Tíminn - 03.08.1990, Blaðsíða 16

Tíminn - 03.08.1990, Blaðsíða 16
AUOIVSINQASÍMAR: 680001—686300 j ' GUbriel SÆ HÖGG- DEYFAR Verslió hjá fagmönnum varahlutir Hamarsböfða l - s. 67-6744 J RÍKISSKIP NÚTÍMA FLUTNINGAR Hafnarhúsinu v/Tryggvogötu, S 28822 uw Réttur bíll á réttum stað. Ingvar Helgason hf. Sævarhöföa 2 Sfmi 91-674000 FÖSTUDAGUR 3. ÁGÚST 1990 V | Átök í Kuwait geta kostaö okkur margra milljaröa útgjöld: Olíuverð enn á uppleið eftir 40% hækkun í gær Innrás íraka í Kuwait gæti komið til með að kosta íslendinga mörg þúsund milijóna króna aukin útgjöld. Á fjarritum olíufé- laganna sáu menn olíuverðið þjóta upp í allan gærdag. í sam- tali við forstjóra Olíufélagsins hf. Vilhjálm Jónsson undir lok skrifstofutíma kom fram að olíuverð hafði þá hækkað um ein 40% yfir daginn. Um afleiðingamar fýrir okkur íslendinga sögðu menn erfitt að spá að svo komnu máli — þær muni ráð- ast af því hvað geríst við Persaflóa á næstunni. En til marks um hugsanleg áhrif má nefna að verði olíuverð áffam jafn hátt og í gærkvöldi mundi sú hækkun kosta Islendinga um 3.000 milljónir króna til næstu áramóta. „Það er ómögulegt að spá neinu enn sem komið er. Afleiðingamar fyrir okkur ráðast af því hvað gerist næstu daga. Komist þama kyrrð á aftur þá lækkar verðið væntanlega á ný. Komi hins vegar til vopnavið- skipta getur það haft geigvænlegar afleiðingar fyrir okkur. Olíuverðs- hækkun eins og við sáum í dag gæti auðvitað þýtt mörg þúsund milljóna króna aukin útgjöld fyrir þjóðina í heild. Eins og verðið stendur núna mundi það um 3.000 milljóna kr. aukin útgjöld það sem eftir er þessa árs“, sagði Vilhjálm- ur. Olíubyrgðir hér á landi sagði hann nokkuð bærilegar. Sjálfsagt ífá 45 og upp í 70 daga, mismunandi eftir tegundum. Olíu þurfi því ekki að kaupa nú allra næstu daga. „Það verður að bíða og sjá hvað gerist á næstunni“, sagði Viljálmur. Vegna þess hve skattar em stór hluti af útsöluverði á bensíni og innflutningsverð þeim mun minni hluti þess gætir olíuverðshækkunar talsvert minna á útsöluverði bens- íns heldur en á olíunni. „Ef þær hækkanir, sem við sjáum á fjarritum okkar og öðmm upplýs- ingum verða viðvarandi, held ég að áhrif þeirra fyrir okkur verði ekkert skemmtileg. Bara s.l. nótt hækkaði tonnið um 25 dollara, sem þýðir tuga prósenta hækkun. Um afleið- ingamar er varla hægt að svara til um fyrr en þetta stoppar eitthvað, þvi verðið er enn á harða spretti upp á við“, sagði Kristinn Bjöms- son forstjóri Skeljungs hf. Hvenær áhrifanna færi að gæta hér segir Kristinn fara eftir byrgða- stöðu hvers olíufélags um sig. Verð hvers farms ræðst á lestunardegi. Þannig að sé næsta skip, sem kem- ur með olíu, ekki þegar búið að lesta, verði nýtt verð á þeim farmi. Kristinn sagði byrgðastöðu Skelj- ungs ffemur knappa, t.d. í gasolíu. Félagið á pantaðan farm, en Krist- inn kvaðst ekki vita um lestun skipsins né á hvaða verði hann verður. Þótt reiknað sé með að olíuverð lækki á ný, ef ekki kemur til ffekari átaka við Persaflóa, sagði Kristinn, að talið er ífemur ósennilegt að það fari strax niður í fyrra verð. Margt bendi til þess að hluti þessarar hækkunar verði viðvarandi a.m.k. um nokkum tíma. Þó svo að enginn mundi sleppa, kemur hækkun olíuverðs hvað fyrst og mest niður á fiskiskipaflotanum. Már Guðmundsson aðstoðarmað- ur fjármálaráðherra var spurður hvort atburðimir við Persaflóa setji ekki alvarlegt strik í allan þjóð- hagsreikninginn. „Verði þetta varanlegt og við þurf- um að kaupa olíu á þessum kjömm, þá getur þetta sett verulegt strik í reikninginn. Það er augljóst, að ef olíuverðið hækkar þá versna við- skiptakjörin. Og verri viðskiptakjör er sama og lækkun þjóðartekna og viðskiptahalli verður þá eitthvað meiri. En á móti þessu kemur það að við höfúm verið að fá miklu meiri bata á viðskiptakjörum á undanfömum mánuðum en reiknað var með. Hvort vegur þyngra hækkun á olíuverði nú — sem við vitum ekki einu sinni hvort verður varanleg — eða þessi bati á bara eftir að koma í ljós“, sagði Már. Hann benti á að olíuverð hafi þegar verið farið að hækka nokkuð fyrir þessa nýjustu atburði eftir að hafa verið mjög hagstætt um mitt sumar. Það leiddi hugann að þeirri áhuga- verðu spumingu hvemig innkaupa- stefhu íslenskra olíufélaga sé hag- að. „Hafa þau möguleika á kaupa inn og hlaða upp byrgðum þegar verðið er lágt eins og það var i sum- ar? Hafi olíufélögin ekki gert það hefúr þjóðin tapað stórlega", sagði Már. - HEI Krókódflinn í Noröflaröará er ekki kominn í le'rtimar, heldur er það sirkuskrókódílinn Bengali sem fær hér rembingskoss firá vinkonu sinni, Diana Antoine. Félagar Bengali, þeir Croco, Dragon og Speedy Gonzales sváfu værum svefni. Timamynd: Pjetur Fjölleikahús í heimsókn: Kyrkislöngur og krókódílar Fjölleikahús er nú komið til lands- ins og er byijað að koma sér fyrir í Minnisvaröi um Múlakirkju Á laugardaginn kl, 14:00 mun Sigurður Guðmundsson vígsiu- biskup á Hólum i Hjaltadal vígja minnisvarða um Múla- kirkju í Aðaldal í S- Þingeyjar- sýslu. Kirkja og prestssetur var í Múla frá því um 1200 og fram til 1890. Síðasti prcsturinn í Múla var Bencdikt Kristjáns- son en hann var einnig alþingis- maður. Margir merkisprestar hafa setíð Múla, m.a. Einar Þorsteinsson (1633-1696) og Þorleifur Skaftason (1663- 1748). Jón Jónsson aiþingis- maður (1855-1912) bjó um nokkura ára skeið i Múla og kenndi sig við bæinn eftír það. Árið 1890 var Múlakirkja rif- in og flutt að Halldórsstöðum í Laxárdal þar sem hún var byggð upp sem íbúðarhús sem stendur þar enn. Laugardalnum. Þetta fjölleikahús á rætur sínar að rekja til Spánar og heitir Cirkus de Espania. í honum er þó fjölleikafólk frá mörgum löndum heimsins. Sirkusheimsókn hefúr verið næstum árlegur viðburður undanfarin ár, en nú eru í fyrsta skipti dýr með í for, þ.e. fjórir krókódílar, fjórar kyrki- slöngur og fjórar köngulær. Það er Diana Antoine frá Þýskalandi, sem hefúr umsjón með dýrunum og mun sýna listir sínar með þau á sýningum fjölleikahússins. Hér er ef til vill ekki um að ræða hefðbundin sirkusdýr, en sýning á þeim hefúr vakið mikla lukku víðast hvar. Að sögn Jörundar Guðmundssonar, sem hefúr umboð fyrir fjölleikahús- inu hér á landi, tók nokkra mánuði að fá leyfi til þess að koma með dýrin hingað til lands. Það fékkst þar sem ekki er um að ræða spendýr, heldur dýr með kalt blóð. Því er hætta á sjúkdómum ekki jafh mikil og ella. Fyrsta sýningin verður á morgun, en fjölleikahúsið mun verða hér til mán- aðarmóta. Að sögn Jörundar þykir Cirkus de Espenia í betra lagi og hefúr hann farið víða um heim. GS.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.