Tíminn - 13.07.1990, Qupperneq 3

Tíminn - 13.07.1990, Qupperneq 3
Föstudagur 13 júlí 1990 Tíminn 3 Sögusagnir á Kreiki um að veiöihieimilclir hafi verið boðnar íslenskum útgerdarmönnum af erlendum peningamönnum: , Hafa útlendingar selt íslendingum eigin fisk? Eru erlendir aðilar að laumast bakdyramegin í ís- lenskan sjávarútveg þrátt fýrir lög sem banna eign- araðild þeirra? Hafa útlendingar nú þegar yfirráða- rétt yfir einhverju magni af óveiddum fiski á ísland- smiðum? Fyrir skömmu barst sú saga til tíð- indamanns Tímans að skipstjóra á norðlenskum togara hefði verið boð- inn kvóti til kaups í Bretlandi. Sá sem kaupin bauð var breskur, en hafði samt eignarhald á íslenskum þorsk- kvóta. Við nánari eftirgrennslan kom í ljós að nokkrir þeirra aðila innan sjávarútvegsins, sem haft var sam- band við, sögðu þessar fréttir ekki koma sér neitt á óvart. Sumir kváðust hafa heyrt slíkar sögrn- áður og full- yrtu jaftivel að það hefði gerst að ís- lendingar hefðu keypt kvóta af er- lendum aðilum en tóku ffarn að þetta væri hlutur sem þeir gætu með engu móti sannað. „Það er út af fyrir sig ekkert nýtt að sögusagnir hafi komist á kreik um að erlendir aðilar hafi verið að lána ís- lenskum aðilum til að hjálpa þeim að komast yfir skip,“ sagði Halldór Ás- grimsson sjávarútvegsráðherra er Tíminn innti hann eftir því hvort að hér væri um að ræða tilraunir útlend- inga til þess að öðlast eignaraðild að veiðiheimildum hér á landi. „Menn geta fengið heimild til erlendrar lán- töku enda uppfylli þeir þau skilyrði sem fyrir því eru sett. Hins vegar er það að mínu mati mjög óeðlileg þró- un ef erlendir aðilar komast inn í út- gerð með slíkum hætti. Þetta sýnir vel að það er nauðsynlegt að hafa stjóm og eftirlit með útflutningi á ferskum fiski og fjárfestingum í skip- um. Það hafa aftur á móti engar sann- anir komið ffam um að þetta sé með þessum hætti. Hér hefur fyrst og ffemst verið um sögusagnir að ræða. Eigi sögusagnimar við rök að styðj- ast þá mun það fyrr eða síðar koma í ljós.“ Nú stendur yfir endurskoðun laga ffá 1922 um eignaraðild erlendra að- ila í íslenskum sjávarútvegi. Að sögn sjávarútvegsráðherra eru lögin löngu úrelt og mörg atriði þeirra þarfhast endurskoðunar. I núgildandi lögum er gert ráð fyrir að hlutafélög sem stunda útgerð geti verið í minnihluta- eigu útlendinga. I endurskoðuninni hefur það fyrst og ffemst verið haft að leiðarljósi að eingöngu íslenskir aðilar megi eiga eignarhlut í físki- skipum. Hvernig er „bakdyraleióin“? - En hvemig ná útlendingar tangar- haldi á fiskveiðikvóta íslenskrar út- gerðar? „Þetta hlýtur að ske annað hvort í gegnum lánafyrirgreiðslu eða að skip hafi skuldbundið sig til þess að selja eitthvað ákveðið hlutfall af afla sín- um og ekki tekist það og boðið upp á í staðinn að þeir mættu ráðstafa kvót- anum,“ sagði einn viðmælanda Tím- ans sem ekki vildi láta nafns síns get- ið. „Sé farin sú leið að leyfa erlend- um aðilum að ráðstafa kvótanum verður það náttúrlega að ske með formlegum hætti hér heima. Erlendi aðilinn getur ekki framvísað kvótan- um með formlegum hætti en það get- ur verið að hann hafi baksamning fyrir umráðarétti yfir einhveijum tonnum. Síðan talar haiui við þann sem skuldbindingamar gerði og sá verður að vísa kvótanum á þetta skip.“ Það var áberandi slæmt að fá menn til þess að tjá sig um þessi mál undir nafni. Annar viðmælandi, sem einnig kaus nafnleynd, sagðist hafa ffétt af svipuðu dæmi og hér er rakið að ofan en þá hafi skip keypt rækjukvóta ffá Bretlandi. „Við vitum um svona dæmi. En þegar þú ætlar að fara að reyna að sanna þetta þá hefurðu ekk- ert í höndunum. Þú kemst ekki yfir neina pappíra sem sanna þetta. Sjáv- arútvegsráðuneytið fær ekki heldur neina pappíra sem sanna þetta. Það kemur bara einfaldlega tilkynning um að kvóti hafi verið fluttur frá einu skipi yfir á annað. Allt sem þar skeð- ur á bakvið tjöldin kemur hvergi upp á yfirborðið." „Ekki peninga- viöskipti með kvóta“ Tíminn hafði samband við Guðjón Kristjánsson, forseta Farmanna og fiskimannasambands Islands. Hann sagðist að slíkar sögur hefðu borist sér til eyma en vissi hins vegar ekki um neitt dæmi þar sem hægt væri að sanna áreiðanleika þeirra. „Menn hafa mjög miklar áhyggjur sagði Guðjón. „Eg hef verið að vara við þessu. Eg varaði til dæmis sterk- lega við því í ræðu á fískiþingi í fyrra að menn yrðu að finna með einhveij- um hætti aðra leið en peningavið- skipti með kvóta. Það verður að tryggja það að erlent fjármagn komi ekki inn i þetta. Okkar bókanir í Far- mannasambandinu s.l. haust gengu meðal annars út á þetta.“ Guðjón sagði það gífurlega áríðandi að áður en Islendingar gengju til við- skiptasamninga við Evrópubanda- lagið með einhveijum hætti yrðu menn að ijúfa þau tengsl sem væra á milli peninga og óveidds fisks. Að- spurður um hvemig hægt væri að koma í veg fyrir að fjársterkir erlend- ir aðilar kæmust yfir kvóta sagði Guðjón að þetta væri mjög erfitt mál við að eiga. Hann varpaði þó ffam þeirri hugmynd að þær aflaheimildir sem ekki væra nýttar innan árs gengju til ráðuneytisins og það síðan úthlutaði þeim aftur. Þær upplýsingar fengust í sjávarút- vegsráðuneytinu að þar á bæ könnuð- ust menn ekki við þá sögu að afla- heimildir gengju kaupum og sölum milli íslenskra útgerðarmanna fyrir milligöngu erlendra aðila. Um sölu á aflaheimildum gilda nokkuð strangar reglur. Heimilt er að færa kvóta ótak- markað á milli skipa sem era í eigu sömu útgerðar eða ffá sama byggðar- lagi. Þá era kvótaskipti á milli skipa heimil en til þess að unnt sé að færa kvóta á milli byggðarlaga þarf bæði samþykki sveitarstjóma og sjávarút- vegsráðuneytisins og að auki að til- kynna slíkar fyrirætlanir með góðum fýrirvara. Bretar með puttana í Ólafsvík? Fjárfestingar útlendinga í íslenskum sjávarútvegi era teknar fyrir í nýjasta tölublaði Sjávarfrétta. Blaðið vitnar í skýrslu forsætisráðherra um fjárfest- ingu erlendra aðila í atvinnurekstri á íslandi en þar kemur fram að einung- is eitt fyrirtæki í sjávarútvegi; Is- lenskur gæðafiskur hf. í Njarðvík, er að hluta í eigu útlendinga. Um er að ræða lítið fyrirtæki með 5 milljón króna skráð hlutafé en belgískir aðil- ar eiga í heild 49% í Islenskum gæða- fiski hf. í Sjávarfréttum kemur fram að útgerðar- og fískvinnslufyrirtækið Stakkholt í Ólafsvík sótti um að taka breskan dreifingaraðila inn í fyrir- tækið á síðasta ári en það leyfðu lög um erlendar fjárfestingar ekki. Þrátt fyrir það má segja að Bretar séu óformlegir eignaraðilar en þeir kost- uðu og útveguðu vélbúnað sem þurfti til að breyta Stakkholti úr saltfisk- verkun í frystihús. Þá er jafhframt vikið í greininni að þeim sögusögn- um sem fyrr er getið og segir þar orð- rétt: „Ymsar sögusagnir ganga innan sjávarútvegsins um skip sem keypt hafi verið með hjálp erlendis frá gegn því að þau lönduðu ferskum fiski á mörkuðum þar ytra. Sagt er að á þennan hátt geti erlendir aðilar laum- ast inn í fiskveiðilögsöguna bakdyra- megin til þess að ná sér í fisk. Ef ein- hver fótur er fyrir þessum sögusögn- um má segja að þetta sé eitt form er- lendrar eignaraðildar að íslenskum sjávarútvegi. Engar sannanir era þó fyrir þessu enda brýtur slíkt athæfi í bága við lög.“ - ÁG Stuðmenn í Lyngbrekku Stuðmenn heimsækja Vestur- land og Norðurland um helgina auk þess sem hljómsveitin leikur í Reykjavík á sunnudagskvöld. í kvöld leikur hljómsveitin í Lyngbrekku á Mýram og er það eina tækifæri Borgfirðinga og Mýramanna að sjá sveitina á þessu ári. Síðan liggur leiðin í Skagafjörð þar sem leikið verður í hinum þckkta Miðgarði á laug- ardagskvöld. Á sunnudagskvöld leikur hljómsveitin hins vegar á Hótel Sögu í tilefni af Rótaradeginum 1990 en þar verða helstu rótarar þjóðarinnar heiðraðir fyrir vel unnin störf. Þá verður einnig keppt i ýmsum rótþrautum og minnst látinna rótara. Hópur franskra kvikmyndagerðarmanna tekur auglýsingamynd á (slandi um nýjan Citroen: 12 daga aö taka 3ja mínútna mynd Hérálandierstaddur fOnianna Að innan er hann allur leður- hafa farið fram við Jðkulsár- hópur franskra kvikmyndagerð- klæddur. Billinn verður fyrst gljúfur, Höfn í Hornafírði, Vík í arinanua ásamt sjð íslcuskum að- kynntur opinberlega á mikiili Mýrdaí, Gullfoss og Geysí, á stoðarmönnum sem eru að vinna bílasýningu sem haidin verður í ÞingvöUum, í Reykjavík, Búðum að gerð auglýsingarmyndar fyrir París í haust og er gert ráö fyrir á Snæfellsnesi, Rifi, Rauðasandi Citroenverksmiðjunar í Frakk- að hann komi á markað í sept- og lýkur i HvalfirðL landi. Bfllinn sem verið er að okt. n.k. Astæðan fyrir því að ísland varð mynda er af gerðinni Citroen XM Bíliinn kemur til með að kosta tyrir vaUnu við gerð þessarar Vð.24 sem er alveg ný útgáfa af um 270.000 franka I Frakklandi auglýsingar var að sjálfsögðu sú Citroen. Þetta er fyrsti bfliinn af en hingað kominn má gera ráð náttúrufegurð sem þessir fyrr- þessari gerð sem framleiddur er fvrir að verðið verði í kríng um 4 nefndu staðir hafa uppá að bjóða og kemur hann hingað til tslands milijónir. og cinnig tU að sýna fram á hve beint úr Citroenverksmiðjunum Fréttaritari hitti Frakkana fyrir sterkbyggður bfllinn er með því og hafa Frakkar ekki enn séð utan gistiheimilið Gimli á Helliss- að mynda hann við íslenskar að- hann. andi en þar halda þeir til á meðan stæður. Fyrir þá sem vilja hafa kraftinn á tökum á Snæfellsnesi stendur. Þess má geta að sérfræðingarnir f lagi þá er vélin í bflnum 3ja Að sögn þelrra er mikil vinna við sem sjá um myndbygginguna í lítra, 6 stokka með 24 ventlum og gerð þessarar auglýsingamyndar þessari anglýsingu hafa komið beinni Innspýtingu og er hún 200 sem verður aðeins 3 min. að lengd við sögu i gerð James Bond hestöfl. Þetta er fyrsta þriggja og sem dæmi má taka um vinn- mynda. b'tra vélin sem Citrocn framleiðir. una og kostnað við gerð hennar Citroen XM verður sýndur hjá Undir vélarhbfinni er allt fullnýtt að tökur standa yfir i 12 daga og Glóbus i Lágmúla 5 um heigina. og er varla rúm fyrir aukahluti. unnið er í tíu tíma á dag. Tökur Ægir Þórðarson Helbssandi.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.