Tíminn - 25.07.1990, Síða 3
Miðvikudagur 25. júlí 1990
Tíminn 3
Laxa- og bleykjuseiðaeldi í burðarliðnum á Austurlandi:
Ny aukabúgrein
í landbúnaði
Atvinnuþróunarfélag Austurlands ásamt Búnaðarfélaginu þar
vinnur nú að áætlun um uppbyggingu klak og seiðaeldisstöðvar.
Hugmyndin er sú að stöðin geti framleitt laxaseiði fyrír sjókvía-
eldisstöðvar á Austuríandi ásamt því að framleiða bleikjuseiði til
áframeldis hjá einstökum bændum eða öðrum sem hafa að-
stæður til slíks. „Þetta verkefni er ekki síst hugsað fýrír landbún-
aðinn eða sem hliðarbúgrein" sagði Axel A. Beck iðnráðgjafi
Austurlands.
„Þá teljum við mjög æskilegt að
Austfirðingar ífamleiði sín seiði
sjálfir, sem er ekki fyrir hendi í dag“
sagði Axel. Hingað til hafa sjókvía-
eldisstöðvar við Austurland þurft að
flytja seiði langt að með misjöfhum
árangri og oft verða affoll töluverð.
Með því að stytta flutningsleið seið-
anna mætti minnka affollin.
Aætluð staðsetning stöðvarinnar er
við austurenda Urriðavatns á Fljóts-
dalshéraði skammt ffá Egilsstöðum.
Það er talinn ákjósanlegur staður
m.a. vegna þess að hitastig vamsins
er óvenju hátt miðað við íslenskar
aðstæður. Hugmyndin á bak við
þessa starfsemi er einkum sú að hún
nýtist bændum sem aukabúgrein.
Bændur verði með eldi, í sumum til-
fellum sumareldi og kaupa þá stór-
Nýr pöntunarlisti
Vaka- Helgafell hf. hefur hafið út-
gáfu pönmnarlista er ber nafnið Til-
boðstíðindi. Listinn mun koma út
tvisvar sinnum á ári en við undirbún-
ing að útgáfunni hefur verið haft
samstarf við útgefendur hliðstæðra
pönmnarhefta í grannlöndum okkar.
Sambærilegir pönmnarlistar hafa
verið gefhir út á Norðurlöndum og
víðar í nokkur ár og njóta vaxandi
vinsælda. Tilboðstíðindi birta lesend-
um fjölbreytileg tilboð íslenskra fyr-
irtækja, samtaka og stofhanna um
kaup á vörum eða þjónusm og fylgja
yfirleitt pöntunarseðlar sem má rífa
eða klippa úr listanum.
Fyrsta hefti Tilboðstiðinda er komið
út og er 48 síður að stærð. Upplagið
88.000 eintök.
- ÁG
seiði frá stöðinni, eða veiði bleikju
og ali villta í stöðuvömum. „Það eru
reyndar skiptar skoðanir um ágæti
þess. Norðmenn mæla eindregið með
því en aðrar upplýsingar benda til að
vöxturinn sé of hægur. Við eigum eft-
ir að kynna okkur þetta nánar" sagði
Axel. Hann benti á að með þessu sé
ekki aðeins verið að koma á fót
bleikjueldi á Austurlandi, heldur
væri einnig verið að grisja vötnin þar.
„Þar með myndum við kannski skapa
aðstöðu sem hægt er að nýta í ferða-
mannaiðnaðinum en ferðaþjónusta
bænda er mjög öflug á Ausmrlandi.“
Stofnfundur seiðaframleiðslustöðv-
ar Ausmrlands verður haldinn á
fosmdaginn í Hótel Valaskjálf á Eg-
ilsstöðum. Axel sagði að áhugi
manna kæmi þá endanlega í ljós en
samt virtist þegar vera þó nokkur
áhugi. „Nokkrir bændur hafa þegar
lýst áhuga sínum á að vera með en ég
skal ekki segja um hvað þeir verða
margir,“ sagði Axel um undirtektir.
Hann sagði það vera mjög jákvætt að
Búnaðarsamband Ausmriands sýni
þessu máli mikinn áhuga. „Ég tel það
einnig jákvætt að bændur hafa frum-
kvæðið að þessu. Það vantar hliðar-
búgreinar í búskap á Ausmrland og
ég lít svo á að landbúnaður komi að-
allega til með að taka þetta að sér,“
sagði Axel að lokum.
-hs.
Austfirðingar hyggjast hefla bleikjueldi en eldið tengist síðan búskap
sem aukabúgrein.
r
1990
CLIFF RICHARD DAN FOGELBERG
DAVEEDMONDS
3ja daga af mælisveisla þriðjudag, miðvikudag og f immtudag
Hard Rock hamborgari... 395,-
Grísasamloka...........490,-
BAR.B.Q. kjúklingur 790,-
Eftirlæti rokkarans....990,-
(Glóðagrilluð lambasneið)
Eftirréttur fylgir öllum mat
Gosdrykkir 50,-
■ C
**_________________
Eftirlæti rokkarans
Stýrishjól úr gamla Pecan baka í desert
Glaumbæ sem brann
1971
ALLIR VELKOMNIR Á H‘‘rdRotko'>“1
, HARDROCKCAFE
ELSKUM ALLA - ÞJÓNUM ÖLLUM
HARD ROCK CAFE, KRINGLUNNI8-12, SÍMI689888
„MAD HATTER" bún
ingur Eltons John
Heimsreisa 1974