Tíminn - 06.07.1990, Blaðsíða 15

Tíminn - 06.07.1990, Blaðsíða 15
Föstudagur 6. júlí 1990 Tíminn 15 Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra tuktar Tímann fyrir það sem hún kallar rangtúlkun á aðgerðum hennar í húsnæðismálum: - NÚ KEYRA VILLANDI SKRIF ÚR HÓFIFRAM í Tímanum í gær er því slegið upp á baksíðu blaðsins með flennifýrírsögn að ég vilji 5% vexti af húsnæðislánum. Hér er svo gróflega faríð með staðreyndir að ég hlýt að gera kröfu til þess að blaðið leiðrétti þessa röngu yfirlýsingu blaðamannsins með jafnáberandi hætti og þessi falsaða frétt er sett fram á baksíðu blaðsins í gær. Staðreyndir málsins eru hinsvegar þessar sem fram koma í skýrslu nefhd- ar sem ég skipaði til að gera úttekt á fjárhagsstöðu Byggingarsjóðs rikisins: 1. Ef almenna húsnæðislánakerfið starfaði áffam með sama hætti og gert hefúr verið frá 1986 að gefinni þeirri forsendu að húsbréfakerfið væri ekki til staðar, að vextir yrðu óbreyttir og engin aukning yrði á ríkisframlagi í sjóðinn þá þyrftu lántökur sjóðsins að verða 174 milljarðar næstu 10 árin eða tvöfold fjárlög íslenska rikisins í ár. Ef keríinu væri lokað nú þyrfti 30 millj- arða króna lántökur næstu 10 árin til að standa við skuldbindingar sjóðsins vegna lánveitinganna frá 1986. 2. Ef koma ætti jafhvægi á stöðu sjóðsins m.v. óbreytta útlánagetu og aftur tekin sú forsenda að húsbréfa- kerfið væri ekki til þyrfti annað tveggja að koma til: Hækka vexti i 5,5% eða ríkisframlag að verða tæp- lega 15 milljarðar næstu 10 árin, en uppsafhaður vaxtahalli er nú 1.5 millj- arðar króna og verður 17 milljarðar að óbreyttu eftir 10 ár. Eigið fé sjóðsins sem nú er 13 millj- arðar króna yrði upp urið árið 1998 að óbreyttu. M.ö.o. þá yrði sjóðúrinn gjaldþrota. Þar sem m.a. hefur verið látið að því liggja i Tímanum að húsbréfakerfið væri að eyðileggja almenna húsnæðis- kerfið frá 1986, þá er vert að undir- strika það rækilega að ofangreindar forsendur um gjaldþrot sjóðsins liggja fyrir algjörlega óháð húsbréfakerfinu. M.ö.o. i forsendum er byggt á því að fjármagn lífeyrissjóðanna rynni til byggingasjóðanna með sama hætti og það gerði áður en húsbréfakerfið kom til. Staðreynd málsins er hins vegar sú að það er húsbréfakerfið sem getur bjargað Byggingarsjóði ríkisins frá gjaldþroti. 3. Húsnæðismálastjórn hefur gert ráð fyrir 2ja milljarða ríkisframlagi til ráðstöfunar í útlán úr almenna lána- kerfinu á árinu 1991. Með 2ja millj- arða ríkisframlagi væri unnt að af- greiða 7-800 umsóknir til viðbótar þeim umsóknum sem húsnæðismála- sfjórn hefur ákveðið að komi til af- greiðslu á árinu 1991. Nú eru um 5.700 umsóknir á Hús- næðisstofhun sem ekki hafa verið af- greiddar með lánsloforðum og ekki er vitað hvort koma til afgreiðslu á árinu 1991. Með 2ja milljarða ríkisframlagi mundi þessi fjöldi því lækka í um 5000 umsóknir. 2ja milljarða ríkis- framlag mundi þannig lítil áhrif hafa á biðtíma þeirra umsækjenda sem ekki mundu fá lán af þessum 2 milljörðum. Þá er ekki miðað við að neitt ríkis- framlag fari til greiðslu vaxtamismun- ar sem er um 7-800 milljónir á næsta ári, til viðbótar þeim 1500 milljóna króna vaxtamismun sem fyrir er. 4. Á blaðamannafundinum í gær kom einnig fram að enginn verulegur mun- ur er á greiðslubyrði milli lánakerfis- ins frá 1986 og húsbréfakerfisins þeg- ar íbúðarkaup eru skoðuð í heild. Lág- tekju- og meðaltekjufjölskyldur fá þann mun sem er á greiðslubyrðinni að mestu bættan með vaxtabótum. Hátekjufólk fær þennan vaxtamun hins vegar ekki bættan. Þessi saman- burður á eingöngu við um þá umsækj- endur sem hafa fengið lánsloforð frá Húsnæðisstofhun og geta valið á milli lánakerfanna. Samanburður á greiðslubyrði verður allt annar ef íbúðarkaupandi hefur ekki lánsloforð frá Húsnæðisstofhun. Þá þarf að reikna með kostnaðinum sem fæst af því að bíða eftir láni úr lánakerfinu frá 1986. I húsbréfakerf- inu er engin bið. M.ö.o. kom fram að hátekjufólk hagnaðist á almenna húsnæðiskerfinu ef það kaupir eign undir 5 millj. króna. Þetta kýs blaðamaðurinn að orða svo i umræddri grein, að enginn verulegur munur væri á greiðslubyrði í hús- bréfakerfinu og almenna kerfinu frá 1986, þegar ibúðakaup séu skoðuð í heild — nema um sé að ræða þá hóf- sömu, sem kaupa sér íbúðir á lægra Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra. verði en 5 milljónir kr. Þá sé greiðslu- byrði lægri í lánakerfinu frál986. 5.1 frétt blaðsins kom einnig fram eft- irfarandi: „Ráðherra lýsti stuðningi við tillögur þær er skýrsluhöfundar gerðu, sem byggjast á 3. kostinum ásamt með vaxtahækkun í 5%." Það er fullkomin folsun að halda því fram að ég hafi lýst yfir stuðningi við Jóhanna Sigurðardóttir upplýsir í bréfí til f ímans að hún telji vaxtahækkun í 5% ekki koma til greina: AF HVERJU SAGÐIJÓHANNA ÞETTA EKKISTRAX í GÆR? Athugasemd blaðamauns: Þótt brcf Jóhönnu Sigurðar- dóttur sé upp á fjórar síöur cr það þó í raun aði'ins eilt atriði í frétt Tímans í gær sem húu gerir alhugasemd viö: Stuðniag henn- ar við vaxtahækkun 15%, Langt er firá að þarna sé um vísvitandi fréttafóisun að, ræða, Iicldur niis- ; skilnin g seni ,1 óhanna er beðin velvirðingar á þótt hann verðí að stærstum liluta að skrifast á y,ónákv«in" svor henaar sjálfrar á blaðamaunafundi. Jóhanna kyimli þar nióurstöóur nefndar seni gerði últekt á fjár- hagsst iiðu Byggingarsjóðs ríkis- ins og tillögur þeirrar nefndar, i tveim liðum. Að því luknu spurði blaðamaöur Þjóöviljans Jóliöniiu um hennai eigin afstöðu til til- lagnanna (m.a. um 5% vektiaa). Svar ráðherra var svohljóðandi: „Ég hef lengi haldiðþví fnua að þetta kerfi m undi ekki ganga upp og þessi skýrsia sýnir það. Skýrsl- an er dauðadómur ýflr þessu al- menna húsnœðislánakerfi og eng- in skvnsemi í öðru eu að loka þessu kerfi"!!! Svar ráðherra við spurningunni var ekki lengra. En hverajg átö ; að skfijaþað? Lýsti hún stuðningi yið tíflðgnrnar eins og Tima- , GreiBslubyrSi- •„•'-|<„,v.rfi»ios ttd Í9»6"?», Hvað þýðir þetta nákvæmlega? Geta lesendur ráðið í þaö af svari ráðherra? manni (og fleirum) skildist — eöa var hún á móti þeim? Mistök blaöanianns Ttmans felast í því að vera svo Wáeygar að halda að ráðherra vildi svara því sem «m var spu ri. SjáJfsagt er að triðja áf- sökunar á þeiin ieiða misskiln- Af bréfi Jóhönnu niá nú hins vegar ráða að hún hafi kosið aö svara aðeins helmingi spuriiing- arinnar. Hinuin helmingi spurn- ingarinnar svarar hún íyrsl mi í bréfinu til Tímans: „Af þcssu gefna tíiefni vö ég þó upplýsa aö ég tel vaxtahækkun í 5% ekki koma til greina.....". Þessi yfirlýsing niinnkar örugg- lega áhyggjur margra skuldugra. En af hverju svaraði Jóhanna Siguröardóttír ekki þessuin hluta spurningar blaöamanns Þjoðvilj- ans stra\ ii blaðamannafumlin- uin sem hún hélt um þettá ntál? Hvað varðar mismun á greiðslu- hyrði í húsbi élakerfi og növer- aiull lánakcril Hyggingarsjððs, virðist orðalag Timamanns um nþá hðfsðmu sein kaupa sér ibúð- ir á lægra verði en 5 milljónir kr.," líka hafa farið flta í ráð- herra. Best er að lesendur Tim- ans mynili sér sjálfir skoðun i því efui út frá þeim (nieðfylgjandi) gðgnum sein aflient voru á blaða- mannafundinum um það efni. En hvað þýöir t.d. að „fá þann mun að mestu bæltan"? Ög hvað er u „meðaltekjufjiilskyldu r" að mati ráðherra? Greiðslubyrði ræðst heldur ekki af vöxtunum einum. Það eitt að húsbréfalán er til 25 ára en Byggingarsjóðslán fil 40 ára hefur væntanlega einnig áhrif á greiðslubyrðina. Kr sá muiiur lika „að uiestii bættur" méð vax t aból um ? Þar fyrir utan hlýtur uiðurstað- aa i samaaburði á greiðslubyrði æv inlega að ráðasl af þeim for- seadum sem mena gefa sér fyrir úl reikningunum. St'i forscnda, sem gengið er út frá í dæmi ráð- herra, er því aðeins ein af fjiil- möigum: Fólk. sem á 2 inilljónir, ræðst i kaup á ? iniUjón kr. íliúð og fjármagnar mismuaina að slóruni hluta með hinuni og þess- um skammtímalánum. Gífuiieg greiðslubyrði í sliku dæini þarf vart að koma iieinuin á ðvart, cða hvað? Orð blaðamanns um þá „hóf- siiniu" byggjast m.a. á nokkrum „Jifaudi forsendum" sem hann hefur fylgst með undanfariu ár: Ungt fólk, scui stefnir á kaup 2ja eða 3ja herbergja ibúða (fyrir 3,S - 5 m.kr.), þegar rððia kemur að þeim á „biðlistanum" - vinnur af kappi og sparar, til þess að slcppa við skammtimalánin þegar þar að kemnr. Þessum „lifandi for- scnduni" þykir nú sunitim ráð- herra koma illa aftan að sér, cr hann vill koflvarpa forsenduni, sem þau hafa gcngið út frá, með eimi pennastrikí — útstrikuu þeirra af biðlistanuin. - 11 Kl tillögu nefndarinnar um 5% hækkun vaxta. Hinsvegar lýsti ég yfir að ég teldi skynsamlegast að loka almenna kerfinu frá 1986 enda yrði það að óbreyttum vöxtum og ríkisframlagi gjaldþrota árið 1998. Staðreyndin er því sú að ég hef lýst yfir stuðningi við þann hluta tillögu nefhdarinnar að loka kerfinu, en ekki þá tillögu nefndarinnar að hækka vexti i 5%. Varðandi þann þáttinn hvernig koma á jafnvægi á uppsafh- aðri skuld ríkissjóðs við bygginga- sjóðinn upplýsti ég að ríkissfjómin hefði falið mér og fjármálaráðherra að skoða sérstaklega og leggja fyrir ríkis- stjómina. Af þessu gefha tilefhi vil ég þó upp- lýsa að ég tel vaxtahækkun í 5% ekki koma til greina m.v. þá þjóðarsátt og þá stöðu sem nú er t.d. í kjaramálum launafólks. Um það geta margir vitnað að bæði i ríkisstjórn Þorsteins Pálssonar og nú- verandi ríkisstjórn hef ég barist hart fyrir ríkisframlögum í byggingarsjóð- inn til að ekki þyrfti að koma til vaxta- hækkun eða a.m.k. að ríkisframlögin yrðu með þeim hætti að draga veru- lega úr þörf fyrir vaxtahækkun. Það mun ég gera áfram. Hvort og þá hve mikið vaxtahækkun þarf að vera ræðst af því hvort rikissrjórn og Al- þingi er reiðubúið til að auka verulega ríkisffamlag til byggingarsjóðsins á næsta ári. Þeir sem ekki eru tilbúnir að loka húsnæðiskerfinu frá 1986 verða því á næsfu fjárlögum að standa að stórauknu ríkisframlagi í byggingar- sjóðinn, eða þá verulegri vaxtahækk- un. Að lokum þetta: Oft í tíð minni sem félagsmálaráð- herra hafa verið ærin tilefhi til að leið- rétta skrif umrædds blaðamanns um þær aðgerðir sem ég hef beitt mér fyr- ir í húsnæðismálum og villandi túlkun blaðamannsins á þeim. Ég hef kosið að leiða þau skrif hjá mér en nú keyrir úr hófi fram. Sú frétt sem birtist í Tím- anum í gær þar sem fullyrt er að ég vilji að vextir hækki í 5% af húsnæð- islánum tel ég lágkúrulega og víta- verða blaðamennsku og hlýt að gera þá kröfu til Tímans að þeir sem blaðið sendir á blaðamannafundi ráðuneytis- ins um húsnæðismál falsi ekki stað- reyndir og geri mér upp skoðanir og afstöðu sem á sér enga stoð í veruleik- anum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.