með tár- um og ekkasogum. Lögffæðingur hjónanna sagði að dómnum yrði áffýjað en hámarksrefsing, sem býð- ur þeirra, er 20 ára fangelsi. Með dómnum lauk tveggja mánaða réttar- höldum sem hafa einkennst af mikilli tilfinningabaráttu. Með réttarhöldun- um hefur verið reynt að komast að því, hvort hjónunum hefði mátt vera ljóst að sonur þeirra, Robyn var lífs- hættulega veikur vegna iðraveiki. Vegna veikindanna hefði þeim borið skylda til að leita læknishjálpar þrátt fyrir trú þeirra á lækningamátt bæna. Robyn Twitchell dó í fangi föður síns 8. apríl 1986 eftir 5 daga veikindi. Læknar báru fyrir rétti að barnið hlyti að hafa virst vera mjög veikt en Twitchell- hjónin sögðu hins vegar að þau hafi ekki haft neina hugmynd um hversu alvarleg veikindin voru og að iðraveikin hafi stafað af mjög sjaldgæfri vansköpun sem fullmennt- aður læknir hefði átt í erfiðleikum með að greina. Eiginmaðurinn skað- aði málstað sinn með því að gangast við því að hafa notað kvalastillandi lyf þegar tannlæknir rótarfyllti í hon- um tönn. Söfhuður hans „Kirkja kristinna vísinda" (The Christian Sci- ence Church) var stofhuð fyrir 111 árum og boðar að „hugur hafi vald yfir efhi". Söfhuðurinn trúir því að hægt sé að lækna veikindi með bæn- um eingöngu. Yfirmaður kirkjunnar, Nathan Talbot, sagði að dómurinn væri kæra á hendur kirkju hans. „Ég tel að hér hafi andleg lækning verið til umfjöllunnar", sagði hann við fféttamenn. „Mér sýnist dómstóllinn ætlast til þess að andleg lækning heppnist í öllum tilvikum". Stöðva fund eistneskra hermanna úr seinna stríði: Sovéskar hersveitir sendar til Eistlands Sovéskir fallhlífarhermenn voru send- ir inn í lítið eistneskt þorp til að stöðva fund sem herstjórar fullyrða að sé bar- átfufundur eistneskra uppgjafarher- manna í SS- úrvalssveitum Hitlers. Talsmaður eistneskur ríkisstjórnarinn- ar, Sergei Chemov, sagði i gær, að 28 brynvarin ökutæki og 15 hertrukkar hlaðnir fallhlifarhermönnum, hefðu þeyst inn í þorpið Tori á miðvikudags- nótt. Eistnesk stjómvöld vissu ekkert um þetta fyrirfram. „Hermenn ganga um götumar. Þeir komu ffá Pskov (í Norður-Rússlandi). Ég hef ekki heyrt um nein átök. Allt virðist vera með kyrrum kjörum", sagði Chemov við fféttamann Reuters í símaviðtali ffá höfuðborginni Tallinn. Eistar ætla að mótmæla þessum herflutningum við sovésk stjórnvöld sagði Chemov. Embættismaður í Tori sagði að 3000 íbúar þorpsins væru reiðir og skyldu ekki hvaða erindi hermennirnir æftu. „Þeir eru að sýna hemaðarmátt sinn", sagði hann. Yfirmaður í sovéska hemum sendi Eistum skeyfi á miðvikudag og krafðist þess, að fundur eisfneskra uppgjafar- hermanna í Tori yrði bannaður, vegna þess að þar myndu fasistar koma sam- an. Eistnesk stjórnvöld vildu ekki banna fundinn til að sýnast ekki vera ólýðræðisleg, en þau hafa gagnrýnt hann og sagt að hann gæti skaðað mál- stað Eistlendinga. Talsmaður sfjómar- innar sagði í gær, að skipuleggjendur fundar uppgjafarhermanna hefðu kom- ið ffam í útvarpi skömmu eftír komu Rússa og afboðað fundinn í Tori og sagt gestum að halda sig fjarri bænum. Skipuleggjendur fundarins „Félag um eistneska arfleifð", nejtuðu ásökunum um að fundurinn væri mót fasista. „Fundurinn er opin öllum sem börðust, hvort sem er með Sovétmönnum eða Þjóðverjum, gegn fasisma og gegn ein- ræði Stalíns. Sumir gætu ef til vill hafa verið í SS", sagði talsmaður félagsins. Eystrasaltslöndin voru sjálfstæð ríki milli sfríða en voru innlimuð í Sovét- ríkin 1940 eftir að Hitler og Stalín gerðu samning um skiptingu áhrifa- svæða. Þjóðverjar lögðu Eystrasalts- svæðið undir sig í árás sinni á Sovét- ríkin 1941. Þjóðverjar stofhuðu SS- sveitir skipaðar Eistum og öðrum Eystrasaltsþjóðum sem börðust með 20. deild Waffen-SS. SS- sveitirnar voru úrvalssveitir sem ætlað var að berjast í ffemstu víglínu og lufu sfjóm Hitlers en ekki þýsku herstjóminni. Sveitirnar stóðu fyrir ofbeldisverkum gegn almenningi í herteknum löndum Þjóðverja, þar á meðal i Frakklandi, Sovétrikjunum, Hollandi og Tékkó- slóvakíu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.