Tíminn - 10.08.1990, Side 14

Tíminn - 10.08.1990, Side 14
14 Tíminn Föstudagur 10. ágúst 1990 Krístján Þ. Sveinsson Fæddur 5. september 1891 Dáinn 2. ágúst 1990 í dag er til moldar borinn afi okkar, Kristján Sveinsson, íyrrum bóndi í Geirakoti, Sandvíkurhreppi. Ævi- dagurinn var orðinn langur, svo hann hefúr vafalaust verið hvíldinni feg- inn, gamli maðurinn. Aðeins munaði einu ári að hann lifði heila öld. Aft sá því tímana tvenna, eins og flestir af hans kynslóð. Allt frá því að minnast þess að vera varpað út um glugga á torfbæ, þegar landið gekk í bylgjum í Suðurlandsskjálftanum 1896, ffam á okkar tíma, tíma hraða og hinnar öru tækniþróunar. Já, það er langur lífs- kafli að lifa allt frá titringi jarðarinn- ar í Suðurlandsskjálfta og fram á titr- ing og hraða nútíma þjóðfélags. Þessu fylgdist afi öllu með, missti ekkert úr og hafði afburða gott minni allt ffam á síðasta dag. Afi giftist eftirlifandi eiginkonu sinni, Guðmundu Þ. Stefánsdóttur, 15. maí 1924. Var þeirra sambúð bú- in að vara í 66 ár og þar af bjuggu þau blómlegu búi í Geirakoti í Sandvík- urhreppi í 61 ár, eða allt ffá árinu 1929. Það hefúr verið mikils virði fyrir okkur systkinin að hafa átt afa og ömmu að, svo stutt ffá heimili okkar á Selfossi. Alltaf var hægt að skreppa f Geirakot og má segja að bamabömin hafi verið eins og heim- alningar á bænum. Einnig höfúm við systkinin dvalið þar í kaupamennsku á sumrin, sem reyndist okkur dýr- mætur þroskatími. Ekki síst þá báram við gæfú til að nema þennan fróðleik hins liðna og má segja að afi og amma hafi tryggt samhengið á milli kynslóða. Myndað einhvem streng sem tengir okkur við fortiðina og gerir okkur að þátttakendum í veröld sem er svo ólík því sem við búum við í dag. Þetta er okkur ómetanlegur arf- ur sem við kunnum að meta, alltaf betur og betur eftir því sem við þroskumst og munum njóta með af- komendum okkar. Bráðum verða þeir allir horfnir sem þekktu 19. öldina af eigin raun eins og afi. Þeirra hlutur má ekki gleymast og mun ekki gleymast. Nú við leiðarlok þökkum við systk- inin honum afa okkar samfylgdina og elsku amma, megi góður guð halda í styrku hendina þína, því hann afi skilur eftir fallega og dýrmæta minn- ingu sem mun aldrei fýmast. Stefán, EUa, Guðmunda, Erla og Kristján Geir. Kveðja Kristján Sveinsson, bóndi í Geira- koti, sem hér er kvaddur, fæddist að Syðra-Langholti í Hrunamanna- hreppi, 5. september 1891, og lést í hjúkrunarheimilinu Ljósheimum á Selfossi, 2. ágúst 1990. Kristján kvæntist árið 1924 Guðmundu Þóra Stefánsdóttur, sem lifir mann sinn. Þeim varð sex bama auðið, þeirra Sveins, Katrínar, Stefáns, Sigrúnar, Steinþórs og Ólafs og era öll á lífi nema Stefán. Kynni mín af Kristjáni hófust á vor- dögum 1949. Eg varð þá á tólfta ári einn af allnokkrum sumarstrákum þeirra Guðmundu og Kristjáns í Geirakoti og entist þrjú sumur. Búið var allstórt á þeirri tíð. Fimmtán mjólkandi kýr og um hundrað ær og að auki var stunduð talsverð kartöflu- rækt. Þá vora framkvæmdir veraleg- ur þáttur sumarstarfa. Nýrækt túna var árviss og sumrin mín vora byggðar tvær stórar votheysgeymsl- ur. Búhættir breyttust ört þessi árin. Aðeins fyrsta sumarið var slegið með orfi og ljá á engjum og rafmagnið, sem komið var síðasta sumarið, breytti miklu heima við. Þá var hætt að nota kol til eldunar og rafmagns- tæki léttu störf. Heimilið í Geirakoti var fjölmennt, um eða yfir tíu manns, og annir tals- verðar, sérstaklega hjá húsmóður- inni, Guðmundu. Viðvik snúninga- stráks vora allmörg en ekki þung eða tímafrek. Menn höfðu gjaman ákveðin verk að ganga að, svo sem að sækja kýr og reka, mjólka tvær kýr í mál og moka fjós. Þegar kom að stærri verkum vann fólk saman. Verkfyrirmæli vora fá. Rætt var um viðfangsefni dagsins, t.d. við morg- unverðarborð, og nefnt að gott væri ef menn færa í nánar greind verk. Á sjúkrabeði sínum fyrir nokkrum misseram rifjaði Kristján upp atvik sem minntu á þetta. Eg og kaupa- maðurinn, Gísli Jakobsson, höfðum verið beðnir að hirða af túnspildu í vothey. Mér fannst Gísli heldur stjómsamur og nefndi við hann, að ég hefði ekki orðið var við að honum hefði verið falin verkstjóm. Gísli sagði að það væri alveg ljóst. Það hefði verið falast eftir honum til starfa í Geirakoti en beðið fyrir mig. Um kvöldið barst þetta í tal við Krist- ján og gerði hann lítið úr málinu, en þetta var rétt hjá Gísla. Um haustið falaðist Kristján eftir mér til starfa næsta sumar. Kristján var af léttasta skeiði, þ.e. nálægt sextugu, þegar ég kynntist honum. Hann var ekki átakamaður til verka, enda var hann þá og hafði lengi verið magaveikur. En hann vann mikið, var árrisull og vann gjaman fram eftir kvöldum virka daga. Hann fylgdist vel með búr- ekstrinum og hélt dagbækur og skráði helstu atvik og veður sem hann fylgdist ætíð grannt með og spáði um, ef honum þóttu veðurspár standast illa, sem henti. Grasfræ, áburðargjöf og áburðartími vora hon- um mikið athugunarefni, ekki síst þegar vart varð við kal. Hann var glöggur á búfé, fylgdist vel með af- urðum kúa og áa og leitaðist við að rækta góða gripi. Mæðiveikin og fjárskiptin vora honum erfið, en nýju líflömbin að norðan gleðiefni. Kynnin við Kristján vora góð. Hann var hægur maður i framgöngu, frem- ur hýr og hlýr. Hann leiðbeindi vel og hjálpaði við verk, ef eftir var leitað, og ég minnist sérstaklega hvað orfið sem hann fékk mér var nett og lipurt. Við störf var ekki gcngið nærri fólki. Ég var gjaman sendur heim af engj- um með kvenfólkinu þegar rigndi og ekki var farið til útistarfa, ef veður var leiðinlegt. Þó voru viðfangsefnin ærin og stundum tafsöm, sérstaklega á rigningarsumrum. Vegleg töðu- gjöld vora að loknum fyrri túnaslætti, jafnan um eða fyrir miðjan ágúst og einu sinni á höfúðdegi. Eitt haustið, þegar ég hvarf úr sumarvistinni síð- ast í september, var ekki fullhirt af engjum. Kristján var vel látinn af sveitung- um. Hann átti sæti í hreppsnefnd Sandvíkurhrepps og var ffamarlega í ýmsum félags- og hagsmunamálum sveitarinnar, þótt ekki væri hann ffamgjam. Hæg og ljúf glettni fylgdi honum, en heimafólki var ljóst að þar fór viðkvæmur alvöramaður. Dirfska og ævintýramennska var honum fjarri, en hann skirrðist ekki við að eyða ævi sinni og þreki í að byggja og bæta leigujörðina Geirakot sem hann fékk keypta á áttræðisaldrinum. Vafasamt er að sextíu ára dvöl í Fló- anum hafi gert Kristján að Flóa- manni. Hann átti rætur og skyldfólk alla tíð í Gullhreppunum góðu. Á Syðra- Langholti, Ásum og Stóra- Núpi ólst Kristján upp og starfaði ffam undir fertugt. Þar kvæntist hann sinni dugmiklu og góðu konu, Guð- mundu Þóra Stefánsdóttur, og þar fæddust þeim fjögur elstu bömin. Kristján var einlægur trúmaður sem gerði litlu homstofúna í Geirakoti að helgum stað við útvarpsmessur á sunnudögum. Sumrin mín í Geirakoti vora góð. Mér fannst Flóinn fallegur, víður og sléttur og Qallasýnin fögur. Þar naut ég alls, sem gott sveitaheimili hefúr að bjóða og að auki athafnasemi og samvista við duglegt og glatt fólk. Þar fann ég vel hve gott er að fá að vera með í daglegu lífi og starfi og að hafa verðug viðfangsefni. Löng vin- átta Geirakotsfólksins hefúr síðan fylgt mér. Á kveðjustund Kristjáns Sveinsson- ar þakka ég fylgdina og vináttuna og bið honum allrar blessunar. Guð- mundu og fólkinu hennar votta ég samúð. Tómas Gunnarsson. Kristján, minn kæri vinur, með lotn- ingu og þakklæti kveð ég þig hinstu kveðju. Kristján var einn þeirra manna sem ég dáði fyrir alla mannkosti hans. Hann var á 99. aldursári, þegar hann lést. Það var gaman að ræða við hann, allt til síðustu stunda. Kristján kvæntist móðursystur minni, Guðmundu Stefánsdóttur, hinn 15. maí 1924 og þeim varð 6 bama auðið: Sveinn, kvæntur Aðalheiði Edilons- dóttur og eiga þau 5 böm. Katrín, gift Gudmund Aagestad og eiga þau 3 böm. Stefán, lést 22. maí 1970, kvæntur Önnu Borg Óskarsdóttur. Þau vora bamlaus. Sigrún, gift Gunnari M. Krist- mundssyni og eiga þau 5 böm. Steinþór, ókvæntur og bamlaus. Ólafúr, kvæntur Maríu I. Hauksdótt- ur og eiga þau 4 böm. Ég var ekki gömul þegar ég fór lyrst með móður minni, Guðlaugu, að Geirakoti. Alveg ffá því ég fyrst man eftir Geirakoti, þótti mér svo gott og gaman að koma þar. Það var mjög kært milli systranna og þær vora svo hláturmildar þegar þær hittust og ekki skemmdi það gleði þeirra að hafa Kristján nálægan, enda hafði hann alltaf eitthvað til málanna að leggja. Svo með áranum mynduðust vináttubönd milli fjölskyldnanna í Geirakoti í Flóa og Þórukoti í Njarð- vík. Ég minnist Kristjáns sem einstaks húsbónda, þegar ég, óharðnað dekur- bam úr kaupstað, kom í Geirakot án mömmu, fyrst til þess að passa Ólaf, yngsta soninn, og svo nokkur sumur sem kaupakona. Það vora nú ekki lætin í húsbændunum þar, en það stóð allt sem sagt var og maður gerði það sem manni var sagt að gera, án þess að finnast að um skipun hafi verið að ræða, heldur var sjálfsagt að ganga til verks og gera gagn, undir svo góðri verkstjóm og leiðbeining- um. Maður fann svo vel fyrir því að vera líka einn af fjölskyldunni og ég segi það satt, að ég tel mig hafa verið það í mörg ár, enda byijar ekki sum- arið hjá mér nema ég komi í Geira- kot, og alla tíð þótt ég væri með mína fjölskyldu eða mína vini, voram við alltaf velkomin. Það er einnig sérstakt að muna kaffi- tímana þegar fært var á engjar og komið með kaffi í flöskum sem vora í ullarsokkum og það var sérstakt handbragð þegar húsbóndinn hellti í bollann manns. Svo var masað eða Kristján, sem hafði afar skemmtilega ffásagnargáfú, sagði okkur fólkinu á engjunum draugasögu eða eitthvað ffá fyrri tíð, svo var jafnvel dottað í 5 mínútur. Þá sagði þessi góði bóndi „Jæja“, og þá stóðu bara allir upp og gengu í sinn flekk. Kristján var gamansamur, ffóður, minnugur, vinur góður og eftirsókn- arverður maður í allri umgengni. Það var stutt í grínið og saklaust var það alltaf og ekki til þess að særa nokk- um mann. Honum fannst gaman að vera nýrakaður þegar maður kom svona á sunnudagsrúntinum, því þá brosti hann og sagði: „Nú fær kaupa- konan min skeggkossinn.“ Siðast þegar ég kom til hans á sjúkravist aldraðra á Selfossi, þá gaf hann mér svo falleg orð sem ekki gleymast. Við voram að spjalla og ég sagði við hann meðal annars: „Krist- ján minn, þú hefúr nú alltaf verið mér svo góður.“ Þá sagði hann að bragði: „Þú hefúr ekki til annars unnið, Guð- rún mín.“ Með þessum orðum kveð ég Krist- ján, þakka honum samfylgdina og óska honum Guðsblessunar. Elsku Munda ffænka, við fjölskyld- umar ffá Þórakoti sendum Geirakots- fjölskyldunum samúðarkveðjur og j)ökkum fyrir að hafa átt Kristján Sveinsson að vini. Guðrún Björnsdóttir. Þann 3. ágúst lést á Selfossi Kristján Sveinsson, fyrram bóndi í Geirakoti í Sandvíkurhreppi. Löngu og við- burðariku lífi lauk þá, en Kristján skorti aðeins mánuð í 99 ára aldur- inn. Hann hélt óskertu minni sínu til hins síðasta en líkamskraftar vora þrotnir og síðustu mánuði lá hann á langlegudeildinni Ljósheimum á Sel- fossi. Nú er hann í dag borinn til graf- ar ffá Selfosskirkju og minningamar streyma ffam. Kristján Þórður Sveinsson fæddist í Syðra-Langholti í Hranamanna- hreppi 5. september 1891. Þar bjuggu þá foreldrar hans, Sveinn Einarsson ffá Miðfelli í sömu sveit og Guðbjörg Jónsdóttir ffá Tortu í Biskupstung- um. Magnús Andrésson aíþingis- maður í Syðra-Langholti var langafi Kristjáns. Er Magnús Magnússon sonur hans lét þar af búskap komst Sveinn Einarsson á þessa ættaijörð sína. Þar ólst Kristján upp til 15 ára aldurs er foreldrar hans brugðu á það ráð að kaupa vildisjörðina Ása í Gnúpveijahreppi. Þá jörð sat síðar Ágúst bróðir Kristjáns og búa niðjar hans nú þar. Ekki var mulið undir Kristján í námi ffemur en aðra jafnaldra hans. Vora þó námsgáfúr hans í besta lagi og minnið trútt. Hann fór á mis við ffæðslulögin 1907, en það sama ár var hann fermdur. En hann var svo heppinn að komast í hálfsmánaðar- tíma til náms hjá Margréti Eiríksdótt- ur í Haga. Hún reyndist honum sem mörgum öðram ffábær kennari. Bjó Kristján svo vel að þeirri menntun, að árið eftir fór hann í Flensborgar- skólann, beint upp í annan bekk, án inntökuprófs. Var þá Kristján kominn yfir tvítugt. Skólavistin fór vel með hann. Hann dáði alla tíð skólastjór- ann, Ögmund Sigurðsson, fyrir ffá- Kransar, krossar, kistu- skreytingar, samúðarvendir og samúðarskreytingar. Sendum um allt land á opnunartíma frá kl. 10-21 alla daga vikunnar Miklubraut 68 @13630 Sjáum um erfidrykkjur RISIÐ @ Borgartúni 32 r Upplýsingar í síma 29670 Marmaralegsteinar með steyptu inngreyptu eða upphleyptu letri. Einnig möguleiki með innfellda Ijósmynd. Marmaraskilti með sömu útfærslum. Sólbekkir, borðplötur, gosbrunnar o.m.fl. Sendum um allt land. Opið 9-18, laugard. 10-16. Marmaraiðjan Smiðjuvegi 4E, 200 Kópavogi Sími 91-79955. J t Útför móður okkar og fósturmóður Vilborgar Sæmundsdóttur Lágafelli, Austur-Landeyjum fer fram frá Krosskirkju laugardaginn 11. ágúst kl. 14.00. Blóm vinsamlega afþökkuð, en þeim sem vildu minnast hennar er bent á Minningarsjóð Guðrúnar á Lágafelli. Minningarspjöld fást hjá Guðrúnu Aradóttur, Skíðbakka, sími 98-785209, og á Símstöðinni, Hellu. Hólmfríður Finnbogadóttir, Magnús Finnbogason, Guðrún Árnadóttir.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.