Tíminn - 03.08.1990, Blaðsíða 14
w 100 ára minning:
Agústa Guðmundsdóttir
húsfreyja að Gemlufalli
Þegar almanakið sýnir mér að 100 ár
eru liðin frá fæðingu móður minnar,
staldra ég við. Margt er undarlegt, þá
ég hleyp um sjónarsviðið. Meira en
50 ár áttum við samleið. Hún verður
ekki tíunduð hér að neinu ráði, aðeins
smá mynd, ef afkomendur hennar eða
ættingjar vildu staldra við og minnast
hennar eina ögurstund.
Þegar ég var bam, fannst mér ákaf-
lega mikið til um að heyra sagt: „Fyr-
ir 100 árurn", eða: „Eftir 100 ár“. Ég
held að mér hafi jafnvel verið það al-
veg óskiljanlegt að hægt væri að toga
samhengi yfir svo breitt svið. Á gam-
alsaldri er svo lífssýnin bundin við að
eygja tölur, eða afmá tölur, því í raun
erum við alltaf að leita jafhvægis.
Föðuramma mín, Sigr. Kristin Jóns-
dóttir, ljósmóðir í Hólum í Dýrafirði,
tók á móti móður minni þegar hún
fæddist. Hún segir svo frá: „Til Jónínu
Jónsdóttur á Brekku kom ég sunnu-
daginn 3. ág. kl. 12. Fæðing byijuð,
önnur hvirfílstaða, var á enda kl. 2,30.
Bamið stúlka, 11 merkur, ekki fúll-
burða. Heilsa góð. Konan ung, hafði
ekki alið bam áður. Þaðan fór ég að
kvöldi hins 5. sama mánaðar.“
Það urðu ekki endasleppar líknar-
hendur ömmu minnar Kristínar. Hún
bar þá sitt þriðja bam undir belti; var
það drengur, sem í fyllingu tímans
varð eiginmaður litlu stúlkunnar sem
var að flýta sér í heiminn þennan dag
á Brekku.
Foreldrar mínir, Ágústa og Jón G.
Olafsson, gengu í hjónaband 28. des.
1916. Þau hófu búskap að Minna-
Garði í Mýrahreppi og fýlgdu báðir
foreldrar föður míns þeim til dauða-
dags. Böm þeirra urðu 6 og var
amma Kristín ljósa þeirra allra, og
móður minnar önnur hönd við að
annast þau. I fardögum 1920 fluttu
þau að Gemlufalli í sömu sveit; þar
áttu þau heima til dauðadags. Ágústa
andaðist í Þingvallabænum 20. mars
1973, Jón dó í Reykjavík 25. febr.
1963. Þau hvíla bæði í Þingeyrar-
kirkjugarði í Dýrafirði.
Eins og Island kemur inní heims-
myndina í dag, vegna legu sinnar,
eins var með Gcmlufalls-heimilið.
Það var fyrsti bær við heiði, það var í
miðri sveit og það var í beinni línu á
móti Þingeyri. Þar var lögbundinn
ferjustaður yfir Dýraíjörð, þar var
símstöð og bréfhirðing. Stimpil-
klukka nútímans heföi illa passað
inní verkahringinn þar á bæ. Þessi
staða reyndi mjög á húsmóðurina, en
ég minnist þess ekki að nokkumtíma
væri æðrast, heldur hvers manns
vandi leystur eftir bestu getu. Þar
vom viðvik ekki metin til peninga,
aldarandinn var ekki þannig.
Við þessi aldahvörf langar mig til að
leiða saman einn þátt úr minningunni
um móður mína og þátt úr mínu eigin
lífi, sem margsinnis hefúr einmitt
leitað á huga minn í samanburði við
hana, en það er meðferð þjóðarinnar
á íslensku ullinni.
Ég hef þá skoðun, að nútímanum sé
jafnvel fyrirmunað að skilja hvað
herfilega er farið með þann arð sem
hafa má af sauðkindinni á Islandi. I
gegnum aldimar fæddi hún, skæddi
og klæddi alla þjóðina, að stórum
hluta. Ég ætla að sleppa því að ræða
það nánar, þó ég hafi þar um margar
meiningar, aðeins drepa á það sem
kalla mætti listiðnað úr ullinni. Móð-
ir mín prjónaði og vann, í nokkur
langsjöl, til gjafa.
Ull af kindum er eins misjöfn og
þær em margar, en ár eftir ár eins á
hverri kind út af fýrir sig. Munurinn
var mestur í gerð þelsins, þá er togið
töluvert mislangt. Þá er að sjálfsögðu
átt við vorullina sem endumýjaðist ár
hvert; haustullin, sú sem rökuð var af
gæmm þeirra sem felldar vom, var
svo allt annar handleggur.
Ein ætt kinda á Gemlufalli haföi af-
burða mjúkt, greitt og fallega hvítt
þel. Það valdi móðir mín til vinnslu í
þessi sjöl. Hún táði það sjálf, þannig
að ekkert toghár var eftir. Hún gerði
hólk af taui, lét hverja visk inní ann-
an endann og tók svo af, út um hinn,
þar til ekki var um að villast. Hún
skyggndi hveija visk upp við birtuna.
Þannig gerði hún við hvem raunvem-
legan sauðarlit.
Þegar því var lokið tók hún til við að
kemba ullina. Hún byijaði á hveijum
gmnnlit. Síðan blandaði hún þá
dekkri með hvítu, þann skammt jók
hún svo listilega að þegar hún haföi
pijónað sjalið var ekki eins og um
randir væri að ræða, heldur var það
sem reykur yfir að líta og svo mjúkt
og fjaðrandi að það spratt upp i lófa
hennar. Þessi sjöl þóttu kjörgripir.
Það sem mesta undmn vakti var svo
spuninn á kembunum. Hann var svo
finn að þráðurinn var tvöfaldur litlu
grófari en saumavélartvinni. Ennþá
er til sýnishom af þessum þræði og
hefúr margan undrað sem lítt þekkir
til þeirrar vinnu.
Við tölum um aldaraðir og finnst
óralangt, jafnvel þó aldri okkar sé
sleppt út úr umræðunni. Nú finnst
mér ég hafa heila öld í hendi. Ég
heyri klukkuna hennar ömmu minnar
á Brekku slá tvö, og aftur hálfúm
tíma seinna. Ég sé hendumar hinnar
ömmunnar, hendumar sem ég þekkti
svo vel og þurrkað höföu mörg bam-
stár af vanga mínum. Ég sé þær færa
litlu stúlkuna að móðurbijósti, frum-
burðinn.
Foreldrar móður minnar vom hjónin
Jónína Jónsdóttir og Guðmundur
Jensson, bóndi og skipstjóri á Brekku
í Þingeyrarhreppi í Dýrafirði. Ættir
þeirra em á alla vegi vestfírskar langt
fram í aldir og auðrekjanlegar allt til
landnámsmanna. Þær koma saman í
9. lið, þar sem em synir þeirra Ara
Magnússonar, sýslumanns að Ögri og
Reykhólum, og konu hans Kristínar
Guðbrandsdóttur, biskups að Hólum.
Móðir mín var stolt og vönd að virð-
ingu sinni. Það sýndi hún með því að
vanda verk sín og viðmót allt. Minna
skeytti hún um það, að halda saman
kunnra manna nöfhum sem hún var
þó borin af.
Nú hylja akrar móa. Vélar spinna
mjóa þræði á leiftur hraða. Bisað er
við að finna leið til að draga blað-
grænuna út úr vélum. Við streðum
við að troða gervigreind inní maskín-
ur, svo við getum nú sannarlega þras-
að við dauða hluti jafnt sem lifandi
verur. Allt er þetta eflaust framfara-
brautin, sem liggur að lífsins tré.
Fyrir mér er samt minningin um
þessa vinnu móður minnar tengd svo
mikilli aðdáun og gleði, að ég á þá
ósk þjóð minni til handa að þannig
mætti fleirum finnast til um móður
sína, þeim er í hversdagsleikanum
hrærast. Það verður seinlegt verk að
flytja til baka úr hringiðu þessara 100
ára sem við erum að telja út núna, til
kyrrðarinnar sem rikti í því aldarfari
sem féll fýrir tækninni.
En það roðar fýrir nýjum degi og
hann kemur. Þá verður ullarhnoðri í
lófa stolt og gleði þeirra sem lifa til
að skapa. Þá vita þeir að ekki þarf
langt að fara eftir gleðinni.
Jónína Jónsdóttir
Tvöfaldur ullarþráður unninn af
Ágústu.
Saumavélartvinni.
Steinunn Hjálmarsdóttir
Fædd 1. desember 1898
Dáin 28. júlí 1990
Þvi hvað er ástar og hróðrardís
og hvað er engill úr Paradís
hjá góðri og göfugri móður?
Þannig spyr Matthías Jochumsson,
þegar hann minnist móður sinnar.
Þannig spyrjum við systkinin, þegar
kemur að stund þakkar og kveðju. í
hugum okkar er djúpur söknuður,
sem er blandaður bamslegri eigin-
gimi. Þessi eftirvæntingarfúllu vista-
skipti vom svo kærkomin og tíma-
bær fýrir mömmu. Hún beið
óþreyjufúll eftir þessum tímamótum,
með mikilli tilhlökkun, samfara
fullri reisn og tillitssemi gagnvart
okkur bömunum. Fram til síðasta
dags og síðustu stundar var hún vak-
andi á öllum sviðum yfir velferð og
velgengni okkar og annarra. Hún
hafði skapstyrk til að láta viðmæl-
endur gleyma þverrandi líkamsþreki
hennar. Það tók enginn eftir því,
vegna þess að annar, æðri styrkur
kom jafnan fram og skyggði á dvín-
andi líkamsþrek. Við vitum að hjálp-
arstoðimar tvær sem hún hafði í
höndum síðustu vikumar vom henni
ekki að skapi, enda vissi hún oft og
tíðum ekki hvar hún lagði þær frá
sér. Það hefur verið henni eðlilegra
að sveifla orfinu eða hrista úr hey-
flekknum, snara heysátunum á
klakkinn eða sveiflast á bak gæð-
ingnum, renna prjónavélinni sinni
ffam og aftur eða láta saumavélina
fýlgja eftir markvissum handtökum
hennar. Sem dæmi um atorku henn-
ar, fýrirhyggju og stjóm skal dregin
upp mynd, sem skýrir þessar hug-
renningar. Þegar mest var annríkið í
heyskapnum var hún öllum stundum
hin afkastamesta. Við fundum til
þreytu og svengdar og biðum með
óþreyju eflir að hún færi heim að
taka til matinn. Það var oft skammur
tími liðinn frá því að hún fór úr hey-
vinnunni og við komum vel matlyst-
ug heim og þá var allt til reiðu á mat-
borðinu.
Fyrirhyggja hennar og hyggindi
vom okkur ekki ljóslifandi í þá daga.
Ekki er nema eðlilegt og sjálfsagt að
þakka íýrir matinn sinn. Einnig er
það eðlislæg tilfmning að gleðjast
þegar séð er fýrir öðmm nauðþurft-
um, þegar saumuð em föt og prjónuð
og nýsaumaðir skinnskór. Þessir
hlutir í lífi okkar bamanna vom eðli-
Iegir. Hún hélt uppi farkennslunni
þann tíma sem farkennarinn var að
kenna á öðmm bæjum. Hún hafði
mikið þrek, bæði líkamlegt og and-
legt, meir en í meðallagi, en hún
hafði skapstyrk, mannkosti og móð-
urást nokkm meiri. Þessara kosta
hennar fengum við systkinin að
njóta. Á þessa kosti hennar reyndi
mest, þegar hún stóð frammi fýrir
þeim örlögum að faðir okkar systk-
inanna fimm féll frá og hún stóð ein
eftir með okkur tveggja, þriggja,
fjögurra, fimm og sex ára. Hin al-
menna skylda sveitarfélagsins var þá
að leysa upp heimilið og koma böm-
unum fýrir á öðmm bæjum. Ham-
ingjusól hennar var ekki gengin að
fúllu til viðar.
Hamingjusól hennar fór að rísa í
annað sinn. En jafnframt gæfúsól
okkar systkinanna. Þau Tómas og
hún fundu sameiginlegan farveg fyr-
ir hamingjustrauma sína. Þau veittu
okkur þá ómetanlegu gæfu að eiga
heimili, móður og föður. Þau náðu
því óvenjulega gæfúmarkmiði að við
systkinin sjö erem enn í dag eins og
bestu alsystkini væm.
Eins og fæðingin er gleðileg og fúll
eftirvæntingar, þá munu þessi tíma-
mót hennar og vistaskipti vera og
verða henni jafn eðlileg og gleðileg.
Hún var búin að fúllvissa okkur um
þessa tilhlökkun sína og að hennar
piati síðbúna atburð. Þetta þroskaða
viðhorf hennar til eðlis lífsins og til-
vemnnar auðveldar okkur að umbera
djúpan söknuð við brottför hennar.
Við samgleðjumst henni. Við gætum
aldrei þakkað henni eins og vert er.
Hún gaf okkur svo mikið úr sjóði sín-
um. Þar vom engin takmörk. Hún
hefur einnig gefið svo mörgum öðr-
um vinum sínum og vandalausum.
Það er engin endir eða þurrð á gjafa-
uppsprettu hennar. Við systkinin er-
um alltaf að hitta fólk sem lætur okk-
ur njóta mannkosta og gjafmildi
hennar og beggja eiginmannanna
hennar, Þórarins og Tómasar. Margar
góðar kveðjur gefur að líta í gesta-
bókunum á Reykhólum. Alúðin og
þjónustan við gestina skín allsstaðar í
gegn. Hinn 20. júlí sl. ritar síðasti
gesturinn þessi orð: „Þakka húsráð-
anda fýrir að sýna mér kirkjuna og
segja vel ffá. Vigdís Finnbogadóttir."
Innilegar þakkir fýrir alla alúð og
aðhlynningu fæmm við starfsfólkinu
á dvalarheimilinu Barmahlíð, hjúkr-
unarkonu, læknum og öllum öðmm
sem veittu mömmu beinan og óbein-
an stuðning fram til síðasta dags.
Þótt þessi grein sé rituð fýrir hönd
okkar systkinanna, þá veit ég að
tengdabömin, bamabömin og bama-
bamabömin taka heilshugar undir
það sem hér hefur verið greint frá.
Til glöggvunar skulu helstu þættir
lífshlaupsins raktir. Foreldrar Stein-
unnar vom Kristín Þorsteinsdóttir og
Hjálmar Þorláksson, er bjuggu á
Þorljótsstöðum í Vesturdal í Skaga-
firði. Þegar þau slitu samvistir 1908
fluttist hún að Vindheimum og ólst
þar upp hjá Moniku Indriðadóttur og
Sigmundi Andréssyni. Árið 1920
flyst hún vestur að Reykhólum sem
ráðskona á búi og hinni nýkeyptu
jörð Eggerts Jónssonar frá Nautabúi.
Þau jarðakaup gengu til baka árið
eftir. Vorið 1921 giftist hún Þórami
Ámasyni og tóku þau Reykhóla á
leigu og bjuggu þar í tvö ár. Næstu
þrjú árin vom þau á Hólum í Hjalta-
dal. Þar var Þórarinn ráðsmaður á
skólabúinu. Árið 1926 flytjast þau
aftur vestur og fá ábúð á Miðhúsum.
Hinn 4. júlí 1929 andaðist Þórarinn.
Steinunn hélt áfrarn búi á Miðhús-
um. í árslok 1930 giftist hún Tómasi
Sigurgeirssyni. Þau bjuggu á Mið-
húsum fram til ársins 1939, þá flutt-
ust þau að Reykhólum. Þar stóð
heimili þeirra og hennar ffam til
þessa dags. Tómas lést 17. febr.
1987.
Böm hennar og Þórarins em: Krist-
ín Lilja á Gmnd I Reykhólasveit, gift
Olafi Sveinssyni. Þorsteinn í
Reykjavík, giffur Hallfríði Guð-
mundsdóttur. Sigurlaug Hrefna í
Kópavogi, gift Henrik Rasmus.
Anna í Kópavogi, gift Hauki Stein-
grímssyni. Hjörtur á Selfossi, giftur
Olöfu Sigurðardóttur.
Böm hennar og Tómasar em: Krist-
ín i Kópavogi, gift Mána Sigurjóns-
syni; og Sigurgeir á Mávavatni,
Reykhólum, var giftur Dísu Ragn-
heiði Magnúsdóttur, en hún er látin.
Blessuð sé minning góðrar móður.
Hjörtur Þórarinsson
Afmælis- og
minningargreinar
Þeim, sem óska birtingar á af-
mælis- og eða minningargrein-
um í blaðinu, er bent á, að þær
þurfa að berast a.m.k. tveim
dögum fyrir birtingardag.
Þær þurfa að vera vélritaðar.