Tíminn - 07.07.1990, Síða 9

Tíminn - 07.07.1990, Síða 9
Laugardagur 7. júlí 1990 HELGIN 17 Hjartalyflækningar um hinn fyrri og þræddur í gegn um þrengslin. Á leggnum er blaðra sem fyllt er af vökva og þrýstir hún þrengslunum út. Þessi aðferð hefur gefið mjög góða raun, því hún styttir mjög legutíma á spítala, miðað við skurðaðgerðir og minnkar þörf fyrir lyfjameðferð. Þessir sjúklingar liggja ef til vill ekki í nema fjóra eða fimm daga, en eftir skurðaðgerð í tíu daga til tvær vikur. Þeir geta líka mjög fljótt farið að vinna, sem ekki er kost- ur á eftir skurðaðgerð. Þetta er aðferð sem hefur verið að þróast síðustu tiu árin og hún hefur tekið byltingar- kenndum framforum. Nú eru víða framkvæmdar jafnmargar eða fleiri blásningar en kransæðaaðgerðir, og við valda sjúldinga gefast þær vel. En hið sama á við um blásningamar og við þræðingamar að það er nokk- uð langur biðlisti. Kostnaður við tæki er talsverður, en á móti kemur spam- aður vegna legurýmis og það hve menn snúa fljótt til vinnu. Árangur er venjulega ágætur, þótt stöku þurfí að blása aftur. Takist svo illa til að æðin lokist við blásningu er aftur á móti gripið til skurðaðgerðar og hún þá framkvæmd strax. Því er skurðstofa, skurðstofulið og skurðlæknir jafnan nærhendis við blásningu. Þetta eykur að vísu á kostnað og erfíðleika við ffamkvæmdina. Líkumar á að æðin lokist era þó mjög litlar.“ Hvað um batalíkur fólks? „Það er mjög misjafnt hvemig fólk nær sér eftir kransæðastíflu. Margir hafa hjartakveisu. Sumir fá ekki kveisu nema við mikla áreynslu, en öðram nægir að reyna aðeins lítið á sig.En margir ná mjög góðri heilsu. Þetta verður oft til þess að menn breyta sínum lífsvenjum og lífsvið- horfum. Margir skoða það sem betur má fara og taka alvarlega á þeim áhættuþáttum sem að þeim snúa. Hætta reykingum og taka upp skyn- samlegri lifnaðarhætti. Endurhæfing er mikilvæg og margir þessara sjúk- linga þjálfa sig það vel að þeir kom- ast í miklu betra form en þeir vora í fyrir kransæðastífluna og oft betur á sig komnir en heilbrigðir jafnaldrar þeirra.“ Örar framfarir Hvar eram við á vegi stödd miðað við aðrar þjóðir í aðstöðu til að sinna þessum sjúklingum? „Líklega eram við með styttri biðl- ista en Bretar og eitthvað á undan Norðurlöndunum. En þar með er ekki sagt að ástandið sé gott. Því fer íjarri að við höfum nóg sjúkrarými, cins og fyrr getur. Nú era t.d. liðin fjögur ár frá því er byrjað var að gera hjartaskurðaðgerðir hérlendis, sem sparað hefur þjóðinni stórfé, en samt er enn verið að senda fólk til Bret- lands í þessu skyni. Það þyrfti að koma öllum þessum aðgerðum hing- að heim. íslenskir skurðlæknar hafa staðið sig mjög vel og tíðni alvar- legra fylgikvilla eftir skurðaðgerðir er mun lægri en á þeim stöðum er- lendis sem við höfum sent sjúklinga. Til þess liggja margar ástæður, sem ekki verða raktar hér. Aðgerðimar hafa því heppnast mjög vel hér heima, þrátt fýrir ýmsar hrakspár í upphafi. Það gleymist þó mjög oft að skurð- aðgerðir era aðeins tímabundin lækning. Við skurðagerð er aðeins leitt ffamhjá þrengslum í kransæðum með æðagræðlingum, en sjúkdómur- inn er ennþá til staðar. Því verður æðakölkun líka í nýju æðunum og sé ekkert að gert skemmast þær líka á nokkram áram. Þannig er mjög mik- ilvægt fyrir fólk, sem farið hefur í kransæðaaðgerð að hafa áhættuþætt- ina vel í huga. Þar er mjög margt hægt að gera, sem miðar að því að áhrif aðgerðar endist lengur.“ Eru horfur á að hjartaskurðaðgerð- um muni fara fækkandi? „Framfarir era örar í þessari lækn- ingagrein og aðferðir sem byggjast á öðrúm leiðum en skurðaðgerðum ryðja sér til rúms. Meðferð til lækn- inga á of mikilli blóðfitu er að breyt- ast. Það era að koma ný, mikilvirk lyf sem lækka blóðfituna og rannsóknir benda til, að draga megi þannig úr æðakölkun, sem áður var talið ómögulegt. íslenskir læknar leitast við að fylgj- ast vel með því sem nýtt er i þessum efhum. Bandarikjamenn hafa óum- deilanlega verið fremstir í nýjungum í meðferð á kransæðasjúkdómum. Vegna legu íslands milli Bandaríkj- anna og Evrópu held ég að við séum í mjög góðri aðstöðu til þess að fylgj- ast með þróuninni á báðum stöðum og fyrir framsýni ýmissa lækna höf- um við verið fljótir að tileinka okkur það besta úr báðum áttum. Skortur á fjármagni og tækjum háir okkur þó talsvert og við getum ekki alltaf boð- ið upp á það sem við vitum best í rannsóknum og meðferð." Merkt framtak hjartasjúklinga Finnst ykkur læknum skorta á að hlýtt sé á tillögur ykkar til umbóta? „Víst líta læknar á sig sem talsmenn sjúklinga er þeir reyna að knýja á um úrbætur, en stundum er litið á þá sem hagsmunaaðila og því ekki tekið jafnmikið mark á þeim og þeir vildu. Þess vegna hafa samtök eins og Sam- tök hjartasjúklinga unnið ákaflega mikið og merkilegt starf við að knýja á um bætta aðstöðu hjartasjúklinga. Eitt merkasta dæmið á siðari áram er það átak sem var gert þegar Hjarta- vemd, SÍBS og Samtök hjartasjúk- linga sameinuðust um það að stofna Endurhæfmgarstöð hjarta og lungna- sjúklinga. Hún tók til starfa í fyrra og hefur boðið upp á endurhæfingarað- stöðu sem hefúr gjörbreytt allri að- stöðu þessa fólks. Fólk hefur getað stundað sína vinnu, en farið síðan í sérhæfða þjálfun síðdegis eða á kvöldin. Svona geta samtök sjúk- linga sjálfra hjálpað mjög mikið til, þegar áhugi og vilji er fyrir hendi.“ Hvað um forvarnar- starf? „Hjartavemd hefúr unnið mjög merkilegt rannsóknastarf á þessu sviði og allir læknar reyna auðvitað að leiðbeina sjúklingum sínum eftir mætti. Hinu má ekki gleyma að for- vamarstarf hjálpar ekki öllum þeim, sem komnir era með sjúkdóminn og það verður því að leggja áherslu á hvort tveggja — lækningar og for- vamir. Manneldisráð nú farið af stað með leiðbeiningar um skynsamlegra mataræði. En á hitt má benda að ís- lendingar era sér yfirleitt mjög vel meðvitaðir um hvað þeir eiga að borða og hvað ekki, þótt svo þeir fari ekki alltaf eftir því. Á mataræði tel ég að hafi orðið mikil breyting síðustu tíu til fimmtán árin. Fólk borðar nú mun minna af mettaðri fitu og meira af grænmeti, fjölómettaðri fitu og fiski. Fiskurinn er mjög hollur og hollustu af kjöti má auka með þvi að skera frá fitu. Af grænmeti borðum við þó ekki jafhmikið og skyldi, og sjálfsagt veldur þar miklu að það er fremur dýrt. Með réttu mataræði geta sjúklingar og aðrir þannig fengið miklu áorkað. Holl hreyfing er mjög mikilvæg og dregur úr áhrifum hins daglega amst- urs og álags. Rétt hreyfing virkar einriig slakandi, utan þess að hafa já- kvæð áhrif á blóðrás og blóðþrýsting. Að öllum þessum fyrirbyggjandi leiðum ættum við að hyggja." Tökum ofan fyrir íslensku ostameisturunum MUNDU EFT1R OSTINUM Hann ber meistara sínum hollan vitnisburð

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.