Tíminn - 19.07.1990, Blaðsíða 10

Tíminn - 19.07.1990, Blaðsíða 10
100% aukning á komu erlendra skiptinema hsngaö til lands: Eftir Guðmund Stein- grímsson 10 Tíminn Fimmtudagur 19. júli 1990 Fimmtudagur 19. júlí 1990 Tíminn 11 Um miðjan ágúst koma hingað til lands 43 erlendir ársskiptinemar á vegum AFS á Is- landi. Þetta er töluverð íjölgun frá undanfom- um árum, en síðastliðið ár dvöldust hér 25 skiptinemar. Að sögn þeirra Ásu Richardsdótt- ur, sem sér um innanlandsstarf AFS, og Jón- hijdar Valgeirsdóttur, framkvæmdarstjóra AFS á íslandi, heíur áhugi á landinu aukist og þeim fjölgar stöðugt sem velja ársdvöl á íslandi. Hins vegar eru íslendingar oft tregir til að taka inn á heimilið skiptinema og fulltrúar AFS- samtakanna em á seinasta snúningi með að fá íjölskyldur fyrir alla nemana. Nú er búið að fá fjölskyldur fyrir 33 skiptinema og því eftir að fá 10 fjölskyldur. Skiptinemamir fá heimili víðast hvar á landinu, en flestir verða þeir í Reykjavík. Þar og á Suðurlandi er skorturinn mestur á fjölskyldum. Allir skiptinemar verða að vera komnir með fjölskyldu þrem vikum áður en þeir koma til landsins. Að sögn Ásu er fjölskylduöflun ekki seinni á ferðinni nú en undanfarin ár. Hún segir Islend- inga yfirleitt ekki ákveða fyrr en á síðustu stundu hvort þeir vilji taka skiptinema eða ekki. „Islendingar mikla þetta oft fyrir sér og margar fjölskyldur segjast ekki geta tekið skiptinema þar sem fjölskyldumeðlimir séu að vinna allan daginn og hafi ekki tíma. En ef við ættum að setja það fyrir okkur þá gætum við ekki tekið á móti neinum skiptinemum," segir Ása. Hún bendir á það að nemamir séu orðnir það þroskaðir að þeir geti séð um sig sjálfir og þeir eignist sína vini. Fjölskyldan valin við hæfi skiptinemans Fjölskyldur em kannaðar áður en þeim er veitt leyfi til að taka á móti skiptinema. Þau skilyrði sem fjölskyldumar þurfa að uppfylla felast fyrst og fremst i því að geta séð nemanum fyr- ir mat, veita honum eðlilegt heimilislff og ást- úð. Ekki er skilyrði að um hjón sé að ræða, heldur geta einstaklingar eða einstæðir foreldr- ar með böm einnig tekið til sín skiptinema. Reynt er að velja fjölskyldu og skiptinema sem passa saman. Það vill þó stundum mistak- ast og eðlilegt er að sögn Ásu að um 10% nem- anna skipti um fjölskyldur á meðan á dvölinni stendur. Til þess að leysa vandamál sem koma upp hafa fjölskyldan og neminn sérstakan trún- aðarmann. Nú em trúnaðarmenn tveir, þ.e. eldri og yngri. Sá eldri sér um að leysa ýmis vandamál, en sá yngri er nemandi i sama skóla og skiptineminn og hefúr það á sinni könnu að vera honum innan handar og kynna honum t.d. félagslíf skólans. Yngri trúnaðarmaður er ofl fyrrverandi skiptinemi. Frjálsræðiö kemur á óvart Þeir skiptinemar sem koma hingað nú em flestir frá Bandaríkjunum, eða 14 talsins. Þá koma 8 frá Ástralíu, 5 frá Ghana, 5 frá Hondúr- as, 2 ffá Frakklandi, 4 ffá Þýskalandi, 3 ffá Kanada og 1 ffá Belgíu. Skiptinemar á vegum AFS em á aldrinum 16- 18 ára og þeir stunda því nám í ffamhaldsskóla hér á landi. Asa og Jónhildur segja nemunum yfirleitt ganga vel að aðlagast aðstæðum. Þeir fara á námskeið í íslensku strax og þeir koma til landsins og eftir tvo mánuði tala þeir yfirleitt íslensku í einhveijum mæli. Það sem mest hefúr komið erlendum skipti- nemum á óvart að sögn Ásu og Jónhildar er frjálsræðið sem hér ríkir, þ.e. unglingar em sjálfstæðari og fijálsari hér en víðast hvar ann- ars staðar, bæði varðandi skóla og heimili. Þessu em þau fljót að venjast, en mikill minni- hluti færir sér þetta í nyt, þó vissulega leynist svartir sauðir inn á milli. Námið hér á landi er metið víðast hvar í Evrópu en ekki t.d. í Banda- ríkjunum. Oft em nemamir með mjög góðar einkunnir, jafnvel betri en íslenskir nemar. Skiptinemamir fá kennitölu og skattkort og mega vinna mest 10 tíma á viku með skólanum og fúlla vinnu um jól og páska. Þeir verða að sjá sér sjálfir fyrir dagpeningum. Undirbúningur er mikilvægur þáttur í starf- semi AFS. Fjölskyldur sækja námskeið áður en tekið er á móti skiptinema og allir skipti- nemar em búnir vel undir ársdvöl í öðm landi. Þeir vinna t.d. verkefni í ár á undan og sækja helgamámskeið áður en þeir halda ut- an. AFS em ekki einu samtökin í þessum dúr hér á landi. AUS, ASSA og Rotary-samtökin hafa einnig haft nemendaskipti á sinni könnu. AFS tekur einnig á móti nemum í sumardvöl og einnig hafa kennarar dvalist hér á landi á veg- um AFS. 1600 farið út, 600 verið hér AFS á íslandi var stofnað árið 1957. Síðan þá hafa komið hingað um 600 erlendir skiptinem- ar og um 1600 íslenskir nemar hafa verið skiptinemar á vegum AFS. Á þessu ári munu 102 íslenskir nemar dveljast í útlöndum. At- hyglisvert er að flestir skiptinemar, bæði þeir sem koma hingað og þeir sem fara héðan, em stelpur. Einnig fara fáir strákar héðan til Evr- ópu, en flestir þeirra til Bandaríkjanna. Misjafnt er eftir löndum hve mikið þarf að borga til þess að gerast skiptinemi. íslenskur skiptinemi þarf að láta af hendi tæplega 300 þúsund krónur fyrir ársdvöl í öðm landi og em ferðapeningar, skólagöld og annað slíkt þar innifalið. Lítill hluti þessa gjalds rennur til AFS, en samtökin em að mestu rekin með ýmsum fjáröflunum. Fjölskyldur fá ekki greitt fyrir að taka á móti skiptinema. Hins vegar segir Jónhildur reynslu undanfarinna ára hafa sýnt að fjölskyldur læri mikið á þvi að taka á móti skiptinema, bæði um sjálfa sig og samfélagið. Þá em tengslin milli fjölskyldu og skiptinema oftast varanleg. Að sögn Ásu halda skiptinemar heim aftur mun þroskaðari og lífsreyndari en áður. Árs- dvöl í fjarlægu landi, fjarri fjölskyldu og vin- um, hlýtur að hafa mikinn þroska í för með sér og leiða til skilnings á menningu viðkomandi lands. Enda er megintilgangur AFS fyrst og ffernst sá að auka skilning og kynni milli þjóða og fólks af ólíkum uppruna. „Þannig vikkum við sjóndeildarhringinn, eyðum fordómum og stuðlum að friði,“ segir Ása. Þroskandiog lærdómsríkt Ásgeir Konráðsson, nerrú í Menntaskólanum við Hamrahlíð, er nýkominn heim frá ellefú mánaða dvöl í Hollandi sem skiptinemi. Hann tekur undir orð þeirra Ásu og Jónhildar og seg- ir slíka dvöl bæði þroskandi og lærdómsríka. ,J4ig hafði alltaf langað til þess að komast út og læra annað tungumál. Góðvinur minn Iét verða af því, þannig að ég ákvað að skella mér líka,“ sagði Ásgeir, aðspurður um ástæður þess að hann hélt utan. Hann segist hafa lært hol- lensku vel, auk þess sem hann sé reynslunni ríkari varðandi margt annað. ,A4aður kynnist svo möigum nýjum aðstæð- um sem maður myndi aldrei lenda í héma heima. Héma getur maður alltaf beðið pabba að gera þetta eða mömmu að gera hitt. Þama lendir maður í því að gera svo maigt sjálfúr,“ segir Ásgeir. „Þetta víkkar líka óneitanlega sjóndeildarhringinn, það er svo margt sem maður sér, en hefúr ekki spáð í áður. T.d. vom hús í mínum huga steinsteypt áður en ég fór út en þama var allt úr múrsteinum. Það er fúllt af svona smáatriðum." —Hvað finnst þér standa upp úr þegar þú minnist ferðarinnar? „Ég er ekki viss, það var svo maigt þama. Ég lærði þama nýtt mál sem ég kann mjög vel við. Ég fékk þama nánast aðra fjölskyldu og marga mjög góða vini, þannig að ég veit eiginlega ekki hvað eitt stendur upp úr.“ Kynntist menningu hversdagsins Ásgeir dvaldist hjá miðaldra hjónum í Drou- wenermond. Húsbóndinn stundar búskap en öll böm þeirra em farin að heiman. Hjónin höfðu ekki tekið skiptinema áður, en frúin kynntist starfsemi AFS í gegnum kvenfélagið á staðnum og þau ákváðu að slá til. Ásgeir segir hjónin hafa verið mjög ánægð með þessa reynslu. Tengslin sem þama sköpuðust segir Ásgeir að séu varanleg. Eftir að Ásgeir kom heim dvöldust hjónin hér í tvær vikur, en það er e.t.v. einnig til marks um þá landkynningu sem þessari starfsemi er fylgjandi. Ásgeir telur að skiptinemar fái ekki meiri athygli fra fjölskyld- unni en tíðkast með aðra unglinga. „Ef vel tekst til þá er það ekki. En fólk misskilur þetta oft, það heldur kannski að það þurfi að vera heima og passa skiptinemana. Það þarf ekki frekar en maður myndi passa sína eigin krakka þegar þeir væm orðnir 18 ára.“ Ásgeir segir fólkið þar sem hann bjó, úti á landsbyggðinni, hafa haft meira samband við nágranna sína en annars staðar tíðkast. T.d. fór hann oft með hjónunum í sunnudagsheún- sóknir og kvöldheimsóknir vom algengar. , Jvlaður kynntist vel hversdagsmenningu. Þ.e. háttum fólks, hvemig það bjó og þess daglega lífi,“ segir Ásgeir. Fljótur aö eignast vini Ásgeir fór í skóla í kaupstað fjóra km ffá staðnum þar sem hann bjó og að hans sögn vom bekkjarfélagar hans mjög vingjamlegir. „Maður var fljótur að kynnast öllum í bekkn- um. Einnig hittust skiptinemamir á svæðinu allavega þrisvar sinnum. Svo vom tvær sam- komur haldnar fyrir alla skiptinema AFS í Hol- landi. Ég skrifast á við a.m.k. 10 erlenda vini mína núna.“ —'Var ekkert erfitt að yfirgefa vini og fjöl- skyldu hér heima í eitt ár? „Það gekk fúrðanlega vel. Einu sinni stóð ég mig að því að vera alveg sama um allt heima, ég eiginlega fór að skammast mín hvað ég saknaði heimahaganna lítið. Það var erfitt fyrstu tvo mánuðina, þegar ég þekkti ekkert, hvorki fólkið né tungumálið," segir Ásgeir. —En var gaman að koma heim? ,Já, það er alltaf gaman að koma heim. Ég kom heim á nokkum veginn eina góðviðris- deginum þetta sumarið, þannig að það var tek- ið vel á móti mér.“ GS. Tlmamynd Pjetur

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.