Tíminn - 07.07.1990, Side 1

Tíminn - 07.07.1990, Side 1
„í fornöldinni fastur éa tóri“ Sennilega hafa fá þjóðskálda vorra verið svo vel að nafnbótinni „heimsborgari" komin og Grímur Thomsen. Hann ólst upp menntaðist við góð efni og á löngum feríi í dönsku utanríkisþjónustunni átti hann samskipti við fleirí persónur af háum stigum, en sennilega nokkur af löndum hans á þeirri tíð. Að þessu leyti minnir hann á ýmsa „arístókrata“ í hópi skálda og andans manna annarra Evrópuþjóða t.d. Englendinga. Slíkur ferill hefur og sjálfsagt átt þátt í að hann þótti nokkuð hofmóðugur og ekki við al- þýðuskap, eftir að hann fluttist alkominn heim. Eins var kveðskapur hans ekki alltaf á færi óvalinna að skilja. En víst er um að heimsmaðurinn var öðrum glöggskyggnari á örlög þjóðar sinnar og rætur menningar hennar. Fáum hefur auðnast að endur- lífga dulmagnaðan anda heiðninnar í ijóði sem honum. Hér verður nú stiklað á stóru um feríl hans, og er frásögnin byggð á umljöllun Magnúsar Jóns- sonar, dr. theol. Átti að verða „eitthvað extra“ Grímur Thomsen er fæddur að Bessastöðum á Alftanesi 15. maí 1820. Foreldrar hans voru Þorgrímur Tómasson, er kallaði sig Thomsen, gullsmiður, úrsmiður, bóndi og skólaráðsmaður, mikill búhyggju- maður, og kona hans, Ingibjörg Jóns- dóttir, gáfúð kona og metnaðarrík, systir Gríms amtmanns á Möðruvöll- um. Var á orði haft að hún hefði gifst af skynsemi ffekar en ástum og ekki laust við, að amtmannssysturinni þætti ekki fullkosta. Eftir 6 ára sam- búð fæddist þeim sjötta bamið, sonur er hlaut nafn móðurbróðurins, og hefur víst átt að hefja þennan legg ættarinnar svo að ekki stæði öðrum að baki. Ber allt uppeldi Gríms þessa skýrt vitni. Benedikt Gröndal segir í Dægradvöl um Grím: „Ég fann þá þegar, að hann átti að verða eitthvað extra — en fluggáfaður var Grímur.“ 17 ára stúdent Hann er látinn i kennslu til orðlagð- asta gáfumanns, séra Ama Helgason- ar, í stað þess að setja hann í skólann, sem var þama við bæjarvegginn. Og þegar í ljós kemur að hann er gæddur óvenjulegum gáfum og tekur stúd- entspróf 17 ára, er hann sendur utan og og látinn hafa búnað allan og ijár- hag betri en tíðkaðist. Grímur á og sjálfúr prýðilega vel heima í þessu hlutverki. Hann verður þegar á unga aldri öðrum ólíkur, umgengst aðra menn meira en títt var um íslenska stúdenta, hitnar ekki mjög af áhuga- málum þeirra, þó að þar væri þá óvenjulega mikil vakning, og eyðir fé meira en aðrir, án óhófs í nautnum, eyðir því að það að vera í þeim fé- lagsskap sem er í eðli sínu fjárfrekur. Hann er með heldri mönnum og sem- ur sig að þeirra háttum. Gullsmiður- inn á Bessastöðum sættir sig við þetta. Hann vildi sýna mági sínum á Möðruvöllum, hvort systir hans væri ekki fúllvel gefin og kona hans kann því vel. Grímur stefnir hátt, þó að nokkuð væri annars á reiki um áttina. Doktor í Byron Nærri má geta að Grími var ætluð embættisbrautin upp til hæstu met- orða og átti hann því að nema lög. En ffá því mun hann fljótt hafa horfið. Hann las bókmenntir og heimspeki af kappi. Fór hann og mjög snemma að bera við að yrkja, þó að hann færi hægt af stað. Fjórum árum eftir að Grímur kom til háskólans, 1841, svaraði hann verðlaunaspumingu um bókmenntir Frakka og hlaut önnur verðlaun. Var sú ritgerð síðar aukin og gefin út. Árið 1845 lauk Grímur meistaraprófi með ritgerð um Byron, er þótti svo veigamikið verk að hann hlaut fyrir hana doktorsnafhbót níu árum síðar. Þá fékk hann og styrk til utanfarar og fór víða, en dvaldist mest í París og London. Var ferða- styrkur hans óvenju hár, en entist Grími þó ekki, og var Þorgrímur fað- ir hans enn að greiða skuldir hans. En Stórbóndinn, skáldið og alþingismaðurinn á Bessastöðum, Grímur Thomsen. Sagt frá Grtmi Thom- sen, hinum sérlundaða „artistókrat" í hópi ís- lenskra þjóðskálda hér gerðist það sem sjaldan skeður, Grímur launaði ofeldið og varð flest- um sínum samtíðarmönnum ffemri að mennt allri. Hann lýkur fyrstur Is- lendinga prófi 1 samtímabókmennt- um og sýnir með ritgerðum sínum að hann er jafnt heima í ffönskum sem enskum bókmenntum. Hann var og vel lesinn í fomum fræðum, grískum og latneskum, og varð brátt einn kunnasti gagnrýnandi samtíðarbók- mennta skandinavískra. Kunnugt er og að hann mat H.C. Andersen að verðleikum er um hann var deilt, þó að ofsagt sé að hann hafi kennt Dön- um að meta ævintýraskáldið mikla. Hann var einnig vel heima í fomum ljóðum norrænum og sótti þangað mikið. Og svo vel kunni hanna að meta samtíðarljóð íslensk að eitt af fyrri kvæðum hans er snilldarkvæðið um Jónas Hallgrímsson, „listaskáldið góða“, sem hann svo nefnir, og ekki hefir síðan niður fallið. Sýnir það og náin tengsl við Fjölnismenn, að hann yrkir eftir þijá þeirra. Kynlegt gg óvenju- legt um íslending En nú hefst nýr þáttur í æviferli Gríms. Foreldrar hans hafa sjálfsagt glaðst yfir ffægð hans og gengi, en vafalaust hafa þau ætlað honum ann- að en bókmenntaffægð eina. Og sjálfur fer Grímur nú að finna fyrir því að hann þarf eitthvað meira. Hann vill sækja á brattann á veraldar vísu. Hefðu honum sennilega opnast dyr til ffama hér heima, en hann var nú orðinn svo mikill heimsborgari og svo hagvanur innan um heldri menn ytra og svo ólíkur samlöndum sínum að hann réðst í það að bijóta sér braut í Danmörku. Bar þá svo við að ftels- ishreyfingar miklar gengu um löndin og meðal annars Danmörku. Notaði hann þennan byr til þess að sigla inn í utanríkisráðuneytið danska. Starf- aði hann við sendisveitir Dana í Belgíu og Englandi. Varð „kansel- listi“ í ráðuneytinu 1848, fúlltrúi 1856 og skrifstofustjóri 1859. Um- gekkst hann nú ráðherra og háaðal og sjálfan konung og hirð hans, en heið- ursmerki hlóðust á hann og nafnbæt- ur. Þótti þetta allt saman kynlegt og næsta óvenjulegt um Islending. Þor- grímur faðir hans lifði það að sjá þennan dýra son sinn setjast í virðu- legt embætti (hann dó 1849), og móðir hans, sem vafalaust hefur unn- að honum heitast allra og viljað metnað hans mestan, sá hann á hraðri leið upp í æðstu valdastöður. Hún dó 1865, áður en hin nýju veðraskipti urðu er sópuðu Grími út af þessari braut og inn á síðasta áfangann af ævi hans, bóndastöðuna á Bessastöðum. Ekki verður með vissu sagt hvemig Grími sjálfum gast að þessu töffa- spili. Ýms ljón hafa verið á ffama- vegi hans. Hann var, þrátt fyrir yfir- burði á mörgum sviðum, útlendingur og rótlaus 1 Danmörku. Og þó að var- lega megi álykta af ummælum hans 1 kvæðum, þar sem beiskju kennir út af því sem orðið var, má þó ætla að þetta glæsilif hafi ekki svalað öllum þorsta hans. Þrátt fyrir góð embætti hafði hann ekki efni á að kvænast og koma ffam með þeirri rausn sem hann vildi og stöðu hans hæfði nema taka sér konu til fjár, og úr því varð ekki. Tíðar ferðir hans til íslands sýna hvar hugurinn bjó, en um þriggja áratuga skeið, sem hann bjó síðar á Islandi, fór hann aldrei utan. Er þetta næsta íhugunarvert og bend-

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.