Tíminn - 06.07.1990, Blaðsíða 16

Tíminn - 06.07.1990, Blaðsíða 16
AUGLYSINGASÍMAR: 680001 — 686300 RÍKISSKIP NÚTÍMA FLUTNINGAR Hofnarhúsinu v/TrYggvagölu. S 28822 ruok&rW1 ^gármál UERÐBRÉFAlfrBSKIPTI SAMVINNUBANKANS SUÐURLANDSBRAUT 18. SlMI: 688568 l.'11-HJJI NISSAN 1 Réttur bíll á réttum stað. Hetgasonht Sævarhöfaa 2 slmi 91-674000 LONDON - NEW YORK - STOCKHOLM DALLAS s?**-7*^ TOKYO Kringlunni 8-12 Sími 689888 Tíminn FÖSTUDAGUR 6. JÚLÍ1990 Minnihlutinn gagnrýnir störf sjálfstæðismanna í borgarstjóm Minnihluti borgarstjómar hefur hafiö þátttöku í nefndar- stjómun, sem fjalla um stjórn fræðslumála Reykjavíkur, á nýjan leik. í bókun, sem borgarfulltrúi Framsóknarflokks Sig- rún Magnúsdóttir flutti á fundi borgarstjórnar í gær, eru sjálf- stæðismenn gagnrýndir fyrir meðferð þeirra á þessum mál- um. Jafnframt er gerð grein fyrir því, að minnihlutinn muni héðan í frá hafa eftirlit með að farið verði að lögum varðandi verkaskiptingu nefnda. Fulltrúi Framsóknarflokksins, Hallur Magnússon, mun sitja í skólamálaráði fyrir hönd minnihlut- ans. Árið 1986 samþykkti meirihluti borgarstjómar að setja á stom skólamálaráð við hlið fræðsluráðs Reykjavíkur, sem í bókuninni segir lögum samkvæmt jamframt vera skólanemd. „Allt síðasta kjörtíma- bil áréttuðum við í minnihlutanum gagnrýni okkar á valdníðslu sjálf- stæðismanna í þessum málaflokki með því að taka ekki þátt í störfum skólamálaráðs. Gagnrýni okkar er enn í fullu gildi". Ennfremur segir: „...teljum við það beinlínis hættu- legt fyrir mótun og uppbyggingu skólastarfs í Reykjavík að sjálf- stæðismenn ráðskist einir með þennan mikilvæga málaflokk kjör- tímabil eftir kjörtímabil. Við teljum að það forystuhlutverk, sem Reykjavíkurborg hafði í skólamál- um á árum áður í landinu, hafi glutrast niður undir stjórn sjálf- stæðismanna við núverandi að- stæður. Vegna þessa, með tilliti til hagsmuna barna og foreldra þeirra f borginni og til að efla árangurs- ríka skólastefnu, munum við full- trúar minnihlutans í borgarstjórn taka þátt í nefhdarstörfum sem fjalla um stjórn fræðslumála í Reykjavík". Minnihlutinn gerði jafhframt grein fyrir, að starfað yrði sam- kvæmt niðurstöðum Lagastofhunar Háskóla íslands, er fengin var til að fjalla um málið. En í þeim segir meðal annars að „lögbundin verk- efni einnar nefridar verða ekki frá henni tekín að óbreyttum lögum". Einnig að skólamálaráð og fræðsluráð geti ekki starfað hlið við hlið að úrlausn sömu verkefha. „Við munum meðal annars fylgjast náið með því að meðferð lögbund- inna verkefna fræðsluráðs Reykja- víkur fari samkvæmt lögum", segir í bókun minnihlutans. „Þetta er verðugt verkefhi og nokkuð sem skiptir alla borgarbúa máli. Eigi að fara að afgreiða einhver mál í skólamálaráði, sem við teljum að lögum samkvæmt heyri undir fræðslumálaráð, mun þeim verða vísað þangað", sagði Sigrún í sam- tali við Tímann. jkb i ^K.! x ^^. •-¦.,* m "Tl Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra á leiðtogafundi NATÓ í gær: Takmörkun víg- búnaðar á höf um Steingrímur Hermannsson for- sætisráðherra sagði í ræðu sinni á leiðtogafundi NATÓ í gær, að íslendingar gætu ekki sætt sig við, að ekki yrði samið um samdrátt í vopnabúnaði á höfunurn í næsta áfanga sam- komulags um öryggismál í Evr- ópu. Leiðtogafundur Atlantshafs- bandalagsins hófst í Lundúnum í gær. Forsætisráðherra og utanríkis- ráðherra sitja fundinn fyrir íslands hönd. Tillögur Bandaríkjamanna um tilslökun í hernaðarstefnu NA- TÓ í ljósi veikari stöðu Varsjár- bandalagsins voru megin umræðu- efni fundarins í gær, en Steingrím- ur lýsti sig sammála tillögunum í megin atriðum. Forsætisráðherra minnti á að bæði hann og Jón Bald- vin Hannibalsson utanríkisráðherra hefðu lagt ríka áherslu á að óhjá- kvæmilegt væri að taka fyrir og semja um takmörkun vígbúnaðar f og á höfunum. íslendingar hefðu sætt sig við að svo yrði ekki í fyrsta áfanga samkomulags um öryggis- mál í Evrópu, en legðu ríka áherslu á að í næsta áfanga yrði einnig fjallað um vopnabúnað á höfunum og flotastyrk. í tillögum Banda- ríkjamanna væri hins vegar ekki gert ráð fyrir því, heldur að byggt verði á óbreyttu umboði. „Hvers vegna?," spurði Stein- grímur. „Skortir okkur það traust, sem við ætlum okkar fyrri andstæð- inga hafa? Ætlum við okkur að halda áfram voþnakapphlaupinu á hafinu? Það ætla ég engum". Steingrímur lýsti yfir í lok ræðu sinnar þeirri von að nýtt Atlants- hafsbandalag reyndist traust stoð friðar og frelsis í Evrópu. -ÁG Hlynur Hafsteinsson heldur á minknum sem hann etti uppi rétt fyrir utan heimili sitt á Rifi. Snæfellsjökull í bak- Sýn. Tímamynd Æglr Þórðarson Minkur fór flatt á kríuungadrápi Frá Ægi Þórðarsyni fréttaritara Tímans á Hellissandi. I stærsta kríuvarpi landsins, sem er á Rifi á Snæfellsnesi, er krían að mestu leyti búin að unga út. Og þá er ekki að sökum að spyrja um ágang vargsins í það. Undanfarið hefur nokkuð borið á tófu og mink í varpinu og er krían komin í sinn grimmasta ham við að verja ung- ana. Þar sem Rif er inní miðju varpi verpir mikið af kríunni aðeins nokkrum metrum frá íbúðarhúsun- um. Forvitnir krakkar þurfa því ekki að fara langt til að verða fyrir árás hennar. Sumir fá gat á hausinn, en aðrir sleppa betur og leggja flestir þeirra á flótta undan skerandi gargi og hvössum goggum. En minkurinn og tófan láta þetta ekki á sig fá, virðast ekki taka eftir öllum látunum og gefa sér nægan tíma til að metta sig og til að taka með sér nesti heim í greni. Oft verður græðgin þessum dýrum að bana, því auðvelt er að fylgjast með þeim þar sem krían steypir sér nið- ur á þau. Þá eru sprækir strákar til- búnir að elta þau uppi eins og Hlyn- ur Hafsteinsson gerði um daginn, þegarthann sá hvar minkur var að gæða sér á ungum rétt utan við heimili sitt á Rifi. Tók hann sér þá fiskgogg í hönd og hljóp í átt að minknum og eftir smá eltingaleik tókst honum að deyða dýrið, og jafnframt að bjarga nokkrum ung- um í leiðinni. En krían hefur senni- lega ekki skilið tilgang Hlyns með drápinu. Hann slapp ekki við árás hennar frekar en aðrir óboðnir gest- ir sem hætta sér inní varpið. Dótturfyrirtæki SH: ÞORSKRETTUR VERÐLAUNAÐUR 1VÍ.1UUUIV *¦ I IIMII £ J. MUU) dótturfyrirtæki SH í Bret- landi, fékk fyrstu verölaun í keppni breskra samtaka i mat- væiaiðnaði fyrir nýjung f gerö tilbúirtna rétta, fiskrét tin n „Cod En Cröuie" sem frara- leiddur er undir vðrumerkiitu „Marico." Verðla u nin eru veitt árlega af samtðkuni breskra matvæla- framleiðenda, „British Frozen Food Federation", og er tekio tillit lil útiits, bragðs, umbúða, RIUUVIIIIIII. iiumun verðs, og eru verðlaunin mjög eftirsóknarverð og taiin mikii viðurkeniiing. Þetta var í fyrsta sinn sem IFPL tók þátt í þessari keppnn Verðiaunarétturinn er frosinn fiskréttur tilbúirm beint í ofn- inri, þar sem þorskur er aðal- uppistaðan ásaint rækjum í ostasðsu. iJmbúöir fyrir „Mar- ico" fiskréttina eru prentaðnr hjá Uiubúðainiöstöðinni hf. ' —só

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.